Feykir


Feykir - 19.09.2018, Blaðsíða 2

Feykir - 19.09.2018, Blaðsíða 2
Ég sá um daginn að einhverjir Facebookvinir mínir höfðu póstað hneykslun sinni á þáttarstjórnanda í Samfélaginu á Rás eitt á RÚV, sem hafði farið á sláturhús og rætt við einhverja innanhúss-menn þar. Ég heyrði ekki við-talið sjálfur en stjórnandinn, „kona á besta aldri“, afsakaði sig í sama þætti daginn eftir, sagði frá mistökum sínum og þeim viðbrögðum sem þau höfðu kallað fram hjá fólki. Hafði hún séð umræðuna á Facebook og fengið ófáar sendingar til sín í rafrænu formi. Í þættinum viðurkenndi hún vankunnáttu sína gagnvart slátrun almennt og ýmsu sem henni tengist. Þar sagðist hún m.a. hafa uppgötvað það að fólk sem ynni við slátrun hefði sérstök starfsheiti eins og fláningamenn, eða réttara fláningsmenn (hún nefndi ekki hæklara, innanúrtökumenn né matsmenn svo einhverjir aðrir séu nefndir). Þetta voru ný fræði fyrir hana og einkar áhugaverð og þeir flá lömbin en hamfletta ekki. Við sem höfum unnið á sláturhúsi getum gert grín að þessu og fundist viðkomandi algjör vitleysingur að vita þetta ekki eða yfir höfuð ekki vita neitt um slátrun þar sem flestir Íslendingar hafa einhvern tímann á sinni lífsleið komið nærri þeirri vinnu, annað hvort á sláturhúsum eða í heimaslátrun í sveitinni. En stöldrum nú aðeins við. Þeir eru kannski ekki margir áratugirnir síðan bændur og búalið flykktust í bæinn til að taka þátt í sláturtíðinni og viðhéldu kunnáttu sinni í fræðunum. Unga fólkið sem ekki fór í framhaldsskóla fjölmennti líka í sláturhúsin og fékk sinn skerf í menningunni. En þetta er liðin tíð. Nú eru sláturhúsin mönnuð erlendum slátrurum en örfáir Íslendingar sjást þar innan um. Þekkingin er hætt að berast á milli kynslóða, nema kannski í undantekninga- tilfellum í sveitinni, og hún á eftir að minnka enn meir, eftir því sem sauðfjárbændum fækkar. Ég er ekki viss um að margir unglingar í dag hafi verið viðstaddir slátrun og kunna þar af leiðandi ekki einhver orð eða heiti henni tengdri. Ég man sjálfur eftir því þegar mér var sagt ungum að taka hjartað úr gollurshúsinu. „Hvaða andskotans hús er það,“ hugsaði ég þá. Ég veit það núna af því að mér var sagt það. Páll Friðriksson, ritstjóri LEIÐARI Af hamflettingu lambaskrokka Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Sjö skip og bátar lönduðu á Sauðárkróki í síðustu viku og var samanlagður afli þeirra rúmt 551 tonn. Af þeim var Málmey SK 1 aflahæst með tæp 184 tonn. Einn bátur landaði á Hofsósi 965 kílóum og á Skagaströnd landaði 21 bátur rúmum 234 tonnum, Kristinn SH 812 var þeirra aflahæstur með 52 tonn. Heildarafli vikunnar á Norðurlandi vestra var 786.648 kíló. /FE Aflatölur 9. – 15. september 2018 á Norðurlandi vestra Málmey með 184 tonn SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKAGASTRÖND Alda HU 112 Lína 23.522 Blíðfari HU 52 Handfæri 1.767 Blær HU 77 Landbeitt ína 1.209 Bogga í Vík HU 6 Handfæri 937 Daðey GK 777 Lína 25.187 Dísa HU 91 Handfæri 1.182 Dóra ST 225 Handfæri 815 Dúddi Gísla GK 48 Lína 13.130 Fengsæll HU 56 Handfæri 1.110 Garpur HU 58 Handfæri 774 Guðbjörg GK 666 Lína 42.780 Guðmundur á Hópi HU 203 Lína 18.334 Hafrún HU 12 Dragnót 3.933 Hulda GK 17 Lína 10.429 Kópur HU 118 Handfæri 928 Kristinn SH 812 Landbeitt lína 52.090 Magnús HU 23 Landbeitt lína 8.955 Óli á Stað GK 99 Lína 6.346 Rán GK 91 Landbeitt lína 7.350 Sævík GK 757 Lína 11.479 Sæunn HU 30 Handfæri 2.265 Alls á Skagaströnd 234.522 SAUÐÁRKRÓKUR Drangey SK 2 Botnvarpa 168.300 Fjölnir GK 157 Lína 83.381 Hafey SK 10 Handfæri 1.325 Kristín GK 457 Lína 70.935 Málmey SK 1 Botnvarpa 183.666 Onni HU 36 Dragnót 18.355 Sigurborg SH 12 Rækjuvarpa 25.199 Alls á Sauðárkróki 551.161 HOFSÓS Skotta SK 138 Handfæri 965 Alls á Hofsósi 965 Riða greinist í Skagafirði Staðfest á bænum Vallanesi Riðuveiki hefur verið staðfest á bænum Vallanesi í Skagafirði. Síðast greindist riða á þessu svæði árið 2016 á bæjunum Brautarholti og Stóru-Gröf ytri. Matvælastofnun vinnur nú að öflun upplýsinga og undirbúningi aðgerða. Á heimasíðu MAST kemur fram að riðan hafi greinst í sýni úr kind frá bænum þar sem nú eru um 370 fjár. Sýnið var tekið samkvæmt skimunaráætlun Matvælastofnunar við slátrun í sláturhúsi. Átta önnur slátur- húsasýni frá búinu voru einnig rannsökuð í sömu sendingu og reyndust neikvæð. Ekki hafði orðið vart neinna sjúkdómsein- kenna eða óeðlilegra affalla. Sýnin voru rannsökuð á Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum. Mikill fjöldi sýna verður tekinn við komandi haustslátrun og rannsökuð með tilliti til skimunar á riðu. Búið er í Húna- og Skagahólfi og í því hólfi hefur riðuveiki komið upp á 20 búum á undanförnum 20 árum en á þessu búi greindist veikin síðast árið 2007. Riðuveiki hefur komið upp á mörgum bæjum kringum Varmahlíð í gegnum tíðina og um þekkt riðusvæði er að ræða. Héraðsdýralæknir vinnur nú að öflun faraldsfræðilegra upplýsinga og úttektar á búinu til að meta umfang aðgerða við förgun fjár, þrif og sótthreinsun. Því næst fer málið í hefðbundið ferli hvað varðar gerð samnings um niðurskurð. /PF Frjálsa kótelettufélagið Fagnar fjögurra ára afmæli Í Austur-Húnavatnssýslu starfar félagsskap- urinn Frjálsa kótelettufélagið og mun það fagna fjögurra ára afmæli þann 26. september næstkomandi. Félagið hefur á þessum árum verið mjög öflugt og hefur haldið um 20 kótelettukvöld í Eyvindarstofu á Blönduósi við miklar vinsældir. Húni.is segir frá því að til standi að halda eitt slíkt laugardagskvöldið 29. september klukkan 19:30 og hafa margir skráð sig til þátttöku nú þegar. Kóteletturnar sem bornar verða fram koma sem áður frá SAH-Afurðum Blönduósi og segir í frétt Húna.is að Björn Þór og félagar hjá B&S muni nota sömu aðferðir og sambærilegt meðlæti og húnvetnskar ömmur notuðu við undirbúning og eldamennsku hér á árum áður. Veislustjóri á kótelettukvöldi verður Vilhjálmur Egilsson, rektor háskólans á Bifröst, fyrrverandi þingmaður Sjálf- stæðisflokksins á Norðurlandi vestra. Fjöldasöng- stjóri verður Þórhallur Barðason. /FE Verndarsvæði í byggð Íbúafundur á Hofsósi Á mánudaginn var haldinn íbúafundur í Höfðaborg á Hofsósi um verndarsvæði í byggð. Farið var yfir stöðu verkefnisins og í framhaldi óskað eftir hugmyndum, umræðu og ábendingum varðandi það. Ekki var fjölmennt en óskað hafði verið eftir því að íbúar legðu sitt af mörkum til að móta verkefnið svo svæðið megi þróast í sátt við íbúa og umhverfi. Lög um verndarsvæði í byggð voru sett árið 2015 og byggist verkefnið á þeim. Tilgangur laganna er að stuðla að verndun einstakra bæjar- hluta í kaupstöðum og bæjum landsins með það að markmiði að vernda menningarsögulegt og listrænt gildi einstakra bæjarhluta um ókomna tíð ásamt því að bæta umhverfið og auka aðdráttarafl hverfa og bæjarhluta. /FE 2 35/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.