Morgunblaðið - 30.12.2019, Page 16

Morgunblaðið - 30.12.2019, Page 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. DESEMBER 2019 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Z-brautir & gluggatjöldÚrval - gæði - þjónusta Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs Mælum, sérsmíðum og setjum upp Opið mán.-fös. 10-18, lau. 11-15 Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | S. 525 8200 | www.z.is | Hluti af Áætlun Sam- einuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun er hið metnaðarfulla takmark alþjóðasamfélagsins að útrýma HIV, berklum og malaríu fyrir 2030. Ótrúlegur árangur hef- ur þegar náðst en til að útrýma þessum heims- faröldrum og ná hinu breiðara takmarki að tryggja heilsu og velferð allra þarf að styðja lönd betur til að byggja sterk heilbrigðiskerfi sem eru öllum opin. Alþjóðasjóðurinn til baráttu gegn alnæmi, berklum og malaríu, sem er samstarfsverkefni opinberra aðila og einkaaðila, hefur lagt mikið af mörk- um til þessarar baráttu með því að stórauka forvarnir og meðferð. Í löndum þar sem Alþjóðasjóðurinn fjárfestir fengu 18,9 milljónir manna andretróveirumeðferð við HIV árið 2018, 5,3 milljónir berklasjúklinga fengu meðferð og 131 milljón moskítónetum var útdeilt. Þessar aðgerðir hafa dregið gríðar- lega úr dauðsföllum vegna þessara heimsfaraldra. Nýjustu tölur gefa til kynna að 32 milljónum mannslífa hafi verið bjargað síðan Alþjóðasjóðurinn var stofnaður árið 2002. Á liðnum áratug hefur dauðsföllum af völdum HIV, berkla og malaríu fækkað um helming á ársgrundvelli. Samt erum við ekki á áætlun að út- rýma HIV, berklum og malaríu fyrir árið 2030. Til að ná því markmiði þurfum við ekki einungis að snarauka aðgengi að meðferð, heldur einnig að fækka nýjum smitum svo um munar. Til að árangur náist þarf skýra pólitíska forystu og viðvarandi fjár- festingu í mikilvægustu geirum, svo sem vel þjálfað lýðheilsustarfsfólk, hagkvæmar aðfangakeðjur, háþróuð gagnakerfi og vel útbúnar rannsókn- arstofur. Til að heilsugæsla nái örugglega til hinna fátækustu og jaðarsettustu þarf að brjóta niður hindranir að heilsuaðgengi, svo sem notendagjöld, mannréttindatengdar takmarkanir og kynjamisrétti. Þá er virk samfélagsþátttaka algerlega nauðsynleg. Að sjálfsögðu er ekki til nein lausn sem hentar öllum. Þjóðir og samfélög verða að þróa áætlanir sem gera ráð fyrir þörfum borgaranna og þeim sjúkdómum sem ógna þeim. Enn fremur getur enginn einn utanaðkomandi þróunaraðili veitt all- an þann stuðning sem er nauðsyn- legur. Þess vegna köllum við eftir framsæknum samsteypum sem sam- anstanda af marghliða og tvíhliða þróunarsamtökum sem nýta mis- munandi kosti sína til að styrkja starf á landsvísu. Þörfin fyrir slíkan sam- hæfðan stuðning er hvað mest á svæðum á borð við Sahel í Afríku sunnan Sahara, þar sem stofnanir og innviðir eru veik, og sem eru sérlega viðkvæm fyrir öryggisógnum og hættuástandi í umhverfismálum. Á Fílabeinsströndinni hafa Al- þjóðasjóðurinn og Franska þróun- arstofnunin fjárfest í að byggja, ásamt ríkisstjórn landsins, héraðs- skrifstofu fyrir lyfjamiðstöð landsins. Þetta mun auðvelda að veita meðferð í nærumhverfi og auka með því getu heilbrigðisyfirvalda til að ná til þeirra viðkvæmustu með sjálfbærum hætti. Með svipuðum hætti styðja Franska þróunarstofnunin og Al- þjóðasjóðurinn heilbrigðisráðuneyti Níger í viðleitni þess til að auka að- gengi að heilbrigðisvörum og styrkja net rannsóknarstofa í landinu og bæta þannig greiningu, þar á meðal á HIV/alnæmi, berklum og malaríu. Með því að tryggja samhæfingu að- gerða og koma í veg fyrir tvíverknað getum við stutt Níger í að styrkja heilbrigðiskerfi sitt, þar á meðal á samfélagsstigi. Helsti tilgangur nýlegrar sam- vinnuáætlunar milli Alþjóðasjóðsins og AFD er að forðast að hver aðili starfi án tengsla við aðra. Undir for- ystu heilbrigðisyfirvalda í hverju landi ýtum við undir samvinnu í verk- efnum gegn HIV/alnæmi, berklum og malaríu, eins og þeim sem Alþjóða- sjóðurinn fjárfestir í, og aðgerðum til að styrkja heilbrigðiskerfi, eins og þeim sem AFD fjárfestir í. Til að und- irstrika hversu nátengd þessi verk- efni eru má benda á að Alþjóðasjóð- urinn er nú þegar orðinn heimsins stærsti marghliða styrkveitandi til heilbrigðiskerfa og leggur ríflega milljarð Bandaríkjadala til málefn- isins á ári hverju. Með því að leggja saman styrkleika stofnana okkar ítrekum við skuld- bindingu okkar við það verkefni að tryggja skilvirka samvinnu og sam- hæfðar aðgerðir til að útrýma HIV, berklum og malaríu, auk þess að byggja sterk heilbrigðiskerfi, sér- staklega meðal viðkvæmustu þjóð- anna. Alþjóðasamfélaginu ber skylda til að uppfylla skuldbindingar sínar og skilja engan út undan. Venjuleg nálgun mun ekki duga til þess að binda enda á HIV-, berkla- og malaríufaraldra fyrir árið 2030. Við verðum að herða róðurinn. Það þýðir að við þurfum að fjárfesta meira í heilbrigðiskerfum og stofna sam- vinnuverkefni á borð við það sem AFD og Alþjóðasjóðurinn starfa nú að. Eftir Rémy Rioux og Peter Sands » Á liðnum áratug hef- ur dauðsföllum af völdum HIV, berkla og malaríu fækkað um helming á ársgrund- velli. Rémy Rioux er framkvæmdastjóri Frönsku þróunarstofnunarinnar, Agence Française de Développement (AFD). Peter Sands er framkvæmda- stjóri Alþjóðasjóðsins til baráttu gegn alnæmi, berklum og malaríu. Rémy Rioux Peter Sands Heimur án alnæmis, berkla og malaríu Stærsta áskorunin í Barnasáttmála Samein- uðu þjóðanna gagnvart íslenskum stjórnvöld- um er að hætta að mis- muna börnum. Í 2. grein sáttmálans segir: „Aðildarríki skulu virða og tryggja hverju barni innan lögsögu sinnar þau réttindi sem kveðið er á um í samningi þessum, án mismununar af nokkru tagi.“ Hér er skýrt kveðið á um að ríkið, þ.e. hið opinbera og stofnanir þess, geti ekki mismunað börnum, hvorki er varðar rétt- indi og þá um leið fjár- veitingar, því fyrir utan lagasetningar um rétt- indi og skyldur og eft- irfylgni þeirra er annað aðalhlutverk ríkisins skattheimta og út- hlutun fjár. Sveitarfélögin í land- inu mismuna börnum. Við búum enn við hugmyndir sem eru andstæðar markmiðum Barnasáttmála Samein- uðu þjóðanna, um að í lagi sé að mis- muna börnum á grundvelli hæfni, kyns, aldurs, útlits eða vaxtarlags, kunningsskapar, búsetu og mennt- unar foreldra. Áður fyrr réttlættum við einnig að mismuna börnum á grundvelli ætternis. Eflaust telja flestir sveitarstjórnarmenn sig full- trúa markmiða barnasáttmálans, en því miður sér þess ekki stað að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hafi verið settur í lög á Alþingi árið 2013. Enn hafa sveitarfélögin ekki sett sér neinar reglur á grundvelli laganna um úthlutun fjár til íþrótta- félaga, tónlistarskóla og annarrar starfsemi sem prýðir íslenskt sam- félag. Til að mismunun eigi sér ekki stað þurfa að vera gegnsæjar skýrar reglur þar sem kveðið er á um að börnum sem stunda sambærilegt tónlistarnám, íþróttir eða annað nám sé ekki mismunað í fjárveitingum. Sveitarfélögin eru enn flestöll í ein- hverjum gömlum tíma þar sem gaml- ar hefðir og kunningsskapur ráða ferðinni í fjárveitingum til viðfangs- efna æsku þessa lands. Vissulega höf- um við lög um grunnskólastarfsemi sem uppfyllir markmið sáttmálans, en önnur starfsemi, íþróttir, tónlist- arnám og jafnvel framhaldsskóla- nám, uppfyllir ekki skilyrði laganna um starfsemi án mismununar. Hér eru þrjú tilbúin dæmi um þessa mismunun: Guðrún hefur verið í píanónámi í tvö ár en Jói, sem býr í húsinu beint á móti, hefur verið á biðlista jafn lengi. Engar reglur eru til um það hvenær Jói kemst að. Tónlistarskólinn segir að dagsetning umsókna gildi og þeg- ar einhver hætti námi komist næsti á biðlistanum að. Svona regla er að sjálfsögðu algjörlega ófullnægjandi, því ef enginn hættir kemst Jói aldrei að. Dæmi tvö er um hann Gumma sem á engan séns á að komast í tónlistar- nám því tónlistarskólinn í hverfinu þar sem hann á heima fær mjög litlar fjárveitingar frá sveitarfélaginu, þrátt fyrir að þar séu fleiri börn en í hverfi Jóa og Guðrúnar, og þá eru námsgjöldin þar miklu hærri sem mamma hans Gumma getur ekki borgað. Dæmi þrjú er um tvær vinkonur, Jónínu og Siggu, sem eru í tónlist- arnámi hvor í sínu sveitarfélaginu. Jónína var á löngum biðlista í tónlist- arskóla sveitarfélagsins en nú er hún í námi í sjálfstætt reknum tónlistar- skóla sem fær þó engar fjárveitingar frá sveitarfélaginu af því að sveitarfé- lagið rekur sjálft tónlistarskóla. Jón- ína er heppin því pabbi hennar er rík- ur og getur greitt há skólagjöld í hinum sjálfstætt rekna skóla. Sigga er í tónlistarnámi í skólalúðrasveit í Reykjavík á trompet, en greiðir nán- ast engin skólagjöld því Reykjavík- urborg greiðir allan rekstrarkostn- aðinn. Sveitarfélögin virði Barnasátt- mála Sameinuðu þjóðanna Eftir Kjartan Eggertsson » Sveitarfélögin í land- inu mismuna börn- um. Við búum enn við hugmyndir sem eru andstæðar markmiðum Barnasáttmála Samein- uðu þjóðanna. Kjartan Eggertsson Höfundur er aðstoðarskólastjóri Tónskóla Hörpunnar. kjartan@harpan.is Þau mistök urðu við vinnslu á pistlinum Tungutak eftir Guð- rúnu Nordal í blaðinu síðastliðinn laugardag að röng höfundar- mynd birtist með pistlinum. Morgunblaðið biður hlutaðeigandi afsökunar á mistökunum. LEIÐRÉTT Röng mynd með Tungutakspistli Guðrún Nordal

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.