Feykir


Feykir - 04.10.2017, Side 6

Feykir - 04.10.2017, Side 6
Sunna Ósk Þorvaldsdóttir er fædd og uppalin á Sauðárkróki en flutti suður á bóginn eftir grunnskólann til að læra hönnun í Tækniskólanum. Í vor lauk hún Umhverfis- skipulagsbraut frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri, en það er BSc. nám í landslagsarkitektúr og skipulagsfræði, og í haust byrjaði hún svo í MA í iðnhönnun í Designskolen Kolding, Danmörku. Lokaverkefni Sunnu á Hvanneyri var tillaga að miðbæjargarði á Flæðunum á Sauðárkróki en þar hefur fólk haft ýmsar hugmyndir um nýtingu svæðisins í gegn um tíðina. Í dag eru Flæðarnar notaðar sem tjaldsvæði en hugmyndir hafa einnig verið uppi um að reisa þar hótel. Feykir fékk Sunnu til að segja frá verkefni sínu og hug- myndum um skemmt- ilega hannað útivistar- svæði. Þegar Sunna er spurð að því hvernig hafi staðið á því að hún valdi að vinna með Flæðarnar á Sauðárkróki sem lokaverkefni, segir hún hafa viljað gera eitthvað sem hún þekkti enda mikil vinna sem fer í það að gera BSc lokaverkefni. „Ég vildi fjalla um viðfangsefni sem stæði mér nærri og er raunsætt til að hafa drifkraftinn í að gera almennilegt verkefni sem myndi vera einhvers virði. Fyrir mér er þetta svæði fullkomið fyrir garð og hefur alltaf verið, enda á ég minningar af því sem útivistarsvæði. Sú staðreynd að það sé verið að spá í að staðsetja þar hótel í stað garðs finnst mér persónulega galið. Í tillögunni er að finna rökstuðning fyrir VIÐTAL Páll Friðriksson gildi samfélags með miðbæjar- garði á Flæðunum ásamt ítar- legum greiningum á svæðinu.“ Hún segist hafa merkt ákveðin tímamót í samfélaginu með umræðunni um hótel á Flæðunum en að sú fram- kvæmd yrði stórt skref í að útrýma tækifæri til að upphefja sögu og menningu fyrri tíma og styrkingu miðbæjarmynd- arinnar. „Eins og heildarhugmynd tillögunnar er byggð á ágrein- ingi um örlög Flæðanna, þ.e. hvort að þar eigi að vera bygg- ingar-efnishyggja eða garður- hughyggja, þá mun framtíð Flæðanna annaðhvort tákna „sigur“ eða yfirhönd efnis- hyggjunnar eða hughyggjunnar fyrir mér. Nú eða vera í biðstöðu eins og er búið að vera undanfarna áratugi.“ Endalausir möguleikar Sunna segist, sem brottflutt- ur Sauðkrækingur, stundum hugsa um það hvort hún eigi einhvern tímann eftir að flytja aftur í heimabæinn og þá skipti máli hvernig innviðirnir eru. „Ég fæ á tilfinninguna að það sé ekki mikið verið að velta fyrir sér innviðum og gæðum bæjar- lífsins, heldur meira hvernig bærinn lítur út á við. Breyttur hugsunarháttur gæti haft mikil áhrif um hvort að maður eigi eftir að flytja heim,“ segir hún. Hvaða afþreyingu skyldi Sunna sjá fyrir sér sem fólk gæti stundað í garðinum? „Ég sé fyrir mér að það sé haldið upp á helstu hátíðardaga bæjarins og hægt sé að halda ýmis leikjanámskeið á opna svæðinu við sundlaugina þar eins og var áður. Eins og kemur fram í tillögunni hef ég áhuga á að auka líffræðilega fjölbreytni í gróðri og dýralífi eins og með blágrænum yfirborðslausnum þar sem yfirborðsvatn af nærliggjandi bílastæðum er leitt í tjörn á Flæðunum. Hægt væri að koma í garðinn til að upplifa náttúruna, hlusta á fuglasöng, gefa fuglunum brauð við tjörnina, skauta, grilla, skoða tegundarík tré og runna, fara í lautarferð eftir heimsókn í nýuppgerðu sund- laugina eða grípa bók af bóksafninu og lesa hana í garðinum. Tillagan býður íbú- um upp á óformlega eða formlega fundi við aðra.“ Sunna segir möguleikana endalausa en það sem vanti sé grundvöllurinn fyrir þá. Vinsældir garða fari mikið eftir Sunna Ósk Þorvaldsdóttir hefur sett fram hugmynd um miðbæjargarð á Flæðunum á Sauðárkróki Garður sem yrði prýði og stolt bæjarins Lokaverkefni Sunnu heitir Flæðarnar á Sauðárkróki. Tillaga að miðbæjargarði og hægt að nálgast á slóðinni https://skemman.is/handle/1946/28005. http://hdl.handle.net/1946/28005 Í samantekt ritgerðarinnar segir: Markmiðið með þessu verkefni er að sýna fram á að Flæðarnar á Sauðárkróki er tilvalin staðsetning fyrir miðbæjargarð sem gæti styrkt gamla miðbæinn, verið vettvangur fyrir sameiginlegar athafnir íbúa og stuðlað að betri lýðheilsu þeirra. Flæðarnar er grasflöt í hjarta bæjarins og það hefur verið mikill ágreiningur í gegnum tíðina um hvort að þar eigi að vera byggingar eða garður og hefur hún því staðið auð áratugum saman. Til að rökstyðja tillöguna er stuðst við ýmis gögn eins og Life Between Buildings eftir Jan Gehl um hvað gerir miðbæi lífvænlega, hugmyndafræði Patrik Grahn um grunniðkanir í görðum, Image of the City eftir Kevin Lynch fyrir svæðisgreiningu, aðalskipulag Skagafjarðar, gildandi deiliskipulag fyrir Flæðarnar og fleiri. Einnig voru gerðar fjölbreyttar greiningar til að komast að eiginleikum og göllum svæðisins sem er grunnurinn að hönnunarforsendum og byggist hönnunartillaga á þeim. Heildarhugmynd (e. concept) garðsins er byggð á ágreiningnum um örlög hans, þ.e. hvort að þar eigi að vera byggingar-efnishyggja eða garður-hughyggja og útfært á svipaða vegu og endurreisnargarðurinn Villa Lante, þar sem tíminn er táknaður með því að í byrjun garðs er hann manngerður og stílfærður en verður villtari eftir því sem lengra er komið. Á sama hátt er garðurinn á Flæðunum manngerður-efnishyggja út frá Bankahúsi en verður villtari-hughyggja þegar nær kemur sundlauginni. Gildi þess að gera miðbæjargarð á Flæðunum væri mikið fyrir samfélagið á Sauðárkróki þar sem það myndi ýta undir fleiri iðkanir íbúa, auka götulíf, bæta aðgang allra að grænum svæðum, bæta lýðheilsu íbúa og styrkja miðbæinn. 6 37/2017

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.