Feykir


Feykir - 22.03.2017, Blaðsíða 7

Feykir - 22.03.2017, Blaðsíða 7
150 g smjör 4 egg 600 ml stífþeyttur rjómi Aðferð: Byrjið á því að bræða gróft saxað Toblerone og smjör yfir vatnsbaði. Þegar súkkulaðiblandan er slétt og fín er hún tekin af hitanum. Eggjunum bætt út í, einu í einu og hrært vel á milli. Síðan er súkkulaðiblöndunni hellt varlega saman við stífþeyttan rjómann og að lokum er blöndunni skipt niður í 8-12 glös/skálar. Kælið í lágmark 3 klst. Það getur svo verið gaman að skreyta þetta með smá þeyttum rjóma og berjum eða súkkulaðispænum. RÉTTUR 3 Kornflexmarengs Marengs: 220 g sykur 4 eggjahvítur (stór egg) 2½ bolli Kornflex 1 tsk lyftiduft Fylling: 5 dl rjómi Nóg af Nóa kropp Karamellukrem: 4 eggjarauður 4 msk flórsykur 100 g Pipp súkkulaði með bananakremi 2 msk rjómi eða mjólk Aðferð: Ofn hitaður í 120 gráður við blástur. Eggjahvítur, lyftiduft og sykur er stífþeytt. Þá er kornflexi bætt varlega út í marengsinn með sleikju. Marengsinum er skipt í tvennt og hann mótaður í tvo jafnstóra hringi á sitthvora plötuna. Því næst er slétt jafnt úr honum með sleikju eða spaða. Þá er marengsinn bakaður í 120°C í heitum ofni í u.þ.b. 50 – 60 mínútur. Rjóminn er þeyttur, Nóa kroppinu er bætt út í rjómann og sett á milli. Eggjarauður og flórsykur þeytt vel saman. Pippið er sett í skál ásamt 2 msk af rjóma eða mjólk og brætt yfir vatnsbaði. Eggjarauðu- og flórsykurblöndunni er svo blandað út í súkkulaðið. Kreminu er því næst dreift yfir marengs- tertuna Verði ykkur að góðu! KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU: Ásta, Tinna, Lóa og Sunna. Sudoku FEYKIFÍN AFÞREYING Krossgáta Vísnagátur Sigurðar Varðar Margir fara á svona fund. Fylgir nafni á hrafni. Syngur dýrð með sumarlund. Sólin öðru nafni. Feykir spyr... Hvert er besta Júróvisionlag allra tíma? Spurt á Facebook UMSJÓN palli@feykir.is „Ég er ekki mikill júrómaður og verð að viðurkenna að heilu keppnirnar fara framhjá mér án þess að ég taki mikið eftir þeim. En það eru samt nokkur lög sem ég held upp á. När vindarna viskar mitt namn, söngvarinn, Roger Pontare, af samískum ættum. Alltaf haldið upp á þetta lag og hlusta stundum á það. Samsuða af iðnaðarrokk/diskó/ Júrópoppi og svo er júróhækkunin þarna auðvitað.“ Halldór Þormar Halldórsson Finna skal kvenmannsnafn úr hverri línu. Svör neðst á síðunni. Ótrúlegt en kannski satt... Nýlega heyrðust þær ásakanir úr Ameríkunni vestra að Dónaldur Trumpur hefði sakað Bárek Óbama um að hafa hlerað síma sinn í nýafstöðnum forsetakosningum. Þá sagði WikiLeaks frá því fyrir stuttu að CIA notaði margvísleg snjalltæki til að hlera fólk. Ótrúlegt, en kannski satt, þá er bannað að hlera eigin símtöl í Illinois í Bandaríkjunum. Þrír gómsætir eftirréttir MATGÆÐINGAR VIKUNNAR UMSJÓN frida@feykir.is Ólöf hefur orðið: „Ég ætla að byrja á því að þakka Ingu Skag- fjörð fyrir að koma mér í þessa klípu, ég þurfti að leggja höfuðið í bleyti til að koma mér í þessi skrif. Ég ætla ekki hefðbundnu leiðina og koma með forrétt, aðalrétt og eftirrétt heldur ætla ég að gefa ykkur þrjár uppskriftir af uppáhalds eftirréttunum mínum. Þessar gómsætu uppskriftir er tilvalið að hafa í veislum, hitting eða bara einn góðan sunnudag. Vonandi munuð þið njóta góðs af þeim. Annars erum við ansi hefðbundin fjölskylda, maður, kona og tvær litla prinsessur sem elska að láta dekra við sig. Við höfum gaman af því að njóta tímans með fjölskyldunni okkar og vinum og lifa lífinu. Okkur langar að skora á Sæunni Kristínu Jakobsdóttir og Birgi Smára Sigurðsson, þau hafa örugglega eitthvað gott í poka- horninu handa ykkur kæru lesendur.“ Ólöf Ösp Sverrisdóttir og Snorri Geir Snorrason á Sauðárkróki eru matgæðingar Feykis Tilvitnun vikunnar Svartsýnismaður er einstaklingur sem hefur þurft að hlusta á alltof marga bjartsýnismenn. – Don Marquis RÉTTUR 1 Frönsk súkkulaðikaka Botn: 2 dl sykur 200 g smjör 200 g suðusúkkulaði 1 dl hveiti 4 stk egg Súkkulaðikrem: 150 g suðusúkkulaði 70 g smjör 2-3 msk síróp Aðferð - botn: Þeytið eggin og sykurinn vel saman. Bræðið smjörið og súkkulaðið saman við vægan hita í potti. Blandið hveitinu saman við eggin og sykurinn. Bætið bráðnu súkkulaðinu og smjörinu að lokum varlega út í deigið. Bakið í vel smurðu tertuformi (ath. ekki lausbotna) við 170°C í 30 mínútur. Aðferð – krem: Látið allt saman í pott og bræðið saman við vægan hita. Kælið bráðina svolítið og berið hana síðan á kökuna þegar hún hefur kólnað. Kakan á að vera blaut í miðjunni. Gott er að bera kökuna fram með rjóma eða ís og berjum, til dæmis jarðarberjum, hindberj- um eða bláberjum. RÉTTUR 2 Toblerone súkkulaðimús 500 g Toblerone súkkulaði (gróft saxað) „Minn hinsti dans.“ Jóel Þór Árnason „Besta Júróvisjónlag allra tíma hlýtur að vera hið sænska Fanget av en stormvind með hinni kraftmiklu Carola. Frábær söngkona og ótrúlega grípandi lag sem nánast krefst þess að vindvélar séu staðalbúnaður á hverju heimili. Ég er nokkuð viss um að þetta hafi verið lagið sem máði "rewind" merkið af takkanum á gamla myndbandstækinu heima hjá afa og ömmu, algjörlega ógleymanleg æskuminning Júrónördsins.“ Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir Ólöf Ösp og Snorri Geir með dæturnar tvær. MYND: DAVÍÐ MÁR „Í keppninni er það lagið sem ekki vann Gente di mare, ítölsk snilld.“ Eva Hjörtína Ólafsdóttir 12/2017 7

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.