Feykir


Feykir - 04.10.2017, Page 7

Feykir - 04.10.2017, Page 7
fjölda mögulegra grunniðkana í honum. Hún segir góðan bæ vera þar sem hægt er að dvelja og njóta félagslegra athafna, fjölbreyttrar menningar, við- burða og samskipta. „Gildi miðbæjargarðs fyrir Sauðárkrók væri mikið. Hann myndi ýta undir fleiri iðkanir íbúa og meira götulíf, vera prýði og stolt bæjarins. Hann myndi bæta lýðheilsu íbúa, bæta aðgang allra að grænu svæði og síðast en ekki síst gera miðbæinn að sterkari heild. Flæðarnar eru nú þegar almenningsgarður bæjarins í hjarta bæjarbúa en þetta er ekki garður, þetta er grasflöt og kominn er tími til að taka endanlega ákvörðun um starf- semi þar.“ Aðspurð um hvort hug- myndinni verði komið frekar á framfæri segist Sunna nú þegar hafa sent formlegt bréf til Skipulags- og byggingarnefndar með tillögunni og fengið góð viðbrögð en spurningin sé hvað verður úr því. Garður fyrir alla Eitt af því sem Sunna uppgötvaði í verkefninu var það að helstu útivistarsvæði Sauðárkróks eru ekki aðgengi- leg öllum, eins og t.d. hreyfi- hömluðu fólki. Hún segir aðgang allra íbúa að miðbæjar- garði vera mjög mikilvægan fyrir lýðheilsu fólks sem og samfélagið í heild sinni. Ekki megi líta framhjá því í skipu- lagsgerð og horfa aðeins á kostnaðinn, því á endanum borgi það sig margfalt tilbaka. „Hvort sem það verði eitthvað úr þessari tillögu eður ei, vekur það vonandi fólk til umhugs- unar og að það fari að horfa á sitt nærumhverfi með gagn- rýnum augum. Hver sem örlög Flæðanna verða í framtíðinni verður ákvörðunin allavega tekin með íbúum meðvitaðri um möguleikana.“ Sunnu Ósk er, eins og mörgum Króksurum, umhugað um skipulag Flæðanna. Örninn er hugverk Sunnu en hann mun færast til eftir streng, eftir því hvernig vindar blása – ýmist er hann ofan á Ráðhúsinu eða í hreiðri í Nöfunum.. Verum snjöll verZlum heima „MIG VANTAR SMIÐ!“ SKYNSEMI, SAMKENND OG JÁKVÆÐNI. ÞESS VEGNA VERSLA ÉG Í HEIMABYGGÐ. N Ý P R E N T E H F / M Y N D : H É R A Ð S S K JA LA S A F N S K A G F IR Ð IN G A / LJÓ S M Y N D A R I: K R IS T JÁ N C . M A G N Ú S S O N Gangstétt sem minnir á hvar Sauðáin rann áður. Engin undanþága hjá ráðherra Urðun sláturúrgangs Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að urðunarstaðurinn Stekkjarvík í Austur- Húnavatnssýslu hygðist óska eftir undanþágu á starfsleyfi frá Umhverfisstofnun þar sem sláturúrgangur hafi aukist mikið. Því séu líkur á að þeir fari yfir leyfilegt magn úrgangs til urðunar í ár en staðurinn hefur leyfi til að urða allt að 21.000 tonn árlega. Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, leggst gegn því að veita undanþágu frá gildandi starfsleyfi þar sem það leysi ekki þann vanda sem við er að etja því ljóst sé að sama vandamál mun koma upp aftur næsta haust ef fram heldur sem horfir. /FE 37/2017 7

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.