Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 15.10.1942, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 15.10.1942, Blaðsíða 3
ÞJ ÓÐÓLFUR 3 Efsf á baug! Framhald af 3. síðu. hér um hafnbann að ræða af Eysteins hálfu, og munu þess einsdæmi, að ráðamenn nokkurr- ar þjóðar hafi á stríðstímum tek- ið upp vopn, sem fjandmönnum þykja hvað skæðust, . og beitt gegn sínu eigin landi. Hefur Ey- steinn með þessu skaðað ísland um tugi milljóna. Meðal þess, sem einna tilfinn- anlegast vantaði, var bygging- arefni. Það var engu líkara en það væri glæpur í augum Ey- steins á þessum árum, að nokk- ur maður byggði hús í Reykja- vík, þótt aðstreymi tii bæjarins yxi með ári hverju, og húsnæð- iseklan væri þá þegar orðin mjög tilfinnanleg. Það stoðaði auðvitað ekkert, þótt kaupsýslumenn, sem inn- flutning byggingarefnis hefðu með höndum, legðu sig fram af fremsta megni til að útvega vör- una. Þegar til Eysteins kasta kom, var synjað um innflutning- inn. Þótt bæjarbúar bæru upp kveinstafi sína um skort á við- unandi húsnæði, já, þótt Fram- sókn gerði húsnæðisvandræðin að svæsnasta áróðursefni um hverjar kosningar, sat hinn skammsýni viðskiptamálaráð- herra við sinn keip, og skellti skollaeyrum við hollráðum sér vitrari manna. Irniflutningahöftin og atvinnuleysið. Iðnaðarmenn, sem lagt höfðu stund á húsagerð, urðu atvinnu- lausir hundruðum saman, svo að við lá að fjöldi harðduglegra manna úr þessari myndarlegu stétt, yrði að leita á náðir fá- tækraframfærslunnar. En Ey- steinn lét það ekkert á sig fá. Hann hélt að hann væri að gera nokkrum pólitískum andstæð- ingum bölvun með því að remb- ast við að halda í höftin, og mat þann göfuga tilgang meir en hagsmuni iðnaðarmanna og aug- ljósa húsnæðisþörf. . Þetta er ein af ástæðunum til þess, að á þessum mestu vel- gengnistímum hefst fjöldi manns hér í bænum við í svo aumlegum hreysum, að hvergi teljast til mannabústaða. Til þess að sýna hvað skamm- sýni Eysteins var megn, og hafta trúin blind, nægir að minna á það, að nálega ári eftir að styrj- öldin hófst og eftir að safnast höfðu innstæður, sem námu ein- ' um 40—50 millj. króna, skrifaði Eysteinn á þessa leið: ! „Frá mínu sjónarmiði á sú skoðun (því) ekki rétt á sér, að nokkuð bættur viðskiptajöfnuð- ur, að krónutali, frá því sem ver- ið hefur, og bætt gjaldeyrisá- stand í bili, sé tilefni þess, að slakað verði á takmörkunum, sem settar hafa verið um neyzlu erlendra vara í landinu. Eg álít að þjóðin eigi einmitt nú að leggja nokkuð hart að sér til þess að reyna að bæta fjárhag sinn, lækka skuldirnar og eign- ast innstæður í erlendum gjald- eyri“. (Tíminn 13. ág. 1940, let- urbr. vor). Já, þarna er Eysteini rétt lýst. Þjóðin hafði árum saman orðið að „leggja nokkuð hart að sér“, vegna gjaldeyrisskorts. Nú var nægur gjaldeyrir, en þá átti að „leggja nokkuð hart að sér“ til að safna sterlingspundum, og svo áttu menn auðvitað að bæta fjárhag sinn með því að forðast vörukaup meðan verðlag var skaplegt og farkostur fáan- legur með bærilegum kjörum! En ein afleiðing þessarar ó- happastefnu er sú, að fjöldi manns er á götunni, en aðrir haf- ast við í kofaræflum, gisnum og af sér gengnum, eða jafnvel í kartöflukjöllurum, sem byggðir eru til að útiloka loft og birtu. Þótt Eysteinn hafi það sér til réttlætingar, að Jónas Jónsson býr í ríkmannlegustu lúxusvillu landsins, þar sem tugum þús- unda í „hræðslupeningum“ hefur verið varið í loftvarna- Úfvarpíd sk/úfar fyrír Jchann Sa?munds«on > I Jóhann Sæmimdsson læknir Jóhann læknir Sæmundsson átti að tala í útvarpið í gær- kvöld. Á seinasta augnahliki er tilkynnt að erindið falli niður. Erindið fjallaði um matar- verðið og dýrtíðina. Eins og all- ir vita hefur Jóhann Sæmunds- son flutt áður erindi um þetta sama, og var framhaldsins beðið með mikilli eftirvæntingu. Ástæðan til þess að erindi Jó- hanns er stöðvað, er talin sú, að þar hafi verið rætt um afurða- verðið á annan hátt en formanni útvarpsráðs hafi þótt við eiga. byrgi og að Jónas á auk þess lúxusvillu austur 1 Hveragerði, er hætt við að þessi vitneskja dragi lítið úr kuldahrolli sumra húsnæðisleysingjanna, ’ þótt svona rangindi geti að vísu hit- að mönnum nokkuð í hamsi. Bækur til skemmtilesturs Ef yður vantar þá lítið inn. Talsvert úrval af skáldsögum jafnan fyrirliggjandi. Verðið ótrúlega lágt. Höfum öriá eintök af nokkrum bókum, sem nú eru að hverfa af markaði, t. d. tvær af hinum elztu ljóðabókum Jóhannesar úr Kötlum, Álft- irnar kvaka (6.00) og Ég læt sem ég sofi (4-00). — Ljóðmæli Jóns Trausta, nokkur eintök í kápu óseld (5.00). — Lassarónar eftir Sigurð Haralz(3.75). — Sagnkver Vikuritsins, með kápu (5.00). Lítið inn, ef yður vantar bók til fróðleiks eða skemmtunar. Bókabúðin, Klapparsfig 17 (Milli Hverfisgötu og Lindargtöu). Skemmiikvöld Þjóðveldismenn halda skemmtikvöld í Alþýðuhús- inu við Hverfisgötu í kvöld kl. 9. SKEMMTIATRIÐI: Ræður. Söngur. Gamanvísur. Dans. Aðgöngumiðar fást á Laufásveg 4, símar 2923 og 4975. Allir stuðningsmenn E-listans velkomnir. Skemmtinefndin. Fyrst þer haíið nú efní ♦ á því, þá rebðd óþ» ífn- aðínn á dyr! Fl óvíðjafnarfcga þvoffadufí cr fíf sfaðarínæsf tsbúd Kosnlngaskrifstofa Þlððveldtsmanoa Laufásvegí 4. Opín frá 9 f. h. fíl 7 e. h. Símar: 4975 2923 4 E-listinn er Láfíð skrífsfofuna vífa um þad fólk, scm fcr úr bæniám fyrír kjördag« Kjósid hjá lögmanní i Aíþingishúsinu* Opíð 10—12 t h. og 1—5 c, h, lisli ÞJððveldismanna )

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.