Hugur og hönd - 01.06.2001, Blaðsíða 34
Nokkrir koparhlutir smíðaðir ejiir Benedikt, lýsislampi og lyklar í eigu Valgerðar Jakobsdóttur.
aði hann litla útskorna kistla, þ.á m. einn
fyrir Matthildi konu sína, sem Matt-
hildur dóttir hans eignaðist síðan og er
hann enn til hjá Valgerði Jakobsdóttur,
dóttur hennar.
Guðfmnur Jakobsson, dóttursonur
Benedikts, minnist þess í Grunnvíkinga-
bók (tekin saman af Guðrúnu Asu
Grímsdóttur) „að 1918 haustið áður en
afi hans dó, sat hann drengur á fjórða ári
á rúminu hjá afa sínum; var Benedikt þá
að smíða tréfötu og notaði hann trénagla
á milli knappstafanna. Þegar hann var
búinn að laggskera þá raðaði hann þeim
á fötubarminn. Naglar þessir voru kall-
aðir blindingar og reyndi drengurinn að
búa þá til, vildi afi hans, smiðurinn,
nota naglana hans og orti vísu um
drenginn.“ (Grunnvíkingabók I bls. 308).
Fallega drengnum finnst mér lýst,
fremd og næmi styður.
Hann Guðfinnur veit ég víst,
verður besti smiður.
Eitt af því sem Benedikt smíðaði var vef-
stóll sem notaður var í Reykjarfirði fram
til ársins 1934-35. Mest óf í honum
Jakob Kristjánsson, tengdasonur Bene-
dikts, en Ketilríður kona hans óf í stóln-
um efni og dúka í kjóla og þess háttar.
Smíðaði Benedikt og bát sem hann
nefndi Tjald og gaf Matthildi dóttur
sinni sem heimanmund. Benedikt smíð-
aði utan um flesta sveitunga sína sem
jarðaðir eru í kirkjugarðinum við bæn-
húsið í Furufirði. Bænhúsið í Furufirði
var reist árið 1899 og vígt árið 1902.
Hafði Benedikt yfirumsjón með smíði
þess en Norðmenn gáfu til þess viðinn.
Benedikt varð um árabil raunamaður
því að flest börn hans og Matthildar
fæddust andvana eða dóu nýfædd og
komst aðeins ein dóttir þeirra, Guðný,
til fullorðinsára. Matthildi missti hann
síðan af barnsförum. I september árið
1895 giftist Benedikt Ketilríði Jóhannes-
dóttur, sem fædd var í Kvíum í Lónafirði
1868, en alin upp í Kvíum og að Steig í
Veiðileysufirði. Hún var þá, er hún
giftist Benedikt, 28 ára en hann fimmt-
ugur. Eignuðust þau eina dóttur, Matt-
hildi Herborgu, árið 1896. Búnaðist
þeim vel í Reykjarfirði þó að Benedikt
væri sagður meiri smiður en bóndi.
Ketilríður var verklagin kona og
vandvirk og kunni hún vel að breyta
mjólk í mat og ull í fat. Spann hún
fallegt band, litaði, prjónaði og óf. Þegar
hún kom í Reykjarfjörð var þar mikil
fátækt og varla til óslitin flík. Var þá
langt til búið að klippa glitofið söðul-
áklæði fyrri konu Benedikts niður í bæt-
ur og leppa í skó. Fannst henni þetta illa
farið með svo listilegt handbragð að hún
tók það til hliðar og er það sem eftir var
af því enn varðveitt hjá Guðrúnu dóttur
Matthildar og Jakobs.
Meðal þess sem Ketilríður prjónaði
voru laufaviðarvettlingar og er talið að
henni hafi hugkvæmst að prjóna átta-
blaða rós í handarbakið á vettlingunum
en þeim sérkennum vettlinganna halda
afkomendur hennar enn í sínum
prjónaskap.
Ekki er til nein ljósmynd af Benedikt,
en vísa sem hann orti um Matthildi
dóttur sína gefur til kynna að hann hafi
verið dökkur yfirlitum.
„Að lítilli pjötlu leikur hér,
lyppar um sinn fingur.
Undir skeggið svarta sér,
saumagrundin stingur."
(Reykjafjarðarætt bls. 10)
Aðrar vísur eftir hann, sem lifað hafa
meðal afkomenda hans sýna að hann gat
slegið á létta strengi og verið gaman-
samur.
Benedikt andaðist í spönsku veikinni
í desember 1918 en Ketilríður kona
hans í apríl 1949. Börn Matthildar
dóttur þeirra og Jakobs urðu fjórtán og
komust þrettán þeirra til fullorðinsára.
Voru þau öll mjög hög og urðu flest
listasmiðir bæði á þráð og tré. Reka-
viðinn sem norðangarðurinn færir í
Reykjarfjörð dimmar vetrarnætur nýta
afkomendur þeirra hjóna Benedikts
Hermannssonar og Ketilríðar Jóhannes-
dóttur enn.
Heimildaskrá
1. Guðrún Asa Grímsdóttir. 1989.
Grunnvíkingabók I. Grunnvíkinga-
félagið á Isafirði. Reykjavík.
2. Guðrún Asa Grímsdóttir. 1994.
Árbók F.í. 1994 - Ystu strandir
norðan Djúps. Ferðafélag Islands.
Hjalti Kristgeirsson ritstýrði.
Prentsmiðjan Oddi. Reykjavík.
3. Guðrún Jakobsdóttir. 1996.
,Æviágrip Ketilríðar Jóhannesdóttur
og Benedikts Hermannssonar".
Reykjafjarðarætt. Jakob K. Kristjáns-
son og Guðrún Jakobsdóttir tóku
saman. Jakob K. Kristjánsson rit-
stýrði. 2. útg. Reykjavík.
4. Valgerður Jakobsdóttir. Munnlegar
heimildir.
Elín Salóme Guðmundsdóttir
Ljósm.: Kristín Schm. Jónsdóttir.
34 HUGUROGHÖND