Bændablaðið - 14.01.2016, Side 21

Bændablaðið - 14.01.2016, Side 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 14. janúar 2016 Það á þó ekki að gera með nýjum stíflumannvirkjum heldur með betri nýtingu á þeim stíflum sem fyrir eru með dælingu á vatni upp í stíflurnar með aðstoð vindmylla og sólarorku, vatnsrennslisskurðum og með lág- fallsvirkjunum. Sérstakt vatnsorkuverkefni (Water Power Program) var sett í gang á vegum orkumálaráðuneytis Bandaríkjanna fyrir nokkrum árum. Um 2.500 fyrirtæki eru þar á bak við sem styðja vatnsorkuiðnaðinn. Lögð var fram skýrsla um málið í banda- ríska þinginu í febrúar á síðasta ári (Pumped Storage Hydropower and Potential Hydropower from Conduits). Þegar Bandaríkjamenn tala um lágfallsvirkjanir er verið að tala um virkjun á vatnsfalli sem er aðeins frá 2 til 20 metrum. Mikið hefur verið fjárfest í tilraunum og leit að nýjum leiðum til að virkja hægstraum eða litla fallhæð. Þar má nefna uppsetn- ingu á „Archimedes Hydrodynamic Screw system“-virkjunum. Fyrirtækið Andritz Atro hefur m.a. framleitt allt að 500 kílówatta vélbúnað í virkjanir af þessum toga sem eru í notkun víða um heim. Hafa þær meðal annars verið settar upp í fiskveiðiám því þær skaða ekki fisk sem í þeim lendir. Þess má líka geta að 3xStál á Ísafirði hefur nýtt sams konar Archimedes skrúfutækni í öfugum tilgangi við að dæla fiski og kæla um borð í togurum. Þessu vatnsorkuverkefni í Bandaríkjunum er ætlað að sýna fram á hvað lágfallstæknin er ein- föld, örugg, hagkvæm og áhættu- lítil. Lagt er upp með að leitað verði leiða til að draga sem mest úr kostnaði við virkjun vatnsorku, rekstur og viðhald. Samt sem áður er lögð áhersla á að gæði og rekstr- aröryggi slíkra virkjana standi undir væntingum. Einnig að þær standist vaxandi kröfur um umhverfisvernd og hámarks nýtingu á vatni. Aukin nýtni í virkjunum Hafa rannsóknarstofur verið styrkt- ar til að smíða stjórntæki til að auka nýtni í orkukerfinu og hámarka vatnsnýtingu í virkjunum. Þar má nefna Water-Use Optimization Toolset (WUOT). Hefur þetta kerfi verið tekið til prófunar í nokkrum ám og fljótum í Kaliforníu, Colorado og í Maryland. Hefur tek- ist að auka orkunýtingu um 3.000 megawattstundir á ári í þrem ver- kefnum. Með sérstakri „hægflæðis- túrbínu“ (low-flow turbine) sem sett var upp í Abiquiu Hydroelectric virkjuninni í Nýju-Mexíkó, tókst að auka afl virkjunarinnar úr 13,8 megawöttum í 16,8 megawött. Með nýrri túrbínu í Boulder Canyon Hydroelectric tókst að auka orkuframleiðsluna um 30% og orkunýtni túrbínu um 18–48%. Þá hefur ný Francis-túrbína í Cushman-stíflunni í Washington aukið orkuframleiðsluna um 3,6 megawött. Hægflæðis-vatnstúrbínur Svokallaðar hægflæðis-vatnstúrbín- ur eru með ýmsum hætti. Sumar eru jafnvel gerðar til að nýta vatns- rennsli úr venjulegum vatnskrana í eldhúsinu, en aðrar fyrir heldur meira rennsli. Hægt er að kaupa slíkar túrbínur frá ýmsum fyrir- tækjum á netinu, m.a. í gegnum vefsíðu alibaba.com. Vissara er þó að athuga vel eiginleika og allar upplýsingar um búnaðinn áður en menn ráðast í slíkar fjárfestingar. Verðið er mjög rokkandi eftir stærð og getu eða allt frá nokkrum tugum dollara upp í hundruð þúsunda dollara. Einnig er talsvert framboð af hefðbundnum vatnshjólum, stór- um og smáum. Slík vatnshjól má einnig nota til að dæla vatni upp í töluverða hæð, svokölluð Coanda- vatnshjól (https://www.youtube. com/watch?v=eF2vPeiYX_w). Örvirkjanir settar upp í Wales Í Wales í Bretlandi er hæðótt lands- lag sem leiðir það af sér að jafnvel litlir lækir geta verið ákjósanlegir til framleiðslu á endurnýjanlegri orku. Þar sem flestir þessara lækja þóttu ekki henta fyrir það sem menn töldu nógu stór og arðvænleg vatnsorku- ver, fór fyrirtækið TGV Hydro, sem er að fullu í eigu The Green Valleys CIC, að kanna hvort ætti ekki samt að brúa þetta bil þannig að hægt yrði að ná hagkvæmni út úr örvirkjunum. Hefur fyrirtækið farið út í hönnun örsmárra virkjana, bæði fyrir bændur, einstaklinga sem og fyrir minni samfélög víða um Suður-Wales. Unnið er náið með heimamönnum og starfskraftar þeirra nýttir sé þess einhver kostur. Hefur fyrirtækið hjálpað nýjum framleiðendum búnaðar í smá- virkjanir til að koma undir sig fót- unum. Fyrir þetta var TGV Hydro veitt viðurkenning Esmée Fairbairn Foundation. Samfélagslegar smávirkjanir Svipaðir hlutir hafa verið að eiga sér stað víðar um heim. Á Khyber Pakhtunkhwa-svæðinu í Pakistan, skammt frá landamærum Afganistan, hafa verið byggðar 189 örvirkjanir frá árinu 2004 sem fram- leiða raforku fyrir 365.000 manns, eða heldur fleiri íbúa en nú byggja Ísland. Þetta hefur leitt til byltingar í heilsugæslu, skólakerfi og heim- ilishaldi á þessu svæði. Þá hefur þetta skapað grunn fyrir myndun fyrirtækja af ýmsum toga, eins og rafknúinna kornmylla og til starfs- rækslu hótela. Hefur þetta verið gert undir sérstöku verkefni sem kallað er „Sarhad Rural Support Programme“. Stjórnvöld í Þýskalandi hafa með ráðgjöf og aðstoð við svokallað GIZ verkefni aðstoðað við að koma upp litlum raforkuverum í Badakhshan og Takhar héruðum í Norðaustur- Afganistan. Allt hefur þetta verið gert í náinni samvinnu við heima- menn. Hefur raforkan sem þar er nú framleidd skapað möguleika á margvíslegum iðnaði sem getur þá tekið við af ópíumframleiðslu bænda sem til þessa hefur verið ábatasamasti atvinnuvegurinn. Í samvinnu við stjórnvöld í Afganistan hafa verið settar upp sex míkróvirkjanir sem framleiða samanlagt 1,3 megawött og skaffa 65.000 manns raforku allan sólar- hringinn. Það er einnig sagt duga fyrir 645 smáfyrirtæki og 110 opinberar byggingar. Væntanlega er orkunotkunin á mann þá all veru- lega mikið minni en gengur og ger- ist á Íslandi. Samt er þetta þó vísir að verulega auknum lífsgæðum þar í landi. Álíka sögu má segja frá Indónesíu Þar hefur verið unnið að samfélags- legu verkefni í rafvæðingu sem ekki er endilega ætlað að skila beinum hagnaði af raforkuframleiðslunni. Er þetta unnið af viðskiptastofn- un sem heitir Institut Bisnis dan Ekonomi Kerakyatan, skamm- stafað IBEKA. Er þessi stofnun og verkefnið sem slíkt að fullu í eigu samfélagsins og er ekki rekið í hagnaðarskyni. Það skilar aftur á móti peningum til samfélagsins fyrir sölu á rafmagni inn á orku- kerfi svæðisins. Fram að þessu hafa verið sett upp 61 raforkuverk efni sem gagnast 54.000 íbúum. Svona mætti lengi telja, en lík- lega er erfitt fyrir Íslendinga að setja sig í spor fólks í þessum löndum. Hér státum við frekar af ofgnótt orku og möguleikum til enn meiri orkuframleiðslu sem líta má á sem hreina gullnámu. Væntanlega er erfitt að finna þjóð á hnattkringlunni sem býr yfir viðlíka möguleikum og Íslendingar. Spurningin er því miklu fremur um hvort okkur auðnist í framtíðinni að nýta þessi gæði á skynsamlegan hátt og öllum landsmönnum til hagsbóta. Með því að nota límtré í burðargrindur landbúnaðarbygginga eins og fjósa, hesthúsa, reiðhalla, fjárhúsa og fleiri gerða, og klæða grindurnar með Yleiningum fást mjög hlýleg og falleg hús sem eru fljótuppsett, endingargóð og brunaþolin. Ekki skemmir fyrir að þessi hús eru hagkvæm í viðhaldi og rekstri. Ráðgjöf til viðskiptavina Starfsmenn okkar búa yfir áratuga reynslu við hönnun og framleiðslu húsanna. limtrevirnet.is Aðalskrifstofa - Borgarbraut 74 - 310 Borgarnes Söluskrifstofa - Vesturvör 29 - 200 Kópavogur Netfang - sala@limtrevirnet.is Aðalnúmer: 412 5300 | Söludeild: 412 5350 Við framleiðum landbúnaðarbyggingar Fjós Vélaskemma Hesthús

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.