Morgunblaðið - 30.12.2019, Síða 6
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Lengri hvíldartími, sterkari veik-
indaréttur og úrbætur í lífeyris-
málum verða áherslumál sjó-
manna í kjaraviðræðum við
útgerðina, en kjarasamningar
þessara aðila runnu úr gildi 1.
desember sl. „Nei, ég býst ekki
við sömu hörku og í síðustu
kjaradeilu í byrjun árs 2017 sem
leystist eftir eftir tíu vikna verk-
fall. Með þessu er ég ekki að úti-
loka átök, en umhverfið er annað
nú en var,“ segir Valmundur Val-
mundsson, formaður Sjómanna-
sambands Íslands.
Eitt af því sem sjómenn hafa
óskað eftir er að laun þeirra verði
gerð upp samkvæmt fullu afla-
verðmæti. Einnig að skiptapró-
senta verði reiknuð upp á nýtt og
bætt í þar sem hægt er. Í því sam-
bandi bendir Valmundur á að frá
því nýtt kerfi við verðmyndun á
botnfiski milli skyldra aðila var
tekið upp hafi laun sjómanna
hækkað verulega.
Umhverfisbreytingar
og blikur eru á lofti
„Almennt gengur sjávar-
útvegurinn vel, samanber að nú
er evran gagnvart íslenskri mynt
komin í 136 krónur. Kjarasamn-
ingar okkar við útgerðina eru í
grunninn gamlir og því þörf á
endurskrift margra kafla, til
dæmis varðandi uppsjávarveiðar.
Þar eru þó blikur á lofti, því eng-
in loðna veiddist við landið á
þessu ári og útlitið fyrir næsta ár
er ekki gott. Þarna verður þjóð-
arbúið af minnst 20 milljörðum
króna í tekjur og fyrir sjómenn
munar þetta um fjórðungi af eðli-
legri inntekt hvers árs. Á móti
þessu hefur komið góð veiði á
bæði síld og makríl, en staðan í
loðnu er alvarleg og verður að
skoðast í stóru samhengi,“ segir
Valmundur og vísar þar til um-
hverfisbreytinga.
„Hitastig sjávar hefur hækk-
að og verulega munar um eina
gráðu. Loðnan finnst ekki og
þorsk þarf að sækja í kaldan sjó
úti á köntum og við landgrunns-
brúnina, þá helst fyrir norðan
landið. Vonandi verður þorskur
þó á hefðbundnum slóðum við
suðurströndina, nærri Eyjum og
á Selvogsbanka, nú á vetrar-
vertíð. Á móti þessu kemur síðan
að nú er mikil ýsugengd við land-
ið sem smábátakarlar sem reyna
við þorskinn hafa kvartað yfir.“
Miklar fjárfestingar
Mikið er fjárfest í sjávar-
útvegi. Sjö ný togskip, norsk-
víetnömsk smíði fyrir íslenskar
útgerðir, komu til landsins í haust
og margir nýir togarar bættust í
skipastólinn á síðasta ári. „Við
sjómenn hjálpum útgerðinni með
þetta með því að gefa eftir 10% af
launum með nýsmíðaálagi.
Reyndar er breytilegt milli skipa,
aflabragða og slíks hvernig þessi
afsláttur af launum kemur út en
þetta fyrirkomulag verður til árs-
ins 2031,“ segir Vilmundur sem
telur þetta allt vera til bóta. Betri
vinnuaðstaða í skipum fækki slys-
um, þótt fleira komi til. Ekkert
banaslys hafi orðið á sjó á því ári
sem nú er að líða – rétt eins og
árin 2008, 2011, 2014, 2017 og
2018.
„Að hafið tæki kannski 20
manns á ári þótti eðlilegt. Fyrir
um 30 árum fóru þessi viðhorf að
breytast, svo sem þegar gúmmí-
björgunarbátar voru settir í báta
og skip og skyldunám í slysa-
varnaskólanum hafði líka mikið
að segja,“ segir Valmundur og að
lokum:
Hásetar og tæknin
„Við viljum að allir komi
heilir heim; menn sem eiga fjöl-
skyldur í landi. Annars hefur
starfsumhverfið í sjávarútvegi
gjörbreyst á ekki löngum tíma.
Þegar ég tók við formennsku í
Jötni í Eyjum voru um 300 sjó-
menn í félaginu en eru nú 150.
Búnaður í mörgum skipanna er
orðinn mjög fullkominn – og
sjálfsagt styttist í að hásetar
þurfi að vera með tæknimenntun.
Margir telja slíkt sjálfsagt vera
ógn, en þetta tel ég vera tækifæri
því meiri menntun á jafnan að
skila betri launum.“
Sjómenn með lausa kjarasamninga og lífríkið í sjónum er að breytast
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sjómaður Hitastig sjávar hefur hækkað og verulega munar um eina gráðu, segir Valmundur Valmundsson.
Tækifæri í tækninni
Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. DESEMBER 2019
Valmundur Valmundsson
fæddist árið 1961. Hann byrjaði
1977 til sjós og var í 30 ár. Var
lengi á togurum frá Siglufirði
en seinna stýrimaður og skip-
stjóri á Frá VE.
Formaður Sjómannafélags-
ins Jötuns í Eyjum frá 2005 til
2015, þegar hann tók við sem
formaður Sjómannasambands
Íslands.
Hver er hann?
Reikna má með suðvestanátt, lág-
skýjuðu veðri og rigningu á Suður-
og Vesturlandi á gamlársdag og
hita allt að sjö stigum. Á Norður- og
Austurlandi verður þurrt og bjart.
Á nýársdag er spáð suðlægum vind-
um sunnanlands, NA-átt nyrðra
sem fylgir rigning eða slydda og
hita í öllum landshlutum.
„Það má gera ráð fyrir ein-
hverjum vindi sem þýðir að meng-
un af völdum flugelda þynnist jafn-
óðum út. Rigningin hefur áhrif til
hins sama en er ekki jafn fljótvirk.
Því er þokka-
legt útlit með
að mengun, að
minnsta kosti
hér á
höfuðborgar-
svæðinu, verði
minni en um
verstu ára-
mót,“ sagði
Þorsteinn Jóhannsson, sérfræð-
ingur hjá Umhverfisstofnun, í sam-
tali við Morgunblaðið í gærkvöldi.
sbs@mbl.is
Rok, rigning og minni mengun
HÁDEGIS-
TILBOÐ
Mánudaga-föstudaga
kl. 11.00-14.30
Borðapantanir í síma 562 3232
Verð frá 990
til 1.990 kr.