Morgunblaðið - 30.12.2019, Síða 13

Morgunblaðið - 30.12.2019, Síða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. DESEMBER 2019 fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Fallegar vörur Stóll á snúningsfæti í ítölsku nautsleðri 75 cm á breidd Verð frá 120.000 kr. Tíu eru látnir og hundruð hafa misst heimili sín í kjarreldum sem geisa í Ástralíu. Yfir 100 eldar loga nú víðs- vegar um landið, þeir stærstu í ná- munda við Sydney í Nýja Suður- Wales. Tugum þúsunda íbúa í Vikt- oríufylki var í gær fyrirskipað að yfirgefa heimili sín af ótta við að eld- urinn breiðist frekar út og loki síð- asta þjóðveginum um svæðið sem enn er opinn. Mikill hiti, yfir 40 gráðum, sterkir vindar og þrumuverður hafa gert slökkviliðsmönnum og sjálfboða- liðum erfitt fyrir. Búist er við að vindátt breytist í dag og geri slökkviliði enn erfiðara fyrir. Áströlsk stjórnvöld tilkynntu í fyrradag að sjálfboðaliðar sem bar- ist hafa gegn eldunum muni fá greitt fyrir störf sín. Meðal þeirra sem geta sótt um styrki eru sjálfboða- liðar samtakanna Rural Fire Service sem hafa varið minnst tíu dögum í að berjast við eldana í Nýju Suður- Wales, þar sem skógareldarnir eru hvað verstir. Greiðslur til sjálfboða- liðanna geta numið allt að 300 ástr- ölskum dölum, um 25.000 íslenskum krónum, á dag. Þá hefur opinberum starfs- mönnum sem sinna slökkvistarfi í sjálfboðavinnu verið veitt launað frí til að berjast við eldana. AFP Kjarreldar Þykkan reyk lagði af eldunum í Bargo, suðvestur af Sydney í Nýja Suður-Wales. Fylkið hefur farið einna verst út úr eldunum. 10 látnir í miklum kjarreldum í Ástralíu 8FJÖLDAMÓTMÆLI Í LATNESKU AMERÍKU AFP-myndir REIðI Í MIðAUSTUR- LÖNDUM MAX FLUGVÉLAR KYRRSETTAR BREXIT SEINKAR FYRSTA MYNDIN AF SVARTHOLI FRÚARKIRKJAN BRENNUR SPENNAN EYKST Í ÍRAN OFBELDI Í HONG KONG VÁ Í LOFTSLAGSMÁLUM TRUMP ÁKÆRðUR TIL EBMÆTTISMISSIS TYRKIR LÁTA TIL SKARAR SKRÍðA Í SÝRLANDI LEIðTOGI ÍSLAMSKA RÍKISINS DREPINN Mótmæli í Súdan, Írak, Líbanon og Íran verða ofbeldisfull. Fjölmenn og að mestu friðsamleg mótmæli í Alsír Allar Boeing 737 MAX flugvélar eru kyrrsettar eftir að slík flugvél frá Ethiopean Airlines ferst í mars Úrsögn Breta úr Evrópu- sambandinu tefst enn, Theresa May segir af sér og Boris Johnson tekur við. Ný dagsetning er 31. janúar 2020. Íhaldsflokkurinn fær meirihluta á þingi í kosningum 12. desember Mynd, byggð var á gríðar- legu magni gagna sem safnað var 2 árum fyrr með sjónaukum um allan heim, sýnir svarthol í 50 milljón ljósára fjarlægð Eldur eyðilagði turnspíru og þak Notre Dam-dómkirkjunnar í París en slökkviliðsmönnum tókst að bjarga byggingunni frá eyðileggingu Stjórnvöld í Teheran hófu á ný að auðga úran í sam- ræmi við kjarnorkuáætlun sem lögð var til hliðar 2015 eftir samkomulag við vesturveldin en Bandaríkin sögðu sig frá því árið 2018. Bandaríkin kenna Írönum um árásir á skip á Persaflóa og olíulindir í Sádi-Arabíu en Íranir neita því Reiði vegna lagafrumvarps sem heimilar framsal brotamanna til Kína leiðir til blóðugra mótmæla í júní. Íbúar í Hong Kong halda áfram fjöldamótmælum og krefjast lýðræðisumbóta Árið 2019 stefnir í að verða annað heitasta ár sögunnar. Júlímánuður er sá heitasti til þessa og hitamet féllu í Evrópu, á norður- pólnum og í Ástralíu. Greta Thunberg fer fyrir loftslagsmótmælum ungs fólks Donald Trump Bandaríkja- forseti á yfir höfði sér réttar- höld í öldungadeild Bandaríkja- þings eftir að fulltrúadeild þingsins ákærði hann til embættismissins fyrir að misnota vald sitt og hindra þingið í störfum sínum Tyrkir hefja sókn gegn stríðs- mönnum Kúrda í norðausturhluta Sýrlands (eftir að Bandaríkjamenn draga hermenn til baka) en hætta aðgerðum hálfummánuði síðar eftir að Bandaríkamenn og Rússar samþykkja að tryggja að stríðs- mennirnir fari af svæðinu Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi hryðjuverka- samtakanna Íslamska ríkisins, var drepinn í loftárás bandaarískra sérsveita í Sýrlandi í október. Eftir 5 ára hernað í Írak og Sýrlandi voru hryðjuverkasamtökin í mars hrakin frá síðasta landskikanum sem þau réðu AðGERðIR GEGN TÆKNIFYRIRTÆKJUM Bandarísk samkeppnisyfirvöld leggja 5 milljóna dala sekt á Facebook fyrir brot á reglum um persónuvernd. Tæknifyrirtæki eru gagnrýnd fyrir að verja ekki réttindi neytenda og þrýst er á þau um úrbætur BANDARÍKIN SEGJA SIG FRÁ SAMNINGUM Bandaríkin heyja viðskiptastríð við Kína (samkomulag sagt í augsýn 13. desember) og ESB og segja sig frá Parísarsátt- málanum um loftslagsmál. Bandaríkin segja einnig formlega upp gömlum samningum við Rússa ummeðaldrægar kjarn- orkuflaugar 21 3 4 8 5 6 3 4 67 8 Víðtæk mótmæli í Venesúela, á Haíti, í Síle, Bólivíu, Kólombíu og Ekvador 2019 Mótmæli brjótast út víða um heim þegar fólk krefst pólitískra umbóta og alþjóðlegra aðgerða í loftslagsmálum 5 21

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.