Fréttablaðið - 04.03.2020, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 04.03.2020, Blaðsíða 34
Samkeppniseftirlitið þarf að endurskilgreina mark- aði í breyttum heimi, annars vinnur það gegn tilgangi sínum og skerðir samkeppn- ishæfni Íslands til framtíðar. Ari Fenger, formaður Viðskiptaráðs 25.02.2020 MARKAÐURINN Miðvikudagur 4. mars 2020FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS UM VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL | Kristinn Ingi Jónsson SKOÐUN Kórónaveiran fer sem eldur í sinu um gervalla heims-byggð. Hún hefur þegar dregið meira en þrjú þúsund til dauða og yfir níutíu þúsund eru smituð. Efnahagsáhrifin verða gífurleg og líkast til langvarandi, líkt og sést hefur á viðbrögðum fjár- festa á fjármálamörkuðum hvar- vetna í heiminum síðustu daga. Áhrif faraldursins skipta auk þess miklu máli frá lagalegum sjónar- hóli. Alvarleiki veirunnar gæti þannig ráðið því hvort samningar teljist gildir eða ógildir. Milljarða hagsmunir eru í húfi. Mörg alþjóðleg fyrirtæki velta því nú fyrir sér hvort faraldurinn teljist sem „force majeure“ atvik – óvænt ytri atvik sem engin leið er að sjá fyrir – sem geti leyst þau undan samningsskyldum sínum. Þegar mikil áföll verða sem talið er að mannlegur máttur hafi ekki getað komið í veg fyrir – óviðráðan- leg áföll á borð við náttúruhamfarir og styrjaldir – er stundum sagt að hönd Guðs hafi gripið inn í. Flestir samningar gera ráð fyrir slíkum til- fellum en túlkun þeirra er þó ekki ætíð einhlít. Ekki er til dæmis augljóst hvort kórónafaraldurinn teljist til slíkra atvika. Í þess háttar mati þarf að taka tillit til margra þátta og þar á meðal alvarleika faraldursins. Niðurstaðan gæti jafnvel verið ólík í ólíkum réttarkerfum. Í megin- landsrétti gætu fyrirtæki þannig mögulega borið fyrir sig fyrirvara um „force majeure“, jafnvel þótt hann sé ekki að finna í samningi, á meðan semja þarf sérstaklega um fyrirvarann og skilyrði hans fyrir fram í engilsaxneskum rétti. Deilur um málið hafa þegar sprottið upp. Kínversk stjórnvöld hafa sem dæmi gefið út metfjölda svonefndra „force majeure“-vott- orða til þarlendra fyrirtækja sem þau segja að geti leyst fyrirtækin að hluta eða að fullu undan samning- um að virði samanlagt yfir fjörutíu milljarða dala. Lögfræðingar sem Financial Times ræddi við draga gildi umræddra vottorða hins vegar í efa og segja fyrirtækin geta ómögu- lega borið þau fyrir sig utan Kína. Tveir af stærstu innflytjendum fljótandi jarðgass í Kína riðu nýverið á vaðið og virkjuðu „force majeure“-ákvæði til þess að komast undan því að taka á móti fjórtán tankskipum, við lítinn fögnuð evrópskra gasframleiðenda sem hótuðu þeim fyrrnefndu málaferl- um. Fleiri kínverskir innflytjendur, til dæmis á góðmálmum, hafa fetað í sömu fótspor. Útbreiðsla kórónaveirunnar hefur þegar hoggið skörð í aðfanga- keðjur alþjóðlegra fyrirtækja, sem eru að stórum hluta í Kína, með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á heimsbúskapinn. Langvarandi lagaflækjur um túlkun „force majeure“-ákvæða væru einungis til þess fallnar að gera vont ástand enn verra. Að bæta gráu ofan á svart Tilnefningarnefnd Marels leggur til að Lillie Li Valeur, sem starfaði sem framkvæmdastjóri hjá Arla Foods í hartnær áratug, verði kjörin ný í stjórn félagsins á aðalfundi síðar í mánuðinum í stað Margrétar Jónsdóttur, framkvæmda- stjóra rekstrar Eyris Invest, sem hyggst hætta í stjórninni eftir fjórtán ára setu. Þetta kemur fram í skýrslu tilnefningar- nefndar félagsins sem lögð verður fyrir aðal- fund þess þann 18. mars. Tilnefningarnefndin leggur til að aðrir núver- andi stjórnarmenn verði endurkjörnir en þar er um að ræða þau Ann Elizabeth Savage, Arnar Þór Másson, Ásthildi Otharsdóttur, Ástvald Jóhannsson, Ólaf Guðmundsson og Ton van der Laan. Fram kemur í skýrslu nefndarinnar að í kjölfar þess að Margrét tilkynnti stjórn- inni um ákvörðun sína hafi nefndin ráðið alþjóðlegt ráðgjafarfyrirtæki til þess að aðstoða sig við leit að nýjum stjórnarmanni. Af nokkrum öf lugum kandídötum hafi nefndin ákveðið að mæla með Valuer. – kij Vill Lillie Li Valeur í stjórn Marels Lillie Li Valeur, forstjóri Good Food Group. Instagram @frettabladid Facebook facebook.com/Frettabladid PwC | Sími 550 5300 | www.pwc.is PwC á Íslandi er framsækið og traust fyrirtæki sem veitir sérfræðiþjónustu á sviði fyrirtækja- skatta- og lögfræðiráðgjafar, endurskoðunar og reikningsskila. Fyrirtækið er íslenskt og er hluti af alþjóðlegu neti sjálfstæðra fyrirtækja sem aðstoðar viðskiptavini sína við að auka verðmæti, stjórna áhættu og bæta árangur sinn. Reykjavík | Akureyri | Reykjanesbær | Húsavík | Selfoss | Hvolsvöllur | Vestmannaeyjar 2019 Jafnlaunavottun Sanngjörn laun fyrir jafn- verðmæt störf PwC býður upp á heildstæða þjónustu í launamálum og jafnlaunavottun. Við búum yfir áralangri reynslu og lausnum sem virka.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.