Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 15.06.1942, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 15.06.1942, Blaðsíða 3
ÞJÖ.ÖÖLÉ'.UB 3 Grefar Fells; Hvers vegna ég er Þjóðveldismaður CTC* geri iáð fyrir að þeir, sem standa að stofnun hins s vo- kallaða flokks Þjóðveldismanna, séu ósammála um marga hluti, og jafnvel um sumt það, er við kcmur sjálíum flokknum. En þeir munu þó vera sammála um það, sem mestu máli skiptir, svo sem um það, að mikil og brýn þörf sé á samtökum frjálsra og ó- háðra manna til þess að reyna að hnekkja, ef unnt væri, flokks- ræði því, er nú ríkir og ríkt hefur um alllangt skeið í íslenzkum stjórnmálum, og kenna þjóðinni að finna aftur sjálfa sig sem ó- skipta heild, — sem þjóð. Mig langar til þess að gera í örstuttu máli grein fyrir því, hvers vegna ég tel rétt að taka þátt í þessum samtökum. 1) Sú sannfæring hefur alltaf verið að festast og styrkjast með mér, að stéttaflokkar eigi aðeins rétt á sér sem fagfélög, en að ekki nái nokkurri átt, að ríkinu sé stjórnað frá meira eða minna nærsýnum stéttars j ónarmiðum. — Það lýðræði, sem er í raun réttri ekki annað en ein tegund borgarastyrjaldar, leiðir ævin- lega, fyrr eða síðar, til algjörs stjórnleysis og upplausnar eða til einræðis. — Svo er komið hér hjá oss, að þjóÖarheildin sjálf á naumast nokkurn fulltrúa á þingi. Hún er einskonar munað- arleysingi, sem á einnig formæl- endur of fáa utan þings. Þetta þarf að breytast. — Vér þurfum að fá nýja menn til starfs á vett- vangi stjórnmálanna, frjálslynda, vitra, víðsýna menn, er hafi heilbrigða yfirsýn yíir hin Gretar Fells. þjóðfélagslegu vandamál, og kosti kapps um að finna á þeim þær lausnir, er þjóðarheildinni séu fyrir beztu. — 2) Flokkspólitíkin hefur bæði leynt og ljóst þau áhrif á hugi manna, sem standa ekki á verði gegn henni, að þeir sljóvgast og forherðast gagnvart því, sem Englendingar nefna ,,the finer things of life“ — háleitum við- fangsefnum lífsins sjálfs. Þetta er staðreynd, en ekkert mun- klökkvakennt hjal út í loftið. Hversu oft hefi ég ekki orðið að horfa á eftir kunningjum mínum — mér til mikillar raunar — inn í fangelsi flokkanna — og séð þá verða smám saman bæði að leið- inlegri og verri mönnum ! — Mér hefur fundizt þeir hverfa inn í einhverja hamra, — ekki inn í neinar álfaborgir, heldur tröll- hamra! Þetta er því leiðinlegra, sem sumir ílokkarnir hafa óneilan- lega ýmsar góðar hugsjónir á stefnuskrá sinni. En hin öfga- kennda flokkshyggja verður til þess, að manngildið verður að þoka fyrir flokksgildinu, og flokksmaðurinn hverfur inn í blmda hópsál, — hættir næstum því að vera einstaklingur. — Hann hugsar sem flokksmaÖur, , finnur til sem flokksmaÓur og af- hendir viíja sinn flokkshyggj- unni. Hann verður ekki fyrst og fremst þjóSfélagsþegn, heldur flokhþagn. 3) Hér vantar flokk, er sé raunverulegur flokkur allra stétta, íslenzkur þjóðflokkur, er taki að sér munaðarleysingjann, hina íslenzku þjóð. Þessi flokk- ur má ekki verða að öfgafullum þjóðrembingsflokk heldur á hann að vera þjóðrœktarflokkur, — einskonar forsjón og um leið samvizka þjóðarinnar allrar, og því hafinn yfir allar stéttir og starfsgreinar. Ég er að vona að flokkur Þjóðveldismanna geti orðið slíkur flokkur. 4) Ég er sannfærður um, að þótt flestir stjórnmála-,,ismar ’ hafi eitthvað til síns máls, er það þó aðeins einn ,,ismi“, sem er hið eina nauðsynlega, en það er ,,humanismi“, — sönn mann- göfgi, góðvild og víðsýni. Skyn- samlegt skipulag er gott og bless- að, og sjálfsagt að reyna að koma því á, þar sem hægt er, en það verða þó alltaf mennirnir, sem með skipulagið fara, sem fyrst og fremst verður að rækta, ef vel á til að takast. Mennirnir verða alltaf sál skipulagsins, ef svo mætti segja. Og mér liggur við að segja við flokkana: Þér megið gjarna eiga mest af yðar skipulagi, en skilið oss umfram allt aftur -— mönnunum. I 5), Þjóðin þarf að eiga ein- hverja sameiginlega hugsjón, , sem hún getur fylkt sér um, — ! einhverja stjörnu, sem geti verið henni bæði dagstjarna og nætur- stjarna, — leiðarljós í meðlæti og 1 mótlæti. — Hver á þessi hugsjón i; að vera ? Er ekki eðlilegast og líklegast til einhvers árangurs, að sú hugsjón sé að einhverju leyti ! tengd við hamingju sjálfrar þjóð- arinnar, — að hún sé einskonar 1 draumur hennar um sig sjálfa ? — Ef hér á að skaþast það, sem kalla mætli nýja þjóðarvitund, er 1 augljóst, að beina verður athygl- I inni frá flokkunum, hinum ein- stöku hagsmunahópum, en að þjóðinni sjálfri sem einni heild. Og mönnum verður að lærast að líta á hana — ekki aðeins sem eina sálfræðilega og andlega heild, heldur einnig sem eina hagsmunaheild, er verði að sitja í fyrirrúmi fyrir öðrum minni hagsmunahópum. 6) Það hljómar einkennilega, en samt er það satt, að inn í hið pólitíska líf þurfa að koma nýir ópólitískir menn. En þegar kom- izt er að orði á þessa leið, er það vegna þess, að orðið ,,pólitík“ hefur í raun og veru fengið alveg sérstaka merkingu í hugum manna, vegna þess hvernig farið hefur verið með það, sem í hug- takinu felst. — Orðið ,,pólitík“ hefur í hugum margra manna orðið að einskonar samnefnara fyrir illdeilur, persónulegar Vœr- ingar, Valda- og metorðastreitu, og fleira af slíku tagi. Er það al- veg nauðsynlegt, að orðið ,,póli- tík“ haldi alltaf áfram að vera eins konar táknheiti slíks ófagn- 1 aðar ? 7) Þrátt fyrir allt elskum vér ís- lendingar hina íslenzku þjóð í heild sinni, hversu flokksbundn- ir, sem vér kunnum að vera. Vér erum og viljum fyrst og fremst vera íslendingar, jafnvel þótt svo líti út stundum, sem sumir sjái aðeins hina íslenzku þjóð í ein- hverri einni stétt. Þessa heil- brigðu eðlisákvörðun á að styrkja og glæða á viturlegan og hófsam- legan hátt, — virkja hana, ef svo mætti segja, í þágu hinnar ís- lenzku þjóðar. — Þjóðleg eining, sem byggð er á réttlæti og frjálsu samstarfi þegnanna, er öllum stjórnmálastefnum ofar. — Sam- fylking allra íslenzkra manna undir hinum íslenzka fána til bróðurlegrar samvinnu um ís- lenzka þjoðrœkt. — Það er þetta sem er hinn raunVerulegi ,,ís- lenzþi málstaður', ef hann er nokkur til. Ef mér skjátlast ekki því meir, mun eitthvað svipað því, er hér hefur lýst verið, vaka fyrir hinum nýstofnaða flokki Þjóðveldis- manna. Þess vegna fylgi ég hon- um að málum, og þess vegna hef ég léð nafn mitt á lista þann, er hann hefur nú borið fram við næstu kosningar til alþingis hér í Reykjavík. Eitthvert blað var hér á dögunum að senda mér tóninn, — hinn venjulega pólitíska tón— út af þessu tiltæki og búa til skáldsögu um það. Það læt ég mig litlu skipta. — En ef ég gæti átt einhvern þátt í því, að orðið ,,pólitík“ mætti fá annað og æðra innihald í hugsun góðra manna og hugsandi en það hefur nú, er nafn mitt mér ekki svo dýrmætt, að ég kveinki mín hið minnsta, þótt það kunni að verða fyrir nokkrum aurslettum. — Það munar ekki mikið um einn blóð- mörskepp í mikilli sláturtíð! — Gretar Fells. Gtillsmíða~ vinnustofu hefi ég opnað í Hverfisgötu 90. Aðalbjörn Pcíursson gullsmíður. Sími 4503. iXMIW er miðstöð verðbréfavið- skiptanna. — ísírui 1710. ur, harla fátæk, skýtur yfir hann skjólshúsi. Dregur hann þar fram lífið um hríð, og er þó lítt hald- inn. Ekki liðu langir tímar, þar til rættist úr fyrir Sigurði. Hafði Konráð Gíslason frétt af piltinum og séð að hann var í nauðum sladdur. Konráð þekkti fólk hans heiman úr Skagafirði og ákvað að hjálpa drengnum úr krögg- unum. Gekkst hann íyrir því, að merkum dönskum listmálara voru sýndar myndir Sigurðar, er hann hafði gert á íslandi. Leizt honum svo vel á, að hann bauð Sigurði til sín og kenndi honum ókeypis. Þarna dvaldi Sigurður í all- góðu yfirlæti um skeið. Síðar þennan sama vetur skeði það, að Hetsch, prófessor við listaskól- ann í Kaupmannahöfn, kom heim til kennara Sigurðar, og sá myndir þær, sem drengurinn hafði teiknað. Þótti honum þær svo vel gerðar, að hann bauð Sigurði á listaskólann. Þessu boði varð Sigurður harla feginn og tók því tveim höndum. Nú sá hann opnast fyrir sér þau lönd, sem áður hafði aðeins hillt undir í dráumum og vonum, löud fegurðar og listar. Nú vann hann líka af kappi, því að þessu sinni var hugurinn heill og óskiptur við starfið. Hér biðu hans við- fangsefni, sem honum hæfðu, enda gekk skólanámið prýðisvel. Ymsir góðir Islendingar tóku að veita þessum unga manni at- hygli. Jón Sigurðsson kynntist honum og sá þegar af skarp- skyggni sinni, hvað í piltinum bjó. Gekkst hann fyrir samskot- um handa Sigurði, og styrkti hann með ráðum og dáð, svo að hann gæti haldið náminu áfram, Dvaldi Sigurður nú á listaskólan- um um hríð og undi vel hag sín- um. 111. Það er hægt að gera sér í hug- arlund, hvernig þeim manm hefur verið innanbrjósts, sem ekki átti annað málefni heilagra en að hlynna að íslenzkum verð- mætum, íslenzkri menningu, og er settur í þá sáru raun að dvelja í Reykjavík, eins og hún var um miðja 19. öld. Þar réðu öllum bæjarbrag og aldaranda fáeimr embættismenn, danskmenntaðir, dansk sinnaðir, — danskir ís- lendingar — eins og skáldið komst að orði. Og eftir höfðinu dönsuðu límirnir. Þjóðernis- kenndin svaf værum svefni í flestra brjóstum. Þegar Jón Sig- urðsson og menn hans hvöttu til dáða, fengu þeir hljómgrunn víða úti um landsbyggðina, en Reykjavík var þeim að verulegu leyti lokaður bær. Heim til þessa dansklundaða bæjar flutti Sigurður málari árið 1856. Það væri synd að áð segja, að honum hafi verið tekið opn- um örmum. Listþroski Reykvík- inga var þá af harla skornum skammti, og litu flestir á slíka hluti sem hégóma einan. Sigurð- ur hafði fullan hug á að kenna löndum sínum að meta það sem fagurt væri, og þroska smekk þeirra í listrænum efnum. En jafnframt vildi hann vekja og efla þjóðerniskenndina, því ís- lendingur var hann, fyrst og fremst. Þess vegna ætlaði hann að afla sér fyrirmynda í íslenzk- um fornsögum, og tók nú að lesa þær af kappi. Það átti ekki fyrir Sigurði að liggja, að verða mikill listmálari. Ovíst er þó, að hann hafi skort hæfileika til að komast langt á þeirri braut. Hitt mun sönnu nær, að þroskaleysi landa hans hafi orðið til að beina hinum list- rænu hæfileikum inn á aðrar götur. Þegar Sigurður hafði lesið fornsöguinar ofan í kjölinn, og kynnst menningarástandinu með þjóð sinni, fann hann sárlega til þess, hversu „feðranna frægð, var fallin í gleymsku og dá,“ Honum sveið það mjög, að danskur hugsunarháttur og dönsk tízka, höfðu rutt flestu því úr vegi, sem gamalt var og þjóð- legt. Hann fann til þess, að nú var þörf öruggra landvarna- manna, til að stemma stigu gegn erlendri ómennsku, og taka upp þráðínn, þar sem hann hafði verið slitinn við hrun hins forna þjóðveldis. Hann hafði lesið um hinn glæsilega búning karla og kvenna, sem lýst er í íslendinga- sögunum. Hann bar þær lýsingar saman við það, sem hann hafði daglega fyrir augum, hinn ó- smekklega kvenbúning samtíðav- innar, afkáralega eftiröpun er- lendrar tízku. Hér sá hann verk- efni að sínu skapi. Hann tók að kynna sér hinn forna kvenbún- ing af miklu kappi, og skrifaði að því búnu merka ritgerð í ,,Ný félagsrit“, þar sem hann ræðir þessi mál. Upp frá þeirri stundu, vann Sigurður að því með oddi og egg, að útbreiða hinn þjóð- lega kvenbúning. Varð honum í því efni mikið ágengt, eins og landskunnugt er. IV. Nú var Sigurður kominn inn á hina þjóðlegu braut, og upp frá því hélt hann æ lengra áfram éft- ir þeim vegi. Næsta átak hans var það, að koma upp forn- menjasafni í Reykjavík. A ferðum sínum um landið, til að afla þjóðbúningnum tylgj- enda, hafðj Siguröur rekizt á ýmsa merkilega hlutj, er snertu menningarsögu liöinna aida. Tók hann strax að satna þessum hlutum, eftir því sem húsrúm og efnahagur leyfði. Síðan færði hann mál þetta í tal við vini sína, og voru þeir honum sammála um nauðsyn safnsins. Var ákveðið að herja á yfirvöldin, og reyna að kría út úr þeim ókeypis hús- rúm handa safninu. Sigurði var það ljóst, að hann var maður ó- vinsæll og illa liðinn hjá þeim, sem með völdin fóru. Hann þótt- ist því hvergi vera við málið rið- inn á opinberum vettvangi, en undirbjó það í kyrrþei. Fékk hann Jón Arnason til að gangast opinberlega fyrir stofnuninni, og tókst það giftusamlega. Að Sigurður hafi farið nærri um hug valdhafanna í sinn garð, ma marka a litlu atviki. Þegar það kom í ljós, hver var for- göngumaður og helzta drif-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.