Feykir


Feykir - 19.09.2018, Blaðsíða 10

Feykir - 19.09.2018, Blaðsíða 10
Kæru foreldrar barna í yngri flokkum Tindastóls! Að eiga barn í yngri flokkum er ábyrgðarhlutverk. Með því að skrá barn í yngri flokka skuldbindur maður sig til þess að taka þátt í barna- og unglingastarfi félagsins. Flestir líta á þá skuldbindingu sem gleðiefni enda fátt meira gefandi en að eyða tíma í börnin sín. Um leið vil ég auðvitað taka fram að ég geri mér grein fyrir að við höfum misjafnlega mikinn tíma og tækifæri til þess að eyða með börnum okkar. AÐSENT Jón Stefán Jónsson framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Tindastóls skrifar Þarf heilt þorp til að ala upp barn Matartími á Króksmóti. Foreldrar hafa verið mjög duglegir að benda á hvað má betur fara í starfinu og er það vel en nú ætla ég að fá að koma með ábendingar til baka. Ég hef setið á mér að segja þessa hluti því margir hafa sagt að fólk yrði ósátt með það. En ég tel svo ekki vera, til hvers að vera ósáttur með eitthvað ef við erum bara að ræða hvernig við getum bætt félagið okkar ? Ég lít allavega svo á að ég sé ekki með neinn reiðilestur, heldur ábendingar og hugmyndir til að fá fólk með okkur í lið. Neðangreind skrif skyldi því ekki telja sem neitt annað en góðfúslegar ábendingar/hugmyndir til að efla okkur öll. Í sumar hafa leikir frestast og leikir verið gefnir vegna manneklu af ýmsum orsökum. Þar má telja að 3. flokkur kvenna dró sig úr Íslandsmóti um miðjan júlí. Auk þess stefnir allt í að nú á síðustu metrunum muni 3. flokkur karla ekki ná að klára Íslandsmótið, þar sem þeir þurfa að gefa sinn annan leik í sumar v/manneklu. Það að gefa tvo leiki þýðir að liðið segir sig sjálfkrafa úr mótinu. Ef allt er talið gætu viðurlög við því kostað félagið, og þar með foreldra, í kringum 2.000.000 kr. fyrir 3. flokk karla og við það bætast um 250.000 kr fyrir 3. flokk kvenna. Hverju er um að kenna? Fullt af atriðum en fyrst og fremst því að þessir flokkar eru fámennir og brothættir. Væru þeir fjölmennari og áhugi þeirra sem í þeim eru almennt meiri með betra utanumhaldi félags og foreldra í gegnum tíðina? Svarið er já, árangur og fjöldi helst í takt við góða umgjörð. Alls ekki skyldi svo skilja að hér sé verið að hnýta í 3. flokkana eða þá sem að þessu standa umfram aðra, þessi mál hins vegar ættu að vera okkur víti til varnaðar. Starfið í endurskoðun Þeir sem að unglingastarfinu standa vita vel að víða hefur verið pottur brotinn í umsjón og skipulagi yngri flokka. Allt okkar starf er einmitt nú í mikilli endurskoðun og mun ég velta hverjum einasta steini til þess að laga þá hluti sem aflaga fóru í sumar. Ég vil hins vegar vera grimmur og benda á að það er ekki síður foreldra en þjálfara að hlutir eins og utanumhald flokka séu í lagi. Í flokkum eiga að vera starfrækt foreldraráð en á fundum sl. hausts gekk lítið að manna þau. Þjálfarinn einn getur ein- faldlega ekki séð um að halda utan um þá hluti sem snúa að skipulagningu ferða, félagslega þættinum og svo mætti telja. Ef leikur er framundan um helgi er fullkomlega eðlilegt að foreldrar/foreldraráð sé á tánum og fari að ræða skipulag ferðarinnar a.m.k. viku fyrr. Það er nefnilega ekkert sem segir að það sé einvörðungu þjálfarans/ félagsins að skipuleggja hvernig börnum sé komið í leiki og mót. Sjálfur hef ég farið í mjög margar keppnisferðir á vegum Þórs, Hauka og Vals og í undantekningatilvikum hef ég þurft að skipuleggja þessar ferðir einn, þessi verkefni hafa verið á höndum foreldra/ foreldraráða/nefnda. Sem dæmi mætti hér nefna að ef einhver yngri flokkur á að fara austur og spila tvo leiki á Egilsstöðum þá myndi foreldraráð þess flokks hittast og skipuleggja ferðina. Svo hafa samband við framkvæmdastjóra sem myndi sjá um að panta hluti eins og rútu og gistingu skv. ábendingum foreldraráðs. Enginn er að fara fram á að foreldraráðin sjái um praktísku hliðina, heldur leggi hlutina einfaldlega upp svo skipulagshlutinn sé í lagi. Nestismál eru svo t.d. annar hluti sem foreldrar/foreldraráð gætu skipulagt sameiginlega og með því sparað stórar fjárhæðir. Félagið okkar verður aldrei öflugt án góðs barnastarfs og foreldrar eru ekki bara mikilvægur, heldur nauðsyn- legur hluti af því. Sjálfdautt innan fimm ára án foreldrastarfs Án foreldrastarfs ætla ég að spá því að þetta verði sjálfdautt innan fárra ára. Þetta er (og kannski því miður) ekki bara eins og hver önnur þjónusta sem maður kaupir. Þetta er ódýr þjónusta sem þarf að borga fyrir og leggja svo töluvert af mörkum líka, sannkallað samfélagsverkefni. Mig langar að benda á að í sumar náði meistaraflokkur kvenna og 2. flokkur kvenna mjög góðum árangri í sínum mótum eftir fremur magurt gengi árið á undan. Hvað breyttist? Fyrst og fremst utanumhaldið. Stelpurnar höfðu í kringum sig feykilega öflugt kvennaráð sem munaði ekki bara miklu, heldur hreinlega öllu fyrir þær. Það skilaði sér inn á völlinn. Þær yndislegu manneskjur sem að kvennaráðinu standa hreinlega eiga í það minnsta helminginn af þeim árangri sem náðst hefur. Einnig vil ég tiltaka það frábæra fólk sem kom og hjálpaði okkur við mót sumars- ins, það hefðu alveg mátt vera fleiri en þeir sem komu unnu hreinlega ómetanlegt starf og verður seint full þakkað. Loks má nefna að karlaráð sem stofnað var í kringum meistaraflokk karla hefur staðið sig frábærlega. Snúum bökum saman Að lokum, kæru Tindastóls- menn, langar mig að tala beint út og segja frá hjartanu að foreldrastarfi félagsins hefur að mínu mati verið verulega ábótavant. Er foreldrum einvörðungu að kenna? Nei alls ekki! Foreldrar finna ekki á sér hvenær þeirra er þörf. Við, sem að innra starfi deildarinnar störfum, verðum að gera betur í því að virkja fólk. En... hins vegar er líka mikilvægt að fólk hugsi nú jákvætt til okkar og starfsins. Til að mynda er ekkert leyndarmál að við eigum eftir að manna nokkrar þjálfarastöður, en það er mannekla eða kannski frekar sagt þjálfaraekla í bænum. Þjálfararnir okkar eru sumir hverjir hreinlega útbrunnir af vinnu. Við höfum sl. ár og vikur og daga tapað góðu fólki. En nú skulum við spyrna við fótum og gera þetta spennandi! Vilt þú þjálfa og fá smá borgað fyrir? Vilt þú dæma og fá smá borgað fyrir? Vilt þú læra þetta og fara á námskeið sem félagið greiðir? Endilega hafðu samband við okkur!. Vilt þú vera í foreldraráði nýs flokks fyrir næsta vetur? Viltu hjálpa til í sjálfboðavinnu á leikjum meistara og/eða yngri flokka? HÉR ER ÁKALLIÐ!!! Hafðu samband!! Nú skulum við snúa bökum saman og leyfa þessu yndislega félagi að verða það sem það getur orðið, sem er að verða fyrirmynd annarra félaga með gríðarlega öflugu barna- og unglingastarfi sem svo skilar sér í meistaraflokka og öflugri félagsmönnum. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn! ÁFRAM TINDASTÓLL! Með bestu kveðju, Jónsi framkvæmdastjóri Tindastóls. Frá Landsbankamótinu fyrr í sumar. MYNDIR: ÓAB 10 35/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.