Bæjarbót - 05.01.1989, Blaðsíða 5
Janúar 1989
Bæjarbót, óháð fréttablað 5
Veitingastaðurinn í Báruhúsinu:
„Ölkráarstemming og veitingar
með austurlenskum hætti
— undirbúningur er í fullum gangi —
Nú er sólbaðsstofan Sólin
hætt rekstri og undirbúningur
ölstofunnar, sem Árni Björn
Björnsson hyggst reka, í þeim
hluta húsnæðis Bárunnar, sem
Solin hafði, erí fullum gangi.
Að sögn Árna Björns var
ákveðið að kaupa hönnunar
hugmynd bresks fyrirtækis, sem
sérhæfir sig í ölstofum. „Hug-
myndin er að þarna verði góð
ölkráarstemming og veitingar
með austurlenskum hætti, aðal-
lega Thailenskum. Aðstaða
verður fyrir pílukast, sem nýtur
nú mikilla vinsælda. Við erum
að vinna að undirbúningnum og
ef ekkert óvænt kemur upp,
gerum við ráð fyrir að opna 1.
mars, þegar bjórbannið er á
enda”.
Samkvæmt heimildum blaðs-
ins má gera ráð fyrir að um 50
einstaklingar í ýmsum nefndum,
ráðum og embættum þurfi að
fjalla um umsókn um leyfi til
ölsölu og vinsölu. Sigurður
Agústson er formaður Áfengis-
varnarnefndar Grindavíkur.
Hann var spurður um afstöðu
nefndarinnar til umsóknar
Árna.
„Nefndin hefur ekki tekið
endanlega afstöðu til málsins.
Við fengum Árna Einarsson
fulltrúa frá Heilbrigðisráðu-
neytinu á fund hjá okkur og
hann bauð að ráðuneytið kost-
aði almenna skoðanakönnun
meðal bæjarbúa 18 ára og eldri,
þar sem m.a. verður spurt um
afstöðu til ölstofu. Þegar sú nið-
urstaða liggur fyrir mun nefndin
móta sína afstöðu”.
Bæjarstjórn hefur fyrir sitt
leyti heimilað veitingarekstur í
húsnæðinu. Þess má geta að
gert er ráð fyrir 4-6 starfsmönn-
um við veitingahúsið.
Nýjar
brautir í
Fjölbrauta-
skólanum
Alls voru 577 nemendur í
dagskóla í Fjölbrautaskóla
Suðurnesja á haustönn. í
öldungadeildinni voru 140
nemendur og 160 nemendur
sóttu ýmis námskeið á vegum
skólans. Kennarar voru um
50 á önninni.
í lok haustannar braut-
skráðust 32 nemendur. Gert
er ráð fyrir svipuðum nem-
endafjölda á vorönn. Sjúkra-
liðabraut verður opnuð og
líklega netagerðarbraut.
Ýmsir aðilar hafa verið að
færa FS gjafir að undan-
förnu. Hitaveita Suðurnesja
og Rafverktakafélag Suður-
nesja gáfu fjórar iðntölvur,
Vélstjórafélag Suðurnesja
gaf 75 þús. krónur, en það
félag hefur ákveðið að verja
ákveðnum hluta af félags-
gjöldum til uppbyggingar á
vélstjórnarbraut skólans.
Svo gaf Útvegsmannafélag
Suðurnesja myndbandsspól-
ur, en á þeim er fræðsluefni
varðandi sjósókn og notkun
ýmissa veiðarfæra og fleira.
TRYGGINGAR!
íheimi yfirborðsmennskunnar og
gylliboðanna er gott að standa á
traustum grunni — og hafa allt sitt
á hreinu.
# Tryggingamiðstöðin er
traustur bakhjarl fyrir þig!
FLAKKARINN
Sími 68060
Húseignir
til sölu í Grindavík
Stórt einbýUshús við Leynisbraut. Ca 225 ferm. Utið áhvilandi.
Verð: 6.200.000.-
Austnrvegur 48. Litið einbýUsbús. Hagstætt verð.
110 ferm rúmgóð efri hæð við Viknrbrant. Verð: 3.500.000.-
126fermetraneðrihæðviðViknrbrant. Verð: 2.700.000.-
Hafnargata 2. Bdra einbýUshús, úsamt 52 ferm. bflskúr. Hagstæð kjör
Verð: 2.600.000.-
Túngata 2. Hdra einbýUshús, kjaUari hæð og ris. Mikið endurnýjað
Verð: 1.900.000.-
Hólaveflir 1. 137 ferm. einbýUsbús úsamt 42 ferm. bflskúr. Góðar innrétt-
ingar. Verð: Tflboð
Hciðarhraun 39.117 ferm. raðhús, úsamt 27 ferm. bflskúr.
Verð: Tflboð
Efstahraun 10. Ca. 135 ferm. raðhús, úsamt 27 ferm. bflskúr.
Verð: 4.400.000.-
Austurvegur 14. Fullgerð eign i sérlega góðu ústandi 4 herb. og stofa.
Verð: 5.000.000.-
Vesturbraut 17. Nýlegt einbýUsbús.
Verð:TDboð
Múnagerði 2. Glæsilegt einbýUshús ú góðum stað. Möguleiki ú ibúð i kjaflara.
Verð: Tilboð
FASTEIGNAÞJONUSTA
SUÐURNESJA
Hafnargötu 31 - Keflavík - Símar 13722 - 15722
Elías Guðmundsson, sölustjóri
Ásbjörn Jónsson, lögfræöingur
Eignamiðlun Suðurnesja
Húseignir í Grindavík
Gott 3ja herb. raðhús við Heiðarhraun. Verð:3.100.000.-
120 ferm. einbýlishús við Túngötu, ásamt 60 ferm. bílskúr.
Skipti á stærri eign möguleg. Verð: 3.400.000.-
160 ferm. einbýlishús við Arnarhraun, ásamt 30 ferm. bíl-
skúr. Mikið endurnýjuð eign. Verð: 4.500.000,-
Vandað 130 ferm. steinsteypt einbýlishús við Hvassahraun,
ásamt 70 ferm. bílskúr. Verð: 5.000.000.-
Glæsileg einbýlishús í smíðum við Ásvelli. Skil-
ast fullgerð að utan og fokheld að innan.
Verktaki er Grindin sf.
Nánari uppl. á skrifstofunni.
Eignamiðlun Suðurnesja
Ballskák:
Jóhanná
uppleið
Á jólamóti Knattborðs-
stofu Suðurnesja var mjög
góð þátttaka. 48 keppendur
mættu til leiks í keppni með
forgjöf. í þeim hópi var einn
Grindvíkingur, Jóhann Dal-
berg Sverrisson. Hann spil-
aði af miklu öryggi, vann
hvern keppinautinn af
öðrum og komst alla leið í
úrslitaleikinn, en tapaði fyrir
Halldóri Ma. Þetta er góður
árangur hjá Jóhanni, þar
sem hann taldist í 3. styrk-
leikaflokki, en flyst nú í 2.
flokk.
Hljómplötur!
*
Erum með gott úrval af plötum,
nýjum sem gömlum.
— Tónlist er lifandi og langlíf! —
— Hún fæst í Braut! —
"a
•vn
-a
■a
■Q
"C3
*V3
T3
T3
T3
X3
BRAUT
SIMINNER
68722
Þú getur gengið að úrvalsmyndbandaefni hjá okkur!
Góð skemmtun ! — Á vægu verði !
Gos
Léttöl
Samlokur
Snakk
Sælgæti
Dagblöð