Feykir


Feykir - 01.02.2017, Qupperneq 4

Feykir - 01.02.2017, Qupperneq 4
Guðmundur Sigurður Jóhannsson skrifar Enn af hegðunarvanda og sálarkröm meðferðarfólks Hroki og hatursáróður SÁÁ-manna og meðferðarþega þeirra í garð vímuefnaneytenda, háðsglósur og skítkast, er af þeirri stærðargráðu að lengi þarf að leita til að finna eitthvað sem kemst þar í samjöfnuð, meira að segja hér á Íslandi, landi níðskálda og mannorðs- þjófa. Og ekki bara í garð vímuefnaneytenda heldur líka allra þeirra sem ekki liggja hund- flatir fyrir firrum og hjáfræðum þessa fólks. Frægasta dæmið um hið síðarnefnda mun vera þegar talskonur Rótar- innar – Félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda – bentu á að fleiri úrræði gætu gagnast í baráttunni við áfengis- og lyfjafíkn en hið úrelta Minnesota- módel sem SÁÁ byggir allt sitt með- ferðarstarf á - og buðu í ofanálag tveimur frægum alþjóðlegum fyrir- lesurum, Stephanie Covington og Gabor Maté, til Íslands. Við þetta ætlaði allt um koll að keyra hjá SÁÁ og geta áhugasamir lesendur fræðst um við- brögðin sem þær Rótarkonur fengu úr þeim herbúðum í grein sem þær skrifuðu sér til málsvarnar og birtu á vefsíðu félagsins www.rotin.is og í vef- útgáfu Fréttablaðsins visir.is 30. júní 2016, en greinin ber hið lýsandi heiti: Hvað er að hjá SÁÁ? Þegar best lætur (eða ætti ég kannski heldur að segja þegar verst lætur!) talar þetta með- ferðarfólk niður til við- mælenda sinna sem eru á öndverðum meiði við það, með niðrandi og yfir- lætislegri góðvild og lítt dulinni vorkunnsemi, líkt og mönnum hættir til að tala við fávita sem eru að þenja sig um hluti sem þeir hafa ekki minnsta vit á, og á nákvæmlega sama hátt og evrópskir land- tökumenn töluðu niður til frumbyggj- anna í nýlendunum sem þeir höfðu sölsað undir sig, því þeir töldu þá standa á lægra menningar- og þekk- ingarstigi. Þegar fólk er á annað borð fallið ofan í þetta far, að þykjast vita allt betur en aðrir – ekki síst um það hvernig ná- unginn eigi að haga sínum málum –, er því víðsfjarri að það einskorði sig við svið áfengis og annarra vímuefna. Hitt er nær sanni að þessar slettirekur láti sér fátt mannlegt óviðkomandi. Þetta er fólkið sem spyr þig að því, hvort þú sért nógu vel klæddur, þegar þú ert að fara út í kulda. Þetta er fólkið sem spyr þig að því, hvort þú sért með farsíma til að geta látið vita af þér, ef eitthvað kæmi fyrir þig, þegar þú ert að ganga úti þér til heilsubótar á sumrin. Þetta er fólkið sem segir þér að þú eigir að fá þér bakpoka, þegar þú ert að labba heim með úttektina þína í handpokum. Þetta er fólkið sem segir þér að það gangi alls ekki að hafa þetta svona heldur verði það að vera allt öðruvísi, þegar þú ert að lýsa fyrir því þeim breytingum sem þú hefur áformað að gera á útidyrapallinum þínum. (Og þess má geta hér innan sviga, þó ekki komi þessu sjónarhorni beinlínis við, að sumt af þessu fólki getur átt það til að hringja í mann eftir andlát nákomins ættingja til að spyrjast fyrir um það, hvort hann hafi ekki notað ,,eitthvert eitur"!) Vert er að skerpa á því að hér er um að ræða fólk sem ekki hefur haft burði til að standa í lappirnar af eigin rammleik, skriðið í meðferðir, ýmist sjálfviljugt eða undir þrýstingi frá öðrum, látið tæta sálarlíf sitt sundur í smáparta og raða því síðan saman aftur með misgæfulegri útkomu, eins og dæmin sanna. Fólk með slíkan bak- grunn hefur engin minnstu efni á því að setja sig í barnapíustellingar yfir öðrum. Og svo er fyllsta ástæða til að halda því til haga, að það er ekki hægt að sýna neinum heilvita manni meiri lítilsvirðingu en þá að setja sig í stellingar til að hugsa fyrir hann á þennan hátt. Það grátbroslegasta við þetta er að öll þessi ,,ofurviska" og yfirdrifna forsjárhyggja mun sjaldnast vera sprottin af sjálfstæðri ígrundun – því fólk af þessu sauðahúsi er svo sem ekkert að flækja líf sitt að óþörfu með því að hugsa sjálfstætt – heldur virðist það vera partur af meðferðarpró- gramminu að innræta fólki að með því að taka inn á sig þá lífssýn og þær lífsforsendur sem eru predikaðar í meðferðunum, verði það öðrum hæf- ara til að gerast andlegar ljósmæður fyrir náungann. Við þekkjum öll svona fólk! Þetta er fólkið sem hefur svo gaman af því að bjóða heim til að geta haldið sýningu á því hvað það eigi fallegt heimili og hafi efni á að borða góðan mat! AÐSENT Nokkur orð frá Kvenfélagi Seyluhrepps Frá KvenfélagI Seyluhrepps Í tilefni af Degi kvenfélags- konunnar 1. febrúar langar okkur að segja nokkur orð frá Kvenfélagi Seylu- hrepps og hvað á daga okkar hefur drifið síðasta árið. Kvenfélag Seyluhrepps var stofnað 1932 og eru félagar þess 35 talsins. Markmið félagsins eru að styrkja nærumhverfið og hafa já- kvæð og uppbyggjandi áhrif á samfélagið sem við búum í. Eitt og annað hefur á daga okkar drifið á síðastliðnu ári, við höfum styrkt góð málefni í héraði, meðal annars kaup á rafknúnu hjóli á Heilbrigðis- stofnun Norðurlands vestra og kaup á meðferðarbekk fyrir endurhæfingardeild HSN ásamt fleiri styrktar- verkefnum. Síðastliðin sumur höfum við skipulagt stuttar göngu- ferðir annað hvert miðviku- dagskvöld víðsvegar um Skagafjörð og fórum við í átta slíkar göngur í fyrra- sumar. Allir eru velkomnir með í gönguferðirnar, ungir sem aldnir, karlar sem konur og hefur þátttakan verið mjög góð. Á vordögum héldum við kvenfélagskonur í óvissuferð og ákveðið var að leita ekki langt yfir skammt og heim- sóttum við galleríið hjá Sigrúnu Indriðadóttur á Stórhóli og héldum svo í Syðra-Skörðugil þar sem við fengum létta kynningu á hinum ýmsu smyrslum gerðum úr minkafitu og handtíndum íslenskum jurtum, enduðum ferðina á ljúffengum kvöldverði á Hótel Varmahlíð hjá henni Svönu Páls. Haustvaka kvenfélaganna var að þessu sinni í höndum okkar Seyluhreppskvenna og var hún haldin í Miðgarði í október, þar fengum við Arnrúnu Höllu Arnórsdóttur til að vera með smá fyrirlestur fyrir okkur um framkomu og samskipti við sjálfa sig og aðra og vorum með spjall og veitingar á eftir. Sameiginlegt jólaball kvenfélags Lýtings- staðahrepps og Seyluhrepps var haldið milli jóla og nýárs í Miðgarði þar sem dansað var í kringum jólatré og gómsætar veitingar bornar fram að hætti kvenfélags- kvenna. Árlega höldum við þrjá fundi, aðalfund, haustfund og jólafund. Auk hefðbund- inna fundastarfa blöndum við saman fræðslu og skemmtun fyrir félagskonur. Ekki má gleyma að einnig höfum við bakað nokkrar kökur, steikt fáeinar pönnukökur og hnoðað í eina og eina kleinu. Að starfa í kvenfélagi er góð skemmt- un, félagsskapur og reynsla. Þú kynnist fjölbreytilegri flóru kvenna og samfélagi sem þú annars færir á mis við. Til hamingju með daginn kvenfélagskonur. Bestu kveðjur frá Kvenfélagi Seyluhrepps Framúrskarandi fyrirtæki Í síðustu viku var formlega tilkynnt hvaða fyrirtæki hefðu komist á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki ársins 2016. Ellefu fyrirtæki á Norðurlandi vestra komust á listann sem í allt telur 642 fyrirtæki eða 1,7% fyrirtækja í landinu sem uppfylltu skilyrði til viðurkenningar. Fyrirtækin á Norðurlandi vestra eru Ámundakinn ehf. á Blönduósi, Sorphreinsun Vil- helms Harðarsonar ehf. á Skaga- strönd, Kaupfélag Skagafirðinga, Fisk Seafood ehf. á Sauðárkróki, Steinull hf. á Sauðárkróki, Vöru- miðlun ehf. á Sauðárkróki, Vinnu- vélar Símonar ehf. á Sauðárkróki, Ó.K: Gámaþjónusta – sorphirða ehf. á Sauðárkróki, Raðhús ehf. á Sauðárkróki, Friðrik Jónsson ehf. á Sauðárkróki og Steypustöð Skagafjarðar á Sauðárkróki. Helstu skilyrði sem þarf að uppfylla varða jákvæða niður- stöðu í rekstri, skilyrði um eigin- fjárstöðu og skilvísi í viðskiptum. Rétt er að nefna að þetta er vegna rekstrarársins 2015. /KSE Ellefu framúrskarandi af Norðurlandi vestra Vinnuvélar Símonar eru meðal þeirra ellefu fyrirtækja á Norðurlandi vestra sem hlutu viðurkenningu Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki 2016. MYND: RÚNAR SÍMONARSON 4 05/2017

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.