Hugur og hönd - 01.06.2001, Síða 2
', t r '.................................................j
♦ Fundir hjá stjórn og fastanefndum hafa verið
með hefðbundnum hætti. Formannafundur
Norrænu heimilisiðnaðarsamtakanna 2001
verður haldinn í Tampere í Finnlandi í byrjun
október og er það á sama tíma og norræna
heimilisiðnaðarþingið. Mun formaður HFÍ sitja
þann fund.
flfi
111
pfl
♦ Starfið í félaginu hefur á síðustu árum snúist
mikið um Heimilisiðnaðarskólann. í tengslum við
Kristnitökuhátíð um síðustu aldamót höfðu
margar konur mikinn áhuga á að eignast
þjóðbúning og urðu námskeið í
þjóðbúningasaum fjölmörg. Myndir af
prúðbúnum konum í nýju búningunum sínum
hafa verið birtar í fjölmiðlum að þjóðbúninga-
námskeiðum loknum.
♦ í sambandi við jurtalitunarnámskeið í sumar
tóku nokkrir félagar sig til og lituðu mikið magn
af bandi í öllum regnbogans litum fyrir félagið.
Það er sérspunnið fyrir útsaum á þjóðbúningum.
Er þetta liður í þjóðbúningaverkefni félagsins, en
þessi þáttur snýr að faldbúningnum. Um fald-
búninginn hefur myndast hópur sem kallar sig
Faldafeyki og hittist hann reglulega í húsnæði
félagsins til að rannsaka og undirbúa gerð
faldbúninga.
Hi
♦ HFI hefurtekið þátt í handverkssýningunni í
Laugardagshöll sem haldin er á vordögum.
Þjóðbúningarnir hafa verið mest áberandi í bás
HFÍ enda það sem virðist vera vinsælast núna.
Einnig hefur félagið kynnt sig á
handverkssýningunni á Hrafnagili sem haldin er
á sumrin. Sl. sumar bauðst Heimilisiðnaðar-
skólanum að taka þátt í þjóðlagahátíðinni á
Siglufirði og mættu tveir félagar þar og sýndu
jurtalitun.
♦ Starfsmenn félagsins eru tveir: Ásdís
Birgisdóttir, verslunarstjóri þjónustudeildar, sem
er lítil verslun í húsnæði félagsins og Steinunn
Ásgeirsdóttir, skólastjórnandi Heimilisiðnaðar-
skólans.
♦ Annað starf innan HFÍ er unnið í sjálf-
boðavinnu félaga hvort sem þeir sitja í stjórn,
nefndum eða eru almennirfélagar.
ili
HEIMILISIÐNAÐAR
Heimilisiðnaðarskólinn
Laufásvegi 2 101 Reykjavík
Sími 551 7800 Fax 551 5532
Netfang: heimilisidnadur@islandia.is
Spennandi handverksnámskeið.
Lærið gömul vinnubrögð hjá sérhæfðum kennuru
Kvöldnámskeið. Allar upplýsingar og skráning í
námskeið mánudaga og fimmtudaga kl.10-18 og
í tölvupósti, heimilisidnadur@islandia.is.
Nemendafjöldi takmarkaður á hvert námskeið.
þjóðbúningar - baldýring - knipl
útsaumur - almennur vefnaður
spjaldvefnaður - bútasaumur
útskurður - tóvinna - jurtalitun
sauðskinnskógerð og margt fleira.
Þjónustudeild
Heimilisiðnaðarfélags íslands
Laufásvegi 2 101 Reykjavík
Sími 551 5500 Fax 551 5532
Netfang: heimilisidnadur@islandia.is
Verslun, þjónustu og upplýsingar.
Við sérhæfum okkurtil að veita upplýsingar um
þjóðbúningagerð, vefnað og vefnaðaráhöld og
íslensk útsaumsmynstur.
m W
Ullarefni, skyrtuefni, svuntuefni
Kniplingar, orkeringar, slifsi, húfur og skúfar
Javi, strammi og ullargarn
Hörband, bómullarband, skyttur og skeiðar
Og margt fleira..
Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 1