Feykir


Feykir - 05.12.2017, Síða 10

Feykir - 05.12.2017, Síða 10
Ljós tendruð og meira til Jólin nálgast óðfluga LJÓS TENDRUÐ Á KIRKJUTORGI: Jólasveinarnir mættir á svæðið og allt í upplausn. MYNDIR: ÓAB Það var góður dagur á laugardaginn (ef frá er skilinn ósanngjarn sigur Júnæted á Arsenal). Á Króknum stóð mikið til og margt um manninn. Rótarýmenn voru með árlegt jólahlaðborð fyrir alla, sveitarfélagið bauð í köku af tilefni 70 ára afmælis kaup- staðarréttinda Króksins og ljós voru tendruð á skagfirska trénu á Kirkjutorginu. Og að sjálf- sögðu var húllumhæ um alla Aðalgötu og víðar. Hér fylgja nokkrar myndir. /ÓAB Verum snjöll verZlum heima Vissir þú...? Að kaupa jólagjafir og annað til jólanna hér heima er stuðningur við samfélagið okkar. Við getum öll haft áhrif til betri jóla. Margir frumkvöðlar og sjálfstætt starfandi bjóða handverk sitt til jólagjafa og leggja sig fram eins og kostur er. Fyrirtækin eru til staðar fyrir okkur öll, bæði um hátíðir og aðra daga. Gjafir, matur og drykkur er allt fáanlegt heima hjá okkur. Njótum þess besta og jólahátíðarinnar saman. Þannig njótum við öll gleðilegra jóla. N ÝPR EN T EH F / M YN D : Ú R EIN KASAFN I Barnakór Varmahlíðarskóla söng jólalög af mikilli list. Jólasveinarnir og allir dönsuðu í kringum skagfirska jólatréð. Hljómsveit Stebba Gísla mætti á svið ásamt Pálma Gunn og Sigurlaugu Vordísi. Kústurinn hennar Grýlu í bakgrunni? Fjöldatölur voru nokkuð á reiki en skotið var á 500 manns. Ingunn Sig og Róbert bakari á spjalli. FRÁ JÓLAHLAÐBORÐI RÓTARÝKLÚBSINS: Að sjálfsögðu var kaffi á könnunni og ómissandi Makkintoss-molar fyrir þá sem þráðu eitthvað sætt í kaupbæti. Stefán Vagn Stefánsson hafði orð á því við Bjarna Har að Bjarni hefði fengið sér grænar baunir. Bjarni var ekki lengi að kveikja og bað um bláar baunir að ári. 10 46/2017

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.