Feykir


Feykir - 14.02.2018, Blaðsíða 1

Feykir - 14.02.2018, Blaðsíða 1
07 TBL 14. febrúar 2018 38. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BLS. 6–7 BLS. 10 Bjarki Arnarson býr í Kína „Væri alveg til í að komast í saltað hrossakjöt og hákarl“ BLS. 4 Silla í Húnabúðinni tekin tali „Ég hef aldrei skilið að það sé leiðinlegt að vera í þjónustustarfi“ Ljóðasamkeppni grunnskólanna í Kópavogi Skagfirðingar í fyrstu þremur Holræsa- og stífluþjónusta Bjóðum alhliða lagnahreinsun og lagnamyndun Leitið nánari upplýsinga í síma 452 2958. Sími 452 2958 | Oddagata 18 | 545 Skagaströnd | gamar.is | vilhelm@gamar.is Við þjónustum bílinn þinn! Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570 Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða- menn með áralanga reynslu. Þú hringir í síma 540 2700 Nýttu þér netverslun Skoðaðu vöruúrvalið á lya.is Það er ómögulegt að ráða í það hvað hefur farið í gegnum hugann hjá smyrlinum sem horfði haukfránum augum í myndavélarlinsuna hjá Róberti Daníel Jónssyni á Blönduósi sl. laugardag. Fuglinn sat á grein við Vallarbrautina á Blönduósi og skimaði líklega eftir smáfuglum í gogginn. Róbert Daníel segist heppinn að hafa náð svo góðri mynd af fuglinum þar sem hann hafi ekkert verið að stilla sér neitt sérstaklega upp. „Oftast hefur þú þrjár sekúndur til að ná skotinu, þeir eru oftast styggir. Ég sá hann bara uppi í tré á horninu á Vallarbraut og Húnabraut, var á bíl sem ég renndi eins nálægt og hægt var og heppnin var með mér. Ég náði skotinu á þeim 2-3 sekúndum sem ég fékk.“ Róbert segist fara oft í svona bíltúra til að finna ránfugla við Blönduós og er orðinn Algengasti íslenski ránfuglinn spókaði sig á Blönduósi Hefur þrjár sekúndur til að ná skotinu Róberti Daníel Jónsson hafði heppnina með sér er hann myndaði smyril í ætisleit MYND: RÓBERT DANÍEL JÓNSSON nokkuð fundvís á þá. Stundum kemur líka fyrir að hann fái ábendingu um fugla þó það sé sjaldnast þannig. Á Fuglavefnum segir að smyrillinn sé algengasti íslenski ránfuglinn, líkur fálka en mun minni. Fuglar eru aðalfæða smyrilsins, frá þúfutittlingum og upp í dúfur, en þó aðallega smáfuglar, bæði fullorðnir og ungar. Tekur einnig hagamýs. Smyrillinn er lipur og harðfylginn veiðifugl sem flýgur hratt yfir móa og grundir og þreytir oft bráð sína með því að elta hana. Vængjatökin eru hröð og flugið létt, hann svífur sjaldan og hnitar lítið. Ýmist sjást fuglarnir stakir eða í pörum. Smyrill er að mestu farfugl. Meiri- hluti stofnsins hefur vetursetu á Bret- landseyjum og í Vestur-Evrópu, fáeinir fuglar hafa vetursetu hér og sjást víða um land, helst við þéttbýli. /PF Fólki bjargað úr ófærðinni Óveður á Norðurlandi Í gærmorgun voru Björgunarsveitirnar Húnar og Blanda kallaðar út til að aðstoða fólk er lenti í vandræðum milli Hvammstanga og Blönduóss en mikið óveður geisaði er lægð fór yfir landið. Húnar vilja minna á það að þegar tíðarfarið er ekki alveg upp á það besta ætti fólk að skoða veðurspár og færð á vegum áður en haldið er í ferðalög. /PF

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.