Morgunblaðið - 30.12.2019, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 30.12.2019, Qupperneq 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. DESEMBER 2019 ✝ Hreinn Jóns-son fæddist í Axlarhaga í Blönduhlíð í Skagafirði 12. jan- úar 1943. Hann lést á Landspítalanum 8. desember 2019. Foreldrar hans voru Arnfríður Jónasdóttir frá Grundarkoti, f. 12.11. 1905, d. 9.2. 2002, og Jón Pálmason frá Svaðastöðum, f. 7.10. 1900, d. 12.8. 1955. Systkini Hreins voru 1) Hulda, f. 1.9. 1921, d. 2002, 2) Anna, f. 6.8. 1922, d. 2009, 3) Sigurbjörg Erla, f. 19.6. 1931, d. 10.11. 1997, 4) Pálmi, f. 20.7. 1933, 5) Kristjana Þórdís Anna, f. 8.8. 1947, d. 31.3. 2012. Árið eftir lát föður síns flutt- ist Hreinn, þá 13 ára gamall, með móður sinni og yngstu systur, Þórdísi, að Þverá I og hóf móðir hans þar sambúð með Hannesi Gísla Stefánssyni, f. 10.5. 1910, d. 1985. Fyrri kona Hreins er Nína K. Guðnadóttir, f. 21.4. 1944, og bjuggu þau á Þverá frá 1977 til 1993 er þau skildu. Dætur þeirra eru 1) Arnfríður Hanna, f. 26.3. 1977, maki Jóhannes G. Þorsteinsson, dóttir þeirra er Hann lauk gagnfræðaprófi og hafði einstakt lag á að tileinka sér hluti m.a. tengda vélum og ýmiskonar smíðum þrátt fyrir að hafa ekki formlega numið neina iðn. Í uppvextinum vann hann við bústörf. Hann tók svo með tímanum við búinu á Þverá, stækkaði það og byggði fjós og fleiri útihús á jörðinni. Sem ungur maður fór hann á vertíð á veturna, á Vestfirði, til Grindavíkur og Vestmannaeyja. 1986 fluttist fjölskyldan í nýtt einbýlishús á Þverá sem Hreinn byggði. Síðar jókst áhugi Hreins á hestamennsku og hrossarækt og fór hann út í kynbótaræktun á Svaðastaða- kyni, en þaðan var stóðið í Axl- arhaga komið. Eftir að Hreinn hætti búskap vann hann m.a. við söðlasmíði fyrir Dísu systur sína og við bensínafgreiðslu. Síðar tók hann meirapróf og vann í vega- vinnu. Hann seldi Þverá um aldamótin og fluttust þau Jór- unn suður á Kjalarnes, þar sem þau bjuggu ævi sína á enda. Í Reykjavík starfaði Hreinn sem strætisvagnsbílstjóri og við að aka ferðafólki. Hann hætti að vinna fyrir aldur fram 62 ára gamall af heilsufarsástæðum, en var þó aldrei verkefnalaus og sinnti ýmsum viðgerðum og smíðum sem og áhugamálum eins og heilsa leyfði. Útför Hreins fór fram í kyrr- þey. Viðja Gná, f. 5.7. 2018. 2) Kristín Hrönn, f. 19.10. 1980, maki Michael H.F. McKenzie, dóttir þeirra er Eva Frances, f. 19.9. 2011. Fyrir á Kristín dóttur með Chris M. Brown: Anja Ísis, f. 15.4. 2002. Nína á 2 börn af fyrra hjónabandi 1) Guðni, f. 16.3. 1965, maki Edda María Valgarðsdóttir og eiga þau 3 börn og 3 barna- börn. 2) Svava Vilborg, f. 30.8. 1968, maki Eiríkur Waltersson. Hún á 3 börn og 4 barnabörn. Árið 1995 hóf Hreinn sambúð með Jórunni Vang Lárusdóttur, f. 28.8. 1942, d. 31.12. 2016. Bjuggu þau fyrst um sinn á Þverá. Synir Jórunnar eru 1) Hallgrímur, f. 6.4. 1961, maki Hafdís Sveinsdóttir. Hann á 3 börn og 2 barnabörn. 2) Lárus Vang, f. 20.3. 1963, maki Ásta María Sigurðardóttir, þau eiga 4 börn og 7 barnabörn 3) Her- mann, f. 5.8. 1974, maki Ólöf Ásta Karlsdóttir og eiga þau 4 börn og 1 barnabarn. Hreinn ólst upp í torfbænum Axlarhaga, við fjallsrætur Blönduhlíðar með fjölskyldu sinni og fóstru þeirra, Stjönu. Elsku pabbi minn, ég trúi ekki enn að þú sért farinn. Að ég eigi aldrei framar eftir að fá að faðma þig, sjá hlýja brosið þitt, heyra röddina þína sem róaði alltaf, eða heyra þig snýta þér hraustlega eftir að hafa tekið í nefið. Að þú standir ekki í gættinni á Jörfa- grundinni og veifir til okkar eins og alltaf þegar kom að kveðju- stund. Síðan þú kvaddir hefur mér liðið eins og litlu 8 ára stelpunni sem fékk að fara með þér fram á dal að smala. Á meðan þú fórst upp í fjallshlíð að sækja kindur beið ég róleg, maulaði suðu- súkkulaði á meðan ég sá enn til þín, en svo skall á svartaþoka. Ég hafði aldrei verið eins hrædd í lífi mínu og var þess fullviss að ég sæi þig aldrei aftur. Svo birtist þú allt í einu, brosandi. En í þetta sinn kemur þú ekki aftur. Þú fórst alltof snemma, við áttum eftir að gera svo margt. En í gegnum tárin, sársaukann og söknuðinn finn ég svo óend- anlega mikið þakklæti. Að við höfum náð að eyða meiri tíma saman undanfarin ár og tengst nánari böndum. Öll skiptin sem þú komst til okkar og ýmislegt var brasað, byggður pallur og unnið í garðinum. Stundirnar okkar í Axlarhaga þegar við gist- um í gamla húsbílnum sem þú komst fyrir við bæjarstæðið. Ótal minningar. Ég er mest þakklát fyrir að þið Viðja mín hafi náð að kynn- ast. Hún var orðin svo hænd að þér, enda hafðirðu alla tíð sér- stakt lag á börnum. Hún er enn að tala við þig í símann, hlær og hjalar og þekkir alla hluti hjá okkur sem tengjast þér. Minning þín lifir og hún mun aldrei gleyma þér. Það er svo sárt að þú sért ekki með okkur um jólin, en við eigum allar dýrmætu minn- ingarnar frá í fyrra, fyrstu jól- unum hennar. Hvað hún skríkti alltaf þegar þú gerðir „Fagur fiskur í sjó“ rétt eins og við Stína gerðum og síðar Anja og Eva. Þú varst svo hress þegar ég heyrði í þér síðast, kvöldið fyrir aðgerðina. Varst viss um að þú yrðir alveg stálsleginn eftir þetta. En svo fór sem fór. Elsku hjartahlýi, þolinmóði, hjálpsami, rólyndi, stríðni, gamansami pabbi sem hafði alltaf ráð við öllu og gat lagað allt. Þú varst ein- staklega handlaginn og dugleg- ur, aldrei að flýta þér og vandaðir þig við allt sem þú tókst þér fyrir hendur. Þú varst mikið náttúrubarn og dýravinur, unnir sveitinni mikið og ég held að þér hafi hvergi liðið betur. Ég veit að lífsbaráttan var hörð í æsku þinni, en í minning- unni er þar alltaf sól og bjartar sumarnætur, brosandi og kær- leiksrík fjölskylda, börn að leik, prakkarastrik og fjör. Sögunum þínum fylgdi gjarnan gamansöm vísa, eftir þig eða einhvern ann- an. Ég vildi óska þess að ég hefði skrifað niður kveðskapinn, því ekki gerðir þú það, enda einstak- lega hógvær þrátt fyrir mikla skáldagáfu. Ein fallegasta minningin sem ég á um þig er þegar við Viðja gistum hjá þér nokkrar nætur í sumar og ég hafði lagt mig með henni eitt síðdegið. Þegar ég opnaði augun stóðst þú í dyrun- um og virtir okkur fyrir þér kankvís á svip. Ég leita oft í þessa minningu og finn ró. Takk fyrir allt og allt, elsku pabbi minn, sjáumst einhvern- tímann eins og þú sagðir alltaf þegar við kvöddumst. Ég elska þig. Arnfríður Hanna Hreinsdóttir. Elsku pabbi minn, það er ólýs- anlega sárt að þurfa að skrifa minningargrein um þig. Að sjá þig veikan inni á sjúkrahúsinu var svo óraunveru- legt því að ég var nýbúin að tala við þig í síma. Þú varst svo bjart- sýnn á að þú yrðir eins og nýr eftir aðgerðina, en svo varð því miður ekki. Ég veit að margir góðir tóku á móti þér og við finn- um alltaf fyrir þér vaka yfir okk- ur. Þegar þú komst síðast í kaffi til okkar töluðum við mikið um hvað lífið væri stutt og að maður væri alltaf að flýta sér svo mikið. Hefði aldrei nógan tíma fyrir neitt og að án fyrirvara gæti það verið of seint að hringja eða kíkja í heimsókn til einhvers sem að manni þætti vænt um. Þú varst aldrei að flýta þér. Ég ætla að vera meira eins og þú. Við eigum ótal minningar úr sveitinni. Ein er mér svo minn- isstæð og er svo lýsandi fyrir þig. Þegar ég var um 8 ára þá var ég úti að leika mér daginn eftir slæma stórhríð og fannst ég heyra jarm undir stórum skafli hjá hlöðunni. Ég fór heim og sagði frá þessu en enginn trúði mér. Ég fann svo þig og sagði þér frá áhyggjum mínum. Þú lést það eftir mér að koma með mér út og athuga málið. Að sjálfsögðu hafði sú litla rétt fyrir sér og við hjálp- uðumst að við að moka kindurnar upp. Það var alltaf svo gott að leita ráða hjá þér, þú hlustaðir alltaf. Stelpurnar mínar elskuðu afa sinn sem eldaði besta lambalærið og átti alltaf ís eða jólaköku í frystinum. Anja og Eva ískruðu af spenningi þegar þú gerðir „Fagur fiskur í sjó“ við þær þeg- ar voru litlar. Eva sagði einu sinni að það væri aldrei hægt að vera reiður við afa, hann væri bara svo góður maður. Þær höfðu alltaf tröllatrú á að afi gæti lagað allt. Þú varst svo stoltur af barnabörnunum, fannst gaman að sjá þær stækka og dafna og ganga vel í lífinu. Þú hafðir svo gaman að því þegar að Adda kom með Viðju í heimsókn og talaðir um að það væri svo mikill kraftur í henni. Ég sakna þess að sjá þig standa í dyrunum á Jörfagrund- inni og vinka til okkar brosandi bless, horfa á okkur keyra í burtu eins og bara til að vera viss um að allt sé í lagi. Þú passaðir alltaf svo vel upp á stelpurnar þínar. Við Adda erum heppnar að hafa hvor aðra í sorginni því hún er svo sár. Við eigum svo ótal minningar sem við munum aldrei gleyma. Takk fyrir allt, elsku pabbi, ég elska þig svo mikið. Þó að það hafi ekki oft verið sagt þá sýndir þú það svo sannarlega að þú elsk- aðir okkur. Þú fyllir dalinn fuglasöng nú finnast ekki dægrin löng og heim í sveitir sendirðu’ æ úr suðri hlýjan blæ. Kristín Hrönn. Ennþá megnar íslensk þjóð aðrar þjóðir fræða. Og þá verður lítið ljóð ljúfust andans fæða. Öðlingsdrenginn allir hér einskis kenndu meins. Hinstu kveðju brátt að ber, blessist minning Hreins. Illur dauðinn ei mig vildi, alveg skýrt og ljóst. Áratugur okkur skildi, andlát Hreins var snöggt. Saknaðarkveðjur frá Pálma bróður. Elsku Hreinn minn, ekki átti ég von á að síðasta símtal til þín fyrir stuttu yrði það síðasta. Ég hringdi og bauð þér í jólaboð sem þú varst mjög þakklátur fyrir og ég hlakkaði mikið til. Það var því erfitt símtal þegar systir mín til- kynnti mér að aðgerðin hefði ekki tekist vel sem þú hlakkaðir til að fara í og yrðir stálsleginn eftir það. Við vorum hjá þér systurnar og gátum kvatt þig. Það er mér ómetanlegt. Ég var átta ára þeg- ar þið mamma kynntust og þú komst til Eyja. Man hvað mér þótti þú alltaf flottur maður, í leðurjakka með dökkt hár og barta. Ég hændist strax að þér, þú varst alltaf svo rólegur og þol- inmóður. Ég man að þú gafst þér tíma til að læra með mér ljóð sem ég átti erfitt með, þú sast og þuldir þetta aftur og aftur og sýndir aldrei að þú værir orðinn þreyttur á þessu. Við fluttumst svo á Þverá þeg- ar ég var níu ára, þá var Adda systir fædd og gleði fyrir ykkur að koma með ungbarn í sveitina. Það var skrítið að koma frá Eyj- um í sveitina og líka fyrir ykkur að fá allt í einu þrjú börn á bæ- inn. Kristín systir mín kom svo þremur árum seinna. Það mynd- aðist mikil gleði á heimilinu og gamla fólkið, Adda og Hannes, tók okkur alveg sem sínum börn- um. Ég tók strax ástfóstri við Hannes, var eins og skugginn hans alla tíð, elti hann og þig út um allt, ég elskaði sveitina og allt sem því fylgdi. Ég á svo margar skemmtilegar minningar úr sveitinni þótt ég komi því ekki öllu á blað. Ófáar voru þær spil- astundirnar sem við áttum með Öddu og Hannesi. Mér er það minnisstætt þegar við vorum að koma með skólabílnum eftir skóla, þá sátu þau tilbúin, búin að hlakka til að spila við okkur. Ég á líka skemmtilegar minn- ingar um Öddu ömmu þegar við sátum úti og vorum að sauma striga og þú komst og brostir, vissir að mér sem unglingi fannst þetta ekkert töff. Ég á þér svo margt að þakka og er svo þakklát, sérstaklega fyrir síðustu árin, hvað við náð- um að gera upp árin okkar og æsku mína, það er mér ómetan- legt. Þú varst alltaf svo glaður þegar við Eiríkur komum til þín í kaffi og skelltir jólaköku á borðið sem þú bakaðir sjálfur. Við eigum líka yndislegar minningar frá því við eldhús- borðið í matarboði með fjöl- skyldu okkar þar sem þú grillaðir læri og varst með endalaust á borðinu af kræsingum og þín fræga setning: „Fáið ykkur endi- lega meira,“ og maður þorði ekki annað - var stundum kominn með þrisvar á diskinn! Elsku Hreinn minn, ég á eftir að sakna þess að geta litið inn á Kjalarnesi og átt við þig innilegar samræður og heyrt skemmtilegar sögur sem þú áttir nóg af. Takk fyrir að reynast mér sem faðir alla tíð. Þótt sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý. Þótt sólin nú skíni á grænni grundu, er hjarta mitt þungt sem blý. Því burt varst þú kölluð á örskammri stundu, í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða, svo gestrisin, einlæg og hlý. En örlög þín ráðin - mig setur hljóða, við hittumst ei framar á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó komin sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Sigríður Hörn Lárusdóttir) Þín Svava. Vinur minn Hreinsi er látinn. Ég kynntist honum fyrir 57 ár- um, þegar mér bauðst að fara í sveit á Þverá í Blönduhlíð í Skagafirði. Mamma hans Adda og Hannes stjúpi hans höfðu samþykkt að taka við borgar- barninu til reynslu. Hreinsi var þá aðeins 19 ára en ég tók strax eftir því hversu hörkuduglegur og ráðagóður hann var. Fyrsti traktorinn var nýkominn á bæinn og sást fljót- lega hvað mikinn áhuga hann hafði á vélum og tækjum. Allt gat hann lagað og tækin stoppuðu aldrei lengi. Hvort sem var í hey- skap, vinna ný tún eða byggja hús þá leyndi krafturinn og dugnaðurinn sér ekki í Hreinsa sem vann myrkranna á milli til að klára verkefnin. Eftir sumrin mín á Þverá fór ég oft í heimsókn og var þetta mitt annað heimili og fjölskylda. Við Hreinsi fórum að veiða ef tími gafst til og áttum eftirminni- legar laxveiðar í Blöndu, silungs- veiði í Héraðsvötnunum og skut- um rjúpur og gæsir. Þetta var alltaf svo gaman hjá okkur. Hreinsi kenndi okkur sumar- strákunum að vinna og búum við örugglega að því alla ævi. Þegar við strákarnir vorum orðnir of orðljótir þá stofnaði Hreinsi verkfærasjóð. Sjóðurinn var geymdur í járnpíputóbaksbauk og þurftum við að greiða eina krónu fyrir hvert ljótt orð sem við sögðum. Um haustið var svo sjóðnum skipt upp milli strák- anna af sanngirni. Með söknuði kveð ég kæran vin og votta fjölskyldu hans sam- úð mína. Skín við sólu Skagafjörður, skrauti búinn, fagurgjörður: Bragi, ljóðalagavörður, ljá mér orku, snilld og skjól! Kenn mér andans óró stilla; ótal sjónir ginna, villa, dilla, blinda, töfra, trylla, truflar augað máttug sól. Hvar skal byrja? Hvar skal standa? Hátt til fjalla? Lágt til stranda? Bragi leysir brátt úr vanda, bendir mér á Tindastól! (Matthías Jochumsson) Hvíldu í friði Hreinsi minn. Þinn vinur, Pjetur Nikulás. Hreinn Jónsson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÞÓR HJARTARSON rafvirki, lést á Hrafnistu Nesvöllum í Reykjanesbæ föstudaginn 20. desember. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 10. janúar klukkan 13. Okkar innilegustu þakkir til starfsfólksins á Nesvöllum fyrir frábæra umönnun og hlýju. Bergljót Hulda Sigurvinsdóttir Júlíus Sigurþórsson Justyna Ktosinska Hulda Sigurþórsdóttir Guðjón Örn Emilsson og barnabörn Ástkær faðir okkar og tengdafaðir, TÓMAS B. GUÐMUNDSSON, Lýsubergi 13, Þorlákshöfn, andaðist laugardaginn 28. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Pálína I. Tómasdóttir Sigurjón Bergsson Sigríður Tómasdóttir Árni I. Sigvaldason Víðir Tómasson Elísabet Guðmundsdóttir Guðmundur S. Tómasson Sigríður Ó. Zoega Sigurðard. Ragnheiður Tómasdóttir Brynjólfur Magnússon J. Brynja Tómasdóttir Helgi Helgason og fjölskyldur Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR KJARTANSSON, fyrrverandi bóndi í Þórisholti, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands aðfaranótt 24. desember. Útförin fer fram frá Reyniskirkju í Mýrdal laugardaginn 4. janúar klukkan 13. Sigurbjörg Pálsdóttir Kjartan Páll Einarsson Dagný Þórisdóttir Guðni Einarsson Halla Ólafsdóttir Þorgerður Einarsdóttir Guðmundur P. Guðgeirsson Grétar Einarsson Sædís Íva Elíasdóttir Vilborg Einarsdóttir Pétur Pétursson Sigrún Lilja Einarsdóttir Einar Svansson barnabörn og barnabarnabörn Elsku yndislega móðir okkar, tengdamamma, amma, langamma og langalangamma, SIGRÍÐUR KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR, Ásgarði 51, Reykjavík, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði laugardaginn 14. desember. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 3. janúar kl. 13. Jón H. Magnússon Hanna Guðmundsdóttir Helgi Kristinn Magnússon Sesselja Magnúsdóttir Sigurður Örn Guðmundsson Guðrún Kristín Magnúsdóttir Erlendur Magnússon Lilja Petra Ásgeirsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.