Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 14.09.1942, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 14.09.1942, Blaðsíða 2
2 ÞJÓÐÓLFUR NMHUIR Mánudagurinn 14. septemher 1942. Ritstjóri: Valdimar Johannnson Rit^tjórn: Skólavör6ustíg 3. Stmi 4964 íþt Á BAUGI ÞÖGNIN ROFIN! Þögnin um „sjálfstæðismálið“ hefur veri rofin með óstöðvandi straumi fúkyrða, landráða- brigzla og illmælis. í síðustu viku hófust um málið flokkspóli- tískar deilur á Alþingi, er um sið laust orðbragð, persónulegar ó- þverra-skammir og algert virð- ingarleysi fyrir máli, er einu sinni var þjóðinni heilagt mál minntu helzt á orðbragð purkun- arlausra götudrengja. Samherj- arnir gömlu frá „þjóðstjórnar“- tímabilinu notuðu þetta tæki- færi til að svívirða hvorir aðra með þeim hraklegustu orðum, er tungan geymir. Stóðu þar fremstir í flokki fyrrverandi og núverandi forsætisráðherrar, þeir Hermann Jónasson og Ólaf- ur Thors. í þessari ófrægilegu skamma- hrinu var uppskátt gert um meg inefni allmargra lokaðra funda, er Alþingi hafði haldið um mál- ið undanfarinn mánuð. Þagnar- heiti og þinghelgi er létt á met- unum hjá „leiðandi" mönnum þjóðarinnar, þegar tækfæri gef- ast til ærumeiðinga og mann- skemmda. TILBÚIÐ „SJÁLFSTÆÐISMÁL" Tilefni hins vansæmandi og Þjóðhættulega götudrengja orð- bragðs á Alþingi í sambandi við riftun stjórnarfarslegi’a tengsla við Danmörku var frumvarps- nefna ríkisstjórnarinnar um breytingu á stjórnarskránni. Kákbreyting sú átti að koma í staðinn fyrir „síðasta skrefið í sjálfstæðismálinu“, sem Ólafur Thors var búinn að auglýsa, að hann ætlaði að stíga á þessu sumri. En þegar til átti að taka, ráku stjórnarvöldin sig á „ný ó- vænt viðhorf í sjálfstæðismálum þjóðarinnar“, eins og það er orð- að í greinargerð ríkisstjórnar- ' innar fyrir gervibreytingu þeirri er samþykkt hefur verið á stjórn arskránni. í umræðum þeim á þingi, er hér að framan hefur verið vikið að, hefur það svo ver- ið gert uppskátt, að þessi nýju viðhorf séu tilmæli frá stjórnar- völdum Bandaríkjanna. Hinn smánarlegi hringlanda- háttur og vansæmandi háttsemi j íslenzkra stjórnmálamanna varð ^ andi sambandsmálið á sér hins j vegar dýpri rætur. Frumorsak- anna er að leita til óviðurkvæmi legrar málafylgju gamals, von- svikins manns, er vildi bæta sér upp margháttað skipbrot í lífinu með því að gerast „sjálfstæðis- hetja“ og réttur arftaki Jóns Sig- urðssonar. Hið marghrjáða gam- almenni hélt um skeið uppi þrá- látum orðræðum um það, að leiða bæri til lykta lokaþátt sjálfstæðismálsins með fullu sjálfstæði íslands fyrir meira en einu ári síðan. Var Þó hverjum skynbærum manni ljóst, að sjálf stæðisbaráttu íslendinga lauk með sigri hins íslenzka málstað- ar með íslenzk-danska sam- bandslagasáttmálanum. Síðan 1918 hafa íslendingar verið sjálf- stæð þjóð, þ. e. a. s. 1 sjálfsá- kvörðunarréttur þeirra hefur verið viðurkenndur og íslenzka ríkið skoðaður sem hliðstæður og samningshæfur aðili við önn- ur ríki. ísland og Danmörk voru aðeins tengd saman með mál- efnalegum samningi, er íslend- ingum var í sjálfsvald sett að rifta endanlega nú um þessar mundir. Allt tal um „sjálfstæð- isbaráttu", „Danakúgun“ „dönsk yfirráð“ og annað slíkt var því helber uppspuni. „Sjálfstæðis- barátta“ sú, sem sumir íslenzkir stjórnmálamenn hafa látizt heyja af hálfu þjóðar sinnar nú um nokkurt undanfarið skeið, er því algerlega „tilbúin“. Þar er aðeins um að ræða vanmátt- ugar tilraunir lítilla karla til að eignast ódýra skrautfjöður í sinn eigin hatt. NAUÐSYNLEGAR RÁÐSTAFANIR Þegar samband íslands og Danmerkur rofnaði með óvænt- um hætti í yfirstandandi styrj- öld, var íslendingum nauðsyn- legt að gera ýmsar óhjákvæmi- legar bráðabirgðaráðstafanir. 10. maí 1940 tók Alþingi þá sjálf- sögðu og óhjákvæmilegu afstöðu að flytja staðfestingarvaldið inn í landið. „Sjálfstæðishetjan“ frá 1941 beið ósigur , þegar bráðabirgðaákvæðum um með- ferð konungsvaldsins var breytt á því ári í það horf, að sérstök- um ríkisstjóra, er Alþingi kýs, var falið staðfestingarvaldið. Sú skoðun fékk ekki byr þá, að nauðsyn bæri til að svipta Kristján Danakonung þeirri nafnbót að kallast konungui’ ís- lands. Yfirlýsing Alþingis um einhliða rétt til að rifta sam- bandslagasáttmálanum, orkar að vísu tvímælis, en að öðru leyti vottuðu aðgerðir þingsins það, að til væri vottur um siðgæði í heimi íslenzkra stjórnmála. Á þessu ári reis upp ný „sjálf- stæðishetja“, sem hugsaði sér til persónulegs ávinnings af van- hugsaðri ráðabreytni varðandi sambandsslitin. Það hefur þegar bakað allri þjóðinni varanlega smán. Þessar tiltektir mættu engri mótspyrnu annarra stjórn- málamanna fyrr en háðungin og niðurlægingin blasti við allra augum. Þingflokkur Framsókn- armanna vill nú, þegar berar eru afleiðingar þessa frumhlaups, þvo hendur sínar af málinu. En sá vilji mun honum endast skammt til að bjarga „heiðri“ sínum. Tveir helztu foringjar Framsóknarflokksins, þeir Jónas Jónsson og Hermann Jónasson hafa látið bóka það eftir sér, að þeir telji „sjálfsagt að ljúka nú í sumar eða haust sambandsslit- um við I)anmörku“. Núverandi „stjórnmálaleiðtogar á íslandi eru því allir jafnsekir um það, að hafa leitt yfir þjóðina varan- lega hneisu og smán í augum alls heimsins. Erlent vald hefur fundið sig knúið til að taka fram fyrir hendur íslenzku „sjálfstæðishetjanna“, er ekki þekktu sinn vitjunartíma. Það er aðeins eftir að skýra alÞjóð frá því, með hvaða hætti og und- ir hvaða yfirskyni það var gert. Vonandi eru hinir ógæfusömu „leiðtogar“ ógæfusamrar þjóðar enn ekki svo djúpt sokknir, að þeir skirrist við að skýra málið til fulls, eftir allt það, sem á undan er gengið. OO^OOO O-OO-OOOO-OO-ö-O Hrí ngíð I síma 2923 og gcrizt áskríf* endur ad Þjóðólfí Voooooooooooooo«oo< UNDANFARNA dagn hafa dagblðð höfuðstaðarins flutt stórar og feittetraðar auglýsiugar frá svokallaðri húsaleigunefud. Hafa þær verið aðvaranir og hót- anir um beitingu refsiákvæða húsal ei gulaganna. Húsaleigulðgin muntui nú vera það eina, sem eftir er af ráðstöf- unum þings og stjórnar til að halda niðri dýrtíðinni í landinu. Væri þess vert að athuga ræki- lega, hvaða gagn þau gera al- menningi, hverjir verða ágóðans aðnjótandi, og þá ekki síður, á •hvaða réttlæti þau byggjast nú orðið. ) HVERJIR LEIGJA IJT HÚSNÆÐI? Það skal fúslega viðurkennt, að ég hef ekki við hendina neinar skýrslur yfir þá menn, er leigja út húsnæði í Reykjavík. En ég þykist hafa allimikil rök fyrir því, að meginþorri þeirra manna sé af hinu svokallaða millilaunafólki úr iðnaðar- og verzlunarstétt, svo og eldra fólk úr launastétt lands- ins, sem á sínum tíma, að loknu ævistarfi, hefur varið síparifé sínnj! til húsakaupa, bæði til að tryggja sér samastað, og eins til þess að hafa eitthvað við að styðjaat efna- lega á efri árum. En hús í Reykja vík voru arðvænleg eign fyrir stríð og gáfu meiri arð en pen- ingar á bankavöxtum. En hvaða breyting hefur svo orðið á þessu við áðurnefnda Jög- gjöf? Á þessum þremur árum, sem stríðið er búið að standa er nú svo komið, að kaupgjjald hefur hækkað um allt 150%, verð á jámi og jámvörum ca, 200%, á timbri ca 300%, á sementi yfir 300% — og svona mætti halda á- fram að telja, því að mjög við- líka og þetta munu flestar bygg- ingavörur hafaí stigið, en húsaleig- an hefur aðeins fengizt. hækkuð Bókmenntaþættir Stríðshanzka kastað. Haustþing- ið 1941 er frægt að endemum. Ber tvennt til. Annarsvegar var þing- ið kvatt saman í því augnamiði að ráða til lykta ákveðnu vanda- máli, en síðan sent heim, án þess að því auðnaðist að leggja á nokkur ráð í því máli. Hins vegar lögðu þingmenn á sig vökur og meinlæti við að koma á lagasmíð um svokallaða „verndun ístenzkra fomrita”, sem raunverulega var ekki annað en lögbann við lögboð- inni stafsetningu! Tilefnið til þessarar óvenjulegu lagasmíðar cr alkunnugt: Kvisast hafði að Ragnar Jónsson ætlaði að kosta. útgáfu Halldórs Kiljan Laxness á íslenzkum fomritum með lögboðinni stafsetningu, prýdda myndum eftir ýmsa lista- menn þjóðarinnar. Þetta var kall- að að ,,draga fornbókmenntirnar í svaðið” og talið til óhæfuverka. I/Cikar fóru svo, að Alþingi lög- leiddi danska stafsetningu fomrit- anna, ,,kennda við Wimmer”, en bauð strangan vamað á að gefa þau út á löggildri stafsetningu ís- lenzka ríkisins og lagði við allt að tíu þúsund króna sektir. Lagasetning þessi fór fram í einskonar samkeppni við prent- smiðju Ragnars Jónssonar. Þar var unnið dag og nótt að prentun Laxdælu, sem H. K. Laxness hafði búið undir prentun. En í Alþing- ishúsinu við Austurvöll var verið að afgreiða framvarp menntamála- nefndar neðri deildar um „vemd- un fornritanna”, með afbrigðum frá þingsköpum 1 og tilheyrandi næturvökum „þjóðfulltrúanna”, sem ekki réðu við það Viðfangs- efni, er þeir vora kvaddir til að sinna. Þessari samkeppni lykt- aði á þá lund, að Laxdæla komst á bókamarkaðinn með lögboðinni stafsotningu á „löglegan” hátt, Menn munu naumast hafa átt von á frekara áframhaiidi þessar- ar nýju foraritaútgáfu Og það þvi Komið þægilega á óvart, þegar Hrafnkatla kom á markaðinn fyr- ir stuttu síðan, búin undir prent- un af Halldóri Kiljan Laxness. En lesandinn þarf ekki að vera ílengi í vafa um tilganginn með út- gáfu Hrafnkötlu. 1 formála tekur útgefandinn af öll tvímæli um það að hér er um að ræða stríðsyfir- lýsingu gegn „veradun fornrit- lanna”. Þar segir: ,,Hrafnkatla er hér... . færð tili lögboðinnar staf- setningar íslenzka ríkisins í sér- stakri minningu um stjóraarskrár- brot það, sem þjóðfífli íslendinga tókst að fá Alþingi til að drýgja í fyrra með setningu skoplaga þeirra gegn prentfrelsi á Islandi, þar sem íslendingum var gert að skyldu að nota danska nítjándu- aldarstafsetningu, kennda við Wimmer, á íslenzkum fomritum”. — Otgáfa Hrafnkötlu á því sýni- lega að vera prófsteinn á það, hversu haldið muni verða uppi „heiðri” þessara ófrægiliegu laga. Um Hrafnkötlu sjálfa skal hér fátt eitt sagt. Hún hefur jafnan verið talin 1 röð hinna fremstu íslendingasagna um listræna efn- ishieðferð. Mim engin breyting á því mati, þótt nú séu nýjar skoð- byggð vora fyrir stríð. En í þeim húsum, sem byggð hafa verið síð- an, og þá helzt á þessu ári, munu vera dæmi þess, að húsaleiga sé leyfð, eða a. m. k. liðin, allt að 400% hærri en í tilsvarandi hús- næði fyrir stríð. Viðlíka hækkun mun verða orðin á því húsnæði, sem á einn eða annan hátt, hefur verið losað úr leigu síðasta ár. Er þetta eitt aif þeim opinberu leyndarmálum, sem allir vita, er eitthvað koma nálægt þessum mál um, og því fráleitt síðiur valdhaf- ar þessarar þjóðar en aðrir. Það era því aðeins hinir lög- hlýðnu og heiðarlegu borgarar, sem, búa nú við það, að fá að- eins 14% hækkun á það húsnæði, sem þeir hafa til leigu, og verð- ur manni því að spyrja af hvaða ástæðum þessir menn verða að þola þvílika skerðingu á umráða- rétti yfir sínum eigin verðmætum umfram alla aðra borgara þjóðfé- lagsins. ) RETTUR LAUNÞEGA SKERTUR Allir vita, að verðvísitala kaup- lagsnefndar er byggð að nokkru lcyti á vísitöiu húsaleigunnar á hverjum tíma, sem eðlilegt er. Af því leiðir, að það er hagur fyrir alla kaupgreiðendur Iandsins að til sé í landinu sem lægst verð- vísitala á húsaleigu. Hitt kemur þeim ekkert við, þó að sívaxandi fari sá hópur manna, sem verð- ur að greiða margfalda, húsaleigu Við það, sem kaupið er byggt á. Mun þetta eigi ráða alllitlu um gerðir þings og stjómar. Sannast í þessu tilfeljli, eins og raunar í mörgum fleirum, að það er ekki umhyggja fyrir þeim, sem erfið- ast: eiga, sem mest.u um ræður, hcldur umhyggja fyrir þeim, sem stærri eru. Þvi fer fjarri að laun- þegar græði á lágri húsaleigu, þegar laun þeirra era miðuð við anir mjög að ryðja sér til rúms um sannfræði hennar. Hún hefur um langt skeið verið talin í röð hinna ,,áreiðanlegustu” islendinga- sagna, en þeim skoðunum hnekkúr Sigurður Nordal prófessor alger- lega í afburða snjallri ritskýringu á sögunni, sem hann segir að sé „þegar á allt er litið, ein hinn fullkomnasta stutta bóksaga (short novel), sem til er í heims- bókmenntunum’ ’. — Þeir, sem nú gera ýmist að frumlesa Hrafnkötlu eða endur- lesa, ættu að því búnu að lesa ritgerð Sigurðar Nordals, sem kom út á vegum Isafoldarprentsmiðju 1940 og mun enn vera fáanleg. Menn njóta ekki aðeins Hrafn- kötlu betur eftir en áður, heldur færast þeir seti nær því að kunna að mot-i aðrar bókmenntir að verðlei’ a. * * * Áróður og útvarpsauglýsingar. Það vak-ti nokkra athygli og um- tal nú fyrir stúibtu síðarn, að út- varpsstjóri synjaði Bókaverzlun Isafoldarprentsmiðju um að aug- lýsa í útvarpi bókina Hlekkjuð þjóð eftir Iwan Solonewitsch. — i bréfi útvarpsstjóra til útvarps-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.