Bæjarbót - 05.01.1989, Blaðsíða 8

Bæjarbót - 05.01.1989, Blaðsíða 8
8 Bæjarbót, óháð fréttablað Janúar 1989 Holland: Nýr fjölskyldustaður, sannkölluð orlofsparadís ORLOFSÞORPIÐ LOOHORST Dvöl í sunarhúsum og orlofs- þorpum er orðinn ríkur þáttur í ferðavenjum íslendinga á síðustu árum. í sumar býður Saga sannkall- aða „orlofsparadís” í Hollandi, en hér er um að ræða 500 húsa orlofssvæðið LOOHORST Það er staðsett í Limburg, einu fallegasta héraði Hollands, um tveggja klst. akstur frá Amster- dam. Orlofsþorpið Loohorst hentar sérlega vel fjölskyldum með börn á öllum aldri því þar er að finna stórt og gott sund- laugasvæði, bæði inni og úti, sem er sannkallaður miðpunkt- ur þorpsins. Saga mun hafa íslenskan far- arstjóra í Loohorst í allt sumar. Hann mun verða farþegum til aðstoðar og einnig bjóða upp á skoðunarferðir um Holland til Amsterdam, og til annarra landa. Sérstakar skemmtiferðir fyrir börn og margt fleira. Hér er um að ræða fyrsta flokks orlofsþorp sem byggt hefur verið á 125 hektara lands í einu fallegasta héraði Hollands. Hér er að finna allt það sem nauðsynlegt er og meira til. Staðsetning Loohorst orlofsþorpið er í Suð-austurhluta Hollands við bæinn America, milli bæjanna Venlo og Venray um tveggja klst. akstur frá Amsterdam. Örstutt er yfir til fegurstu svæða Þýskalands, Mósel og Rín. Til Dusseldorf er rúmlega 1 klst. akstur og lítið eitt lengra til Köln. Aðbúnaður í orlofsþorpinu eru 500 hús sem á smekklegan hátt hefur verið raðað niður umhverfis stóra og fjölbreytta þjónustumiðstöð og líkja má við lítið þorp. Hér er um að ræða mismunandi veitingastaði. Veitingastað og kaffiteríu, pizzustað, buffet, pönnukökuhús, smáréttastað o.fl. Sérstakt spilahús þar sem hægt er að spila á spil eða fara í spil, t.d. matador, lúdó, millu og fleira því um líkt eða tefla skák. Gríðarstór kjörbúð með glæsilegu kjöt- og ostaborði og sérstakri grænmetisdeild og áfengisverslun. Ekki má gleyma hinu stórkostlega sundlaugar- svæði sem segja má að sé mið- punktur orlofsþorpsins. Hér er einnig diskótek og nokkrir bar- ir. í gestamóttöku er hægt að leigja öryggishólf. Pósthús og símstöð er á svæðinu. Fyrir börn Sérstakt hús er fyrir yngri börn- in. Þar geta þau dvalið hluta úr degi við leiki úti eða inni við föndur og málun undir leiðsögn þjálfaðs starfsfólks. Við hliðina á veitingahúsinu er gott leik- svæði fyrir börn með margs konar tækjum. Á kvöldin er hægt að fá barnapössun (gegn gjaldi). Skemmtanir Við hliðina á keiluhúsinu er gott diskotek með bar og á sumum veitingastöðunum er spiluð músík nokkrum sinnum í viku. Einnig er sérstakur spilasalur með mörgum tækjum m.a. „jackpot” vélum. Bónustilboð Sögu Þeir farþegar sem dvelja í Loohorst í apríl, mai og júní fá svokallað „Bónustilboð Sögu”. Það er þegar tveir fullorðnir eða fleiri eru saman, þá fá þeir frí af- not af bílaleigubíl (flokkar A, B, C, og D eftir fjölskyldustærð) í eina viku meðan dvalið er í or- lofsþorpinu. Einungis þarf að greiða kaskótryggingu og sölu- skatt af verði einnar viku leigu. Ef farþegar vilja svo framlengja leigutímann greiða þeir leigu samkvæmt sértilboði á bílaleigu- bílum er Saga býður í Hollandi í sumar. Nánari upplýsingar fást hjá Flakkaranum, umboðsaðila Sögu í Grindavík. Bætt þjón- usta við barnafólkið í apríl 1985 samþykkti bæjar- stjórnin að endurgreiða foreldr- um þeirra barna, sem ekki nutu leikskólavistar, hluta af því gjaldi, sem var greitt fyrir þau hjá dagmæðrum. Frá þeim tíma hefur starf dag- mæðra eflst talsvert og eru nú starfandi 6 dagmæður, sem veita almenningi í bænum þjón- ustu. Nokkuð hefur vantað á, að yngstu börnin hafi komist í gæslu og einnig hefur starf dag- mæðra að mestu legið niðri á sumrum. Til þess að bæta þjónustu við þá, sem þurfa á gæslu yngri bama að halda meginhluta árs- ins, var gamla kirkjan útbúin fyrir þá þjónustu og auglýst eftir rekstraraðila, sem vildi taka að sér verkefnið með þeim kvöðum og hlunnindum sem tilgreind voru í auglýsingu. Ein umsókn barst. Var hún frá konu, sem skömmu áður hafði fengið viðurkenningu til að starfa sem dagmóðir. Var samið við hana og hófst starf- ræksla í gömlu kirkjunni 16. janúar s.l. (Fréttatilkynning) AUGNLÆKNIR í KEFLAVÍK • Hef tekið til starfa á stofu í húsnæði Gleraugnaverslunar Keflavíkur að Hafnargötu 17 í Keflavík. Tímapantanir teknar í síma 13811 Haraldur Sigurðsson augnlæknir Frá Námsflokkum Grindavíkur Námskeið á vorönn hefjast mánudaginn 6. febrúar ENSKA: Kennari Óli Þór Kjartansson, kennsludagar: Þriðju- daga og fimmtudaga kl. 20.00-21.20. 6 vikur. Hefst 7. feb. Verð kr. 4.000.- SILKIMÁLUN: Kennari Elín Magnúsdóttir, kennsludagar: Sunnudagur 12. feb. kl. 15.00-18.00, föstudagur 17. feb. kl. 19.00-22.00, sunnudagur 19. feb. kl. 15.00-18.00. Verð kr. 2.000.-. Efnisgjald kr. 1.000.-1.200.- MYNDLIST FYRIR BÖRN: Kennari Sigríður J. Bjarnadótt- ir, kennsludagar: Mánudagar kl. 17.00-18.30 yngri nemendur, þriðjudaga kl. 17.00-18.30 eldri nemendur. Hefst 6. feb. 6 vikur. Verð kr. 2.700.- BRIDS: Kennari, kemur frá Bridsfélagi Suðurnesja, miðviku- daga kl. 20.00-22.30. Hefst 8. feb. 6 vikur. Verð kr. 3.700.- FATASAUMUR: Kennari Signý Ormarsdóttir, kennsludag- ar: Mánudagar 20.00-22.30 framhaldshópur, þriðjudaga kl. 20.00-22.30 byrjendahópur. Hefst 6. feb. 6 vikur. Verð kr. 3.500. -. í byrjendahópnum verður fyrstu tvö kvöldin farið í grunnatriði varðandi fatasaum, þ.e., val á sniði, málltöku, taka upp snið, sníða o.fl. Kennd verða þrjú atriði í prufum, hliðar vasi, einfaldur kragi og rennilás í gallabuxur. Frjálst verkefni eftir það. Framhaldshópur, ætlað þeim sem hafaein- hverja þjálfun í saumaskap. GARÐYRKJA: Kennari, Hafberg Þórisson, kennsludagar: Mánudaginn 13. feb. kl 20.00-22.00, þriðjudaginn 14. feb. kl 20.00-22.00, fimmtudaginn 16. feb. kl. 20.00-22.00. Verð kr. 2.500. - ATH kennt verður um pottaplöntur, vorsáningar o.fl. VÉLRITUN: Kennari, Björg Barðadóttir, kennsludagar: Þriðjudagar og fimmtudagar kl. 20.00-21.30. Hefst 7. feb. 4 vikur. Verð kr. 2.500,- Allar nánari upplýsingar og innritun hjá Magnúsi í síma 68443 í hádeginu kl. 12.30-13.00, og á kvöldin, einnig laugardaga og sunnudaga. Dragið ekki að innrita ykkur. Forstöðumaður.

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.