Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 03.08.1942, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 03.08.1942, Blaðsíða 1
Útgefandi: MUNINN h. f. Afgreiðsia og auglýsingar: Laufásvegi 4, sími 2923. Þjóðólfur kemur út á hverjum mánudegi og aukablöð eftir þörf- um. Verð kr. 6.00 á misseri. í lausasöiu 25 aurar. Askriftargjöld greiðist fyrirfram. Víkingsprent h. f. Tveír sfjórnmálaflokkanna keppasf víð að yfírbjóda hvor annan i fíllðgum um sfórfelld fjárframfðg fil vanhugsadra rafveífuframkvœmda í dreífbýlinu Er átthagafjotur oreigabúskaparins hug- sjón Framsóknarforíngjanna? CTRFIÐLEIKAR landbúnaðarins eru öllum góðum mönnum og hugsandi varanlegt áhyggjuefni. Hvorttveggja er, að þjóðin getur ekki látið niður falla framleiðslu landbúnaðarafurða og svo hitt, að dug- andi og velmegandi bændastétt er þjóðfélaginu hin mesta stoð og öryggi. En fólkið heldur áfram að flýja sveitirnar, þrátt fyr- ir öll ræðuhöld og hvatningarorð þeirra, sem fyrstir sneru baki við sveitunum og leituðu í þéttbýlið við sjóinn. íbúar sveitanna una ekki þeim kjörum, er þær hafa að bjóða. Það er staðreynd, sem ekki þýðir að neita að horfast í augu við. getið. Úti um byggðir íslands Orusturnar á Austurvígstöðvunum, sem háðar hafa verið nú að und- anförnu og álitnar eru hrikaleg- ustu átök styrjaldarinnar, er átt hafa sér stað til þessa, hafa að vonum dregið að sér óskipta at- hygli manna um gervallan heim. Þýzka hernum hefur orðið mikið ágengt og talsmenn Rússa fara ekki dult með, að mjög óvænlega horfi fyrir þeim. Þjóðverjar hafa lagt undir sig hina auðugu Don- lægð, sem er mikilsvert iðnaðar- svæði, ráðizt yfir Don og brotizt gegnúm varnarlínu þá, er rauði herinn hafði myndað meðfram fljótinu, á breiðu svæði. Þeir hafa brotið upp hliðið að Káka- sus, tekið hina þýðingarmiklu borg Rostov og ýmsa aðra staði, sækja að Stalingrad og ógna flutningum Rússa eftir Volgu. Kornforðabúr Rússlands eru nú í höndum þýzka hersins og varn- argeta Rússa lömuð eftir missi ýmissa þýðingarmikilla borga, iðnaðarstöðva og mikilsverðra landssvæða. Rússar verjast afburða vel, en hafa þó yfirleitt orðið að láta undan síga. Gefa þeir ekki upp neinn stað fyrr en í fulla hnefa, verja hvern skika lands til hins ítrasta og gera hvert hús að vígi, enda eiga þeir nú mikið í húfi. Virðist ekki ofmælt, þótt sagt sé, að þeir leggi allt í sölurnar til að stemma stigu við hinni þýzku sókn. Framháld á 4. síðu. Þannig berjast sum þessara blaða með Bandamönnum, en eru harðvítugir andstæðingar Rússa og Sovétríkjanna. Al- þýðublaðið og Þjóðviljinn heyja harða hildi útaf því, hvorum beri meiri stríðsheiður, Rússum eða Bretum. Og málgagn heimskunnar hefur lýst því yfir í eitt skipti fyrir öll, að Rússar geti ekki rekið stríð og eigi allt sitt undir hinum engilsaxnesku stórveldum. Stundum er hægt að brosa.... Hernaðarrekstur dagblaðanna í Reykjavík er ekki alltaf ajvar- legs eðlis. Það er stundum hægt En hvernig stendur á því, að fólkið unir ekki kjörum sínum í sveitunum? Eru þær ekki byggi- legar? Er íslenzka moldin ekki hæf til ræktunar? Hefur rækt- anlegt land á íslandi ekki upp á að bjóða þá möguleika, er freisti að brosa góðlátlega að honum og henda gaman að því að fólki, er blöðin rita og ekki vita sitt rjúkandi ráð í öllu áróðursmold- viðrinu. En stundum verður brosið að víkja fyrir undrun og gremju yfir framferði þeirra manna, er virðast hafa gleymt því, að þeir eiga skyldur að rækja við land sitt og þjóð, án tillits til þess, hvar þeir hafa skipað sér í herþjónustu. Árásin á sjúkrahúsin. Fyrir viku síðan flutti Morg- unblaðið, er berst í liði Breta og Bandaríkjamanna, en í and- dugandi manna til að gera sér það undirgefið? Landbúnaðurinn er óarðbær rekstur. Ekkert af þessu er rétt til stöðu við Rússa, gífuryrta frá- sögn um fjandskap Landsspítal- ans í garð þessara stórvelda. Alþýðublaðið tók þegar undir. Kunnu blöðin þau tíðindi að segja, að Landsspítalinn hefði neitað að lina þjáningar amer- ísks hermanns, er þangað hefði verið fluttur illa særður. Létu þau sér um munn fara mörg orð og fjálgleg útaf þessum dæma- fáa ódrengskap, sem ætti sér ekkert fordæmi meðal siðaðra þjóða. Jafnvel ófriðarþjóðirnar veittu særðUm andstæðingum aðhlynningu, en á íslandi réði þjóðerni því, hvort særðum mönnum væri veitt bráðasta að- hlynning eða ekki. — Alþýðu- blaðið kryddaði frásögn sína með því að draga fram í dags- Ijósið ársgamlan óhróður um Landakotsspítala, af sama toga spunninn. Létu blöðin í ljós mikla hryggð sína yfir þessum atburði og gátu varla komið orðum að því, hvað þau skömm- uðust sín fyrir þjóð sína. Hörfað til fyrri stöðva. En leiftursókn hinna stríðandi blaða var brátt brotin á bak aft- ur. Að örfáum dögum liðnum Framhald á 4. síðu. eru nær ótæmandi möguleikar, sem enn eru lítt eða ekki not- aðir. Astæðan til flóttans úr sveit- unum er sú, að rekstrarfyrir- komulag landbúnaðarins á íslandi er með þeim hætti, að hann svarar ekki arði. Þrátt fyrir vonlaust strit, tekst bændum ekki að skapa sér lífvænleg kjör við bú- skapinn. Landbúnaðurinn er í höfuðatriðum enn rekinn með aldagömlum aðferðum, sem ekki samsvara kröfum tímans. Hvað hefur verið gert fyrir landbúnaðinn? Foringjar Framsóknarflokks- ins telja sig hinn mikla bjarg- vætt landbúnaðarins á íslandi. En hvað hafa þeir gert til að létta honum örðugleikana? Hafa þeir beint orku sinni að hinu eina sjálfsagða verkefni, að því að umskapa landbúnaðinn, greiða fyrir því að hann mætti verða rekinn með nútíma sniði og færast í arðbært horf? Nei, það hafa þeir ekki gert. Þeir virðast þvert á móti hafa litið á það sem köllun sína, að efla varanlega bágindarækt í dreifbýlinu og koma á fullkom- lega skipulögðum öreigabúskap. Átthagafjötrar. Foringjar Framsóknarflokks- ins hafa læst átthagafjötrunum að einyrkjunum, sem heyja von- lausa baráttu inn til dala og úti um annes á hrjóstrugum, lítt ræktuðum jörðum. Þeir hafa varið opinberu fé til að reisa stórbyggingar á þessum stöðum, leggja þangað vegi og síma, jafnvel til að reisa nýbýli á ber- um holtum og óræktuðum mó- um. Þessar óhreyfanlegu eignir hafa neglt einyrkjana fasta í einangruninni og fátæktinni, neytt þá til að bjargast á opin- berum styrkjum og meinað þeim öll bjargráð, hversu sem kynni að blása í hinum búsæld- arlegri hlutum landsins, þar sem leggja ber grundvöll að land- búnaði framtíðarinnar: Kapp- Er þriðji málstaðurinn gleymdur? er alláberandi, að menn skiptist hér á landi í andstæðar fylkingar eftir afstöðu sinni til stríðs- aðilanna. Stríðsáróðurinn hefur stigið mönnum óþægi- lega til höfuðs. Það virðist jafnvel gleymt, að ekki sé aðeins um að ræða málstað annarshvors stríðsaðilans, heldur einnig þriðja málstaðinn, íslenzka málstaðinn. Dagblöð höfuðstaðarins eru fremst í flokki um að álíta málstað einhvers stríðandi stórveldis það eina, er máli skipti. Þau fara í stríð við landa sína, ef þau álíta þá á öndverðum meið við „sitt“ stórveldi. Og svo nákvæmur er stríðsrekstur þessara blaða, að þau gera mikinn innbyrðis mun þeirra þjóða, er berjast undir hinu sameiginlega merki Bandamanna. ,f> EITT af helztu skáldum þjóð- arinnar, Magnús Stefáns- son (Örn Arnarson), lézt í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði laug- ardaginn 25. f. m. Magnús fæddist að Kverkár- tungu á Langanesströnd 12. des. 1884 og var því á 58. aldursári, er hann lézt. — Hann var af fá- tæku fólki kominn og varð snemma að bjargast af eigin ramleik. Lagði hann stund á margvísleg störf, meðan æfin entist og þótti hinn nýtasti mað- ur. Honum varð lítillar skóla- göngu auðið í æsku, en aflaði sér því meiri menntunar með lestri. Var hann maður gagn- menntaður og víðlesinn, svo að af bar. Hann áttti jafnan við heilsuleysi að stríða. Þjáðist hann af hjartasjúkdómi — og lá hvað eftir annað stórlegur af þeim ástæðum, unz sjúkdómur þessi varð honum að aldurtila nú fyrir viku síðan. Með Magnúsi er gengið til viðar eitt af stórbrotnustu og mikilhæfustu skáldum vorum. Hann snart strengi hörpu sinn- ar með kynlegum töfrum og náði þegar í fyrstu ljóðum sín- um inn að hjarta þjóðarinnar. Unnendur óðs og snilldar drúpa höfði við fráfall hins hjarta- prúða og hlédræga drengskap- armanns, er helzt ekki taldi sig til skálda. ræktuðum sambyggðum vel- megandi bænda, er búa að öll- um þeim skilyrðum, er landið hefur bezt að bjóða: Auðrækt- anlegri mold, jarðhita, rafmagni frá fallvötnum, öruggum og greiðum samgöngum við aðal- markaðsstaðina. Staðið í vegi fyrir þróuninni. Þegar ljóst varð, að landbún- aðurinn dróst aftur úr í hinni atvinnulegu þróun og hætti að svara arði, bar auðvitað að greiða fyrir þeirri sjálfsögðu þróun að hann mætti umskap- Framhald á 4. síðu.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.