Hugur og hönd - 01.06.2001, Side 10
Fjólublár fóstuhökull úr Grafarvogskirkju
1989• Þessi hökull er í safni hökla Sigrúnar
sérstœður fyrir tvennt. Annars vegar er hann
ofmn með tvöfóldum vefhaði sem Sigrún hefúr
þróað. Á röngunni er mynstrið jafn skjrt en í
gagnstœðum litum. Á hinn bóginn er mynstrið
flókin samsetning flatarmálsflœðilega. Hún er
byggð upp áþríhyrningum með krossmarki sem
ívafi. Hökullinn hefur duíúðarskirsko tun.
Texti: Séra Jakob A. Hjálmarsson.
Ljósm.: Kristín Schmidhauser Jónsdóttir.
búsettur erlendis og fyllist lotningu, sem
kalla má þjóðernisást.
Slík hughrif örva ímyndunaraflið og
listsköpun Sigrúnar tekst á flug, landið
skartar batík og ótal saumsporum, alls
staðar eru form og áferð í ljúfum og
mildum litum. Inn á milli hvarflar hug-
ur hennar að næsta verkefni og hún
segir: „Það er svo gaman þegar manni er
trúað fyrir verkefni", en hún er að vinna
að hökli fyrir Kópavogskirkju og er búin
að vinna ótal skissur og velja úr þrjár
sem hún ætlar að leggja fyrir sóknar-
nefnd. Oll listsköpun þarf sinn með-
göngutíma; þannig er ferlið, það líður
ekki úr huga og ómeðvitað skjóta hug-
myndir og hugrenningar upp kollinum,
stundum í miðju samtali.
Sigrún ræðir trúmál. Það er ljóst að
bernskutrúin er henni afar dýrmæt, hún
hefur átt einlæga trú allt frá barnæsku og
fmnur samhljóm með Guði, sem veitir
henni styrk og innri frið. Sigrún tekur
hvern dag snemma, fer á fætur um
Sigrún ásamt séra Jakobi Agústi Hjálmarssyni í Dómkirkjunni 1998. Hann er klæddur hátíðar-
hökli kirkjunnar 1992. „Höfúðþemu hökulsins eru sköpun og endurlausn, sigur og fullkomnun
ráðsályktunar Guðs um þá veröld sem við þekkjum. A baki myndar mynstrið kross
endurlausnarinnar sem er byggður upp af sjö sams konar einingum og þeirri áttundu í miðju.
Krossinn er aðaltákn hökulsins... Islenskir agatsteinar prýða hverja eininganna sjö sem tákna í senn
vikudagana og sjö daga sköpunarinnar. Lúthersrósin sem er í áttunda reitnum á krossmótunum er
afar viðeigandi tákn í þessari höfúðkirkju evangelísk- lútherskrar kristni á Islandi.. .Framhlið
hökulsins ber tákn Jóhannesar guðspjallamanns sem kirkjan var að fornu helguð ásamt Maríu
Guðsmóður. Heimild: Listastörf Sigrúnar Jónsdóttur kirkjulistakonu. Jakob Ágúst Hjálmarsson,
Reykjavík 2000.
Texti: Séra Jakob Á. Hjálmarsson.
Ljósm.: Ur safni Sigrúnar Jónsdóttur.
10 HUGUROGHÖND