Bæjarbót - 05.01.1989, Qupperneq 7

Bæjarbót - 05.01.1989, Qupperneq 7
Janúar 1989 Bæjarbót, óháð fréttablað 7 Ranglát mismunun: Hugleiðingar dagmóður Ætlar bæjarstjórnin ekki að koma upp öðrum leikskóla? Eða dagheimili? Skildu þeir ætla að leggja alveg niður rólu- völlinn? Var rétt af þeim að láta aðstöðuna í gömlu kirkjunni af hendi, fyrst engin með næga menntun sótti um? Þessar og margar fleiri spurningar sækja á hugann þessa dagana. Er þessi kona sem tók dag- heimilið að sér dagmamma? Er hún í dagmæðrasamtökunum? Það hlýtur að vera fyrst hún fer eftir okkar töxtum, því annars hefði hún ekkert leyfi til þess. Af hverju hef ég aldrei heyrt á þessa dagmömmu minnst, áður en þetta kom til, hvar hefur hún starfað og hve lengi? Hvernig menntun hefur hún? Eða hvern- ig sannaði hún hæfni sína, bæði til starfsins og þess að hafa mannaforráð? Nefnd frá menntamálaráðu- neyti, dagvist barna og dag- mæðrum, er að vinna að mjög viðtækum reglum fyrir allt land- ið og vinna samtök dagmæðra t.d. mjög ákveðið að því að menntun dagmæðra verði að öllu leyti sambærileg, við þau námskeið sem Sóknarkonur sem vinna á dagheimilum hafa fengið. Nú vantar aðeins 100 tíma til viðbótar fyrri námskeiðum, upp á að svo verði. Öðlumst við þá réttindi til að taka að okkur yfir- umsjón yfir dagheimilis eða leikskóladeildum, þar sem fóstra er þó yfir skólanum. Allir vita hver menntun sjúkraliða er miðað við hjúkrunarkonu, þannig verður okkar menntun með tímanum miðað við fóstru. En slík rétt- indi hefur engin dagmamma ennþá, hvað sem allri hæfni og reynslu líður. Fyrir þremur árum byrjuðum við hérna tvær, og lögðum hvern eyri sem við fengum fyrir gæsluna mánuðum saman í að borga kostnað við standsetningu á húsnæði, girðingu, leiktækj- um og öðru því sem til þurfti, og það tók á annað ár að klára þann kostnað. Það varð líka að bæta við einum sekúndulítra af heitu vatni til að húsnæðið væri nú hlýtt og gottJá það var mikið á sig lagt, til að láta drauminn rætast og skapa þessa góðu aðstöðu. Og nú les ég hér í Bæjarbót, ekki nóg með að dagmanna fái frítt húsnæði, girðingu, útileik- tæki og guð má vita hvað, held- ur les ég út úr þessu, að bærinn muni borga fyrir hana hita og rafmagn. Ég get ekki skilið það öðru vísi, fyrst það eina sem hún þarf að borga af rekstrarkostn- aði, er laun, ræsting og innileik- föng. Er furða þó mér sárni! Hvað hefur þessi kona fram yfir mig og aðrar dagmæður? Ég stórefast um, að hún hafi nokkur réttindi til að vera for- stöðukona fyrir dagheimili, heldur sé hún dagmóðir og varla með meiri réttindi en aðrar. Er rétt að mismuna fólki svona? Mér finnst að sé konan dagmóðir, eigi hún að starfa sem slík. En þarna kemur til skjalanna hróplegt óréttlæti. Hversu mikið er ekki hægt að gera ef allt er lagt upp í hendurn- ar á manni? Manni finnst eðlilegt að það sem við í bæjarfélaginu rekum sameiginlega, eins og leikskóla, sé fullkomnara en hjá einstakl- ingum, dagmæðrum úti í bæ. En þegar bærinn er farinn að borga alla aðstöðu fyrir eina dagmömmu, er verið að mis- muna okkur, nema þeir ætli þá að styrkja okkur hinar. Því við sem tollum í þessu ábyrgðarmikla starfi, erum þær sem eru hæfar, höfum yndi af starfinu, sækjum námskeið, höfum unnið og vinnum okkar samborgurum og bæjarfélagi geysimikið gagn og erum stoltar af. En það er ekki við konuna að sakast, heldur bæjarstjórn og því er rétt að ég taki fram, að ég er ekki á móti konuni sem dag- mömmu, enda veit ég ekki hver hún er og þekki hana ekki í sjón. Dagvistun: Forstöðu- kona ráðin að dagvist- uninni í gömlu kirkjunni Eins og fólki mun kunnugt var rekstur dagvistunar í gömlu kirkjunni boðinn út. Aðeins 1 umsókn barst. Þessi umsækjandi hefur að lokinni frumathugun verið ráðinn til reynslu. Það er dagmóðirin Guðrún Agnes Einarsdóttir að Hellubraut 8 sem fær það Imikla hlutskipti að koma Idagvistuninni í gang. Hún lleggur til innileikföng, starfs- f fólk og ræstingu, en öðru sér bærinn henni fyrir. Vistunin er áætluð fyrir yngri börn og fylgja gjöldin töxtum dag- mæðra fyrir viðkomandi ald- ur. Endurgreiðslur til for- eldra verða með sama hætti og áður. Væntir bæjarstjórn [þess að þessi viðbót bæti úr i brýnni þörf og stytti biðlista l vegna dagvistunar verulega. Foreldrar eru hvattir til að tnota sér þessa þjónustu. ISamkvæmt kröfu bæjar- [stjórnar mun fagleg ráðgjöf og eftirlit verða til staðar. Það sem ég er á móti, er að hún þurfi ekki að bera kostnað af að skapa og reka sína aðstöðu sjálf eins og aðrar dagmæður. Reyndar finnst mér þetta útboð vitleysa frá byrjun, því aðeins þrjár menneskjur hér í bæ, mér vitanlega, hafa næga menntun og réttindi til að sjá um dag- heimili og eru allar í vinnu hjá bænum. Og fyrst engin með næga menntun sótti um, þá hefði bær- inn átt að reka þar dagheimili á eigin vegum, eins og upphaflega var gert ráð fyrir, en ekki mis- muna dagmæðrum. Klara Gestsdóttir. Agætu Grindvíkingar! Járn & Skip þakkar ykkur viðskiptin á undanförnum árum. Sem kunnugt er keypti Sigurður Sveinbjörnsson járnvöruverslun kaup- félagsins í Grindavík í lok nýliðins árs. Hann býður áfram ýmsar vörur frá okkur, jafnframt því sem hann rekur eigin verslun, Málmey. Við ítrekum þakkir okkar, með von um að núverandi skipan mála falli viðskiptavinum okkar, í fortíð og framtíð, vel í geð. Járn & Skip Kaupfélag Suðurnesja IBUÐ ÓSKAST! Óska eftir 2ja herbergja íbúð í Grindavík sem fyrst - helst strax! Uppl í símum 68067 og 68699 Sundlaug Grindavíkur Sími 68561 Opið sem hér segir: Mánudaga - Föstudaga: Böm kl. 16.00 -19.00 Fullorðnir kl. 19.00 - 21.00 Sauna klefinn er alltaf opinn á kvöldin Konur: Mánud. - Miðvikud. - Föstud kl. 19.00 - 21.00 Karlar: Þriðjud. og Fimmtud. kl. 19.00 - 21.00 Heiti potturinn alltaf í gangi, bæði loft vatns nudd. - Gerðu þér gott! - - Syntu reglulega! -

x

Bæjarbót

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.