Morgunblaðið - 30.12.2019, Side 4

Morgunblaðið - 30.12.2019, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. DESEMBER 2019 595 1000 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a MIKIÐÚRVALSÓLARÁFANGASTAÐA SUMARIÐ 2020 KYNNTU ÞÉR ÚRVALIÐ Á WWW.HEIMSFERDIR.IS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is „Eignarréttarhagsmunir á jörðum eru mjög mikilvægir og varðir í stjórnarskrá og það á ekki að beita eignarnámi vegna almannahagsmuna nema í ýtrustu neyð,“ sagði Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, þegar leitað var álits hans á ummælum Njáls Trausta Friðbertssonar, þingmanns Sjálf- stæðisflokksins í Norðausturkjör- dæmi, í blaðinu fyrir helgi um að ekki gengi að réttur landeigenda væri svo sterkur að þeir hefðu algert neitunar- vald um framkvæmdir á sínu eignar- landi ef þær skiptu miklu máli fyrir almenning. Þingmaðurinn var þar að vísa til umræðna í kjölfar óveðursins á dögunum um andstöðu ákveðinna landeigenda við raflínur. Sigurður segir að það kunni þó að vera nauðsynlegt í einstaka tilfellum að beita eignarnámi og þá þurfi að leggja áherslu á að línur eða jarð- strengir séu lögð með þeim aðferðum sem landeigendur telja að valdi sér minnstu tjóni. Einnig mætti þá líta til lands í eigu hins opinbera. Hann segir að það sé ekki til nein einföld lausn á þessu máli en Bændasamtökin séu ekki mótfallin hugmynd þingmanns- ins um að endurskoða löggjöf sem gildir um helstu innviði samfélagsins og greina stöðuna með tilliti til þjóð- aröryggis. Sigurður bendir á að eigendahópur lands í dreifbýli sé mjög fjölbreyttur. Hið opinbera (ríki og sveitarfélög) sé þar að auki stærsti einstaki landeig- andi hérlendis. Bændasamtökin geti eðli málsins samkvæmt ekki talað fyrir aðra en sína félagsmenn, sem eru fyrst og fremst starfandi bændur. Hann segir að í kjölfar óveðursins hafi samtökin ályktað um aðgerðir sem grípa þurfi til og m.a. bent á að bæta þurfi verulega afhendingar- öryggi á rafmagni og hraða eins og kostur er að koma dreifilínum raf- magns í jörð. Endurmeta þurfi hvar sé nauðsynlegt að varaaflsstöðvar séu fyrir hendi og tryggja eldsneytis- birgðir fyrir þær í skilgreindan tíma. Þá þurfi fjarskiptakerfið að þola að vera án rafmagns tímabundið og styrkja þurfi GSM-símkerfið. Verði aðeins í ýtrustu neyð  Bændasamtökin mótfallin tillögum um að beita landeigendur eignarnámi  Eignarréttarhagsmunir á jörðum bænda sagðir vera mjög mikilvægir Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Land Deilt er um rétt landeigenda til að stöðva lagningu raflína. Þingmenn Miðflokksins, með Gunnar Braga Sveinsson í broddi fylkingar, hafa lagt fram beiðni um skýrslu frá forsætis- ráðherra um aðdraganda og af- leiðingar óveðursins dagana 9.- 11. desember sl., viðbúnað og úrbætur. Í greinargerð með til- lögunni segir m.a. að illskiljan- legt sé að á meðan björgunar- menn undirbjuggu sig fyrir óveðrið hafi opinberir aðilar ekki gert hið sama. Svo virðist sem RARIK, Landsnet og ef til vill fleiri hafi ekki gert sambæri- legar ráðstafanir. „Í það minnsta virðist sem ekki hafi verið fluttur búnaður sem grípa mætti til, svo sem varaafls- stöðvar og rafmagnsstaurar, sem verður að teljast sérstakt í ljósi þess sem áður hefur gerst og hve ítarlega hafði verið varað við veðrinu,“ segir þar m.a. Skýrsla í kjöl- far óveðurs MIÐFLOKKURINN Undirbúningur áramótabrenna er í fullum gangi en þær verða haldnar á tíu stöðum á höfuðborgarsvæðinu, þar á með- al á Ægisíðu. Þar stóðu starfsmenn borgarinnar í ströngu við að safna eldivið í brennuna í gær. Á ári hverju leggja fjöl- margir leið sína að áramótabrennu áður en skaupið er barið augum og nýja árið gengið í garð. Reykjavíkurborg hefur þá auglýst sérstök skotsvæði fyrir flugelda á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Skóla- vörðuholti, Klambratúni og Landakotstúni. Gæsluliðar verða á svæðunum frá klukkan tíu til eitt á gamlárskvöld. Á þessum stöðum safnast árlega mikill mannfjöldi og er með þessu reynt að draga úr hættu á slysum af völdum skotelda. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Safna í brennur og undirbúa sig fyrir áramótin Teitur Gissurarson teitur@mbl.is „Baklandið okkar er farið að banka verulega á og vill að búinn sé til ein- hver meiri þrýstingur. Það verða okkar fyrstu skref eftir áramót, að leggja það niður fyrir okkur.“ Þetta segir Árni Stefán Jónsson, formað- ur Sameykis, í samtali við Morgun- blaðið um kjaraviðræður félagsins, en Árni er einn þeirra stéttarfélags- formanna sem taka á móti nýju ári án þess að félagsmenn þeirra hafi samið á ný. „Nú er eiginlega alveg komið nóg af þessum hægagangi sem er búinn að vera í níu mánuði og lítið sem ekkert gengið.“ Spurður frekar um væntanlegar aðgerðir segir Árni: „Við förum fyrst í vægari aðgerðir og svo, eftir því hvort einhverju fleytir fram eða hvort allt verður stopp, endar þetta í harðari aðgerðum. Það bara segir sig sjálft.“ „Ofboðslegur hægagangur“ Spurður um stöðuna í kjaravið- ræðum sinna félagsmanna, nú þegar nýja árið gengur í garð, segir Ragn- ar Þór Stefánsson, formaður Kenn- arasambands Íslands: „Það hefur náttúrlega verið ofboðslegur hæga- gangur á samningum hins opin- bera.“ Segir hann að meiri pressa sé á að klára samninga við ríkið, þ.e. samninga framhaldsskólakennara, enda sé venjan að sveitarfélög, sem semja við grunnskólakennara, fylgi fordæmi ríkisins. Þá hafi félögin sem semja við ríkið, þ.e. Félag framhaldsskólakennara og Félag stjórnenda í framhaldsskólum, verið samningslaus lengur. „Þar er bið- lundin minni.“ Spurður um mögu- legar aðgerðir segir hann: „Ef þetta endar í einhverjum átökum, sér- staklega þegar um er að ræða hnút sem hefur verið fastur svona lengi, óttast ég að áhrifin gætu orðið af stærðargráðu sem enginn myndi óska sér. Hvorki félagsmenn né aðr- ir.“ Þá bætir hann við: „Ég held að hinn almenni félagsmaður, og sömu- leiðis hinn almenni Íslendingur, óski þess mjög einlæglega að ekki komi til átaka.“ Sverrir Jónsson, formaður samn- inganefndar ríkisins, segir spurður út í horfur í kjaraviðræðum á nýju ári: „Við höfum átt í samtali við alla okkar viðsemjendur. Við eigum bók- aða fundi með öllum okkar viðsemj- endum í janúar og höldum áfram að funda.“ Þá segir hann: „Við erum reiðubúin til að ganga frá samningi á sömu nótum og lífskjarasamning- arnir í vor.“ Gæti endað í aðgerðum  Baklandið í Sameyki orðið óþreyjufullt  Framhaldsskóla- kennarar sömuleiðis  Ríkið á fundi með öllum á nýju ári

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.