Fréttablaðið - 07.04.2020, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 07.04.2020, Blaðsíða 19
Vegna COVID-19 ætlum við að bjóða fólki upp á að við komum og sækjum bílana. KYNNING Hjá Arctic Trucks er hægt að fá allan nauðsynlegan búnað og breytingar sem þarf til að geta kannað landið. Í ár býðst við- skiptavinum líka að fá jepp- ann sóttan og skilað á nýjum dekkjum fyrir sumarið. Hjá Arctic Trucks er hægt að fá frábæra þjónustu fyrir jeppa og allt sem þarf fyrir eftirminnilegar jeppaferðir um landið. Fyrirtækið selur meðal annars lífsstílspakka sem gera fólki kleift að kanna landið til fulls. „Við leggjum mikla áherslu á að bjóða vandaðar vörur og þess vegna höfum við selt Dick Cepek dekkin, sem flest jeppafólk þekkir vel, árum saman,“ segir Steinar Sigurðsson, sölustjóri Arctic Trucks. „Þetta eru mjög endingar- góð gæðadekk sem eru framleidd í Bandaríkjunum. Núna er tíminn til að fara yfir á sumardekk að koma og vegna COVID-19 ætlum við að bjóða fólki upp á að við komum og sækjum bílana heim til fólks eða í vinnuna og skilum þeim svo aftur á nýju dekkjunum,“ segir Steinar. „Þá skiptir ekki máli hvort það er bara um umfelgun að ræða eða hvort fólk kaupir dekk líka. Þessi þjónusta er í boði fyrir jeppa og jeppadekk, en ekki fólksbíla. Við höfum aldrei þjónustað þá.“ Stærðin skiptir máli „Svo held ég að Íslendingar séu að fara að ferðast mikið innan- lands í sumar vegna aðstæðna og við verðum með fulla búð af lífsstílspökkum, ferðavörum, toppgrindum og öllu öðru sem viðkemur ferðalögum á bílnum,“ segir Steinar. „Við vitum að fólk er að fara að breyta bílum fyrir sumarið til að njóta fallega lands- ins okkar og ég held að þetta verði Íslandsferðasumarið mikla. Það er líka löngu kominn tími til að njóta landsins okkar almennilega. En til að geta notið þess til hins ýtrasta þarftu að breyta bílnum og setja hann á stærri dekk, hvort sem það eru 33 tommur eða eitthvað stærra en það,“ segir Steinar. „Það gefur allt aðra upplifun og aukna möguleika á að skoða landið. Þá er hægt að feta slæma fjallavegi og annað á þægilegan hátt með því að hleypa úr dekkjunum, sem fer betur með bílinn og farþegum líður betur. En þá þarftu líka að eiga loftdælu til að geta pumpað aftur í dekkin. Það þarf svona aðeins að græja sig, en þá verða allir vegir færir.“ Allt til landkönnunar „Svo eru topptjöld líka rosalega vinsæl núna. Það er f ljótlegt og þægilegt að henda því upp á topp eða á pallinn á pallbíl og það fylgir stigi með, þannig að það er auðvelt að komast inn og út,“ segir Steinar. „Þetta eru 2-4 manna tjöld og þau eru bráðsniðug fyrir fólk sem er á f lakki og vill geta lagt sig, en það er ekkert alltaf tjaldandi uppi á hálendi. Ýmiss konar svona lífsstílbún- aður er mjög vinsæll hjá okkur og það sama gildir um litlar breyting- ar á bílum, þar sem þeir eru hækk- aðir um nokkrar tommur,“ segir Steinar. „Hérna hjá okkur uppi á Kletthálsi er sérfræðiþekking á þessu öllu, hér fæst allt sem þú þarft til að undirbúa jeppann fyrir ferðalög og hér er líka hægt að gera allar nauðsynlegar breytingar. Við erum líka að sjálfsögðu með í „Allir vinna“ verkefninu, sem þýðir að fólk getur fengið virðis- aukann af vinnu af öllum verkum sem kosta yfir 25 þúsund krónur endurgreiddan frá ríkinu,“ segir Steinar að lokum. Kominn tími til að njóta landsins Hjá Arctic Trucks er hægt að fá allt til að gera jeppann tilbúinn fyrir ferðalög um landið. Þar fást eingöngu gæða- vörur, eins og Dick Cepek dekkin, sem eru endingargóð amerísk gæðadekk. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTONBRINK DEKKJAÞJÓNUSTA TÍMAPANTANIR Í SÍMA 540 4900 JEPPADEKK.IS Vönduð amerísk jeppadekk sem henta frábærlega fyrir íslenskar aðstæður. Stærðir 29 - 44”. 38” radíaldekk sem hefur margsannað sig á hálendi Íslands. Arctic Trucks Ísland ehf Kletthálsi 3 110 Reykjavík Sími: 540 4900 Netfang: info@arctictrucks.is www.arctictrucks.is VIÐ SÆKJUM BÍLINN TIL ÞÍN OG SKILUM! HREINLÆTIS LEIÐBEININGUM VEGNA COVID-19 ER FYLGT BÍLAR 7 7 . A P R Í L 2 0 2 0 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.