Fréttablaðið - 07.04.2020, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 07.04.2020, Blaðsíða 6
Johnson greindist með COVID-19 fyrir tíu dögum. Afgreiðslutímar á www.kronan.is PÁSKANA ALLA OPIÐ Gleðilega páska! Samstaða með fátækum í Angóla Matvælum er dreift til fátækra í úthverfi Luanda, höfuðborgar Angóla. Unita, stærsti stjórnarandstöðuf lokkur landsins, stóð fyrir matargjöf- unum en f lokkurinn hefur kallað eftir að landsmenn sýni samstöðu með þurfandi einstaklingum á meðan COVID-19 faraldurinn herjar á landið. Alls hafa fjórtán smit verið staðfest í landinu hingað til og tvö dauðsföll. Talið er að sjúkdómurinn sé mun útbreiddari. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA NEW YORK Sá möguleiki er til staðar að tímabundnar fjöldagrafir verði grafnar í einhverjum af almenn- ingsgörðum New York-borgar. Þetta kom fram í röð tísta frá Mark D. Levine, formanni heilbrigðis- nefndar borgarinnar í gær, mánu- dag, sem vöktu mikla athygli. New York-borg er þessa dagana orðin miðpunktur kórónaveiru- faraldursins. Þar hafa tæplega 130 þúsund tilfelli greinst og dauðsföll eru á fimmta þúsund. Það er um þriðjungur af öllum staðfestum smitum í Bandaríkjunum og tæp- lega helmingurinn af öllum dauðs- föllum. Mark D. Levine, formaður heil- brigðisráðs New York, skrifaði röð tísta á mánudag sem vöktu mikla athygli. Lýsir hann því að heilbrigð- iskerfi borgarinnar sé komið að þol- mörkum og það sama gildi um kerfi borgarinnar sem sér um lík. „Við erum að glíma við aðstæður sem eru sambærilegar langvarandi 11. september,“ segir Levine. Að hans sögn eru f lest líkhús sjúkrahúsa borgarinnar orðin full. Brugðist var við því með að senda 80 sérútbúna kælibíla, sem rúma 100 lík hver, á sjúkrahúsin. Þeir séu við það að fyllast einnig. Ástæðan er sú, segir Levine, að dauðsföll vegna COVID-19 sjúk- dómsins séu vantalin í borginni. Aðeins andlát þar sem sýni var tekið úr einstaklingum, fyrir eða eftir andlátið, eru inni í opinberu tölunum en fjölmörg dauðsföll hafi átt sér stað í heimahúsum og í f lestum tilvikum er ekki tekið sýni úr þessum einstaklingum, einfald- Líkur á fjöldagröfum í almenningsgörðum Formaður heilbrigðisráðs New York-borgar telur líkur á að tímabundnar fjöldagrafir verði grafnar í einum af almenningsgörðum borgarinnar. Líkhús borgarinnar eru yfirfull og kirkjugarðar borgarinnar fá ekki við neitt ráðið. Sjúkraflutningsmenn í Brooklyn sinna sjúklingi. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Mark D. Levine. lega af því að sýnatökubúnað skorti. Afleiðingin af þessum gríðarlega fjölda dauðsfalla er sú að kirkju- garðar borgarinnar hafa ekki undan að taka við útfararbeiðnum og það sama gildir um útfararþjónustur. Lausnin, að sögn Levine, felst í tímabundnum fjöldagröfum í ein- hverjum af almenningsgörðum borgarinnar. „Hver gröf mun rúma 10 líkkistur í röð. Þetta verður gert á smekkleg- an og virðulegan hátt og er aðeins til skamms tíma. En íbúar New York munu eiga erfitt með að sætta sig við þessa staðreynd.“ – bþ BRETLAND Boris John son, for sætis- ráð herra Bret lands,  var f luttur á gjör gæslu á  spítala í Lundúnum í gærkvöldi. Johnson smitaðist fyrir tíu dögum og var fyrst um sinn með væg einkenni. Í gær tilkynnti tals- maður forsætisráðherrans að heilsu hans hefði hrakað og því hefði verið gripið til þeirra varúðarráðstafana, að læknisráði, að flytja hann á gjör- gæslu. John son hefur beðið utan- ríkis ráð herra Bret lands, Dominic Raab, um að ganga í sinn stað þegar „þörf er á“. John son, sem er 55 ára, var lagður inn á gjör gæslu St. Thomas spítal- ans í London. Í til kynningu frá for- sætis ráðu neytinu segir að John son fái frá bæra þjónustu á spítalanum og hann þakkar jafn framt öllu heil- brigðis starfs fólki fyrir þann metn- að og dugnað sem það sýnir daglega í baráttu sinni við faraldurinn. – bþ Boris Johnson á gjörgæslu Boris Johnson berst við COVID-19. 7 . A P R Í L 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.