Þjóðólfur

Ataaseq assigiiaat ilaat

Þjóðólfur - 27.04.1942, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 27.04.1942, Qupperneq 1
Ritstjóri og ábyrsðarmaður: VALDIMAR jÓHANNSSOM Skrifstofa: Laufásv. 4. Sími 2923. Pósth. 761 Viðtalstími ritstjórans kl. I—2 alla daga nema laugardaga. Þjóðólfur kemur út á hverjum mánudegi. Misserisverð er kr. 6.00 og greiðist fyrirfram, í lausasölu 25 aura. Víkingsprent h. f. Efst d baugi UMHIRÐA og var/.la Mennta- skólasafnsins hefur orðið al- mennt umræðuefni síðan Þjóðólf- ur hreyfði því máli. Jóhann G. Möller alþingismaður hefur flutt í sameinuðu þingi tillögu til þings- ályktunar um málið, þess efnis að skora á kennslumálaráðuneyt- ið að hlutast til um skrásetningu safnsins og bætta vörzlu þess. Rektor háskólans hefur gert kost á því, að safnið yrði varðveitt með bókasafni háskólans unz úr rættist um hag Menntaskólans. Ennfremur ræða menn nú fleira um hag Menntaskólans almennt en venja er til. Hefur það öðrum þræði sprottið af umtali um bóka- safnið en hinum af þingsályktun- artillögu rektors um flutning skólans úr Reykjav ík. • • • OG það fer ekki milli mála, að í skólanum ríkir ekki sá ,andi’ sem vera ætti. Hann er gegnsýrð- ur af upplausn og agaleysi. Hrakningar skólans eiga að sjálf- sögðu verlegan þátt í þessu. Það er mikil þrekraun fyrir stofnun eins og Menntaskólann að vera svipt heimili sínu, hrakin á ver- gang og dæmd á annarra náð. Lítur blaðið á þau vandræði skól- ans af fullum skilningi og ætlar, að ekki hafi aðrir tekið málstað hans í þeim efnum röggsamlegar en gert var hér í blaðinu 17. nóv. sl. En Menntaskólinn hefur eltki aðeins verið sviptur heimkynni sínu. Hann hefur líka verið svipt- ur húsbóndanum. Rektor skólans hefur raunverulega verið tekinn frá embætti sínu og settur til ýmislegrar umsýslu, því óskyldu. Og þó að mál kunni að vera tor- sótt til fulls réttar á hendur of- ríkismönnum þeim, sem hafa heimili skólans á valdi sínu, ætti að vera auðvelt að skila skólanum aftur húsbóndanum. Það hlýtur að vera völ hæfra manna í þau störf, sem Pálmi Hannesson hefur verið tekinn til frá skólastjórn sinni. • • • ÞAÐ er annars næsta merki- legt íhugunarefni, og vei þess vert, að því sé nokkur gaum- ur gefinn, hvernig það má verða, að starfsmanni rikisins skuli beinlínis vera gert ókleift að rækja jafn þýðingarmikið em- bætti og Pálmi Hannesson gegn- ir. Svarið er raunverulega aug- ljóst. Orsökin liggur í sjálfu stjórnarfarinu. Valdaaðstaðan í þjóðfélaginu veltur á einskonar happdrætti. Pólitískir herstjórn- endur heyja harðvítuga styrjöld um völdin. Sigurinn er komínn undir dugnaði við undirróður og málafylgju. Blekkingar og lygar eru aðalvopn skeleggra áróðurs- manna. Það er til mikils að vinna. Taflið stendur um óskoruð yfir- ráð yfir réttindum hvers manns, eignum og aðstöðu í þjóðíélag inu. Sá styrjaldaraðilinn, sem er óvandastur að vopnum og ósvífn- astur í áróðri, ber hærra hlut. Eftir það á hann raunverulega Framh. á 4. síðu. Minun II. árg. Reykjavík, mánudaginn 27. apríl 1942. 11. tölublað Hernaðarásíandið hreisf óuenjvleera aðoerða Akvaeði stjórnarsbrárínnar um varnarsfeyldu á að koma tíl framkvæmda þegar í stað leOa DeFshrlstlilnig allra ilnulsm nanni. brla ig meui MÁLIN færast nú smátt og smátt á það stig, að menn fá ekki öllu lengur lokað augunum fyrir því, að hér ríkir geigvænlegt stríðsástand, sem tyiiir hugann spurn og kvíða Þar skoríir raunverulega ekkert á annað en það, að landið sé lýst í iiernaðarástand. IJin margvíslegra upplausn og röskun venjulegra hátta í athöfnum manna og samlifi, sem fylgir hernaðarástandinu eins og skuggi, hefur þegar sagt til sín hér í svo ríkum mæli, að ekki veröur vefengt. Og þó mun það enn aukast á næstu mánuðum. Varnarskylda Það virðist því einsætt, að íslendingum beri að fara að hætti striðsþjóða um margt. Hernaðarástand í löndunum er ekki gróðabrall, eins og virðist næsta útbreidd skoðun á ís- landi. Þjóðir, sem ekki hafa haft varnarskyidu, lögleiða hana jafnskjótt og siíkt ástand skapast. íslendingar þurfa ekki aö leiöa varnarskyldu í iög. Það er gert í 71. grein sijórnarskrárinnar. Hér þarf aðeins að setja lög um fram- kvæmd hennar, Þörfin er ótvíræð. Eðlilegt athafnalif liggur að verulegu leyti í rústum vegna upplausn- arinnar, sem skapazt hefur í landínu. Vegna legu landsins og stöðugri hættu á algerri siglingateppu er vinnan viö matvælaframleiðsluná þýðing- armestu störfin, sem inna þarf af hendi í þágu þjóðar- heildarinnar. Ekkert er þjóö- inni háskalegra en það, ef skip og bátar standa í nausti í stað þess að vera róið til fiskjar eða ef gras slægjuland- anna sölnar og fellur í stað þess að vera breytt í matvæli. Hrörnun framleiðslunnar er þegar tekin að segja til sín á óvefengjanlegan hátt. Mörg önnur óhjákvæmileg störf liggja niðri vegna upplausn- arinnar. Það er jafnvel ekki lengnr unnt að starfrækja jafn nauö- synlegar stofnanir og sjúkra- hús og geöveikrahæli vegna ekklu á vinnuafli. íslendingar eiga óskipt mál með stríðs- þjóðunum um það að öll raunveruleg verðmæti hrörna og ganga úr sér vegna öng- þveitisins í þjóöfjélaginu. Raunhæfar ráðstafanir Það virðist skoöun sumra manna, að á þessu verði ráðin bót með lítilfjörleguin kák ráðstöfunum. Það sé nægilegt að koma í veg fyrir það, að þeir menn, sem stunda verka- mannastörf, sinni atvinnu á vegum hinna útlendu herja. En hér er þörf á miklu víö- tækari og raunhæfari aðgerða. Varnarskylduákvæði stjórnar- skrárinnar á aö koma til fram- kvæmdar þegar í stað. Þaö ber að skrásetja alla vinnu- færa karla og konur. Sérhver starfsfær maður veröur aö leggja hönd aö þjóönýtum störfum. Það á að ganga jafnt yíir ríka sem fátæka. Sá, sem hefur komizt yfir óvæntan striösgróða, getur ekki fengiö orlof fyrir sig og sitt fólk frá nauðsýnlegri vinnu í þágu þjóöarheildarinnar. Varnar- skyldan gengur jafnt yfir alla. Hver sá, sem ekki getur gert grein fyrir því, að hann leysi af höndum gagnlega vinnu, verður kvaddur til starfs, þar sem skortur er á vinnandi höndum. Þeir, sem þversköll- uðust við að inna af höndum varnarskyldu yrðu settir til vinnu undir ströngum aga af hálfu þjóðfélagsins. Afleiðingarnar Framkvæmd þessara sjálf- sögðu ráðstafana mundi skapa gerbreytt viöhorf á fjölmörg- um sviðum.. Þarflaus og bein- línis þjóðhættuleg starfræksla s. s. rekstur hermannaknæp- anna mundi leggjast niður. Hundruð stúlkna, sem nú hafa lífsuppeldi sitt af því að vera gleðikonur útlendra manna myndu á ný hverfa að gagnlegri vinnu fyrir þjóðfé- lagið. Starfsafl yrði tryggt til allra nauðsynlegra fram- kvæmda. Matvælaframleiðsl- unni væri borgið og þjóðin væri svo vel á vegi stödd aö mæta óvenjulegum atburðum sem framast væri kostur. Með þvi, sem hér er sagt, er ekki gert ráð fyrir að vinnu- aflið yrði algerlega tekið úr þjónustu hersins. Um þaö yrði höfð samvinna við her- stjórn Bandaríkjanna á ís- landi. Hitt er augljóst, að þjóðin getur ekki lánað annað vinnuafl en það, sem hún get- ur án veriö. Nauðsynleg störf er ekki hægt að fella niður. Má óhætt vænta þess, að her- stjórnin virði þörf íslendinga sjálfra fyrir sitt starfsafí og beiti engum þvingunum' í þeim efnum. Hvernig á að tryggja framkvæmd hitaveit- unnar? Þaö hefur verið rætt um það nú um skeið, að hitaveita fyrir höfuöstaðinn yrði full- gerð fyrir haustiö. Til þess mun þurfa a. m. k. þúsund verkamenn. Eins og nú horfir mun erfitt að koma auga á, hvar þaö vinnuafl veröur fengið. Og þaö væri vissulega ekki rétt aö taka fólk frá nauösynlegum framleiöslu- störfum til þeirra hluta. En væri varnarskyldan komin í framkvæmd er auðvelt að ful’- gera hitaveituna með vinnu þeirra manna, sem annars leggja ekki hönd að slíkum störfum. Það væri vel hugsan- legt að kveðja Reykvíkniga, sem vinna að skrifstoíustörf- um, verzlun, iðnaði og blaða- mennsku, svo að eitthvað sé nefnt, til að vinna í hitaveit- unni um ákveðinn tíma, t. d. hálfan mánuð hver maöur. Það færi vel á því, að menn eins og Jón Árnason og Björn Ólafsson stórkaupm., Ragnar í Smára og Jónas Jónsson, Einar Olgeirsson og Jón Ey- þórsson ynnu að því hlið við hlið um nokkurn tíma að tryggja framgang mesta nauö- synjamáls Reykvikinga. Þörfin getur orðið ótví- ræðari en nú er Það er hernaðarástand á íslandi eins og í þeim lönd- Framhald á 4. síðu. Framkvæmdir á Dalvík Þorsteinn Jónsson oddtíiti á Dalvík. hefur dvalizt i bœnum nú um nokkra hrí8 i erindum hrepps nefndarinnar. — ÞjóÖólfur kpm aÖ máli tíiÖ Þorstein og spurði tíÖ- inda. — Fyrirhugað er að auka hafnarmannvirki þorpsins nokk- uð á þessu sumri, segir Þorsteinn. Er ætlunin að lengja brimbrjót- inn og bryggju, sem er áföst við hann, um 60 m. Verður lengd hafnarmannvirkjanna þá um 180 m. og dýpi við bryggjuna um 4 m. Er þorpið þá sæmilega á vegi statt hvað hafnarskilyrði snertir, þótt ekki verði hinum fyrirhuguðu hafnarmannvirkjum lokið með þessu. — Hefur hreppsfélagið aflað sér fjár til þessara framkvæmda ? — Ég hef verið hér fyrir sunn- an í þeim erindagerðum. Hefur mér tekizt að tryggja hreppnum lán til verksins hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar. Lánskjörin eru hin aðgengilegustu. Féð er lánað til 25 ára með 4'/2% ársvöxtum, og er lánið afborgunarlaust fyrstu 25 árin. — Hvað er kostnaðurinn áætl- aður ? — Til að fullgera þessa 60 m. af garðinum, ásamt bryggju, er áætlað, að þurfi 310 þúsund. — Verkið er framkvæmt í ákvæð- isvinnu, að frátekinni bryggju- smíði og krónusteypu af þeim Christensen og Jóni Gíslasyni á Siglufirði. — Hvaða fleiri verklegar fram kvæmdir eru fyrirhugaðar í Dal- vík og Svarfaðardal ? — Það hefur lengi verið áhuga mál Svarfdælinga, að fá sveitar- síma, og var seinast gerð sam- þykkt þar að lútandi á hrepps- fundi í vetur. Ég hef leitazt við að þoka því máli áleiðis, en með litlum árangri. Til slíkra fram- kvæmda skortir nú margt, sem ekki er auðvelt að afla, eftir því sem póst- og símamálastjóri tjáir mér. — Rafveitumál Dalvíkur eru aðkallandi verkefni, sem verður að leysa. Skolpleiðslur er fyrirhugað að leggja um þorpið á þessu sumri, enda mikið nauð- synjamál. Er nú verið að ganga frá skipulagsuppdrætti þorpsins áður en þær framkvæmdir hefj- ast. \ — Og afkoman er góð ? — Já, afkoma einstaklinganna og sveitarfélagsins er óvenjulega góð. A síðastliðnu ári var jafnað niður mjög hárri útsvarsupphæð á okkar mælikvarða. Þrátt fyrir það varð innheimta útsvaranna með meiri ágætum en nokkru sinni fyrr.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.