Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 06.04.1942, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 06.04.1942, Blaðsíða 3
ÞJÓÐÖLFUR 2 Lengra var ég ekki koTninn i rœðu tnirini, þegar ég neyddist til að ganga yjir strœti, þar sem umferðin var lifshœttu- ^ega mikil. Vegna þess, að ég ber hag bjóðarinnar mjög fyrir brjósti, beitti ég Öllum hœfileikum mínum til þess aÖ korna í vsg fyrir, að andlátsstund mín rynni upp, áður en ég hefði lokiÓ við pist- Hinn. En sem ég stíg upp á gangstéttina kinumegin strœtisins, verður mér litiÖ á furðulegan náunga hjá sýningarglugga Verzlunar einnar, þar sem gaf aÖ líta lax- Veiðistengur og marglitt tálbeituglingur. klér fannst ég kannast við manninn, en kom honum ekk* almennilega fyrir mig. blann var nauðrakaSur, veraldarvanur á Svip og snyrtilega búinn. Ég glápti á kann eins og heigull, en hann virtist ekk* líklegur til að krPPa sar UPP smá- Tftuni, því að hann sneri sér að mér og ^Uœlti ósköp hversdagslega: — Sœli nú, ^abakúk! Hvert ertu að álpast? Mér varð orðfall góÖa stund. A dauSa mínum átti eg Von, en ekfki þessu. Guð sé oss nœst- Vr! Þetta var enginn annar en hinn frómi spámaður, Jóel Petúelsson, sem endur fyrir löngu prédikaði með mér yfir lýðn- um á sólheiðum dögum, þrungnum ang- Qu vínviðarlaufsins og kUlandi ilmi lár^ berjatrjánna. Endurfundirnir höfðu svo djúp áhrif á mig, að mér vöknaði um augu. Drottinn blessi þig, Jóel Petúelsson, sagði ég. Hvað hefur j^omið fyrir þig? Mvers vegna ertu skegglaus? Hefurðu leg- ið veikur og djöfull sjúkdómsins reytt af bér hina rauðbrúnu kjafkaPrýÓi? ■— Nei, anzaði Jóel Petúelsson glað- klakkalega. Ég lét raka af mér skeggið, begar ég hafði lesið bœkjinginn um frjálsar ástir. Þú œttir líka að láta raka af < bér skeggið. Það er mikJu viðkunrian- . kgra. Ég gapti af undrun. Var þetta sami - ruaðurinn, sem hrópaði forðum: Gyrðist kœrusekk og harmið, þér prestar; ^ueín- , ö, þér altarisþjónar! Ég varð bœði hrygg- r og reiður. Það var eins og ^oZJimmf ;ímald spillingarinnar gini við mér. Ég gði ásakandi. — Guð forði mér frá ^ kri lausung, Jóel Petúelsson. Eg er • ábitinn hverskonar lystisemdum og hlýði lueins köHun minni. ■— Þú um það, sagði Jóel Petúelsson kceruleysislega. En ég get fullvissað þig um, að engin blómarós gotar til þín aug- ^rium, meðan þú þrammar um göturnar fúlskeggjaður og auk þess í algerlega ó- l ^iðurkvœmilegum lörfum eins og niður- tetningur. Hvað hefurðu annars fyrir *tafni? Ertu auralaus? Geturðu ekk f°r 1 $ x Bretavinnu eða þýtt bók fyrir Menn- lngarsjóð? — Ég er að útrýma syndinni í heim- inum, sagði ég beisklega. Ég er spámað- ur um sinn hjá vikublaðinu Þjóðólfi í staðinn fyrir Esekíel. Ég legg mig í líma fyrir forheria. Viltu ganga i lið með mér? — Nei, svaraði hann drœmt. Ég er sjálfur forhertur. Ég nenni ekk að útrýma syndinni i heiminum. Eg myndi fremja sjálfsmorð, ef ég mœtti ekk syndga eða gSeti það ekk- Viltu reykja? — Nei, Jóel Petúelsson, sagði ég harm- þrunginn. Hvað hefur gerzt? Hefurðu gleymt köUun þinni? Gengurðu blindandi fram á gjábarm glötunarinnar? Ertu hœtt- ur að hugsa? En Jóel Petúelsson svaraði og sagði: — Nei, ekk aldeilis, rýjan mín. (Takið eftir! Hann kaUaði mig rýjuna sína!) Eg er einmitt að hugsa um að kaupa mér nýja laxveiðistöng. Ég á reyndar tvær, en mér veitir ekkert af hinni þriðju. Hvernig lizt þér á þessa hérna? — Guð fyrirgefi þér, Jóel Petúelsson, sagði ég- Hefurðu brjóst í þér til að myrða hinn straumsœkna uggadjákna fljótanna? Ertu orðinn bandsjóðandivit- laus eða hefur andskotinn hremmt sál þína eins og kötturinn snjótittlinginn? En Jóel Petúelsson kveikti sér í vindlingi og dró augun í pung: — Viltu k°ma með mér á skammtun í k^öld? Ég skal lána þér föt. Dans og œrusta, fallegar tátur, skrjáfandi kjólar, brakandi silkh bríarí og skollaleikur. — Vík frá mér, Satan, sagði ég og hraðaði mér á braut. — Heyrðu, Habakúk! k°Uaði hann á eftir mér. Ég œtla anars að heilsa upp á lœrisveina þína við tœkifceri og segja þeim laxveiðisögur! X Ég hef í rauninni engu við þetta að bœta, þið getið sjálf botnað pistilinn. Spá- mannssól mín er runnin til viðar, starf mitt fullkomnað, árangurinn enginn. En ég aðeins vil mœlast til þess að Esekíel, vinur minn, hleypi aldrei freistaranum Jó- el Petúelssyni inn x hóp lœrisveina sinna. þar sem honum mœtti vera Ijóst, að mót- stöðuþreki þeirra gegn spillingunni er auðvelt að ofbjóða. Svo Z^ueð ég þá ^urf- eislega, sem hlustuðu á orð mín um skamma stund, en formœli hinum, sem skáru hrúta undir rœðu minni. Ég hníg aftur i haf gleymskunnar eins og við mátti búast. HABAKÚK er miðstöð verðbréfaviðskiptanna. Sími 1710. Merkileg bðk Það verður varla um það deilt, hverjir voru mestu bók- menntaviðburðir ársins 1941. —AÖ slepptri útgáfu Hins ísl. fornritafélags á Heimskringlu, voru það saga Theodórs Frið- rikssonar, „í verum“, og sagan af Þuríöi formanni, hið klass- iska verk fræðiþulsins Brynj- óifs frá Minnanúpi. Saga Theó- dórs mun líklega vera stærsta og giæsilegasta bók, sem gefin hefur verið út á Íslandi án op- inbers styrks. í bókinni munu vera um e'in og hálf milljón bókstafir og nær 80 myndir. ,,í verum“ er ekki aöeins stór bók, prentuð á vandaðan pappír, heldur er hér um að ræða eitt gagnmerkasta og skemmtilegasta rit, sem við eigum. Það er engin fjarstæða, sem einn góöur íslendingur sagði nýlega, aö með þessari bók Theodórs væri komið fyrsta bindi nýrra íslend'inga- sagna, og væri vissulega mál til kom'ið. „í verum“ er saga íslenzks alþýðumanns, alþýðu- í mann, sem fæðist í fátækt, ) berst allt sitt líf hinni hörðu baráttu við fátækt og lýkur bókinni á fullorðins árum og er enn fátækur. — Theodór lxefur lifaö margt. Hann er gæddur frábærri eftirtektar- og frásagnargáfu, og er bók hans fjársjóður fyrir eftirlif- andi kynslóð'ir. Adv. Samtíðin aprílheftið er nýkomið út. Efni: Grein um Indriða Waage ásamt rnyndum af honum í ýmsum hlut- verkum. Viðtal við ritara Tónlist- arfélagsins, Björn Jónsson kpm., um væntanlega Sönghöll Reykja- víkur. Grein um hollar lífsvenjur smásaga og margt fleira. Merkasta bókin i ár í VEHUfll Saga Theodói s Frlðrikssonar Bókin er fullkomið snilldarverk, um það eru allir sammála. 1 veram er saga alþýðumanns, Islendings, sem kannar flestar raun- ir hinnar hörðu lífsbaráttu, en lætur ekki bugast og missir aldr- ei sjónar á sinni heilögu skyldu við lífið og samtíðina, þrátt fyr- ir hin erfiðu lífskjör. Saga Theodórs er sönn og djörf lýsing á samtíð hans, og það er merkileg saga. Hvert einasta íslenzkt heimili verður að eiga hana. — Það er ekki unnt að finna betri gjof- i'toæðiveiki”, sem nú er komin í ^ær allar sveitir héraðsins. Hefur verið reynt að sporna við henni *öeð girðingum og niðurskurði. ,1 dnni sveit var allt fé skorið nið- Ur í haust en keypt lömb í stað- ^n innan frá Eyjafirði. En þetta •nun allt reynast fálm eitt: Sýk- ‘llinn er óþekktur enn og upptök veikinnar, þótt menn hyggi að ^ún hafi borizt hingað með kara- ^U'l-hrútum. Veikin er orðin stað- )'Undin í landinu og er þegar kom- lri yfir mikinn hluta þess. Hún 'irðst ekki vera faraldur, sem 'iVerfur aftur fljótlega, heldur við- vurandi veiki, sem vinna verður bug á með lækningu og með því hún ,,rasi út” — féð safni mót- höðukrafti gegn henni — sem Setur þó tekið langan tíma. Vír- Sirðingar þær, sem lagðar hafa •erið, munu leggjast flatar í næsta ■‘Ujóavetri. Horfur þessar eru Wergi góðar, því að afkoma eænda hér í sýslu byggist nú ^Vrst og fremst á sauðfjárrækt. 'rerður nú að fara að hugsa vel l!lu það, hvemig plágu þessari verður mætt, án þess að landbúnað- 'lr hér falli í rústir. Verður þá ú:ð fyrsta að auka mjög ræktun ^autgripa, bæði til kjöts og mjólk- I)1'- En þá verður að stækka og ^ta túnin. Þau em hér lítil jCgna þess að bændur hafa aðal- ega búið við sauðfénað, sem hag- týtir bezt alls búfénaðar útskag- Hfltl og afréttimar. Árið 1937 lét Búnaðarsamband Suður-Þingey- inga mæla túnþýfið á sambands- svæðinu og reyndist það þá að vera um 250 ha. Er nú unnið að því að útrými því með öllu, svo að túnin megi verða öll véltæk og það sem allra fyrst. Garðyrkja getur bmgðizt hér um slóðir vegna næturfrosta á sumrin, en þó lærist nú betur og betur að hafa hennar not, þrát fyrir áfelli aí frostum. En svo þarf að koma hér rafmagn um allar sveitir, það yrði, fyrir landbúnaðinn, mesta lyftistöng, sem hægt er að eygja í dag. — Jæja! ekki meira um þetta að sinni. Hér var á árunum stofnað fiski- ræktar- og veiðifélag í vatnahverfi Laxár. Óvíst er að sá félagsskap- ur verði langlífur og það jafnvel helzt sökum þess, að heimildarlög þau, sem þessi félagsskapur bygg- ist á, eru með þeim furðulegu annmörkum, að hægt er að gera cinstaka félagsmenn ófjárráða, bæði til tekna og gjalda, af verð- inetnum eignum, sem veðsettar eru fyrir skuldum og skyldar til hárra opinberra gjalda, bæði til sveitar, sýslu og ríkissjóðs. Slíkt mundi enginn maður þola, enda kemur þetta í mótsögn við ákvæði stjórnarskrárinnar. Rólegt var hér í „pólitíkinni” á árinu. Þó vakti frestun kosn- inga til Alþingis nokkurt umtal, sömuleiðis þinghaldið í lok ársins og mun hugsandi mönnum hafa lítið þótt koma til þessara stjórna- ráðstfana. Vegna ,,samsteypunn- ar” varð lát á áróðri Hriflu-Jón- asar, en hann hefur nú um langt skeið haldið hér uppi áróðri með klíkufundum og þvættingsgreinum í „Tímanum”. En það er vitað, að aðaláhuigamál Jónasar er það að troða ofan í skítinn alla þá menn, sem ekki álíta hann sjálfan mikil- menni og strita við það að gera sannleikann að lýgi og lýgina að sannleika þegar hann, í þröngsýni sinni, álítur sjálfum, sér það ávinn- ing. En engum blöðum mun um það að fletta, að áróður Jónasar Jónssonar, hér í héraði, hefur valdið afturför í félagslegum þroska manna, aukið óeiningu og I hljóðskraf um náungann og valdið j siðferðilegri spillingu. Eg tel það engum vafa bundið, að með endi styrjaldar þeirrar, sem nú geisar, verði lokið dögum pólitískra málaskúma, og allra þeirra manna, sem halda uppi ill- vigum flokkadrætti innan þjóðfé- laganna. Þá verður gaman að lifa. Jón H. Þorbergsson. Eftir kosningarnar Smáskæruhernaður. Blaðið Tíminn finnur ýmsar leiðir til að viila lesendum sínum sýn um orsakir ósigursins í bæj- arstjórnarkosningunum. Gerir blaðið ýmist, að telja kjark í fylgimenn sína og benda þeim á, að ósigrinum beri að snúa upp í sigur með ötulu starfi, eða það leitast við að draga fjöðiur yfir, að um nokkurn verulegan ósigur hafi verid aö ræða. Kemst biað- ið þannig að þeirri niðurstöðu, að átökin um áhrif á bæjarmál Reykjavíkur hafi aðeins verið ,,smáskæruhernaður ” tlrvalslið. í sama blaði kemst formaður Framsóknarflokksins að þeirri niðurstöðu, að stríðsmenn Fram- soknarflokksins í Reykjavík sé ,,úrvalslið”, sem árum saman hafi orðið að þola „látlausa skot- hríð” andstæðinganna. Má það mikilli fuirðu gegna, að flokkur- inn skuli hafa úrvalslið sitt í „smáskæruhernaði” í stað þess að hafa það í sjálfri víglínunni, þar sem um eittlivað er að tefla. Málalið. Hitt mundi að vísu sönnu nær, að liðskostur Framsóknarmanna i Reykjavík væri málalið en ekki ,úrvalslið”. Flokkurinn fékk 1074 atkvæði við kosningarnar. Ef deilt er í þá tölu með tveimur koma út 537. Ætli það finnist ekki svo margir starfsmenn hjá S. 1. S-, Framsóknarflokknum og á opin- berum skrifstofum, sem settir hafa verið til starfa fyrir atbeina forustumanna Framsóknarflokks- ius? Sennilega eru þeir mun fleiri. En því er hér deilt með tveimur atkvæðatöluna, að gera má ráð ýrir, að konur málaliðsmannanna jreiöi atkvæði með mönnum sín- im og þeir, sem ókvæntir eru, :aíi til jafnaðar aflað ílokknum a. m. k. eins atkvæðis hver. Vlálalið er aldrei öruggt. Það má gera ráð fyrir, að Framsóknarílokkurinn hafi skip- að á herstöövar smar í Reykja- vík nokkrum fleiri mönnum en úrslit kosnmganna gefa til kynna. Nokkur hluti liösins hefur svikið, þegar í víglínuna kom. Það sýnir aö hér er um málaliöað aö ræða, því að það er aidrei öruggt. Á urslitastund getur það snúið vopnunum gegn þeim, sem leigði það. Sennilega heíur sá hluti mála liðsins, sem næst stendur Ey- steini Jónssyni kosið C-listann við þessar kosningar. „Setulið“. Það má telja fullvíst, að Fram- sóknarmenn hafi ca. 600 manna setulið í Reykjavík. Bæjarstjórn- arkosningarnar hafa leitt í ljós, að flokkurinn á ekkert raunveru- legt kjörfylgi í höfuðborginni. Það má telja fullsannað, að eng- inn maður í höfuðstaðnum, sem er flokki þessum óháður, greiði honum atkvæði við almennar kosningar. Þar að auki situr nokk ur hluti „setuliðsins” á svikráð- um við yfirboðara sína og not- Framh. á 4. síðu.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.