Fréttablaðið - 04.03.2020, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 04.03.2020, Blaðsíða 28
Leggist álfram- leiðsla af eða dragist saman á Íslandi eru yfir- gnæfandi líkur á að hún færist til landa þar sem orkugjafar eru sem menga margfalt meira. Staðan er sú að næstum fjórði hver starfsmaður á aldrinum 20-59 ára er innflytjandi samanborið við 7% árið 2005. Vanda verður til verka við aðlögun innf lytjenda að íslensku samfélagi. Þeir verða að fá sömu tækifæri og heima- menn til menntunar og virkrar þátttöku. Það kallar á aðgerðir, bæði stjórnvalda og atvinnulífs. Á síðustu fimm árum, árunum 2015-2019, fjölgaði störfum, sem starfsfólk á aldursbilinu 20-59 ára sinnti, um 22.000. Af þeim voru Íslendingar aðeins 2.000 en inn- flytjendur 20.000. Á þessu tímabili fjölgaði íbúum á aldrinum 20-59 ára einnig um 22.000. Af þeim voru Íslendingar 1.000 og innflytjendur 21.000. Hver árgangur ungs fólks sem kemur inn á vinnumarkaðinn er um 4.500 manns en árgangar þeirra sem eru á síðasta hluta starfsævinn- ar eru um 4.000. Mismunurinn er um 500 manns. Að teknu tilliti til dánartíðni og miklum flutningum Íslendinga til útlanda fjölgar Íslend- ingum ekki á vinnumarkaðnum. Hagvöxtur krefst f leiri starfs- manna og fjölgun innflytjenda var óhjákvæmileg í uppsveiflu síðustu ára. Atvinnulífið í núverandi mynd hvílir að stórum hluta á framlagi þeirra. Staðan er sú að næstum fjórði hver starfsmaður á aldrinum 20-59 ára er innflytjandi samanborið við 7% árið 2005. Reynslan frá tíma fjármálakrepp- unnar sýnir að flestir innflytjendur ílengjast hér þótt atvinnuástand versni um hríð. Það er eins gott því að á komandi árum verður þörf fyrir enn fleiri innflytjendur. Samskipti Íslendinga og innflytj- enda fara yfirleitt fram á ensku. Setja þarf skýra stefnu um hvernig hlúð verður að tungumálinu. Sam- félagið þarf að aðstoða fjölskyldur, sem hingað flytja í atvinnuleit, við að festa rætur, meðal annars með því að tryggja sem bestan aðgang að íslenskukennslu. Styðja þarf sér- staklega við börn innflytjenda svo þau standi jafnfætis innfæddum. Aðlögun innflytjenda  Hannes G. Sigurðsson aðstoðar- framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins Í nýlegri skýrslu norrænu ráð-herranefndarinnar um losun g r ó ð u r hú s a lo f t t e g u nd a á Norðurlöndum kom fram að losun Íslands hefðist aukist um tæpan þriðjung á árunum 1990 til 2017. Töldu einhverjir þessa þróun til marks um að Ísland væri ekki að standa við sitt í loftslagsmálum, sér- staklega í ljósi þess að losun hefði dregist saman í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku á sama tímabili. Öllu minna fór fyrir ummælum ráðherranefndarinnar í sömu skýrslu: „Losun Íslands sýnir þó bara einn hluta f lókinnar sviðs- myndar loftslagsmála í hnattrænu samhengi. Raunar mætti líta losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi í jákvæðara ljósi þar sem hinir umhverfisvænu orkugjafar sem knýja íslenskan iðnað koma í stað mengandi orkugjafa [sem yrðu ell- egar nýttir] annars staðar í heim- inum.“ Ein helsta ástæðan fyrir aukinni losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi á árunum 1990 til 2017 er stóraukin framleiðsla áls. Fram kemur í tölum Hagstofunnar að útflutningur áls frá Íslandi var tæp- lega 87 þúsund tonn árið 1990, en 2017 hafði þessi tala hækkað í 888 þúsund tonn. Samkvæmt tölum frá OECD, sem liggja til grundvallar áðurnefndri skýrslu ráðherra- nefndarinnar, jókst losun gróður- húsalofttegunda á Íslandi því úr 3,6 milljónum tonna í 4,75 milljónir tonna á árunum 1990 til 2017. En þrátt fyrir að Ísland hafi aukið losun sína um 1,15 milljónir tonna á þessu 17 ára tímabili, er alveg öruggt að ef álverin við Grundar- tanga og Reyðarfjörð hefðu ekki orðið að raunveruleika, hefðu þau verið byggð annars staðar þar sem rafmagnsframleiðsla til að knýja þau hefði að öllum líkindum meng- að miklu meira. Samkvæmt gögnum frá fagtíma- ritinu Aluminum Insider nemur meðalkolefnisfótspor álframleiðslu á heimsvísu um 11,5 tonnum af kol- tvísýringi fyrir hvert tonn af áli sem framleitt er. Til samanburðar nemur kolefnisfótspor álfram- leiðslu Fjarðaáls við Reyðarfjörð um 1,67 tonnum á hvert framleitt tonn af áli, að því er fram kemur í tölum frá Sjálfbærniverkefni Austurlands. Ef horft er til síðustu 10 ára þar sem hagtölur um álútf lutning frá Íslandi liggja fyrir, nemur sparn- aður kolefnislosunar um 90 millj- ónum tonna, sé miðað við að áður- nefnd kolefnislosun á hvert áltonn sé stöðug á tímabilinu. Það er hins vegar afar varlega áætlað vegna þess að mestur vöxtur álframleiðslu á síðastliðnum árum hefur verið í Kína, þar sem kol eru meginorku- gjafi rafmagnsframleiðslu og kol- efnisfótsporið er hærra en 11,5 tonn á hvert tonn af áli. Á sama tíma er árleg kolefnislosun Svíþjóðar, Finn- lands og Danmerkur á bilinu 49 til 55 milljón tonn í hverju landi fyrir sig. Sé litið til Íslands eins og sér nam sparnaður losunar álframleiðslu á Íslandi árið 2018 um 8,6 milljónum tonna, sem heggur nærri því að vera tvöföld heildarlosun Íslands. Þetta er hinn raunverulega kjarni máls í umfjöllun norrænu ráðherra- nefndarinnar – það verður að líta á loftslagsmál í hnattrænu sam- hengi. Þrátt fyrir að íslensk fram- leiðsla standi undir litlum hluta eftirspurnar áls á heimsvísu (ríflega 1% á árinu 2018), þá tryggja hinir umhverfisvænu orkugjafar lands- ins að losun gróðurhúsalofttegunda vegna álframleiðslu á heimsvísu er átta til níu milljónum tonna minni á ári en ella. Til samanburðar nam losun Íslands vegna samgangna um millj- ón tonnum árið 2017. Þrátt fyrir að herferðir um breytt samgöngu- mynstur landans séu góðra gjalda verðar og til fyrirmyndar, eru þær hjóm eitt í hinu stóra samhengi loftslagsmála. Leggist álframleiðsla af eða drag- ist saman á Íslandi eru yfirgnæfandi líkur á að hún færist til landa og svæða þar sem orkugjafar menga margfalt meira, svo sem Kína (kol) eða Persaflóa (jarðgas). Það virðist því augljóst að mikil- verðasta framlag Íslands til alþjóð- legra loftslagsmála er og verður um fyrirsjáanlega framtíð áframhald- andi álframleiðsla á Íslandi. Mesta framlag Íslands til loftslagsmála Þórður Gunnarsson, sérfræðingur á sviði hrávöru- markaða og sjálfstætt starfandi Lenny Messina heimsækir Fjallkonuna Spennandi 6 rétta matseðill undir áhrifum matargerðar Miðausturlanda BYRJAR Í DAG! Baladi eggaldin Furuhnetur | Granatepli | Tahini Pítubrauð Shish Barak Nauta-dumplings Skyr | Aleppo chili | Furuhnetur Grillaður Kolkrabbi Hvítar baunir | Chorizo | Harissa Bleikja Arak | Fennil | Karamelliseruð mjólk Lambarumpsteik Zataar kryddblanda | Mólassi Brennt eggaldin Halva Parfait Ristaðar möndlur | Pressaðar döðlur Lenny Messina ... ... starfar sem yfirmatreiðslumaður á veitinga- húsinu LOLA, sem hann rekur ásamt eiganda staðsins Michael Ginor. LOLA á Long Island hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga m.a. þann mikla heiður að fá umsögnina „excellent“ í New York Times. Staðurinn býður upp á sælkerarétti undir fjöl- breyttum áhrifum miðjarðarhafsmatarðgerðar. Hafnarstræti 1–3 > fjallkona.is FJALLKONAN FAGNAR ÞÉR! Borðapantanir á fjallkona.is eða í síma 555 0950 4. – 8. MARS >8.900 kr. 4 . M A R S 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R14 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.