Morgunblaðið - 30.12.2019, Side 11

Morgunblaðið - 30.12.2019, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. DESEMBER 2019 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is K371 sófi Fáanlegt í leðri og tauáklæði, margir litir 3ja sæta 2ja sæta og stólar Við óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg Söfnum í neyðarmatar- sjóð fyrir jólin til matarkaupa hjá Fjölskylduhjálp Íslands fyrir þá fjölmörgu sem lægstu framfærsluna hafa. Þeim sem geta lagt okkur lið er bent á bankareikning 0546-26-6609, kt. 660903-2590. Fjölskylduhjálp Íslands, Iðufelli 14 Breiðholti og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ. Neyðarsöfnun í matarsjóðinn Guð blessi ykkur öll www.gildi.is Frá og með áramótum breytist afgreiðslutími á skrifstofum okkar og verður eins og hér segir: Mánudaga til fimmtudaga frá 09.00 til 16.00 Föstudaga frá 09.00 til 15.00 Gildi–lífeyrissjóður Breyttur afgreiðslutími Það hefur sýnt sig að íslenska þjóðin stendur saman, sýnir stuðning og samhug eftir bestu getu. Hægt er að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119 S. 551 4349, 897 0044, maedur@simnet.is Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur JÓLASÖFNUN Sekt við akstri gegn rauðu ljósi hækkar úr 30.000 í 50.000 krónur um áramótin. Aðrar hækkanir og þyngri refsingar gegn umferðarlagabrotum koma fram í nýrri reglugerð um sektir og viðurlög vegna umferðar- lagabrota sem tekur gildi 1. janúar næstkomandi. Hún kveður einnig á um nýtt efsta refsiþrep við ölvunarakstri. Mælist vínandamagn í blóði yfir 2,51 prómill varðar það sviptingu ökuréttar í þrjú ár og sex mánuði auk 270.000 sektar. Með tilkomu nýs efsta þreps verð- ur nýtt milliþrep leitt í lög. Mælist vínandi í blóði 2,01 til 2,50 prómill á ökumaður yfir höfði sér sviptingu ökuréttar í þrjú ár og 240.000 króna sekt, en áður var slíkt magn í efsta þrepi og varðaði sviptingu ökurétt- inda í tvö ár auk sömu fjársektar. Hámarksvínandamagn í blóði helst óbreytt, en við 0,20 prómill telst ökumaður ekki geta stjórnað vélknúnu tæki, samkvæmt regl- unum. Þó er lagt til að viðurlög við ölv- unarakstri verði þyngd þar sem vín- andamagn er 1,20 til 1,50 prómill. Ökumaður sem gerist sekur um slíkt yrði sviptur ökuréttindum sex mán- uðum lengur en núgildandi lög kveða á um, eða í eitt ár og sex mánuði, auk 180.000 króna sektar. Reglugerðin verður sett á grundvelli nýrra um- ferðarlaga nr. 77/2019 sem sam- þykkt voru á Alþingi í sumar og öðl- ast gildi 1. janúar næstkomandi. Morgunblaðið/Hari Umferð Sektir hækka og refsingar við ölvunarakstri þyngjast eftir áramót. Sektir hækka á nýju ári  Sekt vegna aksturs gegn rauðu ljósi hækkar um 20 þúsund Allt um sjávarútveg Alma D. Möller landlæknir og eig- inmaður hennar, Torfi Fjalar Jón- asson hjartalæknir, fóru í vitjun til fálkaungans Kríu á Bessastöðum í gær og færðu henni dýrindis jólamat, rjúpu. Kría var ekki lengi að læsa klónum í rjúpuna og tæta hana í sig með fiðri og beinum. Í samtali við mbl.is í gær sagði Alma: „Hún var mjög fljót að leggja til atlögu og læsa klónum í rjúpuna. Hún var þvílíkt lukkuleg með þessar rjúpur og þetta skotgekk hjá henni,“ sagði hún. Fálkaunginn Kría hefur verið í fóstri á Bessastöðum síðan á öðrum degi jóla eftir að Friðbjörn B. Möller, umsjónarmaður fasteigna á forseta- setrinu, bjargaði henni frá krunkandi hröfnum eftir að henni hafði fatast flug á túninu á Bessastöðum. Alma er frænka Friðbjörns og var ekki lengi að bjóða fram aðstoð sína þegar hún frétti af björgun fálka- ungans. „Ég sendi honum skilaboð um hvort það vantaði æti handa fugl- inum. Maðurinn minn er mikill veiði- maður og ég vildi gjarnan koma svartfugli og fleiru úr frystikistunni,“ segir Alma og heldur áfram: „En þá átti hann nóg af öllu en vildi fá rjúpu í ham, því svona fuglar þurfa að éta bæði fiður og bein. Við vorum nýbúin að kyngja síðustu rjúpunni en mágur minn átti rjúpu þannig að við færðum fálkanum tvær rjúpur í morgun,“ sagði hún. Alma segir þessa óvenjulegu vitjun hafa verið mjög skemmtilega upp- lifun og sérstaklega hafi verið gaman að sjá fálka í nærmynd og hvernig Kría tók til matar síns. „Ég hef ekki komið oft á Bessa- staði og ekki farið þangað í vitjun. Ég er ekki sérfræðingur í dýrum en mér fannst mjög gaman að fara í vitjun til fugls og ég tala nú ekki um á Bessa- stöðum,“ sagði hún. thor@mbl.is Ljósmynd/Árni Sæberg Kría Fálkaunginn Kría hefur verið í góðu yfirlæti á Bessastöðum. Gáfu fálkaunganum rjúpu  Landlæknir fór í vitjun til fálkaungans á Bessastöðum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.