Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 18.09.1942, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 18.09.1942, Blaðsíða 1
Útgefandi: MUNINN h.f. Afgreiðsla og auglýsingar: Laufásvegi 4, sími 2923. Þjóðólfur kemur út á hverjum föstudegi og aukablöð eftir þörfum. Verð kr. 6.00 á miss- eri. í lausasölu 30 aurar. Áskriftargjöld greiðist fyrirfram. Víkingsprent h.f. Ríkisstjómin. Það varð að ráði að ríkisstjómin sæti áfram í um- boði Sjálfstæðis- og Framsóknar- flokksins. Lét formaður hins síðamefnda flokks svo ummælt, að ekki mundi unnt að fá „betri stjóm” eins og sakir stæðu, enda em flokkarnir nú onnum kafnir við uppboölshald á þjóðarbúinu og komast ekki til þess að sinna hrýnum þörfum þjóðarheildar- innar. * * * Bílaúthlutun. Það varð að ráði að Alþingi kysi þriggja manna * nefnd til að annast úthlutun þeírra bíla, er einkasalan flytur til landsins. Kosningu hlutu: Gísli Jónsson alþm., Jón Sigurðs- son erindreki og Stefán Jónsson skrifstofustjóri. — Þessum mó'nn- um mun ætlað að meta hina póli- tísku verðleika manna til að oðl- ast leyfi til bílkaupa. * * * Mót. Dagana 13.—15. þ. m. héldu nokkrir norðlenzkir prestar, kennar- ar og leikmenn mót með sér á Ak- ureyri. Mótið fjallaði um ýms menn- ingarleg vandamál á sviði skóla, kirkju og uppeldismála. Fundar- stjóri var Friðrik A. Friðriksson pró- fastur á Húsavík, en ritari mótsins var Hannes J. Magnússon kennari á Akureyri. Framsöguerindi á mótinu fluttu sr. Benjamín Kristjánsson, sr. Friðrik A. Friðriksson, sr. Friðrik J. Rafnar, vígslubiskup, Pétur Sigurðs- son erindireki og Snorri Sigfússón skólastjóri. — Ályktun, er fundur- inn afgreiddi, verður birt síðar. * * * Nýjar bækur. Víkingsútgáfan hefur sent á markaðinn tvær nýj- ar bækur. Önnur er smásagna- safnið Einn er geymdur eftir Halldór Sfefánsson, hinn góð- kunna smásagnahöfund. Hin er Sara, ástarsaga frá Jótlandi eft- ir Johann Skjoldborg, þýdd af Einari Guðmundssyni. — Bók- anna verður nánar getið síðar. • * * * Félagsmál á Islandi nefnist nýtt rit, er Félagsmálaráðuneytið hef- ur gefið út. Ritið skiptist í tólf kafla og er þar að finna yfir- gripsmikinn fróðleik um hina ýmsu þætti ísienzkrar félagsmála- löggjafar (,,social”-löggjöf). — Ritstjóri var Jón Blöndal hag- fræðingur en hvatamaður útgáf- nnnar var fyrrverandi félagsmála- ráðherra Stefán Jóh. Stefánsson. — Auk ritstjórans rita í bókina Sverrir Kristjánsson sagnfræðing- ur, Jónas Guðmundsson eftirlits- maður sveitarstjórnarmálefna, Símon Jóh. Ágústsson uppeldisfræð ingur, Skúli Þórðarson magister, Guðm. I. Guðmundsson hrm. og 'Steingrímur Steinþórsson búnað- armálastjóri. Rit þetta er mikið að vöxtum og myndarlegt að frágangi. * * * Samtíðin, septemberhefti: Viðtal við Einar Ól. Sveinsson um Háskóla- bókasafnið, grein um afrek lækna- vísindanna gegn sjúkdómum ellinn- ar, smásaga, ýmsar greinar o. fl. II. árg. Föstudagurinn 18. sept. 1942. 34. tölublað. Arnt Jónsson frá Múla: Rabbað um „rosafrétt” SEIN NI partinn í fyrradag var ég á gangi niður í miðbæ. Þar var fullt af blaða- strákum og hrópaði hver sem betur gat: „Rosa-fréttir! Árni frá Múla orðinn leiður á íhald- inu!“ Mér sýndist salan ganga ágætlega. Eg fór að velta fyrir mér, hvert það væri 1 raun og veru nokkur „rosa-frétt“, að maður gæti orðið „leiður á íhaldmu“. Mér varð hugsað til þriggja manna, sem sátu saman hér um kvöldið og voru að tala um, hvemig ætti að komast að raun um, hver væri sann- ur sjálfstæðismaður. Sá fyrsti sagöi, að góður sjálfstæðis- maður væri auðþekktur á því, aö hann fylgdi foringjanum skilyrðislaust. Annar hélt því stíft fram, að bezti sjálfstæð- ismaöurinn væri sá, sem dug- legastur væri að bjarga sér. Sá þriðji hikaði lengi, eins og hann kæmi sér varla að því, að láta álit sitt í ljós. Loks- ins segir hann: „Eg fer nú mest eftir því, hvað maðurinn er óánægður með flokkinn“. Hinum kom auðvitað saman um, að þetta væri ekkert svar og gæti hver skilið sem vildi. Ú er það auðvitað ekki alveg gefið að maður þurfi endilega að vera ,,leiður á íhaldinu“, þótt hann segi sig úr flokknum. Ef hann trúir einhverjum öðrum flokki bet- ur til að fylgja þeirri stefnu, sem hann aðhyllist, hvað er þá eðlilegra en hann fari í þann flokk? Það ætti ekki að vera nein „rosafrétt“. En þó er það hverju orði sannara, að maður, sem yfir- gefur flokk, af því hann vill vera stefnu sinni trúr, á það á hættu að vera stimplaður „flokkssvikari“. Og oft er það stefnusvikarinn, sem hrópar hæst um flokkssvikin. Enginn er sá auli, að hann viti ekki, að stefnan er grundvöllur flokkanna. Þess vegna er hverj um manni heimilt að fara úr flokki, sem hefur brugðizt stefn unni. Og honum er það í raun og veru skylt, ef til er annar flokkur, sem fylgir stefnunni betur. Þetta viðurkenna allir frjálslyndir menn. En það er gamalt og nýtt fyrirbrigði, að ráðríkir foringjar ætlast tii þess, að flokksmenn þeirra fylgi þeim mögluriarlaust, hvaða refilstigu, sem þeim dettur í hug að leggja inn á. Ef flokksmennirnir fara svo að telja það höfuðdyggð að fylgja foringjunum skilyröislaust, þá er einræði fyrir stafni. Þeir sem vilja hugsa og geta hugsað, munu samfærast um, að það er enginn „rosafrétt“, þó ég hafi sagt mig úr Sjálf- stæðisflokknum og gengið í Þjóðveldisflokkinn. Eg trúi varla, að til sé það fífl í Sjálf- stæðisflokknum — þó hægt sé að fullyrða of mikið í þeirri grein — sem óttast að ég vilji vinna Sjálfstæðisstefnunni tjón. Eg lýsi því yfir, að trú mín á sjálfstæðisstefnuna er óbreytt. En ég get bætt því við, trúin á flokkinn, sem kennir sig við þá stefnu, er ekki upp á marga fiska. ÉR dettur auðvitað ekki hug að mæla mig undan allri sök á ófarnaði flokksins. Þótt handjárnum sé ef til vill ekki beitt þar eins óþyrmilega og í sumum öðrum flokkum, þá er auðvitað full- komið aðhald um það að skera sig ekkú úr leik, þegar meiriháttar mál eru á döfinni. Ef menn eru óleiðitamir eða hikandi, þá er brýnt fyrir þeim að þeir megi ekki gera óvina- fagnað, og láta þá flestir sér segjast. En þó ég mælist ekki und- an minni hlutdeild í ráðstöf- unum flokksins almennt, þá eru einstök mál, sem ég þyk- ist eiga heimting á, að vera ekki bendlaöur við. Svo er t. d. með gerðardóminn. Eg minnist þess ekki, að það hafi komiö opinberlega fram, hver ágreiningur var um það mál innan flokksins, áður en bráðabirgðalögin voru gefin út, Eins og menn muna komu engin Sjálfstæðisblöð út hér í bænum um þessar mundir vegna prentaraverkfallsins. Þótt einstakir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins hefðu viljað gera grein fyrir sérstöðu sinni, var það því ókleift. En svo fóru líka hæjarstjómarkosn- ingar í hönd, og þessvegna um fram alt nauösynlegt að foröast allan ,,óvinafögnuð“. Fyrir bragöið hafa einstakir þingmenn Sjálfstæöisflokks- ins lagzt undir ámæli um hlutdeild í verknaöi, sem þeir voru alsaklausir af. Góður kunningi minn sagði nýlega, að engu væri líkara Árni Jónsson frá Múla. en Sjálfstæöisflokkurinn væri hrokkinn upp af klakknum. Og það er erfitt að neita þessu. Reykjavík er höfuðvígi flokksins. Úrslit tveggja und- anfarinna kosninga tala ským máli. Eftir bæjarstjórnarkosn- ingarnar í marz, var eölilegt að fylgistapið væri kennt því, að andstæðingablöð hölfðu fengið aö koma ut í mánuð, áður en sjálfstæðisblöðin gætu tekið til andsvara. Þetta mundi lagast við Alþingis- kosningarnar í vor. En hver varð þá útkoman? Áframhald- andi flótti. AÐ er einkenni á ýmsum helztu ráðamönnum Sjálf- stæðisflokksins, hvað þeir eru ánægðir með hið „sigursæla undanhald”. Þetta á víst að heita vottur um eitthvert af- burða þrek. Þeir þykjast allt- af vera að sigra, og telja hreina goðgá, ef á því er tæpt, að flokkurinn sé alltaf að tapa. Morgunblaðið er á valdi þessara „þrekmiklu” manna. Það smjattar á öllum kosn- ingaúrslitum, hversu hrakleg- ar sem þær em fyrir flokk- inn. Þegar ég hugsa um Sjálfstæðisflokkinn dettur mér alltaf í hug karl einn, sem ég þekkti, þegar ég var strákur. Hann hét Palli gamli og var hér um bil blindur, en vildi ekki kannast við sjónleysið. Rétt hjá húsinu, sem hann átti heima í, var talsverður læk ur og góð brú yfir. Einu sinni sjáum við strákarnir hvar karl er aö staulast og ætlar yfir brúna. En af því hann sá kkert, hafði hann tekið skakka stefnu, framhjá brúnni. Við köllum til hans í mesta of- boði og biöjum hann að vara sig. En það var ekki verið að taka mark á slíku. „O, ég sé, ég sé”, sagði Palli gamli og stakkst- beint á hausinn í læk- inn. Það er sök sér að vera sjón- laus og viðurkenna það ekki, hafa að engu aðvaranir, og detta beint á hausinn í læk- inn. Þetta er allt gott og bless- að. En þegar blindingjamir þykjast, eftir allt saman, ein- ir til þess kjörnir að leiða aðra, fer skörin, sannast að segja, að færast upp í bekk- inn. Eg hef rekið mig á það furðu oft, að sjónleysingjarnir eru miklu ánægðari með sína blindu, en heilbrigðir með sína sjón. AÐHERRAR Sjálfstæðis- ^ flokksins börðust einsog ljón fyrir gerðardóminum og einhliða samstarfi við Fram- sókn. Þeir höfðu allar aðvar- anir að engu. Eftir að sam- starfið slitnaði ætluðu þeir að framkvæma gerðardóminn eins og ekkert væri. Síðan bera þeir bara fram frumvarp um afnám þessara laga, og lýsa því ýfir, að þau háífi aldrei frá upphafi verið hald- in! Þeir héldu sinni tign eft- ir sem áður, en fíokkurinn þeirra tók skellinn. Þessi sami flokkur á að halda áfram að treysta þessum mönnum og þakka þeim fyrir að espa alla launamenn landsins gegn sér, vegna skammsýni og sjálf- birgingsháttar. Morgunblaðið er tilvalið altari fyrir slíkar þakkarfórnir. En svona er þetta í flestum greinum. Það er tregðazt við aö viðurkenna augljósa hluti, ar til allt er um seinan. Mánuðum saman er reynt að koma sér undan því að semja við verkalýðsfélögin. Ráöherr- unum fannst nauðsyn á að safna glóðum elds að höfði sér áöur en undan var látið. Þeg- ar upp á því var stungið í fyrravetur, að gera alla flokka ábyrga um stjórn landsins, var þessu tekið sem mestu fjarstæðu. Nokkrum mánuð- um síðar talar Morgunblaðið um það, fyrir munn Ólafs Thors eins og sjálfsagöan hlut, að allir flokkar vinni saman. En í millitíðinni höfðu deilur magnazt og ráðherrum Sjálfstæðisflokksins tekizt að hrinda frá sér fylgi í stríðum straumum. Það má mikið vera ef vísan sú arna hefur ekki verið kveðin um þá, sem öllu ráðá i Sjálfstæðisflokknum: Greindin er býsna grunn, það geta menn séð á því, þeir byrgja svo hróðugir brunn þegar barnið er dottið í. 0EGAR forustu skipti urðu í Sjálfstæðisflokknum voru menn að vega í huga sér, hvor farsælli mundi reynast, sá sem fór, eða hinn sem við Framhald á 4. síðu.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.