Fréttablaðið - 04.03.2020, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 04.03.2020, Blaðsíða 16
18 milljarðar króna var heild- arfjárfesting norska olíu- sjóðsins á Íslandi í lok 2019. Norski olíusjóðurinn, sem er stærsti fjárfestingarsjóður í ríkiseigu í heiminum, fjár- festi í hlutabréfum í Marel fyrir ríflega 1,2 milljarða króna á síðasta ári. Þetta má lesa út úr yfirliti yfir allar fjárfestingar sjóðsins sem birt var samhliða útgáfu ársskýrslu hans í síðustu viku. Olíusjóðurinn keypti á árinu 0,26 prósenta hlut í Marel, langsamlega stærsta fyrirtækinu í Kauphöllinni, með markaðsvirði upp á um 420 milljarða króna, og var hluturinn metinn á 89,8 milljónir norskra króna, jafnvirði liðlega 1,2 milljarða króna, í bókum sjóðsins í lok síðasta árs. Þess má þó geta að markaðsvirði félagsins og þar með eignarhlutar norska sjóðsins hefur lækkað um ellefu prósent frá áramótum. Fjölmargir erlendir fjárfestingar- sjóðir bættust sem kunnugt er í hluthafahóp Marels í hlutafjárút- boði sem félagið efndi til síðasta vor samhliða skráningu í kaup- höllina í Amsterdam. Sjóðirnir, þar á meðal sjóðir á vegum Capi- tal Group, Teleios Capital, Baron, Blackrock, Investec, Vanguard og Janus Henderson, hafa margir hverjir bætt við hlut sinn í félaginu á undanförnum mánuðum. Fjárfestingar norska olíusjóðsins í íslenskum ríkisskuldabréfum og skulda- og hlutabréfum íslenskra félaga námu samanlagt tæplega 18,1 milljarði króna í lok síð- asta árs og jukust um rúm þrjá- tíu pró- sent frá fyrra ári þegar þær voru um 13,7 milljarðar króna. Það skýrist einkum af kaupum sjóðsins í Marel og íslenskum ríkisskuldabréfum en eign hans í síðarnefnda eignaflokknum jókst um nær helming á árinu. Átti olíu- sjóðurinn íslensk ríkisskuldabréf að virði alls 727 milljónir norskra króna, jafnvirði um 9,9 milljarða króna, í árslok 2019. Auk þess átti norski olíusjóð- urinn í lok síðasta árs 0,14 pró- senta hlut í Arion banka að virði 215 milljónir króna, skuldabréf í Landsvirkjun upp á 6,6 milljarða króna og kröfur á hendur eignar- haldsfélögunum Kaupþingi og LBI, sem halda utan um eignir Kaupþings banka og gamla Lands- bankans, fyrir samanlagt ríf lega 90 milljónir króna. Vöxtur olíusjóðsins, sem er til húsa á sama stað og Seðla- banki Noregs í miðborg Ósló- ar, hefur verið ævintýra- legur frá stofnun hans árið 1990 og áætlar Financial Times að hlutabréfaeign sjóðsins samsvari því að hann eigi að meðaltali um 1,4 prósenta hlut í hverju ein- asta skráða fyrirtæki í heiminum. – kij Olíusjóðurinn keypti í Marel fyrir 1,2 milljarða 10% hlutafjár þurfa fjárfestar að ráða minnst yfir til að geta kallað eftir margfeldiskosn- ingu á hluthafafundi. 10,5% nemur lækkun Úrvalsvísi- tölunnar í Kauphöllinni frá upphafi síðustu viku. MARKAÐURINN ÚTGÁFUFÉLAG Torg., Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík, sími 550 5000 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 550 5051 Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is Með því að auglýsa í Atvinnublaðinu nær þitt fyrirtæki til 89% lesenda dagblaða* á höfuðborgarsvæðinu. Hópur hluthafa í Sýn, sem samanstendur meðal ann-ars af eignarhaldsfélaginu Óskabeini, hyggst fara fram á að margfeldiskosningu verði beitt við stjórnarkjör á aðalfundi fjarskipta- félagsins síðar í mánuðinum, sam- kvæmt heimildum Markaðarins. Mikillar óánægju gætir á meðal hluthafanna, þar á meðal Óska- beins og nokkurra einkafjárfesta, með að Svanhildur Nanna Vigfús- dóttir, fjárfestir og áður einn stærsti hluthafi VÍS, sé ekki á meðal þeirra frambjóðenda sem tilnefningar- nefnd Sýnar leggur til að verði kjörnir í stjórn félagsins, eftir því sem heimildir Markaðarins herma. Fjárfestahópurinn vinnur nú að því að afla nægilegs stuðnings við kröfuna en hluthafar sem ráða yfir minnst tíu prósentum hlutafjár geta lögum samkvæmt kallað eftir margfeldiskosningu. Svanhildur kom fyrst inn í hlut- hafahóp Sýnar í byrjun þessa árs en félag hennar fer með 1,6 prósenta hlut í fjarskiptafélaginu. Á meðal fjárfesta í Óskabeini, sem fer með um fjögurra prósenta hlut í Sýn í gegnum framvirka samninga, eru viðskiptafélagarnir Andri Gunnarsson og Fannar Ólafsson, sem eru meðal annars í hópi eig- enda að Keahótelum, Gestur Breið- fjörð Gestsson, eigandi Sparnaðar, og Engilbert Hafsteinsson, fjárfestir og fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá WOW air. Margfeldiskosning virkar á þann veg að gildi hvers atkvæðis er marg- faldað með fjölda þeirra stjórnar- manna sem kjósa skal, sem eru fimm í tilfelli Sýnar, og má hluthafi skipta atkvæðamagni sínu, þann- ig reiknuðu, í hverjum þeim hlut- föllum sem hann sjálfur kýs á jafn marga menn og kjósa skal eða færri. Tilnefningarnefnd Sýnar leggur sem kunnugt er til að þau Hilmar Þór Kristinsson og Petrea Ingileif Guðmundsdóttir verði kjörin ný í stjórn félagsins. Þá mælir nefndin með því að þrír núverandi stjórnar- menn, Hjörleifur Pálsson, Sigríður Vala Halldórsdóttir og Tanya Zha- rov, verði endurkjörin. – hae, kij Vilja margfeldiskosningu í Sýn Talsvert hefur verið um að fjármálastofn-anir hafi gert veðköll í hlutabréfum skuld-settra einkafjárfesta eftir að hlutabréfa- markaðurinn tók dýfu í byrjun síð- ustu viku vegna áhyggna af hraðri útbreiðslu kórónaveirunnar á heimsvísu og hvaða áhrif það kunni að hafa á íslenskt efnahagslíf. S a m k v æ mt v iðm æ l e ndu m Markaðarins á fjármálamarkaði, meðal annars sjóðsstjórum, miðl- urum og fjárfestum, hafa þau veð- köll aftur valdið meiri þrýstingi til lækkunar á hlutabréfaverði félaga í Kauphöllinni en ella. Þannig hafa ýmsir einkafjárfestar, sem hafa á síðustu misserum tekið lán til kaupa í Marel, annaðhvort hjá inn- lendum eða erlendum bönkum, losað um þau bréf sín og innleyst gengishagnað í því skyni að reiða fram frekari tryggingar til að mæta veðköllum sem þeir hafa fengið á sig vegna skarpra lækkana á gengi hlutabréfa í öðrum félögum. Í þeim tilfellum sem fjárfestar hafa ekki getað útvegað nægjanlegar trygg- ingar hafa bankarnir selt bréfin um leið út á markaðinn í stað þess að leysa þau til sín á bækurnar. Eftir samfelldar lækkanir í Kaup- höllinni sex daga í röð, þar sem Úrvalsvísitalan hafði fallið í verði um 13,5 prósent við lokun markaða síðasta mánudag, rétti hlutabréfa- markaðurinn úr kútnum í gær. Úrvalsvísitalan hækkaði þá um 3,35 prósent í samtals 4,2 milljarða króna viðskiptum. Lækkun vísi- tölunnar frá því við upphaf síðustu viku nemur núna 10,5 prósentum – hún er á sama stað og í lok október í fyrra – en hlutabréf Icelandair hafa lækkað langsamlega mest, eða um rúmlega 29 prósent á tímabilinu. Eitthvað hefur einnig verið um innlausnir í hlutabréfasjóðum rekstrarfélaga á undanförnum dögum, einkum af hálfu einstakl- inga, en að sögn sjóðsstjóra sem Markaðurinn hefur rætt við hafa þær fjárhæðir í heildina ekki verið verulegar. Þá hafa minni einka- fjárfestar, samkvæmt heimildum, sömuleiðis verið að bregðast við óróa á mörkuðum með því að selja hlutabréf sín í gegnum einkabanka- þjónustu viðskiptabankanna. Skuldsetning fjárfesta fyrir hluta- bréfakaupum hefur aukist nokkuð á allra síðustu árum. Samkvæmt tölum frá Nasdaq, sem rekur Kaup- höllina hér á landi, var markaðs- virði veðsettra hlutabréfa um 182 milljarðar í lok febrúar, eða um tæp- lega 16 prósent af heildarmarkaðs- virði skráðra félaga. Talsvert meira hefur verið um skuldsetta fjárfesta í minni félögunum í Kauphöllinni, meðal annars í Skeljungi, Sýn og Kviku, en í þeim stærri. Viðmæl- endur Markaðarins benda á að þrátt fyrir að það hafi færst í aukana að fjárfestar fái lán fyrir hlutabréfa- kaupum kref jist bankarnir nú mun hærra hlutfalls eigin fjár en þekktist á árunum fyrir fjármála- hrun og þeir grípi einnig fyrr inn í ef skilyrðin fyrir lánveitingunni hafa verið brotin. Þær lækkanir sem hafa verið á hlutabréfum í Kauphöllinni á síðustu dögum, sem hafa sumpart verið meiri en á hlutabréfamörk- uðum erlendis, koma á sama tíma og erlendir fjárfestingasjóðir hafa verið að losa um eignarhluti sína í skráðum félögum á Íslandi að undanförnu. Þá hafa lífeyrissjóðir ekki verið að auka hlutfallslega við eignarhlut sinn í skráðum félögum auk þess sem hlutabréfasjóðum hefur farið fækkandi og eignir þeirra minnkað. Að sögn viðmælenda Markaðar- ins hafa lífeyrissjóðirnir ekki verið að koma inn á hlutabréfamarkað- inn frá því að lækkunarhrinan hófst, nema þá í mjög takmörk- uðum mæli, með því að kaupa í félögum. Á meðan sumir gagnrýna að þeir hafi þannig staðið að mestu á hliðarlínunni, á sama tíma og þeir hafa mikilla hagsmuna að gæta sem stærstu fjárfestarnir á hlutabréfa- markaði, þá benda aðrir á að það sé eðlilegt að sjóðirnir vilji bíða og sjá ef þeir hafi væntingar um að botn- inum sé ekki enn náð. hordur@frettabladid.is Veðköll á fjárfesta ýtt undir meiri lækkanir Skuldsettir einkafjárfestar fá á sig veðköll frá bönkum eftir að markaðurinn tók dýfu. Selt í Marel til að innleysa gengishagnað og reiða fram frekari tryggingar. Lífeyrissjóðir hafa verið hikandi við að kaupa þrátt fyrir miklar lækkanir.   Skuldsett hlutabréfakaup hafa aukist nokkuð síðustu ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Svanhildur Nanna Vigfús- dóttir, fjárfestir Yngve Slyngstad. 4 . M A R S 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R2 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.