Feykir


Feykir - 04.10.2017, Page 2

Feykir - 04.10.2017, Page 2
Þessa dagana hamast menn við að setja saman framboðslista þeirra flokka sem ætla sér í kosn- ingaslaginn og málefnin fara að rata til kjósenda líka. Einhverjir eru þegar byrjaðir með loforðin og gagn- rýni á fyrrverandi ríkisstjórnir. Gamlar fréttir eru m.a. dregnar fram í dagsljósið ýmist til að ýta undir ágæti viðkomandi eða sverta andstæðinginn og þykir alveg sjálfsagt. Það sem alltaf kemur upp í umræðum, og það eðlilega, eru heilbrigðismálin. Þau eru sá málaflokkur sem ku vera hvað erfiðastur við að eiga og, að því er virðist, ætíð fjárvana. Ég heyrði umræður um daginn í einhverjum miðli þar sem þeirri spurningu var varpað fram af hverju málin væru svona þar sem forfeður og -mæður okkar gátu byggt upp heilbrigðiskerfi og rekið það með sóma. Auðvitað var það mikið verkefni og stórt en tímarnir eru ólíkir og kröfurnar í dag langtum meiri en gerðist fyrir hálfri öld, hvað þá fyrr. Heilbrigðikerfið virðist mér vera botnlaus hít sem endalaust væri hægt að dæla peningum í enda óþrjótandi möguleikar að vinna bug á alls kyns meinum. Sérfræðingahlutinn er líka ein hliðin sem skekkir samanburðinn um tímana tvenna. Hver hefur ekki heyrt sögur af lækninum sem fór ríðandi um allar sveitir vopnaður alls kyns tólum og reyndi hvað hann gat til að lina þjáningar fólks jafnvel dró skemmdar tennur úr fólki í bakaleiðinni og af því það hafði haft spurnir af ferðum hans. Eða bílstjóra læknisins sem notaður var til að aðstoðar þegar svæfa þurfti sjúkling. Þetta voru sérfræðingar þess tíma og gerðu hvað þeir gátu. Þessir tímar eru liðnir og nú þarf að reiða sig á hina ýmsu sérfræðinga sem vita meira í dag en þeir gerðu í gær. Þessi vitneskja er dýr og lækningin sömuleiðis og við erum löngu komin frá þeim stað að hægt verði að hafa heilbrigðiskerfið alveg ókeypis. En við gerum kröfu um að kerfið virki fyrir landsmenn og að kostnaðurinn sé sanngjarn og dragi okkur ekki út á guð og gaddinn ef við veikjumst. Kæri tilvonandi heilbrigðisráðherra. Gangi þér allt í haginn. Páll Friðriksson, ritstjóri. LEIÐARI Botnlausa hítin Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Hlaupið og safnað fyrir Jökul Mána Króksbrautarhlaup Hið árlega Króksbrautarhlaup fór fram sl. laugardag þar sem þátttakendur fá far fram á Sauðárkróksbraut, mislangt, og hlaupa, ganga eða hjóla til baka og enda við Sundlaug Sauðárkróks. Hlaupið er einnig styrktarhlaup og var safnað fyrir hinn unga Jökul Mána. Að sögn Árna Stefánssonar, skokkstjóra Sauðárkróks, tókst hlaupið mjög vel, veðrið frábært og allir glaðir en þátttakendur voru um 60 og lögðu samtals 1100 km að baki. Árni er ánægður með hvernig söfnunin tókst til og vonar að féð komi fjölskyldu Jökuls Mána vel. Fjölskyldan er nú stödd í Svíþjóð þar sem Jökull Máni gengst undir hjartaaðgerð. „Ég vil þakka öllum sem tóku þátt, og öllum fyrirtækjum sem styrktu söfnunina. Skagfirð- ingabúð fyrir ávaxtasalatið, Suðurleiðum fyrir rútuferðina fram á Brautina, og sveitarfélaginu fyrir sundlaugina,“ segir Árni. /PF Í síðustu viku var 1.332.754 kílóum landað á Norðurlandi vestra. Munaði þar mest um rækjufarm sem norska flutningaskipið Silver Fjord kom með til Sauðárkróks. Þar var alls landað 1.099.706 kílóum úr 12 skipum og bátum. Á Skagaströnd bárust rúm 193 tonn á land með 20 bátum, á Hofsósi rúm 34 tonn af fjórum bátum og á Hvammstanga landaði Harpan fimm og hálfu tonni. /FE Aflatölur á Norðurlandi vestra 24. – 30. september 2017 Tæplega 1,1 milljón kg landað á Króknum SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG HVAMMSTANGI Harpa HU 4 Dragnót 5.574 Alls á Hvammstanga 5.574 SKAGASTRÖND Auður HU 94 Handfæri 1.733 Álfur SH 414 Landbeitt lína 8.707 Daðey GK 777 Línutrekt 21.869 Dagrún HU 121 Þorskfiskinet 964 Dísa HU 91 Handfæri 1.365 Dúddi Gísla GK 48 Lína 18.226 Fengsæll HU 56 Handfæri 315 Guðmundur á Hópi HU 203Lína 14.206 Hafrún HU 12 Dragnót 25.214 Húni HU 62 Handfæri 2.329 Kambur HU 24 Handfæri 744 Kári SH 78 Landbeitt lína 4.079 Kristinn SH 812 Landbeitt lína 20.512 Maggi Jóns HU 70 Handfæri 1.987 Magnús HU 23 Handfæri 2.606 Mýrarfell SU 136 Handfæri 2.102 Onni HU 36 Dragnót 31.457 Ólafur Magnússon HU 54 Þorskfiskinet 477 Stella GK 23 Landbeitt lína 18.426 Háþrýstiþvær götuna Kattþrifinn húseigandi Hann Aðalsteinn J. Maríusson, múrarameistari á Sauðarkróki, tekur sig til tvisvar á ári og þvær götuna fyrir framan heimili sitt í Víðihlíðinni á Sauðarkróki með háþrýstidælu. Segir hann ekki veita af þar sem götusópurinn nái ekki öllu þegar hann er á ferðinni. Aðalsteinn segir að nágranni hans hafi yfirleitt tekið þátt í þvottinum með honum en ekki getað það að þessu sinni. Gatan sem um ræðir er syðsti botnlanginn í Víðihlíðinni og íbúar hans njóta góðs af snyrtimennsku Aðalsteins. Hann segist ekki hafa beðið fólk um að taka þátt en hann vill samt hvetja alla til þess að athuga með nærumhverfi sitt, tína rusl, þrífa götur og hafa snyrtilegt í kringum sig. Einkum vill hann benda fólki á að keyra bílum ekki upp á grasflatir sem eru meðfram götum þar sem þær skemmast við það og fara í svað. Telur hann það vera of algengt Særif SH 25 Landbeitt lína 15.857 Alls á Skagaströnd 193.175 SAUÐÁRKRÓKUR Dagur SK 17 Rækjuvarpa 12.522 Fannar SK 11 Handfæri 2.848 Fjölnir GK 157 Lína 99.252 Gammur SK 12 Þorskfiskinet 2.480 Hafborg SK 54 Þorskfiskinet 6.051 Klakkur SK 5 Botnvarpa 106.620 Málmey SK 1 Botnvarpa 136.013 Már SK 90 Handfæri 1.497 Óskar SK 13 Handfæri 830 Sighvatur GK 57 Lína 67.485 Silver Fjord (3FWE9PA999 Rækjuvarpa 661.916 Sæfari HU 212 Landbeitt lína 2.192 Alls á Sauðárkróki 1.099.706 HOFSÓS Ásmundur SK 123 Landbeitt lína 4.559 Geisli SK 66 Línutrekt 2.642 Þorgrímur SK 27 Landbeitt lína 3.087 Þorleifur EA 88 Dragnót 24.011 Alls á Hofsósi 34.299 Starfsfólk Byggðastofnunar lét sig ekki vanta í hlaupið en þarna eru þau Magnús Helgason, Ingibjörg M. Valgeirsdóttir, Sigríður Þorgrímsdóttir, Guðbjörg Sigurbjörnsdóttir, Einar Hreinsson, Snorri Björn Sigurðsson og Kristján Halldórsson MYND: GUÐBJ. SIGURBJ. í Hlíðarhverfinu. Feykir tekur undir með Aðal- steini og hvetur alla til að fara út með slöngu, kúst og skóflu og gera fínt. /PF Aðalsteinn með háþrýstidæluna sem hjálpar til við að halda götunni hreinni. MYND: PF 2 37/2017

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.