Bændablaðið - 14.01.2016, Side 4

Bændablaðið - 14.01.2016, Side 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. janúar 2016 Fréttir Landssamband kúabænda: Metframleiðsla á mjólk Innvigtun á mjólk nam 146 millj- ónum lítra á síðasta ári sem er mesta mjólk sem vigtuð hefur verið inn frá upphafi. Framleiðslan 2015 var 12,5 milljón lítrum meiri en árið 2014 Í frétt á heimasíðu Landssambands kúabænda segir að fyrstu sex mánuði ársins 2015 hafi aukning innvigtunar verið tiltölulega hófleg. Aukning á innvigtun einstakra vikna var 4 til 6% að jafnaði. Í viku 27 urðu síðan vatnaskil, er aukning vikuinnvigtun- ar varð 12% og hélst sú aukning á bilinu 12 til 14% svo að segja út árið 2015. Heildarniðurstaðan varð 9,4% aukning innvigtunar 2015 frá árinu áður. Þegar litið er til þróunar í fjölda burða undanfarin ár sést að fram- an af ári fjölgaði burðum um 3 til 8% miðað við sömu mánuði árið á undan. Hlutfallslega varð mesta aukningin þegar kom fram á sumar. Skráðir burðir í júní og júlí voru 14 til 15% fleiri en árið á undan. /VH Þrjár virkjanir í athugun á austanverðum Vestfjarðakjálkanum: Bræður frá Bakkafirði skoða öfluga vatnsaflsvirkjun í Skjaldfannardal Undirbúningsvinna er nú hafin við Austurgilsvirkjun við upp- tök Selár í Skjaldfannardal við Ísafjarðardjúp. Indriði Aðalsteinsson, bóndi á Skjaldfönn, segist telja að þessar hugmyndir séu mjög jákvæðar fyrir svæðið í heild. Á bak við þetta verkefni stendur Bjartmar Pétursson, sem er fiskút- flytjandi og núverandi eigandi Laugalands í Skjaldfannardal. Með honum er bróðir hans, Kristinn Pétursson, en þeir eiga uppruna að rekja á Bakkafjörð. Kristinn mun hafa verið að vinna að undirbúningi rannsóknarhlutans, en hann sat m.a. á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Austurlandi á árunum 1988 til 1991. Indriði Aðalsteinsson, bóndi á Skjaldfönn, telur að ef af verði geti þetta orðið mikil lyftistöng fyrir innanvert Ísafjarðardjúp. Ekki sé verra að þeir sem að baki þessum hugmyndum standa séu mjög skarp- ir og vel meinandi menn. Vegslóði gerður að rótum Drangajökuls Í sumar var ruddur vegaslóði inn sunnanverðan dalinn og upp undir Drangajökul, eða að því svæði sem líklegt er fyrir uppistöðulón hugs- anlegrar virkjunar. Segir Indriði að Vegagerðin hafi afsalað sér íhlutun vegna þessarar vegagerðar að öðru leyti en því að gerð hafi verið krafa um að framkvæma þetta með eins litlu raski og mögulegt væri. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, heimsótti Indriða á Skjaldfönn og skoðaði svæðið í haust ásamt fleirum. Uppsett afl áætlað 35 megawött Bjartmar sagði í samtali við Bændablaðið að virkjanahug- myndirnar hafi verið settar í mats- ferli rammaáætlunar á síðasta ári. Samkvæmt skýrslu Orkustofnunar er gert ráð fyrir að uppsett afl Austurgilsvirkjunar yrði 35 megawött (MW) og áætluð orkugeta á ári 228 gígawattstundir (GWh). Hún myndi nýta vatnsafl sem fengist úr Vondadalsvatni sem er í 414 metra hæð yfir sjó, Skeifuvatni og Djúpa polli. Ráðgert er að með- alhæð inntakslóns í Vondadalsvatni yrði í 435 metra hæð yfir sjó. Þaðan yrði lögð 3,9 km löng vatnspípa úr trefjaplasti að stöðvarhúsi við Selá í Skjaldfannardal sem yrði í 45 metra hæð yfir sjó. Reiknað er með að nær allt jökulrennsli Selár fari í inntakslónið. Til samanburðar má nefna Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum sem nú er í undirbúningi. Þar er gert ráð fyrir 55 megawatta virkjun. VesturVerk áformar að umhverfis-, vatns- og jarðfræðirann- sóknum vegna Hvalárvirkjunar verði lokið fyrir árslok 2016. Þá er þriðja virkjunin, en nokkru minni, í undir- búningsferli á Ströndum, en það er Skúfnadalsvirkjun. Indriði Aðalsteinsson segir að hann sem landeigandi á Skjaldfönn og aðrir landeigendur í dalnum hafi á síðasta ári gefið leyfi til rannsókna sem talið sé að taki um 3 til 4 ár að framkvæma. Lítið umhverfisrask „Allt varðandi þessa virkjun er að mínu mati mjög jákvætt. Svæðið sem kæmi til með að fara undir vatn við suðurenda Drangajökuls er ekk- ert nema tjarnaklasar, snjóskaflar og stórgrýtisurð. Virkjunarsvæðið yrði að mestu í landi Laugalands. Vatnamælingamenn og aðrir sem hafa skoðað þetta eru mjög bjartsýnir á að þarna fáist nægilegt og stöðugt vatn.“ Minnkar flóðahættu og skapar möguleika fyrir ferðaþjónustu „Þá mun þetta lón jafna mikið vatnsrennsli Selár þannig að flóð í ánni sem hafa verið að kvelja mann og pína á undanförnum árum yrðu sennilega alveg úr sögunni. Þá gæti þetta bætt fiskgengd í Selá. Með vegagerð vegna virkjunarinnar yrði í fyrsta sinn hægt að komast akandi alveg að Drangajökli. Þetta gæti skapað mikla möguleika fyrir ferðamennsku og akstur vélsleða og jeppa á jökulinn yfir sumartímann á auðveldari máta en verið hefur.“ Hringtenging getur stóraukið afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum Ótryggt afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum hefur verið mjög í umræðunni á undanförnum árum. Eitt stærsta vandamálið þar er aðflutn- ingur raforku frá raforkuflutnings- kerfi Landsnets inn á Vestfirði og skortur á hringtengingu rafmagns á Vestfjörðum ef einhvers staðar verður truflun eða rof á línum. Því hafa verið uppi hugmyndir um að leggja raf- streng frá Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum yfir í Ísafjarðardjúp og þaðan mögulega með sæstreng í Álftafjörð eða í Arnarnes við Skutulsfjörð. Slík lagning yrði þó mjög dýr í framkvæmd. Með Austurgilsvirkjun í Skjaldfannardal yrðu flutningsleiðir og tengingar við landskerfið mögulega einfaldari og ódýrari auk þess sem tenging við Hvalárvirkjun myndi styrkja báða virkjunarkostina. „Ef þetta gengur eftir verður þetta mikil bylting fyrir alla möguleika á svæðinu sem ekki voru áður fyrir hendi eins og vegna ferðaþjónustu,“ segir Indriði Aðalsteinsson. /HKr. Skjaldfannardalur. Bærinn Laugaland er fremst til hægri á myndinni, en innar í dalnum vinstra megin við Selá er bærinn Skjaldfönn. Myndir / Úr skýrslu Orkustofnunar Vatnasvæði Austurgilsvirkjunar. 40% 50%50% 60% 40% 40% 70% 70% Útsala Original CROCKS skór 40% afsláttur Vatteraðir jakkar 20% afsláttur Hlægilegt verð Bonito ehf. • Friendtex • Faxafen 10 • 108 Reykjavík • sími 568 2870 • www.friendtex.is Opið alla virka daga kl. 11:00-17:00, laugardag kl. 12:00-16:00. Mjólkursamsalan með aukna nýtingu á mysu: Vinnur vínanda úr mjólkursykurvökva Mikið magn af mysu fellur til árlega í mjólkurvinnslu Mjólkursamsölunnar við ostagerð. Að sögn Björns S. Gunnarssonar, vöruþróunar- stjóra Mjólkursamsölunnar, er magnið um 45-50 milljónir lítra sem inniheldur um fimm pró- sent mjólkursykur. Hægt er að vinna um tvær milljónir lítra af etanóli úr þessu magni, en innan Mjólkursamsölunnar er nú leitað leiða til að auka verðmæti mysu- vökvans. Mjólkursykurvökvi verður etanól Eins og staðan er í dag er mysu- próteinþykkni unnið úr mysu- vökvanum og er aðalhráefnið fyrir íþróttadrykkinn Hleðslu sem Mjólkursamsalan framleiðir. Mjólkursykurvökvinn sem eftir verður hefur að mestu leyti verið seldur í svínafóður. Björn segir að með því verkefni sem nú er farið í gang er leitast við að bæta nýtingu og auka verðmæti framleiðslunnar, auk þess sem umhverfislegur ávinn- ingur sé með þeirri vinnslu. „Í augnablikinu er fyrst og fremst verið að skoða þennan möguleika, að framleiða etanól úr laktósanum í mysunni. Aðrir möguleikar eru í skoðun varðandi próteinhlutann. Það eru í raun þrír möguleikar í stöðunni varðandi svo nýtinguna á etanólinu sem fæst úr mysunni; víngerð, sem eldsneyti eða framleiðsla á iðnaðarspíra. Það er ljóst að verðmæti þessara afurða er mismunandi og verðmætast er að framleiða vín, en þær koma allar til greina þegar afurðin hefur tekið á sig form etanóls.“ Samstarf við Matís, Háskólann á Akureyri og Foss distillery Mjólkursamsalan hefur verið með verkefnið í rannsóknarferli, fyrst í Háskólanum á Akureyri þar sem ákveðnir gerlar voru prófaðir til að umbreyta mjólkursykurvökvanum í etanól við mismunandi aðstæður. Í framhaldsrannsókn sem nú er fyr- irhuguð stendur til að þróa frekari víngerð úr etanólinu, meðal annars í samstarfi við Matís, Háskólann á Akureyri og Foss distillery. Búið er að sækja um styrk til Rannís svo hægt sé að hraða þeim tilraunum. „Samstarfið og verkefnið í heild er núna á byrjunarstigi. Í samstarfinu við Foss hafa ýmsir möguleikar verið viðraðir og þeir sjá mikla markaðsmöguleika í að nota íslenskan spíra í sínar vörur. Verkefnið verður reynt að vinna eins hratt og auðið er. Enn er of snemmt að segja til um hvenær fyrsta varan getur litið dagsins ljós, en vonandi sem fyrst,“ segir Björn. /smh

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.