Þjóðólfur - 18.09.1942, Blaðsíða 4
NðB’OIFll
Föstudagurinn 18. sept. 1942.
Framboð landslista
Landslistar, sem eiga að vera í kjöri við alþingiskosningar
þær, sem fram eiga að fara 18. og 19. október þ. á., skulu til-
kynntir landskjörstjóm eigi síðar en 27 dögum fyrir kjördag eða
fyrir kl. 24 sunnudag 20. þ.m. Fyrir hönd landskjörstjórnar veitir
ritari hennar, Þorsteinn Þorsteinsson hagstofustjóri, listunum
viðtöku í skrifstofutíma Hagstofunnar, en auk þess verður lands-
kjörstjómin stödd í Alþingishúsinu sunnudag 20. þ. m. kl. 21—24
til þess að taka á móti listum, sem þá kynnu að berast.
Landskjörstjórnin 16. september 1942.
Magnús Sigurðsson.
Einar B. Guðmundsson. Ragnar Ólafsson.
Vilm. Jónsson. Þorst. Þorsteinsson.
Auglýsíng um kennslu og
eínkaskóla
Berklavarnalögin mæla þannig fyrir samkvæmt 9. gr. þeirra:
„Enginn, sem hefur smitandi berklaveiki, má fást við
kennslu í skólum, heimiliskennslu né einkakennslu.
Engan nemanda með smitandi berklaveiki má taka í skóla,
til kennslu á heimili eða til einkakennslu.
Engan nemanda má taka til kennslu á heimili, þar sem
sjúklingur með smitandi berklaveiki dvelur.“
Allir þeir, sem stunda ætla kennslu á komandi hausti og
vetri eru því beðnir um að senda tilskilin vottorð fyrir sig og
nemendur sína, í skrifstofu mína hið allra fyrsta, og mega þau
ekki vera eldri en mánaðargömul.
Þá er ennfremur svo fyrirmælt í ofangreindum lögum:
„Enginn má halda einkaskóla nema hann hafi til þess
skriflegt leyfi lögreglustjóra og skal Það leyfi eigi veitt, nema
héraðslæknir telji húsnæði og aðbúnað fullnægja heilbrigðis-
kröfum, enda liggi tilskilin læknisvottorð um að hvorki kenn-
ari eða aðrir á heimilinu né neinn nemandanna sé haldinn smit-
andi berklaveiki.“
Þeir, sem hafa í hyggju að halda einkaskóla, eru áminntir
um að senda umsóknir sínar til lögreglustjórans í Reykjavík hið
allra fyrsta, ásamt tilskildum vottorðum.
Það skal tekið fram, að þetta gildir einnig um þá einka-
skóla, smáa sem stóra, er áður hafa starfað í bænum.
Umsóknir um slíka einkaskóla utan lögsagnarumdæmis
Reykjavíkur, en innan takmarka læknishéraðsins, má senda í
skrifstofu mína.
Héraðslæknirinn í Reykjavík, 11. sept. 1942.
MAGNÚS PÉTURSSON.
T i I k y n n i n g
Vegna 65% hækkunar á skemmtanaskatti, sem gengur í
gildi 16. Þ. m., og annars aukins kostnaðar, hækkar verð á að-
göngumiðum á kvikmyndasýningar og verður frá sama tíma
sem hér .segir:
BARNASÆTI kr. 1.00
ALMENN SÆTI kr. 2.00
BETRI SÆTI kr. 3.00
BALKONSÆTI kr. 3.50
STÚKUSÆTI SVALIR kr. 4.00
Reykjavík, 15. september 1942.
Gamla Bíó- Nýja Bíó, Tjarnarbíó
verður til ábyrgra manna um
Rabbað um .rosafrétt'
Framhald af t. síðu.
tók. Það var ekki heiglum hent
að setjast í sæti þess manns,
eetm stofnað hafði flokkinn og
stjórnað frá öndveröu. Menn
bjuggust ekki við því, að Ólaf-
ur Thors yrði neitt réttlátari
eða málefnalegri en fyrirrenn-
ari hans. En það var bót í
máli, að hann var svo „fjandi
klókur”. Nú hafa menn notið
klókinda þessa manns æði
lengi, og alltaf fer honum
fram.
Undir bæjarstjórnarkosning-
ar í vetur var hann nógu klók-
ur að berja fram gerðardóm-
inn. Og nú undir kosningarn-
ar skellir hann afuröahækk-
uninni á. Menn eiga að kunna
að meta svona hugulsemi.
Flóttinn úr Sjálfstæðis-
flokknum verður ekki stöðvað-
ur. En það má reyna að
stöðva flóttann frá sjálfstæð-
isstefnunni. Þessa tilraun er
ég að gera. Kommúnistarnir
hafa skilið þetta betru en yf-
ir-ritstjóm Morgunblaðsins.
Þjóðviljinn segir:
,,... .skriðan frá íhaldinu
verður ekki stöðvuð og upp-
reisnin gegn Thorsaravaldinu
ekki leidd í falskan farveg,
hvaða ráöum, sem beitt verð-
ur.
Þeir fyrrverandi kjósendur
íhaldsins, sem nú yfirgefa
það í hrönnum, munu ekki
láta blekkjast til að kasta at-
kvæðum sínum á glæ með því
að kjósa Þjóðólfslista, jafnvel
þótt tjaldað verði nú öllu sem
til er, til þess að stöðva
strauminn til vinstri”.
A.Ð er verið að „stöðva
strauminn til „vinstri eins
og Þjóðviljinn segir. Og Morg-
unblaðið er svo gáfað, að það,
telur mig andstæöing fyrir að
reyna að stöðva þennan
straum.
Mér er vel kunnugt um upp-
runa þessarar Morgunblaðs-
klausu og vil fræða menn á
því, að það er ekki rétt að
kenna Valtý þetta. Hann varð
að taka við þessu frá hærri
stöðum. En við þá tvo menn,
sem senda mér þessa vinar-
kveðju, vil ég segja: Eg kemst
fljótt að því, hvort þið álítið
mig andstæðing eða ekki. Ef
þið teljið mig andstæðing, líð-
ur ekki á löngu, þangað til þið
reynið að vingast við mig.
Því ykkar náttúra er sú að
elska óvini ykkar, hvað sem
vinunum líður. Formaður
Framsóknarflokksins er ykkar
ástmögur og átrúnaðargoð.
Þið ættuð að vera svo „klók-
ir” að biðja mig ekki að svipta
af ykkur grímunni!
• Það eru engar ,,rosafréttir”,
þótt ég segði mig úr Sjálf-
stæðisflokknum og gengi í
Þjóðveldisflokkinn. Það eru
ekki öllu meiri tíðindi en það
að segja sig úr þjóðkirkjunni
og ganga i fríkirkju. Menn eru
jafn kristnir eftir sem áður.
Og hvaö sagði ekki Hermann
þegar „frjálslyndi söfnuðru-
nn“ var stofnaður: „ég tel
það bara vott um aukinn trú-
aráhuga”!
Á. J.
er mlðstöð verðbréfavið-
skiptanna. — Sími 1710.
Údýrar bækur
Ýmsar bækur til fróðleiks
cg skemmtunar.
Talsvert úrval af
skáldsögum.
Bökabúðin Klapparstíg 17
(milli Hverfisg. og Lindarg.)
Við skrifborðshornið
Framhald af 2. síðu
Eg mun væntanlega í áfram-
haldandi köflum mínum hér við
skrifborðhornið hugleiða það,
hversu mjög síðustu atburðir og
öfug þróun í íslenzkum stjórn-
arháttum og stjórnmálalífi falla
fjarri þeim kröfum, sem gera
skilning á þessari þjónustu við
skyldur framtíðarinnar og þarf-
ir. Kennir margra grasa í Þeim
urtagarði sem skylt er að lesa
og skilgreina til glöggvunar um
vaxandi ófarnað okkar og varn-
aðar hverjum þeim manni sem
er ant um málstað lífsins og
gæða — farnaðar Islendinga á
komandi árum. X.
Bókaskrá
Bókaútgáfu Guðjóns Ó. Guðjónssonar,
Reykjavík
ÍSLENZKIR HÖFUNDAR:
Jón Trausti: Ritsafn I — H — III
Dr. Helgi Péturss: Ennnýall
----- Framnýall
----- Viðnýall
Sigurgeir Einarsson: Norður um höf
Jónas Guðmundsson: Sdga og dulspeki
(bók, sem segir yður hvernig stríðið fer)
Ólafur við Faxafen: Upphaf Aradætra
------ Norðanveðrið
Náttúrufræðingurinn frá byrjun, I—X árg.
ÚTLENDIR HÖFÚNDAR:
Spánskar smásögur. Urvalið úr spönskum bókmennt-
um,þýtt af Þórh. Þorgilssyni.
Við, sem vinnum eldhússtörfin, eftir Sigrid Boo.
Englarnir, bók sjúkra og sorgmæddra.
SKÁLDSÖGUR:
Charles Gorvaese: Veronika
Baroness Orcsy: Eiðurinn
----- Rauða akurliljan
----- Litli píslarvotturinn
Niels Nielssen: Fólkið á Mýri
M. Pedler: Dansmærin
Anne Marre Selvike: Öfríða stúlkan.
BARNABÆKUR:
Börnin skrifa, bók, eingöngu skrifuð af börnum
Samtöl eftir Hallgrím Jónsson skólastjóra
mjög heppileg bók til kennslu í skólum.
Mjaðveig Mánadóttir , Úr þjóðsögum Jóns Árna-
Grámann I sonar með teikningum
Hans Karlsson [ eftir ísl. listamenn
Allar ofanritaðar bækur fást hjá bóksala yðar,
bundnar yða óbundnar eða beint frá útgáfunni
Bókaútg. Guðjón Ó. Guðjónsson.
Reykjavík.
Kjörskrá
til alþingiskosniga í Reykjavík er gildir fyr-
ir tímabilið 23. júní 1942 til 22. júní 1943,
liggur frammi almenningi til sýnis í skrif-
stofu bæjarins, Austustræti 16, frá degin-
um á morgun til 26. þ. m. að báðum dögum
meðtöldum, alla virka daga frá kl. 9 f. h.
til 6 e. h.
v*
Kærur yfir kjörskránni skulu komar
til borgarstjóra eigi síðar en 26. þessa mán-
1 aðar. ,
Borgarstjórinn í Reykjavík
13. sept. 1942.
BJARNI BENEDIKTSSON.