Fréttablaðið - 07.04.2020, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 07.04.2020, Blaðsíða 14
BMW áætlar að setja vetnisbíla á markað innan fárra ára og fyrstu bílarnir verða vetnisút- gáfur X5, X6 og X7. BMW frumsýndi Hydrogen Next tilraunabílinn á bílasýningunni í Frankfurt í fyrra en hann byggir á grunni X5. Nú hefur BMW látið meiri upplýsingar í ljós eins og að fyrstu bílanna sé að vænta á markað árið 2025. Hydrogen Next bíllinn verður þó fyrst settur í framleiðslu árið 2022 en bara í litlu magni til að byrja með. Er hugsunin með því að þróa bílinn áfram áður en fjöldaframleiðsla þeirra hefst. Tæknin sem BMW er að vinna að, er þróuð í samstarfi við Toyota og byggir meðal annars á tvinntækni þeirra. Efnarafallinn framleiðir allt að 168 hestöfl af raforku, en straumbreytir sér um að jafna álagið milli rafmótors og rafhlöðu, sem einnig fær orku frá bremsukerfinu. Bíllinn er búinn tveimur vetnistönkum sem geta borið 6 kg samtals af vetni við 700 bara þrýsting. Með því má komast langar leiðir að sögn BMW og áfylling tekur aðeins 3-4 mínútur. Kerfið er tengt fimmtu kynslóð eDrive frá BMW sem er meðal annars komið í BMW Xi3. Að sögn talsmanna BMW mun hámarksafl kerfisins vera allt að 369 hestöfl. BMW þróar næstu kynslóð vetnisbíla BMW frumsýndi vetnisknúna útgáfu X5 Next á bílasýningunni í Frankfurt í fyrra. MYND/GETTY Volkswagen Golf hefur misst forystusæti sitt í Evrópu sem mest seldi bíll álfunnar til Renault Clio samkvæmt tölum JATO Dyna- mics. Eru tölurnar miðaðar við febrúarmánuð áður en COVID-19 faraldurinn reið yfir. Báðir bílarnir eru reyndar með minni sölu milli ára en salan minnkar meira hjá Volkswagen. Skráningar á nýjum Renault Clio féllu um 4%, niður í 24.914 bíla, en þar sem skráningar á VW Golf féllu um 21% niður í 24.735 stendur Clio eftir sem mest seldi bíllinn á Evrópumarkaði í febrúar. VW Golf hefur lengi haldið þeim titli en átt- unda kynslóð hans kom á markað í desember eftir tafir vegna upp- færslu hugbúnaðar. Annar bíll sem fer upp um sæti er Fiat Panda sem fer upp í fimmta sæti. Athyglisvert er að sjá að fólksbílar verma 11 efstu sætin og mest seldi jepp- lingurinn er Peugeot 3008 með 14.175 bíla, en VW T-Roc og Nissan Qashqai koma á hæla hans með 13.886 og 13.680 bíla. 25 mest seldu bílarnir Renault Clio 24.914 -4% VW Golf 24735 -21% Peugeot 208 20.923 +7% Opel Corsa 18.406 +7% Fiat Panda 17.680 +10% Ford Focus 16.730 -10% Citroen C3 16.254 -18% VW Polo 16.181 -28% Skoda Octavia 14.853 -11% Toyota Yaris 14.488 -10% Ford Fiesta 14.239 -17% Peugeot 3008 14.175 -10% VW T-Roc 13.886 -22% Nissan Qashqai 13.680 -13% Toyota Corolla 13.564 Nýr VW Tiguan 13.403 -19% Fiat 500 13.344 +15% Renault Captur 12.905 -20% Dacia Sandero 12.541 -21% Mercedes A-lína 12.318 -1% VW T-Cross 11.610 Nýr Peugeot 2008 11.356 -20% Peugeot 308 10.715 -18% BMW 3-lína 10.629 +73% VW Passat 10.554 +54% Clio tekur fram úr Golf sem mest seldi bíllinn í Evrópu Renault Clio kom á markað í vetur og hefur nú velt Golf úr toppsætinu. Mikil sala á Íslandi er farin að vekja athygli erlendra miðla. Tesla hefur tekið fram úr Toyota sem vinsælasta merkið ef miðað er við fyrstu þrjá mánuði ársins. Einnig er rafmagn orðið vinsælasti orkugjafinn en 821 raf bíll er seldur það sem af er árinu, en dísilbílar eru næstir í röðinni með 804 nýja slíka. Af þeim eru 452 fólksbílar en rafdrifnir fólksbílar eru 801 talsins. Alls hafa 403 Tesla bílar verið skráðir í lok mars en aðeins fjórir þeirra eru ekki Model 3, tveir Model X og tveir Model S hafa verið skráðir. Það eru ótrúlegir yfirburðir eins bíls þar sem að Toyota eða Volkswagen ná ekki einu sinni Model 3 með öllum sínum vinsælu tegundum. Það sem hefur áhrif á þessar tölur er þó sú staðreynd að afhending Tesla Model 3 bíla hefur verið mikil undanfarið, en þrjár stórar sendingar eru komnar á árinu. Eru það í f lestum tilfellum bílar sem pantaðir voru í fyrra eða jafnvel hittifyrra. Skráningartölur nýrra bíla eru þó viðmiðin fyrir bílasölu ársins og því eru þessar tölur eins og þær eru, en áhugavert verður að skoða árið í heild sinni sem eflaust verður Model 3 hagstætt. Tesla Model 3 vinsælastur fyrstu þrjá mánuði ársins Þrjár stórar sendingar hafa komið af Tesla bílum í febrúar og mars og þeir fylltu vel bakkann í Sundahöfn fyrir nokkrum vikum. MYND/ANTON BRINK Vetnistæknin sem BMW er að vinna að, er þróuð í samstarfi við Toyota og byggir á tvinntækni þeirra. Suzuki útilokar ekki að fimm dyra útgáfan geti verið seld á öðrum mörkuðum. Suzuki áætlar að smíða fimm dyra Suzuki Jimny fyrir Indlands- markað segir í vefútgáfu þýska bílablaðsins Auto Motor & Sport. Maruti Suzuki er að hætta fram- leiðslu Suzuki Gipsy fyrir ind- verska markaðinn, sem var lengri útgáfa Suzuki Samurai sem margir Íslendingar þekkja. Maruti Suzuki er stærsti bíla- framleiðandi Indlands með meira en 50% markaðsins þar í landi. Framleiðsla Jimny á Indlandi mun hefjast í júní og eru þriggja dyra útgáfur aðeins fyrir útflutning. Framleiðsla fimm dyra útgáfunnar mun hefjast í lok þessa árs. Suzuki hefur aðallega horft á markaðinn á Fimm dyra Suzuki Jimny fyrir Indlandsmarkað Framleiðsla fimm dyra útgáfa Suzuki Jimny á Indlandi hefst í lok þessa árs. Volkswagen Group setti svindl- búnað í þúsundir bíla sína til að sleppa frá mengunarreglum, er niðurstaða hæstaréttardóms í Bretlandi í gær, mánudag. Dóms- málið var höfðað fyrir hönd 90.000 eiganda VW, Audi, Skoda og Seat bíla í Bretlandi. Þegar dómarinn í málinu, Justice Waksman, las upp úrskurðinn sagði hann meðal ann- ars að enginn vafi væri á að VW hefði notað svindlbúnað. „Hug- búnaður sem fær bíl til að standast mengunarpróf en virkar ekki við venjulegan akstur er af bökun á mengunarprófum og því sem ná á fram með þeim,“ sagði hann enn fremur. VW Group lýsti yfir vonbrigðum sínum með dóminn og ætlar að áfrýja. Til að eigendur bílanna fái bætur í málinu þarf að vinnast fullnaðarsigur og mál sem unnist hafa í öðrum löndum hafa þar ekki fordæmi. Volkswagen tapar dísilmáli í Bretlandi Indlandi fyrir þann bíl en útilokar ekki að bíllinn geti verið seldur á öðrum mörkuðum. Jimny hefur hingað til verið framleiddur í Japan en framleiðslukostnaður er mun hærri þar í landi. Eflaust myndu margir hérlendis fagna ódýrum fimm dyra jeppa á markað þar sem mun dýrari bílar eru allsráðandi. 2 BÍLAR 7 . A P R Í L 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.