Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 13.10.1942, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 13.10.1942, Blaðsíða 4
NlNLfUR Þriöjudagurinn 13. okt. 1942. Framhald af V sídu fitvarpsræða Árna Jónssonar frá Múla Framh. af 1. síðu. allra þjóða, sem nú þallar mest aÖ. Hið gamla og úrelta skipulag. hefur sitt gildi, fyrst og fremst af því, að á því eru svo margir gallar til að benda á sem víti til varnaðar. Fyrir kosningarnar í vor gaf flokkur Þjóðveldismanna út á- varp til kjósenda. Helztu verk- efnin, sem fram undan eru, voru talin upp í fáum dráttum. En grundvöllurinn að starfsemi flokksins var lagður með þess- um orðum: ,,Aþ hafizt verÓi þegar han'da um óhlutdrœga og alhliÓa athug- un á stjórnarháttum annarra þjóða, og ný stjórnsþipulög sett á grundvelli þeirrar reynslu, sem fengizt hefur, og í samrœmi við k.röfur íslenzk/a lands- og þjóðarhátta". Ég spyr þig, kjósandi góður, heldur þú að þú rækir skyldu þína betur með því að ganga í slóð gömlu flok.kar,na> sem hver um sig telur, að hans leið sé sú eina rétta, en að segjast í sveit með þeim eina flokki, sem vill hlýða kath hins nýja tíma ? Bent á leiðir. Ejnn af frambjóðendum E-list- ans, Halldór Jónasson, hefur ný- lega ritað bók, þar sem bent er á ákveðnar leiðir til þess að gera þjóðina sjálfa að æðsta dómara í málefnum sínum í stað þess að eiga velferð sína undir geðþótta ráðríkra, oft á tíðum óhlut- vtindra og skammsýnna flokks- foringja, sem tekizt hefur með einhverjum ráðum, að ná valai yfir flokki sínum. Hér er gerð til- raun til að skapa þjóðinni nýtt skipulag, sníða nýjan stakk, sem gefur þegnunum betri tök á, að ráða sjálfir málum sínum en nú er í stað þess að láta sér nægja að skella við og við nýrri bót á gamalt fat-, sem alltaf sýnir sig betur og betur að ekki er við hæfi. Markmið Þjóðveldis- manna. A grundvelli skipulags, sem byggt sé á kröfum nýja tímans vill Þjóðveldisflokkurinn gangast fyrir því, meðal annars: að hnekkja flokksræðinu, að gera stjórnkerfi ríkisins einfaldara og kostnaðarminna. að gerðar verði öruggar ráð- stafanir til þess að útrýma at- vinnuleysi í framtíðinni. að einkaframtakið njóti stuðn- ings og verndár ríkisvaldsins, eftir því sem samrýmist alþjóð- arheill. að gerðar verði víðtækar ráð- stafanir til að tryggja atvinnu- vegi landsins gegn áföllum mis- jafns árferðis. Loks vill flokkurinn gangast fyrir því að koma á sættum í þjóðfélaginu, og auka þegnskap einstaklinganna. Ég hef hér í stuttu máli sýnt fram á að tilvera hinna gömlu flokka hangír í þræði, sem bráð- um slitnar, bæði vegna þess að allir hafa þeir með einhverjum hætti unnið sér til fullrar óhelgi, og ekki síður vegna hins, að straumur tímans er að skola burt því sem úrelt er í stjórnar- háttum okkar og allra annarra þjóða. Óviðurkvæmllegt framferði. Á síðastliðnum tólf mánuðum höfum við hegðað okkur svo glannalega, að við erum á góð- um vegi með að gera okkur að veraldar-viðundri. Þótt allir flokkar þykist ástunda frið og sættir, hefur allt logað í verkföll- um síðan um nýár. Tvennar al- mennar kosningar, fyrst til bæj- arstjórnar, síðan til Alþingis, hafa þegar. farið fram og þær þriðju verða um næstu helgi. Al- þjóð manna hefur hlustað á fyrr- verandi og núverandi forsætis- ráðherra kastast á þeim kveðj- um, að minnt gæti á samsæris- höfðingja í óaldarflokki, sem staðnir hefðu verið að verki og handteknir, en reyndu síðan að koma skömminni hvor á annan. Halda menn að slík framkoma æðstu manna þjóðarinnar sé okk- ur til vegsauka í augum þeirra, sem hafa okkur „undir smá- sjánni ?“ Svo mikið er ábyrgðarleysið, að jafnvel sjálfstæði þjóðarinn- ar hefur verið dregið inn í kosn- ingabaráttuna á hinn óviður- kvœmtlegasta hátt. Það er meira að segj'a engu líkara en að sum- ir af fróðustu mönnum okkar séu búnir að gleyma því, að við öðl- uðumst fulla viðurkenningu á sjálfstæði okkar fyrir 24 árum. Það er jafn rangt að fjargviðrast yfir neinum ósigri í sjálfstœðis- málinu, eins og það er fánýtt að hreykja ^amfei yfir neinum unn- um sigri. Tillögu vísað á bug, I gömlu flokkunum ólgar óá- nægjan. Fyrir rúmu misserí benti ég á það, hver hætta þjóðinni stafaði af því að leggja út í harðvítuga baráttu á þéssum örlagaríku tím- um, þegar aðkallandi vandamál steðjuðu að á hverri stundu. Ég lagði til, að hafið væri nýtt sam- starf um stjórn landsins og allir flokkar gerðir ábyrgir. Undirtektirnar voru þær, að ég fékk bullandi skammir í Tíman- um, skæting í Alþýðublaðinu, slettur í Morgunblaðinu. Forystu- menn Sjálfstæðisflokksins litu mig óhýru auga fyrir að bera fram svona óguðlega uppá- stungu. Kommúnistar vísuðu málinu ekki alveg á bug, en flýttu sér hinsvegar að bera fram allskonar skilmála, sem þeir vissu að ekki yrði gengið að. Nú er svo komið að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn eru dag- lega að berjast fyrir samvinnu allra flokka. Enda er öllum ljóst, að dýrtíðarmálunum hefði verið öðruvísi komið, ef þessu ráði hefði verið fylgt. En sá bpggull íylgir. skammrifi, að samstarf allra flokka er óhugsandi, éf þeir Jónas og Olafur, annárhvor eða báðir eiga að vera í stjórn- inni. En sameiginleg valdastreita þessara tveggja flokksforingja er svo hamslaus, að ég er sann- færður um að þeir létu heldur allt samstarf fara forgörðum, en láta af þeim fyrirætlunum sín- um, að ná saman að afloknum kosningum, ef þeir hefðu áfram óskorað vald á flokkum sínum. Stuðningur Þjóðólfs. Eina röddin, sem heyrðist til stuðnings tillögu minni kom fram í Þjóðólfi, blaði Þjóðveldis- manna. Þetta varð meðal annars til þess, að mér varð ljóst, að ég átti í mörgu samleið með þessum nýju flokksmönnum mínum, þótt það sannaðist betur síðar. En gömlu flokkarnir réðu auðvitað úrslitum málsins. * Með því að halda flokkunum undir. vopnum misserum saman, eru leiðtogarnir á íslandi að leika sama leikinn sem herkon- ungar hafa kunnað frá því sögur hófust: leggja í styrjöld við aðra þegar óánægjan hefur magnazt svo, að við uppreist liggur. Óánægjan í gömlu flokk- unum. I öllum gömlu flokkunum ólg- ar óánægjan undir niðri. Komm- únistar hafa lifað á því að vera í harðvítugri andstöðu við mis- vitra stjórnendur landsins, skammsýna menn og miður rétt- láta. Valdhafarnir og slíkar mál- pípur þeirra sem Jónas Jónsson hafa Verið sannnefndir styrktar- félagar kommúnismans, með því að leggja honum daglega Vopn i hendur til áróðurs í innanlands- málum. Af þessum sökum hefur kommúnistum tekizt að , .hlaupa fyrir horn“, án þess að fylgið slitnaði frá þeim. En hver vill á örlagastundum þjóðar sinnar eiga undir mönnum, sem búnir eru að sýna, að þeir hoppa eins og spýtna-dvergar á brúðuleik- sviði, eftir því sem kippt er í spotta austur í einræðisvígi föður Stalins. Alþýðuflokkurinn var búinn að fá meira en nóg af Stefáni Jó- hanni. Róttækari menn flokks- ins litu til Jóns Blöndals. Hann er settur út úr leiknum. Sigurjón Olafsson, eini maðurinn af for- ustuliði flokksins, sem almenn- ingur lei,t á sem ,,einn af oss“ er sendur undir fallexi. Með því héfur flokkurinn endanlega af- klæðzt ,, vinnugallanum * *. Frarnsóknarflokkurinn er löngu dáuðuppgefinn á kúgun Jónasar Jónssonar. Fyrirætlanir hans eru álíka vél séðar þar í sveit, og fyrirætlanir mótspilar- ans í Sjálfstæðisflokknum. Sjálfstæðisflokkinn þekki ég bezt. Mönnum hrýs hugur við dagvaxandi yfirlæti og ófstopa Olafs Thors og nánustu fylgis- manna hans. Hin upphaflegá kjölfesta flokksins er Öll úr skorð- um gengin, gætnin og fyrirhyggj- an. í því rúmi siglir flokkurinn nú með Kveldúlfsfélagið í lest- inni. Ekki lasburða, fyrirtæki, sem bárðist af miklum hetjuskap gegn öfsóknum fjandmanna sinna. heldur voldugt og auðugt ríki í ríkinu, sem virðist gæti haft að kjörorði: Þúð er aldrei nóg! Ef ykkur hrýs hugur við spillingunui — Þeir sem viljá lýsa andúð sinni á mistökum þjóðstjórnar- flokkanna, þurfa ekki lengur að fara til kommúnista. Þeir, sem stutt hafa kommúnista, en nú eru fullsaddir á loddaraskap þeirra og ósjálfstæði, geta nú látið andúð sína í ljósi án þess að styðja þjóðstjórnarflokkana. Góðir kjósendur! Ef ykkur hrýs hugur við ó- þrifunum og spillingunni, lodd- araskapnum og áhyrgðarle'ysinu. Ef þið óskið að framtíðin Verði gifturíkari en fortíðin. Ef þið viljið að þjóðin húi sig undir að taka °ið bœttum úr- lausnum hins nýja tíma — eig- ið þið að. snúa haki við fortíð- inni, neita að kjósa gömlu flokk- ana — en lyosa í þess stað unga flokkinn, flokk kins nýja tíma, flokk framtíðarinnar, Þjóðveldis- flokk'nn — E-listann. Beztu bókakaupin gerið þið hjá okkur. Bókabúðin, Klapparstíg 17 (milli Hverfisg. og Lindargötu). Kosnlngaskrlfstofa ÞJóðvoIdismanna Laufásvegí 4. Opín frá 9 f. h. fíl 7 e. h. Stmar: 497S 2923 Látið skrífsfofuna yifa iim það fólk, sem fer úr basnum fyrir kjðrdag, Kjósíð hjá lögmanní í Afþingíshúsínu. Opíð kL 10-12 L h, og i—5 e, h. E-ltstlnn er ltstl Þjððveldlsmanna

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.