Morgunblaðið - 30.12.2019, Side 8

Morgunblaðið - 30.12.2019, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. DESEMBER 2019 Gæðavörur í umhverfisvænum umbúðum Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com Hollt, bragðgott og þæginlegt Vegan - Keto - Pascaterian - Glutenlaust Sölustaðir: Hagkaup, Melabúð, Fjarðarkaup og Matarbúr Kaju Akranes Jón Magnússon, hæstaréttar-lögmaður og fv. alþingis- maður, segir frá því í pistli á blog.is að George Carey, fv. erki- biskup í Canterbury, hafi hafið rannsókn á því hvers vegna hlut- fall kristinna kvótaflóttamanna sé sáralítið. „Að- eins 1,6% af kvóta- flóttafólki til Bret- lands er kristið fólk. Hlutfallið í öðrum Evrópuríkjum er svipað. Kristið fólk og Yasidar hafa búið við mestu ofsóknir í borgarastyrj- öldinni í Sýrlandi, en samt eru þeir nánast ekki gjaldgengir til að njóta hjálparstarfs kristinna ríkja Vestur-Evrópu.“    The Economist segir frá því ínýjasta tölublaði sínu að ekki þurfi að efast um að kristnir séu í hættu í Miðausturlöndum: „Pew rannsóknastofnunin komst á því, árið 2017, að þeir hafi orðið fyrir ofsóknum í hverju einasta ríki Miðausturlanda, annaðhvort af hálfu ríkisins eða annarra hópa.“    Jón Magnússon nefnir að ástæð-an fyrir því hve fáir kristnir kvótaflóttamenn koma til Evrópu sé ef til vill sú að þeim sé ekki vært í flóttamannabúðum Sam- einuðu þjóðanna.    Mögulega er þetta skýringin áþví hve óeðlilega lágt hlut- fallið er, en hún er þá ekki ásætt- anleg.    Íslensk stjórnvöld, sem taka ámóti miklum fjölda kvóta- flóttamanna, auk þeirra sem hingað koma á öðrum forsendum, ættu að sjálfsögðu ekki síst að horfa til hinna kristnu sem of- sóttir eru umfram aðra í Mið- Austurlöndum. Jón Magnússon Kristnir menn eru víða ofsóttir STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Fiskistofa hefur auglýst eftir um- sóknum um leyfi til selveiða til eigin nytja á árinu 2020. Umsóknarfrestur er til 15. janúar næstkomandi. Um- sóknum á að skila á eyðublaði sem er aðgengilegt á vef Fiskistofu (fiski- stofa.is). Auglýsingin er með vísan í reglu- gerð um bann við selveiðum (1100/ 2019), sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra, setti 11. desember 2019 og var birt í Stjórnartíðindum 13. desem- ber. Með gildistöku reglugerðarinn- ar er sett bann við öllum selveiðum í sjó, ám og vötnum á íslensku for- ráðasvæði. Fiskistofa getur veitt leyfi til tak- markaðra veiða á sel til eigin nytja innan netalaga, þar sem veiðar hafa verið eða verða stundaðar sem bús- ílag. Umfang umsókna verður metið þegar allar umsóknir hafa borist og skal leita umsagnar Hafrannsókna- stofnunar. Skrá verður aflann og senda árlega skýrslu til Fiskistofu um sókn og afla. Öll sala og markaðs- færsla á íslenskum sel og selaafurð- um er bönnuð. Landselur og útselur eru á válista Náttúrufræðistofnunar Íslands. Landselur er talinn vera tegund í bráðri hættu og útselur tegund í nokkurri hættu. gudni@mbl.is Sækja þarf um leyfi til selveiða  Fiskistofa getur veitt leyfi til takmarkaðra selveiða til eigin nytja Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Landselur Selveiðar hér við land eru nú almennt bannaðar. Lögþing Færeyja samþykkti á föstu- dag að draga til baka uppsögn Hoy- víkursamningsins, fríverslunar- samnings Íslands og Færeyja. Færeyska ríkisútvarpið, Kring- varpið, greinir frá þessu. Samning- urinn heldur því gildi sínu, en hefði að óbreyttu fallið úr gildi um áramót. Hoyvíkursamningurinn var gerð- ur árið 2005 og er víðtækasti frí- verslunarsamningur Íslands við ann- að ríki. Auk fríverslunar og frjálsra fjármagnsflutninga veitir hann Ís- lendingum og Færeyingum fullan rétt til búsetu í hinu ríkinu og leggur bann við mismunun milli íbúa. Tryggir starfsemi íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja Færeysk stjórnvöld sögðu samn- ingnum upp í fyrra eftir að lög sem bönnuðu erlent eignarhald fær- eyskra sjávarútvegsfyrirtækja voru samþykkt, en slík takmörkun sam- rýmist ekki samningnum. Átti upp- sögnin, sem fyrr segir, að taka gildi nú um áramót. Stjórnarskipti urðu í Færeyjum eftir þingkosningar í haust, þar sem hægriflokkar náðu meirihluta á Lög- þinginu. Hin nýja stjórn hefur breytt lögum um eignarhald í sjávarútvegi og í kjölfarið var samþykkt á lög- þinginu með 16 atkvæðum gegn 13 að draga uppsögn samningsins til baka. Uppsögn samningsins hefði meðal annars haft áhrif á starfsemi ís- lenskra sjávarútvegsfyrirtækja í Færeyjum, en útgerðarfélagið Sam- herji á 30% hlut í fyrirtækinu Fram- herja í Færeyjum og hefði þurft að selja hlut sinn fyrir 1. janúar 2025 ef uppsögnin hefði tekið gildi. alexander@mbl.is Hoyvíkursamn- ingurinn heldur  Lögþing Færeyja afturkallar uppsögn Morgunblaðið/Ómar Lögþingið Samkomusalur Lög- þingsins á Tinganesi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.