Morgunblaðið - 30.12.2019, Side 20

Morgunblaðið - 30.12.2019, Side 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. DESEMBER 2019 ✝ Jóna KristjanaEiríksdóttir fæddist í Reykjavík 31. mars 1924. Hún lést á Sólvangi 16. desember 2019. Foreldrar henn- ar voru Sigrún Benedikta Krist- jánsdóttir og Eirík- ur Einarsson, lengst af búsett í Réttarholti í Reykjavík, og var Jóna fjórða af fimmtán dætrum þeirra hjóna. Þegar Jóna var þriggja ára Börn Jónu og Péturs eru: 1) Margrét, hennar maður er Guð- mundur Þór Frímannsson og eiga þau tvær dætur og sex barnabörn. 2) Sigrún, hennar maður er Jón Þórir Sveinsson og eiga þau tvö börn, sjö barna- börn og tvö barnabarnabörn. 3) Daníel, hans kona er Oddgerður Oddgeirsdóttir og eiga þau tvö börn og fjögur barnabörn. Jóna var lengst af heimavinn- andi samhliða verslunarstörfum sem hún stundaði ásamt manni sínum. Eftir lát Péturs starfaði hún á St. Jósefsspítala og Hrafnistu í Hafnarfirði. Síðustu tvö árin var hún vist- maður á Sólvangi. Útförin fer fram frá Hafn- arfjarðarkirkju í dag, 30. des- ember 2019, klukkan 13. flutti fjölskyldan á Vatnsleysuströnd og þar ólst hún upp þar til hún var ell- efu ára, er þau fluttu aftur til Reykjavíkur og for- eldrar hennar hófu búskap í Réttar- holti. Jóna giftist 1944 Pétri Daníelssyni kaupmanni og bjuggu þau allan sinn búskap í Hafnarfirði en Pétur lést 3. ágúst 1987. Í dag kveð ég hjartkæra tengdamóður mína Jónu Krist- jönu Eiríksdóttur sem lést á Sól- vangi í Hafnarfirði 16. desember sl. 95 ár að aldri. Ég kynntist Jónu fyrir hartnær hálfri öld þegar leiðir okkar Möggu dóttur hennar og Péturs heitins kaupmanns lágu saman. Allt frá fyrsta degi byggð- ust samskipti okkar á gagn- kvæmu trausti og virðingu sem aldrei bar skugga á. Jóna, sem var ein fimmtán systra sem kenndar eru við Réttarholt í Reykjavík, var fyrst og síðast húsmóðir af þeim gamla skóla sem ég þekki hvað best. Hreint og fallegt heim- ili, lambasteik í hádeginu á sunnu- dögum, hnallþórur, kleinur og pönnukökur með kaffinu um helg- ar. Allt þetta til viðbótar því að vinna með Pétri heitnum í verslun þeirra Kjarakjöri í Kópavogi og eftir það á St. Jósefsspítala og Hrafnistu í Hafnarfirði. Það var alltaf notalegt að koma á Sval- barðið og njóta gestrisni þeirra hjóna á meðan Péturs naut við en hann andaðist í ágúst 1987 aðeins 62 ára að aldri, og skömmu eftir andlát hans flutti Jóna á Hjalla- brautina. Jóna ók ekki bíl en fór flestra sinna ferða með strætó og aðdáunarvert var að fylgjast með því hve vel hún var að sér í flóknu leiðakerfi þess fyrirtækis, þegar hún var að heimsækja systur sín- ar og vinkonur sem bjuggu víðs- vegar um höfuðborgarsvæðið. Jóna hafði mikið yndi af fjöl- skyldu sinni alla tíð og voru jóla- og afmælisboðin rómuð og það var oft þröng á þingi á Hjallabraut- inni þegar allur skarinn kom sam- an, en börn Jónu og Péturs eru Margrét, Sigrún og Daníel, barnabörnin eru 6, langömmu- börnin 17 og langalangömmu- börnin 2. Hin síðustu tvö ár var Jóna vistmaður á Sólvangi í góðu yfir- læti, nýflutt yfir á nýja heimilið þegar hún varð fyrir slysi sem hún náði sér ekki af. Með eftirfarandi ljóðlínum Jón- asar Hallgrímssonar, sem voru Jónu og Pétri mjög kær, kveð ég Jónu með söknuði og þakklæti fyrir samfylgdina og bið þess að góður Guð taki vel á móti henni og búi henni stað hjá Pétri sem hún unni svo mjög. Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg; en anda sem unnast fær aldregi eilífð að skilið. (Jónas Hallgrímsson) Guðmundur Frímannsson. Elsku besta amma Jóna hefur nú kvatt þennan heim og er ég þess fullviss að hún hefur fengið fallegar móttökur í sumarlandinu frá afa og systrum sínum. Amma var ein af þeim allra glæsilegustu og pjöttuðustu og fylgdi ávallt nýjustu tísku. Hún var heilsu- hraust, dugnaðarkona, snögg og snör í fasi og lítið fyrir hangs. Hún var mjög myndarleg og var t.d. með nýbakað með kaffinu hvern sunnudag fram til 93 ára. Fyrir hver jól þrátt fyrir að vera orðin níutíu ára voru bakaðar hátt á annan tug tegunda af jólasmákök- um, jólabrauði og hnallþórum. Við amma erum búnar að eiga margar gæðastundir í rúma hálfa öld sam- an. Ég var svo heppin að vera oft hjá ömmu og afa þegar ég var lítil stelpa og voru það ófáar næturnar sem ég gisti hjá þeim. Áriń74 oǵ76 buðu þau mér með sér til Kanarí, þetta voru sannkallaðar ævintýra- ferðir. Þar var dekrað við mig á alla kanta, keyptir kjólar, dúkkur, farið í grísaveislu og hvað eina sem mig langaði. Einnig voru þær ófáar ferðirnar sem þau fóru til útlanda og komu færandi hendi heim alltaf með eitthvað spenn- andi handa mér. Ég hef oft á tíð- um hugsað hve heppin ég er að eiga svona hressa ömmu því það er bara alls ekki sjálfgefið. Ég þurfti aldrei að hafa mikið fyrir því að fá ömmu með í bíltúr, stundum hringdi ég í hana með engum fyrirvara og hún var alltaf til, þetta voru gæðastundir og góðar minningar í bankann. Já, amma var fim á fæti og þurfti ekki langan tíma til að taka sig til eða ákveða hlutina. Ein af betri sög- unum er þegar Iffa systir hennar spurði ömmu hvort hún væri til í að skreppa með sér til Kanarí í kaffiboð því sonur hennar væri þar og ætti sextíu ára afmæli, hún væri að hugsa um að koma honum á óvart. Með litlum sem engum fyrirvara skruppu þær systur komnar hátt á níræðisaldurinn í þriggja nátta ferð til Kanarí – geri aðrir betur. Það var fátt sem stoppaði ömmu og hún stoppaði sjaldan, hún var eiginlega alltaf að. Þegar hún var kominn hátt að níræðu söng hún t.d. í tveimur kórum, stundaði eldriborgara- starfið bæði í Reykjavík og Hafn- arfirði og ferðaðist enn til útlanda. Amma var í góðu formi, gekk mik- ið og þær leiðir sem hún ekki fór gangandi tók hún strætó. Hún kunni svo sannarlega á strætó- leiðirnar og fór meira að segja með strætó til Akureyrar að heimsækja Láru systur sína. Elsku amma, ég var svo sann- arlega heppin að eiga þig sem ömmu og vinkonu. Ég minningarnar á með þér, er ylja mínu hjarta. Þær ávallt munu fylgja mér, gera framtíð mína bjarta. (Elfa Sif) Allar góðu stundirnar okkar eru mér dýrmætar perlur á bandi minnninganna sem ég mun geyma í mínu hjarta. Elsku amma mín, takk fyrir allt. Þín Elfa Sif. Elsku amma og langamma er farin til englanna, hún og afi passa hvort annað núna. Mér varð hugsað til hver pass- aði mig og hugsagði svo vel um mig og elskaði hana Sóleyju Jónu mína. Ég á svo margar góðar minningar um hana, t.d. þegar ég fékk að gista hjá henni og fékk ristað brauð og kakó að drekka úr mínum eigin bolla þar sem sat ég á gólfinu fyrir framan sjónvarpið. Hún eldaði/bakaði góðan mat og kökur. Við hlógum oft að því hvað hún gaf mér að borða, það voru fiskibollur í dós, rúgbrauð og bláberjasúpa, einfalt og gott og á eftir spiluðum við rommí og sát- um og spjölluðum og við hlustuð- um oft á kórsöngva því hún þurfti að æfa sig því hún var í kór fram eftir aldri, elskaði að syngja. Það voru ófáar ferðir sem við fórum saman bæði leikhús og á tónleika. Hún stundaði jóga. Hún leit svo vel út að konan í afgreiðslunni trúði varla að svona fullorðin kona væri komin í jóga þannig að hún spurði hana má ég spyrja hvað ertu gömul. Hún var sirka 70-til 80. Hún sagði nei það er ómögu- legt, þú lítur svo vel út. Svo fór hún oft til útlanda, líka oft ein en eitt stendur mest upp úr, þegar hún fór til Kanarí með elstu syst- ur sinni því sonur frænku minnar átti afmæli. Þær vildu koma hon- um á óvart en það var ekki laust í ferð nema að stoppa aðeins í einn sólarhring. Það var ákveðið skella sér, þá sagði pabbi minn ertu al- veg viss um að þú ætlir að fara? Já, ég get alveg eins setið í flugvél eins og að sitja ein heima. Svo voru það ekki fáar ferðirnar sem ég skutlaði henni hingað og þang- að um bæinn. Hún trúði því ekki að barnabarnið hennar keyrði hana t.d. út í búð eða til systur sinnar. Alla sína ævi var henni mjög umhugað um að vera flott og fín frú. Elsku amma Jóna, hvíldu í friði, takk fyrir allt. Anna Björg Daníelsdóttir. Þó að kveðjustundir séu alltaf erfiðar getur maður ekki annað en fyllst þakklæti þegar maður hugs- ar um líf ömmu Jónu. Þakklæti yfir að eiga ömmu sína svona lengi og hvað hún átti einstaklega gott og hamingjuríkt líf. Það eru svo sann- arlega ekki allir jafn lánsamir. Amma var afar hress og sjálfstæð kona, fór með strætó út um allar trissur, ferðaðist til útlanda, hafði góða heilsu og átti mjög stóra og góða fjölskyldu. Mér fannst alltaf gaman að koma til ömmu og afa á Svalbarðið en þar var ýmislegt brallað. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er að hafa verið að föndra músastiga fyrir jólin, byggja úr íspinnaspýt- um, Soda Stream-tækið sem var nú ekkert lítið spennandi og VHS- tækið þar sem aðallega var horft á Áramótaskaupið 1985 og Söngva- keppnina 1987. Þegar ég gisti hjá ömmu eftir að afi dó minnist ég þess með hlýju að hún hlustaði allt- af á lagið „Hvert örstutt spor“ fyrir svefninn. Þegar ég var 2-3 ára gömul fór mamma mín með afa Pétri til London á sjúkrahús og var þar með honum yfir öll jólin. Fyrir ferðina fór afi og keypti fallega skartgripi handa ömmu. Um leið og hún fékk þá ákvað hún að þetta ætti ég að eignast eftir hennar dag. Hún gat þó ekki beðið svo lengi og gaf mér skartgripina fyrir rúmum 14 árum, eða í 25 ára afmælisgjöf. Það hefði kannski ekki átt að koma mér svo mikið á óvart að hún myndi drífa í því, í ljósi þess að hún hafði tjáð mér þegar ég var um 10 ára að hún óttaðist að verða 120 ára gömul – en langaði samt helst bara að verða 72 ára. Ég minnist þess að lengi vel kveið ég fyrir þeim degi sem hún yrði 72 ára. Ég vissi aldrei sérstaklega hvers vegna amma var strax harð- ákveðin í að ég fengi þessa hluti eftir hennar dag. Lengi vel taldi ég sennilegast að það væri vegna þess að þá var ég eina nafna hennar. Hún sagði mér samt þegar ég var orðin eldri að hún kærði sig ekkert sérstaklega um að börn sem fædd- ust í fjölskylduna fengju nöfnin hennar, henni fyndist þau bara ekkert sérstaklega falleg. Þó sagði mamma mín mér líka að það hefði nú glatt hana heilmikið að fá nöfnu þegar ég fékk nafnið mitt. Elsku amma mín, á kveðju- stundinni þinni getum við ekki annað en haldið áfram að vera þakklát fyrir þitt góða líf og vonast til að við sjálf fáum að vera svona hraust jafn lengi og þú. Takk fyrir allt. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. (Halldór Jónsson frá Gili) Þín Hafdís Jóna og fjölskylda. Elsku amma mín hefur nú fengið hvíldina og afi hefur tekið hana í faðm sinn. Amma var ein- staklega glæsileg kona, alltaf svo fín og vel til höfð ásamt því að vera ótrúlega heilsuhraust alla ævi. Amma var vinnusöm og dugleg kona sem sat aldrei auðum hönd- um. Hún lét sannarlega ekkert stoppa sig og var stöðugt á ferð og flugi. Ýmist ferðaðist hún um landið með systrum sínum og vin- konum eða þvældist í strætó út um bæ og borg langt fram eftir aldri þar sem hún keyrði aldrei bíl. Það var aðdáunarvert að fylgj- ast með henni og hlusta á sögurn- ar af alls kyns uppákomum á öll- um hennar ferðalögum. Það er svo ótal margs að minnast en fyrst og fremst kemur upp í hugann þakklæti fyrir allt það sem hún amma mín kenndi mér. Hún kenndi mér svo ótal margt sem ég hef tileinkað mér í lífinu. Mikil- vægasta af öllu og það sem hún þreyttist ekki á að innprenta mér var að hafa hugfast að allt sem þú gerir skaltu gera vel. Það var ómissandi að koma í sunnudags- kaffi hvort sem var á Svalbarðið þegar afi hafði bakað vöfflur eða pönnsur og amma karamellukök- una dásamlegu og auðvitað marg- ar aðrar tertur eða á Hjallabraut- ina eftir að hún flutti þangað. Hún afsakaði svo iðulega smáræðið og að þetta væri ekki upp á marga fiska. Ég mun alltaf hugsa til ömmu þegar ég heyri lagið með Baggalúti eftir Braga Valdimar Skúlason; „Afsakið þetta smá- ræði.“ Eftir sunnudagskaffið var iðulega horft á Húsið á sléttunni og við barnabörnin rifumst um að sitja í rauða stólnum. En þá sagði amma að Réttarholtssið, „Á gólf- inu skulu góðu börnin sitja“ og þar með var það útrætt. Ég man svo óskaplega vel þegar amma og afi bjuggu á Svalbarðinu hvað ég hlakkaði alltaf til að fá afmælis- pakka frá þeim því hann var alltaf þakinn ilmandi bleikum rósum úr garðinum þeirra. Ég man að fyrstu árin eftir að amma flutti á Hjallabrautina keypti hún rósir og setti á afmælispakkann en okk- ur báðum fannst það bara alls ekki það sama svo hún hætti því fljótt. Við amma áttum það til að gantast með hlutina og við gerðum oftar en ekki óspart grín hvor að annarri og þeirri vitleysu sem við tókum upp á. Svo átti amma sinn frasa þegar engin ástæða var til að ræða hlutina frekar þá sagði hún einfaldlega „ég nenni því bara ekki“. Við munum halda áfram að grípa í þennan skemmtilega frasa að hætti ömmu og leyfa honum að lifa áfram með okkur. Eina þá dýr- mætustu gjöf sem ég hef fengið um ævina gaf amma mér áður en ég fór til Austurríkis sem skipti- nemi fyrir mörgum árum en það var þríkross. Amma sagði að krossinn myndi að halda verndar- hendi yfir mér á meðan á dvöl minni stæði. Ég var með krossinn allt árið mitt í Austurríki og hef alltaf haldið mikið upp á hann. Í dag fer ég ekki öðruvísi til útlanda en með krossinn um hálsinn og ég mun svo sannarlega halda því áfram um ókomna framtíð. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson frá Gili) Elsku amma, hvíl í friði. Þín Hrönn og fjölskylda. Nú þegar elsku langamma Jóna er farin frá okkur rifjast upp margar góðar og skemmtilegar minningar sem við eigum saman. Það eru ekki allir svo heppnir að ná 95 ára aldri og vera mjög hress- ir í þokkabót nánast allt sitt líf. En það kom mér ekkert á óvart að hún hefði náð þeim aldri, hún amma var alltaf svo hress og hraust, til að mynda tók hún aldrei lyftu heldur labbaði alltaf upp stigann þó að hún byggi á þriðju hæð. Amma var alltaf til í tuskið með mér þegar ég var lítil. Það voru ófáar næturgist- ingar sem ég átti hjá henni þar sem að ég gerði allskonar fimleika- æfingar og bað hana að herma eft- ir mér og stundum var stofan orðin of lítil, þá færðum við okkur fram á stigagang og héldum æfingunum áfram. Strætóferðir okkar voru einnig ófáar og þótti mér þær mjög skemmtilegar. Oft fórum við bara til að fara í strætó og keyrð- um við í hringi án þess að fara út úr honum. Þessar ferðir eru minnis- stæðar vegna þess að ömmu þótti það ekki tiltökumál að ég vildi vera stífmáluð, með leðurhanska af henni og veski þá aðeins fimm ára. Amma var einnig mikil spilakona og kenndi hún mér að spila rommí áður en ég gat haldið á spilunum og þá voru þau bara geymd á stóln- um. Það var eitt það skemmtileg- asta sem ég gerði. Spilakvöld með langömmu, fiskibollur og nætur- gisting. Vakna svo við ristað brauð og heitt kakó sem var auðvitað borðað yfir sjónvarpinu þar sem horft var á gamlar upptökur af Spaugstofunni eða Áramóta- skaupi. Amma hélt bestu jólaboð- in, æðislegar jólaveislur með kræsingum á borð við ómissandi karamelluköku, jólabrauð þar sem hún passaði upp á að vera ekki bú- in að smyrja allar brauðsneiðarnar svo ég gæti fengið nokkrar að ógleymdu heita súkkulaðinu. Í dag kveð ég dásamlega konu með sorg í hjarta en þakklát fyrir allar þær góðu stundir sem við átt- um saman. Minningar um þig, elsku langamma, geymi ég í hjarta mínu og þær munu ylja mér um alla ævi. Takk fyrir allt, elsku langamma. Þín Alexandra Eir. Elsku langamma Jóna, allar minningarnar um góðu stundirnar lifa í hjarta okkar bræðra. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson) Þínir Daði Freyr og Orri Geir. Jóna Kristjana Eiríksdóttir Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HÖRÐUR GUÐMUNDSSON vélstjóri, Árskógum 6, lést á Landspítalanum hinn 27. desember. Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hins látna. Vigdís Harðardóttir Gestur Gíslason Helga Harðardóttir Lárus Þór Svanlaugsson Guðmundur Bjarni Harðarson Rut Hreinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, lést hinn 23. desember á Kanaríeyjum. Bálför hennar mun fara fram þar, minningarathöfn verður auglýst síðar. Ólafur Guðbrandsson Anna Lísa Geirsdóttir Hjördís Geirsdóttir Bjarni Heiðar Geirsson Okkar ástkæri EGGERT HARALDSSON, fv. stöðvarstjóri Pósts og síma, lést á Landspítalanum í Fossvogi að morgni aðfangadags, 24. desember. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 6. janúar kl. 15. Egilína Guðmundsdóttir Haraldur Eggertsson Sólveig Kristjánsdóttir Karl Eggertsson Sigríður Huld Garðarsdóttir Eggert Eggertsson Dagrún Þorsteinsdóttir Sigríður Fanney Eggertsdóttir Tommy Hansen Gunnar Sean Eggertsson Lilja Sigurðardóttir Óðinn Þórarinsson Dýrleif Guðjónsdóttir Kristín Elínborg Þórarinsdóttir börn og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.