Hugur og hönd - 01.06.2001, Blaðsíða 14
Gler- og myndlistakonan
Halla Har og verk hennar
Halla Har.
Listakonan Halla Har er fædd og upp-
alin á Siglufirði. Strax á barnsárunum
kom í ljós sérstakur áhugi hennar á því
að teikna og mála. Þegar leiksystur
hennar léku sér með brúður vildi hún
fremur sýsla með liti sína og pensla. Má
segja að þarna rættist máltækið „Snemma
beygist krókurinn til þess er verða vill“.
Myndlistin hefur alla tíð verið hennar
stóra áhugamál. Snemma náði hún áber-
andi góðri leikni og myndir hennar
vöktu athygli. Halla var aðeins 16 ára
þegar hún hleypti heimdraganum og
gerðist nemandi í Myndlista-og hand-
íðaskóla lslands. Listamaðurinn Erró var
aðalkennari hennar þar. Eftir tveggja ára
nám gerði hún hlé á skólanámi sínu. En
áfram notaði hún hverja stund sem gafst
til að teikna og mála. Halla giftist og
eignaðist þrjá drengi.
Vinkona hennar, listakonan Barbara
Árnason, hvatti Höllu til að fara í
kennaradeild Myndlista- og handíða-
skólans og þar var hún um tíma við
nám. Elsti drengur þeirra hjóna fæddist
nánast blindur. Hann gekk í almennan
skóla, foreldrarnir gerðu allt sem í þeirra
valdi stóð til að aðstoða hann við námið.
Halla kenndi honum að lesa á tréristur
sem faðir hans útbjó og svo las hún fyrir
drenginn og studdi hann eftir megni.
Þegar drengurinn var 13 ára bauð danska
ríkið honum nám þar við sérskóla fyrir
blinda og sjónskerta. Skilyrði var að fjöl-
skyldan öll flyttist þangað. Það fannst
foreldrunum sjálfsagt, þau höíðu alltaf
talið nauðsynlegt að hann nyti frekari
menntunar. Skólinn er í Kalundborg,
þar settist fjölskyldan að. Ekki þarf að
fjölyrða um allt það umstang fyrir heila
fjölskyldu sem fylgir því að flytja til
annars lands. Fjölskyldan lagði ótrauð út
í óvissuna peningalítil, atvinnu- og hús-
næðislaus og danskan þeirra var ekki
upp á marga fiska, segir Halla. Samhent
sigraðist fjölskyldan á öllum vandamál-
um og erfiðleikum. Halla fór í nám í
Myndlistarskólann í Kalundborg, kennari
hennar þar var vel þekktur danskur
myndlistamaður. Aður en hún fór aftur
heim til íslands hélt hún tvær vel-
heppnaðar sýningar í Kalundborg. Elsti
drengur þeirra hjónanna hélt áfram
námi í sérskólanum og gekk vel. Hann
býr í Kaupmannahöfn, er starfandi tón-
listarmaður og píanóstillari.
Eftir heimkomuna til Islands flutti
fjölskyldan til Keflavíkur og hefur búið
þar síðan.
Halla hefur unnið myndir sínar úr
fjölbreyttum efnum og með margs
konar tækni, mest hefur hún unnið með
olíuliti og vatnsliti en einnig hefur hún
m.a. gert mósaikmyndir og unnið með
batik. Þekktust er Halla ef til vill fyrir
glerlist sína. Næsta ævintýralegt er hvernig
sá ferill hófst. Hún hafði árið 1966 gert
stóra myndskreytingu, múrristu, fyrir
sjúkrahúsið á Siglufirði. Svo gerðist það
að hinir þekktu Oidtmannbræður frá
Þýskalandi komu til Siglufjarðar og
settu upp steinda glugga í kirkju staðar-
ins. Þeir hafa sett upp glerverk og mósaik-
myndir eftir nokkra íslenska listamenn í
kirkjur og aðrar opinberar byggingar hér
á landi. Þeir eru miklir íslandsvinir og
Blóm og kristallar, 1981.
14 HUGUROGHÖND