Feykir


Feykir - 01.02.2017, Side 1

Feykir - 01.02.2017, Side 1
05 TBL 1. febrúar 2017 37. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra „ BLS. 6–7 BLS. 9 Húnaþing vestra Skipulagsmál og fleira tengt BLS. 8 Hólmfríður Sveinsdóttir hlaut Hvatningarverðlaun FKA Mikilvæg viður- kenning fyrir konur í nýsköpun Ægir Finnsson frá Hofsósi er áskorendapenninn Byrjaðu núna! BÍLAVERKSTÆÐI Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570 Við þjónustum bílinn þinn! Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla, vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun. Þessi tignarlegi haförn brá sér í bæjarferð á Blönduós á fimmtudaginn í síðustu viku. Höskuldur B. Erlingsson, lögregluvarðstjóri og áhugaljósmyndari á Blönduósi, átti leið um Hnjúkabyggð þegar hann sá örninn og fylgdi honum eftir, til að fanga hann á mynd. „Á flugi er haförninn svo tignarlegur að sjá að maður fyllist lotningu,“ segir Höskuldur um þennan konung fugl- anna. „Hjartað tók kipp og sem betur fer var myndavélin með í för. Ég fór aðeins upp fyrir bæinn og fylgdi honum eftir. Ég ók upp fyrir brekkuna og skreið fram á brúnina. Þar komst ég í návígi og náði góðum myndum með sterkri aðdráttar- linsu,“ segir hann. Höskuldur segir örninn hafa haldið áfram flugi sínu er hann varð ljósmyndarans var, en hann hafi þó náð nokkrum myndum af honum á flugi. „Það er ekki oft sem örn sést hér innanbæjar,“ segir hann. Myndir Höskuldar hafa vakið athygli og m.a. birst í Morgunblaðinu. Þar segir að hafernir hafi á síðustu misserum alloft sést á sveimi nyrðra, svo sem í Víðidal og Vatnsdal. Eru orð vísindamanna fyrir því að arnastofninn við Húnaflóa sé að styrkjast. /KSE Konungur fuglanna Haförn á sveimi í Blönduósbæ Fyrirtækið Vilko á Blönduósi hefur flutt starfsemi sína í húsnæði að Húnabraut 33 á Blönduósi, sem áður hýsti mjólkurstöðina. Sagt er frá þessu á Húnahorninu og þar kemur fram að búið sé að hreinsa allt sem minnti á mjólk og mjólkurframleiðslu út úr því húsnæði. Undanfarna mánuði hefur verið unnið að því að flytja starfsemi Vilko og Prima yfir í umrætt húsnæði, frá Ægisbraut 1. Áhaldahús Blönduósbæjar flyst nú aftur þangað. Vilko var upphaflega stofnað árið 1969 í Kópavogi en árið 1986 keypti Kaupfélag Vilko og Prima Flytja í mjólkurstöðina Húnvetninga félagið og flutti norður á Blönduós. Var starf- semin upphaflega í Votmúla en þegar það húsnæði brann flutti félagið starfsemina á Ægisbraut þar sem áður var áhaldahús Blönduósbæjar. BORGARTEIGI 5 550 SAUÐÁRKRÓKUR & 571 5455 / 899 5227 / 691 6227 Smurþjónusta – Dekkjaþjónusta – Bremsuviðgerðir Pústviðgerðir – Almenn bifreiðaþjónusta Ólafur Valgarðsson og Kári Kárason í pökkunarsalnum í hinu nýja húsnæði. MYND: HÚNAHORNIÐ

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.