Feykir


Feykir - 22.03.2017, Blaðsíða 3

Feykir - 22.03.2017, Blaðsíða 3
Fréttir af Prjónagleði 2017 Deila, miðla, læra og fleira Textílsetur Íslands og sam- starfsaðilar munu í sumar standa fyrir hátíðinni Prjónagleði en sú hátíð var fyrst haldin á Blönduósi á seinasta ári. Prjónagleði mun fara fram helgina 9. – 11. júní í sumar en hún hefur það að markmiði að sameina reynda kennara og áhugasamt prjónafólk frá Íslandi sem og erlendis frá til þess að deila og miðla reynslu, læra eitthvað nýtt og hafa gaman. Um 15 námskeið verða í boði en frekari upplýsingar um námskeiðin má finna á heimasíðu hátíðarinnar www. prjonagledi.is. Á meðan á hátíðinni stendur verður sett upp sölusýning í íþróttahúsinu á Blönduósi, en þar verður einnig veitingasala og ýmsar uppá- komur. Hannah Kent, ástralski rithöfundurinn, sem skrifaði metsölubókina Náðarstund, verður með fyrirlestur um Agnesi Magnúsdóttur og örlög hennar. Hannah mun koma fram á opnunarhátíð Prjónagleði sem fram fer föstudagskvöldið 9. júní kl. 20:00 í Félagsheimilinu á Blönduósi. Prjónagjörningurinn OWN YOUR OWN TIME VI mun fara fram á hátíðinni en í gjörn- ingnum sem tekur eina klukkustund mun stór hópur prjónafólks hittast og eiga einstaka stund saman. Lykilinn að prjónagjörningnum er að þvinga tímann til að aðlaga sig að líkamstaktinum. Skráning er efst á heimasíðu Prjónagleðinnar. Á laugardagskvöldinu verður hátíðarkvöldverður í Félags- heimilinu á Blönduósi, þriggja rétta kvöldverður með áherslu á hráefni úr heimabyggð. Björk Jakobsdóttir, leikkona og skemmtikraftur verður veislu- stjóri. Frekari upplýsingar og skráning á hátíðina má nálgast á www.prjonagledi.is eða á www.knittingfestival.is. Einnig eru veittar upplýsingar á netfanginu skrifstofa@tsb.is eða í síma 452-4030 á skrif- stofutíma. /Fréttatilkynning AÐSENT Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Ert þú frumkvöðlakona? Ertu með hugmynd sem þig langar að framkvæma? Vinnumálastofnun stýrir Evrópuverkefninu FREE en markmið þess er að efla frumkvöðlakonur á landsbyggðinni og hvetja þær til dáða í sínum verkefnum. Segja má að verkefnið sé áframhald Female verkefnisins sem Vinnumálastofnun stýrði, en það var einnig fræðsluverk- efni fyrir konur með staðbundnum námskeiðum. Í því verkefni kom í ljós að konur á landsbyggðinni hafa oft ekki tök á því að ferðast um langan veg til að taka þátt í námskeiðum og kjósa að hafa aðgang að fræðslu í gegnum netið. Því var ákveðið að sækja um styrk fyrir öðru verkefni sem myndi þá einblína á þarfir frumkvöðlakvenna á lands- byggðinni. Rannsóknir sýna einmitt að það sem helst skortir á landsbyggðinni er aðgangur að efni á netinu en einnig telja konur mikilvægt að hittast og mynda tengsl. Verkefnið er sam- starfsverkefni sex aðila frá fimm lönd- um, en auk Vinnu- málastofnunar á Íslandi tekur Byggða- stofnun þátt ásamt aðilum frá Bretlandi, Búlgaríu, Króatíu og Litháen. Hvernig ætlum við að efla konur til dáða? Verkefnið skiptist í þrjá þætti: Í fyrsta lagi verður boðið upp á netnám í þáttum sem viðkoma hugmyndavinnu og rekstri fyrirtækja. Má þar nefna stefnumótun, útflutning, vöru- þróun, markaðssetningu, kennslu í notkun samfélags- miðla, netsölu og fjármál. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um netnámið en verið er að leggja síðustu hönd á námsefnið. Mun það verða aðgengilegt í gegnum Moodle námskerfið á heimasíðu verk- efnisins. Hér er tengill á umsóknina: http://ruralwomeninbusiness. eu/is/fraedsla-a-netinu/ Í öðru lagi þá verða settir upp hæfnihringir á netinu, þar sem þátttakendum gefst kostur á að hitta aðrar konur í sömu stöðu og ræða þar málefni sem á þeim brenna. Notast verður við „Google hangout“ kerfið sem er gjaldfrjálst og krefst eingöngu þess að G-mail aðgangur sé til staðar hjá þátttakanda. Einnig verður hægt að nálgast gagn- virkar æfingar í persónulegri hæfni á heimasíðu verkefnisins. Í þriðja lagi hafa verið sett upp tengslanet kvenna á þeim þremur stöðum sem einblínt er á en það eru Vestfirðir, Norður- land vestra og Austurland. Íbúaþróun hefur verið neikvæð á þessum svæðum og enn- fremur sýna rannsóknir að konum fækkar meira á þessum svæðum en körlum. Tengslanetið byggir á hug- myndafræði frá Bretlandi, en þar hafa tengslanet kvenna í dreifbýli verið starfrækt í nokkurn tíma í gegnum WIRE verkefnið. Hugmyndafræðin byggir á þátttöku og að deila upplýsingum og þekkingu þeirra sem taka þátt og þannig efla færni og hæfni. Hluti af verkefninu var fræðsla um hugmyndafræðina fyrir þá tengslanetsleiðtoga sem stýra tengslanetinu á hverjum stað. Taktu þátt! Hér á Norðurlandi vestra hefur tengslanetið verið stofnað og var fyrsti fundur þess haldinn á Sauðárkróki í nóvember. Lilja Gunnlaugsdóttir og Kristín Sigurrós Einarsdóttir leiða tengslanetið á svæðinu og munu þær skipuleggja þá fundi sem fyrirhugaðir eru. Sett hefur verið upp síða á Facebook þar sem konur á Norðurlandi vestra geta tekið þátt í tengslanetinu og haft áhrif á hvað á að fjalla um þar og má nálgast hópinn hér https://www.facebook.com/ groups/535681759960177/ Einnig bendum við á heimasíðu verkefnisins en þar má finna nánari upplýsingar um verkefnið og aðra sam- starfsaðila www. ruralwomeninbusiness.eu Annar fundur tengslanetsins verður á Hótel Varmahlið fimmtudaginn 23. mars kl. 17:30 en þá munum við kynna verkefnið og starfið framundan. Við bjóðum allar áhugasamar konur velkomnar! Hafðu samband! Tengiliður verkefnisins á Norð- urlandi vestra er Anna Lea Gestsdóttir hjá Byggðastofnun en verkefnastjóri er Ásdís Guðmundsdóttir, starfsmaður Atvinnumála kvenna og veita þær allar nánari upplýsingar um verkefnið. anna.byggdastofnun.is asdis.gudmundsdottir@vmst.is Er styrkur í þér? UPPBYGGINGARSJÓÐUR NV Seinni úthlutun 2017 • Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar ATVINNU- OG NÝSKÖPUNARSJÓÐUR NV Seinni úthlutun 2017 • Styrkir til nýsköpunar og atvinnuþróunar fyrir 35 ára og yngri UMSÓKNAREYÐUBLÖÐ Umsóknareyðublöð og önnur gögn fyrir báða sjóðina er að finna á heimasíðu SSNV > www.ssnv.is AÐSTOÐ OG UPPLÝSINGAR Allar nánari upplýsingar veita starfsmenn SSNV atvinnuþróunar UMSÓKNARFRESTUR ER TIL OG MEÐ 10. APRÍL 2017 NÝTT! 12/2017 3

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.