Feykir


Feykir - 04.10.2017, Side 3

Feykir - 04.10.2017, Side 3
Hnjúkabyggð 33 I 540 Blönduósi I Sími 455 4700 Blönduósbær w w w.blonduos. is Íbúafundur um verndarsvæði í byggð - Gamli bærinn á Blönduósi Gamli bæjarhlutinn á Blönduósi (innan ár) á sér langa sögu, sem varðveitt er í gömlum húsakosti og heildstæðu svipmóti byggðarinnar. Fæstir þéttbýlisstaðir á Íslandi geta státað af slíkum bæjarkjarna og því er mikilvægt að varðveisla hans og uppbygging takist vel til. Slíkt gæti falið í sér fjölbreytt tækifæri fyrir íbúa á Blönduósi og styrkt bæjarfélagið í heild sinni. Árið 2015 tóku gildi sérstök lög um verndarsvæði í byggð, en markmið laganna er að stuðla að verndun svæða sem talin eru hafa menningarsögulegt gildi. Samkvæmt lögunum ber sveitarstjórnum landsins að meta „hvort innan sveitarfélagsins sé byggð, sem hafi slíkt gildi“ og hvort ástæða sé til að útbúa tillögu til ráðherra um að hún verði gerð að verndarsvæði í byggð. Í samræmi við þetta fól sveitarstjórn Blönduósbæjar TGJ - Teiknistofu Guðrúnar Jónsdóttur að taka saman tillögu og greinargerð til ráðherra um að gamli bæjarkjarninn á Blönduósi verði gerður að verndarsvæði í byggð. Miðvikudaginn 11. október kl. 17:00 er því boðað til almenns íbúafundar í Félagsheimilinu á Blönduósi þar sem fulltrúar TGJ munu kynna verkefnið og ræða málin við íbúa og aðra hlutaðeigandi aðila. Allir sem áhuga hafa á verkefninu eru hvattir til að mæta. Skipulags, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar og TGJ ehf. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna Alþingiskosninga laugardaginn 28. október 2017 Umdæmi sýslumannsins á Norðurlandi vestra Greiða má atkvæði utan kjörfundar í skrifstofum embættisins frá og með 20. sept. 2017, sem hér segir: • Blönduósi, aðalskrifstofu, Hnjúkabyggð 33, Blönduósi, virka daga, kl. 10:00 til kl. 15:00 • Sauðárkróki, sýsluskrifstofu, Suðurgötu 1, Sauðárkróki, virka daga, kl. 10:00 til kl. 15:00 Á öðrum stöðum fer utankjörfundaratkvæðagreiðsla fram sem hér segir í samráði við viðkomandi hreppsstjóra: • Hvammstanga, hjá Helenu Halldórsdóttur, skipuðum hreppsstjóra, s-893-9328, Skrifstofu sveitarfélagsins Húnaþing vestra, Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga. • Sveitarfélaginu Skagaströnd, hjá Lárusi Ægi Guðmundssyni, skipuðum hreppsstjóra, s-864-7444: a. Einbúastíg 2, 545 Skagaströnd b. Hólabraut 24, 545 Skagaströnd • Sveitarfélaginu Skagafirði, hjá Ásdísi Garðarsdóttur, skipuðum hreppsstjóra, s- 848-8328, Kirkjugötu 19, 565 Hofsósi. Fimmtudagana 19. og 26. október nk. verður opið til kl. 19:00 í aðalskrifstofunni á Blönduósi og sýsluskrifstofunni á Sauðárkróki. Á kjördag verða aðalskrifstofan á Blönduósi og sýsluskrifstofan á Sauðárkróki opnar frá kl. 16:00 til 18:00. Ósk um atkvæðagreiðslu í heimahúsi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar skal hafa borist sýslumanni á sérstöku eyðublaði eigi síðar en kl. 16:00, þriðjudaginn 24. október 2017. Kosið verður á sjúkrahúsum og dvalarheimilum aldraða samkvæmt nánari ákvörðun sýslumanns á hverjum stað í samráði við viðkomandi forstöðumenn. Það skal tekið sérstaklega fram að hægt er að kjósa utan kjörfundar hjá öllum sýslumannsembættum landsins. Blönduósi, 2. október 2017 ____________________________ Bjarni Stefánsson, sýslumaður Í nokkra mánuði hefur mikil tímabundin verðlækkun sauðfjárafurða legið fyrir. Ástæða lækkunarinnar er einkum vegna gengisþróunar og tímabund- innar lokunar á mörkuðum erlendis. Samtök bænda hafa átt í viðræðum við stjórnvöld um lausnir og í því sambandi lagt fram margvís- legar hugmyndir. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar með landbúnaðarráðherra í fararbroddi hefur því miður dregið lappirnar og ítrekað kemur í ljós skilningsleysi gagnvart stöðu landsbyggðar- innar. Tillögurnar sem stjórn- völd kynntu virtust einungis snúast um að fækka bændum og koma til móts við þá sem ætla að bregða búi en lítill vilji virtist vera til að styrkja stöðu þeirra sem ætla að halda áfram. Þetta er röng hugsun og er til þess fallin að veikja landsbyggðina til lengri tíma litið. Það hefur komið vel fram hversu mikilvægt er að ráð- herra landbúnaðarmála hafi skilning á byggðamálum. Hvernig stóð á því að Viðreisn fékk ráðuneyti landbúnaðar- mála? Var það vegna mikils skilnings á byggðamálum eða var það vegna pólitísks sam- komulags um að landbúnað- inum skyldi fórnað fyrir ráð- herrastóla? Ef sú er raunin þá er það mikið ábyrgðarleysi gangvart bændum, fjölskyld- um þeirra og einstökum byggðalögum sem byggja á sauðfjárrækt. Þeirri óvissu sem þessi ríkisstjórn hefur boðað er sem betur fer að ljúka og mikilvægt að við taki stöðug- leiki og festa fyrir þau byggða- lög sem byggja afkomu sína á landbúnaði. Framsókn leggur áherslu á að ráðist verði strax í aðgerðir fyrir sauðfjárbændur að af- loknum kosningum. Þar verði lögð sérstök áhersla á að horfa til framtíðar í stað þess að brjóta niður greinina. Helstu áherslur eiga að vera eftir- farandi: - Framsókn vill hætta við að greiða bændum sérstaklega fyrir að bregða búi eða slátra fullorðnu fé. Það á ekki að vera meginmarkmið stjórnvalda að fækka bændum um 20%. - Framsókn vill að samþykkt verði aukafjár- veiting til að vega upp tímabundna tekjuskerðingu bænda vegna sláturstíðar í haust. - Framsókn vill styðja með bein- um hætti við áætlanir bænda um sameiginlega markaðssetningu dilkakjöts á er- lendum mörkuðum undir merkinu „Icelandic lamb“. - Framsókn vill að unnið verði að lagabreytingum til að ná fram sveiflujöfnun birgða á innanlandsmarkaði. - Framsókn vill að Byggða- stofnun verði falið að fara yfir lánamál sauðfjárbænda til að koma í veg fyrir brottfall vegna tímabundinna skuldavand- ræða. Atriðin sem talin eru hér að ofan eru ekki tæmandi en eru forgangsmál til að leysa stöðu sauðfjárbænda. Íslendingar vilja öfluga sauðfjárrækt og stuðningur við bændur er mikill í íslensku samfélagi eins og fram hefur komið síðustu mánuði. Nærri 30 sveitarfélög hafa sent frá sér ályktanir vegna stöðu sauðfjárbænda og margir aðrir hafa tjáð áhyggjur sínar af stöðunni. Sauðfjár- ræktin gegnir ekki einungis því hlutverki að framleiða matvæli heldur er hún víða undirstaða byggðar. Öflug sauðfjárrækt er því öflugasta byggðaaðgerðin á mörgum svæðum. Það er ljóst að sauðfjárrækt sem og önnur innlend mat- vælaframleiðsla á mikil sóknarfæri og það er mikilvægt að tímabundin vandræði komi ekki í veg fyrir að menn horfi til framtíðar. Framsóknar- flokkurinn mun standa með landbúnaði og innlendri mat- vælaframleiðslu að afloknum næstu alþingiskosningum. Ásmundur Einar Daðason. Sækist eftir 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í NV Kjördæmi AÐSENT : Ásmundur Einar Daðason skrifar Sauðfjárrækt – Aðgerðir til eflingar 37/2017 3

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.