Fréttablaðið - 07.04.2020, Blaðsíða 24
Til að birta andláts-, útfarar- eða
þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að
senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is
eða hringja í síma 550 5055 .
Á bara eftir að finna mér
hentugt húsnæði. Er í bráða-
birgðahúsnæði eins og er og
bý í tveimur ferðatöskum.
Móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Elísabet Rósinkarsdóttir
hjúkrunarheimilinu Sóltúni,
lést þann 24. mars.
Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu hefur
útför farið fram í kyrrþey.
Minningarathöfn verður auglýst síðar.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sóltúns fyrir
einstaka umönnun á erfiðum tímum.
Guðrún S. Kristjánsdóttir Gunnar Einarsson
Jakob Kristjánsson Elsa Björk Gunnarsdóttir
Kolbeinn Rósinkar Kristjánsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Viktoría Ágústa Ágústsdóttir
frá Aðalbóli, Vestmannaeyjum,
andaðist laugardaginn 4. apríl
á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
í Vestmannaeyjum. Vegna aðstæðna
í þjóðfélaginu fer útför fram í kyrrþey. Fjölskyldan vill
þakka starfsfólki á heilbrigðisstofnuninni fyrir góða
umönnun og velvild.
Ólafur Ágúst Einarsson Halla Svavarsdóttir
Agnes Einarsdóttir Kári Þorleifsson
Viðar Einarsson Dóra Björk Gunnarsdóttir
Hjalti Einarsson Dagmar Skúladóttir
ömmu- og langömmubörn.
Elskulegir foreldrar
okkar, amma og
afi, langamma og
langafi, hjónin
Jóninna
Margrét
Pétursdóttir
og
Reynir Mar
Guðmundsson
Hveragerði,
létust á Landspítalanum 23. mars og 2. apríl.
Aðstandendur langar að þakka starfsfólki Landspítalans
óeigingjarnt starf við umönnun þeirra. Jarðsett verður
í kyrrþey. Minningarathöfn verður auglýst síðar.
Pétur Reynisson Áslaug Einarsdóttir
Jón Vilberg Reynisson Guðný Ísaksdóttir
Þröstur Reynisson
barnabörn, barnabarnabörn og Bella.
Elsku bróðir okkar, mágur og frændi,
Jón Gunnar Sveinsson
Skipholti 28,
lést laugardaginn 28. mars
á krabbameinsdeild Landspítalans við
Hringbraut. Útförin fer fram í kyrrþey.
Magnea, Kristján, Hjalti, Haraldur Már, Guðrún
og aðrir aðstandendur.
Eiginmaður minn og bróðir okkar,
séra Einar Guðni Jónsson
frá Kálfafellsstað í Suðursveit,
f. 13. apríl 1941,
lést á Landspítalanum
Landakoti 4. apríl sl.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Sigrún G. Björnsdóttir, Helga J. Jónsdóttir
og Pétur Jónsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma, og langamma,
María Bæringsdóttir
Skólastíg 14a, Stykkishólmi,
lést á Sjúkrahúsinu í Stykkishólmi
þriðjudaginn 31. mars sl.
Í ljósi aðstæðna mun útför hennar fara
fram í kyrrþey. Minningarathöfn verður haldin síðar.
Þeim sem vilja heiðra minningu Maríu er bent á
Minningarkort Dvalarheimilis aldraðra í Stykkishólmi,
s. 433-8165, til stuðnings félagsstarfi eldri borgara.
Árþóra Ágústsdóttir Þorsteinn Gunnarsson
Harpa Ágústsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæri sonur, bróðir og mágur,
Sigurður Halldór Sverrisson
lést á Landspítalanum
Fossvogi 5. apríl.
Útför fer fram í kyrrþey. Starfsfólki
Landspítalans eru færðar þakkir fyrir
einstaka umönnun við erfiðar aðstæður.
Fyrir hönd aðstandenda, ættingja og vina.
María Sigurðardóttir
Sverrir Gunnarsson
Inga María Sverrisdóttir Guðfinnur Einarsson
Svanhildur Kr. Sverrisdóttir Bjarni Bjarnason
Marteinn Sverrisson Margrét Halldórsdóttir
Innilegar þakkir til allra þeirra sem
auðsýndu okkur samúð og vinarhug
vegna andláts eiginkonu minnar,
Álfheiðar Sigurgeirsdóttur
og vottuðu minningu hennar ást og
virðingu. Sérstakar þakkir fær starfsfólk
hjúkrunarheimilisins Sóltúns sem annaðist hana af
einstakri alúð í veikindum síðustu ára.
Fyrir hönd aðstandenda,
Páll Bjarnason
Hú n Ma rg rét Ma r ía Sigurðardóttir segir fegurðina guðdómlega sem við henni blasi út um glugga skrif-stofunnar á nýja vinnu-
staðnum hennar á Eskifirði, yfir fjörð-
inn og á Hólmatindinn hinum megin.
„Það var allt á kafi í snjó hér í gær, bara
gaman að kynnast því aðeins. Snjór
róar,“ segir hún jákvæð. Margrét tók við
starfi lögreglustjóra á Austurlandi nú
um mánaðamótin. Það kallar á búferla-
f lutninga af höfuðborgarsvæðinu. „Ég
kem til með að búa hér á Eskifirði eða
á Reyðarfirði, á bara eftir að finna mér
hentugt húsnæði. Er í bráðabirgðahús-
næði eins og er og bý í tveimur ferða-
töskum,“ segir hún hress.
Margrét er þekkt fyrir fyrri störf sín,
meðal annars sem framkvæmdastjóri
Jafnréttisstofu og umboðsmaður barna.
Hún starfaði eitt sumar sem sýslumaður
og lögreglustjóri á Ísafirði og hefur verið
sýslufulltrúi hjá fjórum embættum,
þá meðal annars með lögreglumálin.
„Starfsferill minn hefur falist í rekstri
ríkisstofnana,“ segir hún. „En tengist
líka mannréttindum sterkt og málefni
lögreglunnar eru þétt samofin þeim.“
Margrét er fædd og uppalin í Kópa-
vogi en kveðst hafa búið víða úti á landi,
á Húsavík, Ísafirði, Akureyri, Blönduósi
og Seyðisfirði. „Fyrrverandi maðurinn
minn var dýralæknir og fékk afleysinga-
störf hér og þar,“ útskýrir hún. „Lengst
var ég á Húsavík og þegar ég skildi f lutti
ég til Akureyrar og bjó þar í fjögur ár,
þannig að ég þekki landsbyggðina vel og
þykir einstaklega vænt um hana.“ Hún
segist líka eiga sögulegar rætur á Austur-
landi. „Foreldrar mínir f luttu á Seyðis-
fjörð þegar ég var á 17. ári og bjuggu
þar í átta ár. Mamma var sérkennari
og pabbi sýslumaður og lögreglustjóri
í Norður-Múlasýslu. Ég átti lögheimili
þar og var þar alltaf eitthvað. Langafi
minn, Ingvar Nikulásson, var prestur
á Skeggjastöðum við Bakkafjörð og afi
minn, Helgi, ólst þar upp. Hann lærði
læknisfræði og ætlaði alltaf að koma
til baka sem læknir austur á land en
fékk berkla og lífið æxlaðist þannig að
hann varð berklalæknir á Vífilsstöðum.
Þessi þrá hans austur varð samt til þess
að pabbi f lutti á Seyðisfjörð og Austur-
landið togaði í mig líka. Móðir mín lést
í nóvember síðastliðnum, börnin mín
eru uppkomin og nú fannst mér rétti
tíminn til að sækja um hér.“
Umdæmi sýslumannsins á Austur-
landi nær suður fyrir Djúpavog og
norður að Bakkafirði, að sögn Margrét-
ar. Meðal verkefna þess segir hún vera
almannavarnir og aðrar fyrirbyggjandi
aðgerðir, einnig fylgi ýmislegt ferjunni,
þegar hún sé í förum, í sambandi við
innf lutning, ferðamenn og hælisleit-
endur.“ Starfsfólk embættisins skiptir
tugum og er dreift. „Ég get ekki haldið
starfsmannafund vegna faraldursins
og ég náði heldur ekki að kveðja sam-
starfsfólkið í fyrra starfi, nema með
tölvupóstum. Þetta er ekki skemmtilegt.
Keyrði ein hingað austur, þorði ekki að
fljúga. Reyni bara að fara eftir öllu sem
mér er fyrirlagt af þríeykinu og held mig
út af fyrir mig. Svo kemur maðurinn
minn, hann er með vinnu sem hann
getur unnið eitthvað gegnum netið.
Allar þessar tæknilausnir sem við búum
yfir eru það góða við tímana núna.“
gun@frettabladid.is
Austurlandið togaði í mig
Margrét María Sigurðardóttir er nýr lögreglustjóri á Austurlandi og líst vel á. Þykir
verst að geta ekki hitt annað starfsfólk embættisins en hún verður að hlýða Víði.
„Ég þekki landsbyggðina vel og þykir einstaklega vænt um hana,“ segir Margrét.
7 . A P R Í L 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R12 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT