Feykir


Feykir - 14.02.2018, Blaðsíða 12

Feykir - 14.02.2018, Blaðsíða 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 07 TBL 14. febrúar 2018 38. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Steinköld söng Valdís og sigraði Söngkeppni Nemendafélags FNVvestra Föstudagskvöldið 9. febrúar sl. var söngkeppni Nemendafélags FNV haldin á sal skólans og var mæting ágæt – þétt setinn salurinn. Stofnuð var sérstök hljómsveit, „skólahljómsveit“, til að annast undirleik á kvöldinu, en hana skipuðu: Jóhann Daði Gíslason, Magnús Björn Jóhannsson, Sæþór Már Hinriksson og Silja Rún Friðriksdóttir. Niðurstaðan varð sú að í þriðja sæti lenti Sæþór Már Hinriksson með lagið „Murr – Murr“, í öðru sæti varð Malen Áskelsdóttir með lagið „ If I ain‘t got you“ og í fyrsta sæti varð Valdís Valbjörnsdóttir með lagið „Stone cold“. Sjá nánar á Feyki.is /PF Kennarar rétt mörðu 10. bekkinga Íþróttadagur Árskóla Íþróttahátíð Árskóla var haldin í gær með pompi og prakt. Að venju mættu krakkarnir í sína heima- stofu samkvæmt stundaskrá og græjuðu sig fyrir daginn. Hefð er fyrir því að hver bekkur hafi sitt sérkenni sem búið er að ákveða með fyrirvara. Skemmst er frá því að segja að hátíðin tókst vel og ekki að sjá annað en allir hafi skemmt sér vel. Hápunktur hátíðarinnar var körfu- boltaleikur milli 10. bekkinga og kennara Árskóla. Eftir fjörugan leik fór svo að kennarar höfðu betur með tvo meistaraflokksmenn innanborðs, þá Pétur Rúnar og Björgvin Hafþór, og reyndan lands- Það var líf og fjör í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í gær er Feykir leit við. MYNDIR: PF liðsmann, Kára Marísson sem þjálfara. Dómari leiksins var Israel Martin og stóð hann sig með miklum sóma. Valin atriði úr leiknum má sjá í vídeói á Feyki.is. /PF Valdís Valbjörnsdóttir flytur sigurlagið „Stone Cold“. MYND: EYVÖR PÁLSDÓTTIR HEIMILI NORÐURSINS ATVINNULÍFSSÝNING DAGANA 5.–6. MAÍ 2018 Atvinnulífssýning og 20 ára afmæli Sveitarfélagsins Skagafjarðar Ákveðið hefur verið að halda atvinnulífssýningu í íþróttahúsinu á Sauðárkróki dagana 5.–6. maí nk. Sýningin verður með sama sniði og fyrri sýningar en sú síðasta var haldin árið 2014. Samhliða sýningunni verður haldið upp á 20 ára afmæli Sveitarfélagsins Skagafjarðar en í ár eru 20 ár liðin síðan 11 sveitarfélög í Skagafirði sameinuðust í eitt. Sýningin verður opin á laugardegi frá kl. 10–17 og sunnudegi frá kl. 10–16. Aðgangur að sýningunni verður ókeypis. Nánari upplýsingar verða birtar á næstu dögum á www.skagafjordur.is. TAKIÐ DAGANA FRÁ! Viða r Þó r Ás tvald sson Sölu stjór i Suð urlan d Sím i: 48 0 13 06 Gsm : 86 3 19 71 Netf ang: vida r@o lis.is GLÆSIBÆR GUESTHOUSE 551 Skagafjordur, Iceland Host: Ragnheidur Erla Björnsdóttir & Friðrik Stefánsson Tel. 00354 892 5530 E-mail: ragnheidur.bjorns@gmail.com Dæli Guesthouse Kristinn Rúnar Víglundsson Manager Tel: 0354 865 6074 l E-mail: daeli@daeli.is l w ww.daeli.is 531 Hvammstangi l Iceland Sigríð ur Ká radót tir FRAM KVÆM DAST JÓRI / MA NAG ER Borg armý ri 5, 5 50 Sa udár krók i, Ice land Tel: + 354 4 53 51 2 802 5 Fax: +354 453 5626 www .suta rinn. is gesta stofa @sut arinn .is :: s igga @sut arinn .is GISTING HESTALEIGAHESTAFERÐIR Elvar Einarsson & Fjóla Viktorsdóttir Syðra Skörðugil, 560 Varmahlíð, Iceland Tel: +354 893 8140 / +354 897 0611 info@sydraskordugil.is www.sydraskordugil.is HORSEBACK RIDING & ACCOMMODATION FYRIRTÆKI OG FERÐAÞJÓNUSTUAÐILAR tilboð á nafnspjaldaprenti H Ö N N U N P R E N T U N S K I L T A G E R Ð Borgarflöt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is H Ö N N U N P R E N T N S K I L T A G E R Ð Borgarflöt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.