Feykir


Feykir - 01.02.2017, Qupperneq 2

Feykir - 01.02.2017, Qupperneq 2
Það hefur verið ansi fróðlegt að fylgjast með umræðunni um nýskipaðan forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, en segja má að það gusti nokkuð hressilega um hásæti hans þessa dagana. Fjölmiðlar eru uppfullir af allskyns uppákomum og miður gáfulegum orðræðum hans gagnvart hinum ýmsu málefnum enda af nógu af taka. Alla kosningabaráttuna kom hann fram með undarleg kosninga- loforð, sem miðuðu að því að einangra þetta geysistóra ríkja- samband, til verndar þegnunum að sjálfsögðu. Múslimar, eins fjölbreyttur hópur og þeir eru, hafa verið gerðir tortryggilegir í augum kjósenda og nú nýverið var sú tilskipun gerð heyrin- kunnug að á næstu mánuðum fengju ríkisborgarar frá Sýrlandi, Íran, Írak, Lýbíu, Sómalíu, Súdan og Jemen ekki vegabréfaáritanir til Bandaríkjanna. Trump vill ekki þetta fólk til landsins og segir það hryðjuverkamenn og hættulegt landsmönnum. (Þess má geta í framhjáhlaupi að hryðjuverkamennirnir sem flugu þotunum á Tvíburaturnana forðum daga voru flestir frá Sádi Arabíu). Eins undarlegt og það hljómar þá snertir þessi aðgerð Trumps íslenska ríkisborgararann Meisam Rafiei, landsliðsmann í tae- kwondo en honum var meinað að sækja keppni til landsins sem Trump ætlar að gera stórkostlegt á ný (e. great again). Það sem gerði útslagið var að Rafiei er með tvöfalt ríkisfang, fæddur í Íran. Trump vill heldur ekki Mexíkóa, sem hann telur nauðgara og glæpamenn, til landsins og ætlar að reisa múr á landamærun- um. Hann vill bara fólk sem elskar Bandaríkin. Það er reyndar kaldhæðnislegt að árlega falla yfir tíuþúsund Bandaríkjamenn fyrir hendi landa sinna þar vesturfrá vegna skotvopna og yfir tuttugu þúsund enduðu líf sitt með skotvopni árið 2013. Svarið við því hvar þyrfti að taka til og lagfæra skemmt þjóðfélag, liggur í augum uppi. Taka verður til í garðinum heima! En Trump til varnar, verð ég að minnast á það að hann er einungis að reyna að hrinda kosningaloforðum sínum í fram- kvæmd. Út á þetta var hann kosinn! Páll Friðriksson, bara kátur með Guðna Th. LEIÐARI Gætum að því hvað við kjósum! Harmar seinkun á ljósleiðarasambandi Ljósleiðaravæðing í Húnavatnshreppi Stjórn Húnanets ehf. harmar þá seinkun sem hefur orðið á ljósleiðaravæðingu í Húnavatns- hreppi. Félagið sendi frá sér tilkynningu á vef Húnavatnshrepps og þar kemur fram að margir óviðráðanlegir þættir hafi valdið þessum töfum. Er vonast til að stór hluti þeirra heimila sem nú þegar eru komin með ljósleiðara inn í hús geti tengst ljósleiðarakerinu í kringum 15.–20. febrúar nk. Í tilkynningunni kemur einnig fram að tengingum á stofnlögnum ljósleiðara sé lokið á leið 1, Svínvetningabraut, Svínadalur. Jafnframt sé stefnt að því að uppsetningu húskassa verði lokið á næstu dögum á leið 1. Tengingar á stofnlögnum á ljósleiðara á leið 2, Niður-Ásar, Þing, Vatnsdalur, séu langt komnar og byrjað sé að setja upp húskassa á leið 2. Byrjað verði frá Blönduósi. Einnig segir að stefnt sé að því að klára tengingar á þeim heimilum sem eru á leið 3, Langidalur að Húnaveri, sem þegar hafa fengið ljósleiðara inn í hús í beinu framhaldi af teng- ingu á leið 2. Tengill ehf. hafi með þær tengingar að gera. Loks segir í tilkynningu Húnanets að tenging- ar og búnaður sem átti að vera klár, að sögn forstöðumanna Mílu, í símstöðinni á Blönduósi þann 3. desember síðastliðinn, hafi ekki verið settur upp og hafi Húnanet ekkert með þá seink- un að gera. Míla reikni með að þessi búnaður verði settur upp á tímabilinu 15. til 20. febrúar næstkomandi. /KSE Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdótti, kristin@feykir.is & 867 3164 Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Á Skagaströnd var landað rúmum 64 tonnum, rúmum 13 tonnum á Hofsósi og tæpum níu tonnum á Sauðárkróki. Ekki bárust aflatölur frá Hvammstanga. Alls gera þetta tæp 87 tonn á Norðurlandi vestra. Meðfylgjandi mynd tók Páll Friðriksson á sunnudaginn, þegar Dalborg EA 317 sigldi inn í smábátahöfnina á Sauðárkróki. /KSE Aflatölur 22.–28. janúar 2017 á Norðurlandi vestra Innan við 90 tonn að landi – enn er verkfall SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Guðmundur á Hópi Landb.lína 14.590 Íslandsbersi HU 113 Línutrekt 726 Jenný HU 40 Handfæri 1.770 Kambur HU 24 Landb.lína 3.564 Stella GK 23 Landb.lína 10.396 Alls á Skagaströnd 64.097 SAUÐÁRKRÓKUR Dalborg EA 317 Handfæri 526 Hafborg SK 54 Net 2.636 Óskar SK 13 Lína 1.688 Sæfari HU 212 Lína 3.534 Vinur SK 22 Handfæri 512 Alls á Sauðárkróki 8.896 HOFSÓS Ásmundur SK 123 Lína 3.314 Geisli SK 66 Lína 2.771 Skáley SK 32 Lína 7.521 Alls á Hofsósi 13.606 SKAGASTRÖND Alda HU 112 Landb. lína 12.765 Auður HU 94 Handfæri 6.685 Bergur sterki HU 17 Landb.lína 3.151 Blær HU 77 Landb. lína 1.174 Dagrún HU 121 Þorskfisknet 2.804 Dísa HU 91 Botnvarpa 4.494 Fengsæll HU 56 Landb.lína 1.978 Rafbraut um Ísland Innlegg í rafbílavæðingu Á síðasta fundi byggðarráðs Svf. Skagafjarðar var lagður fram tölvupóstur frá Vistorku ehf., þar sem tilkynnt var um afgreiðslu Orkusjóðs á umsókn félagsins um styrk fyrir hleðslu- stöðvum á Norðurlandi fyrir rafbíla. Sveitarfélagið Skagafjörður var aðili að umsókninni og verður ein hraðhleðslustöð staðsett í Varmahlíð og önnur á Sauðárkróki. Þá kom fram á sama fundi að Orkusalan, dótturfyrirtæki RARIK, ætli að gefa öllum sveitarfélögum landsins hleðslustöð fyrir rafbíla, alls um 80 talsins. Með þessu vill fyrirtækið auðvelda rafbílaeigendum að komast leiðar sinnar hringinn í kringum landið. Orkusalan hefur afhent Sveitarfélaginu Skagafirði eina hleðslustöð sem verður staðsett á Sauðárkróki í framtíðinni. Sagt var frá því í DV í gær að fyrirtækið Íslenskt eldsneyti, sem ráðgerði að setja upp rafhleðslustöð á Sauðárkróki, væri komið í þrot. Verður því ekkert af þeim framkvæmdum né bíódísilstöð sem fyrirtækið áformaði einnig að reisa á Sauðárkróki. /PF Frá Húnavatnshreppi. MYND: BÞ Málmey SK 1 veiddi mest Aflahæstu togararnir árið 2016 Vefsíðan Aflafréttir hefur tekið saman lista yfir aflahæstu togara landsins fyrir árið 2016. Skagfirski togarinn Málmey SK 1 var fengsæll og bar mestan afla allra ferskfisksveiðiskipa að landi, alls 8551 tonn í 47 löndunum. Næstu skip voru Björgvin EA 311 með 7467 tonn og Helga María AK 16 með 7454 tonn. Í ellefta sæti kemur svo Klakkur SK 5 með 5654 tonn. Hjá frystitogurunum varð Arnar HU í fimmta sæti með 8208 en efstur var Brimnes RE með 11.180 tonn. /PF Dalborg EA á leið í land sl. sunnudag. MYND: PF 2 05/2017

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.