Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 23.11.1942, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 23.11.1942, Blaðsíða 4
ÞítDIIFUR Mánudaginn 23. nóv. 1942. SKÝRSLA um Landspítalann fyrir árið 1941 er nýlega komin út. Er þar að finna margháttaðan fróðleik um starfsemi spítalans. — Hér fara á eftir nokkrar niðurstöður skýrslunnar. Útvíræð nauðsyn Framhald af 1. síðu. embættisfærslu borgarstjórans í Reykjavík er fullns^gt með núverandi skipun embættis- ins. Því er ráðstafað með al- geru tilliti til flokkshagsmuna. I embættið geta ekki valizt, samkvæmt eðli hinnar pólitísku baráttu hér á landi, aðrir en þeir, sem fyrst og fremst er trúað til að ganga manna öt- ullegast fram í því að verja flokkshagsmuni. Um aöra hæfileika borgarstjóraeínisins verður óhjákvæmiiega lítt spurt. Slíkum borgarstjóra eru önnur efni hugstæðari en embættisstarfið. . .Hjaðninga- víg hinnar pólitísku baráttu ciga ríkari ítök í honum. Em- bættið hlýtur að verða van- rækt. Umhverfis það logar ó- friðareldur hinnar pólitísku baráttu. Borgarstjórinn mætir óvild, tortryggni og vantrausti hjá öllum öðrum cn sínum eigin flokksmönnum. * * * Hér í blaðinu hefur verið kvatt til hljóðs fyrir ákveð- inni skipulagsbreytingu á borgarstjóraembættinu í höf- uðstað landsins. Nýmælin eru í höfuðatriðum þessi: Að em- bættið verði dregið út úr eldi hins pólitíska ófriðar í land- inu, að borgarstjóranum sé beinlínis gert að skyldu sam- kvæmt erindisbréfi hans að vera afskiptalaus í stjórnmála- deilum, að hann eigi ekki sæti á þingi né fari með flokksumboð í bæjarstjórn. Með þessu á því að vera sleg- ið föstu, að illdeilur stjórn- málaflokkanna séu ekki í verkahring borgarstjórans í Reykjavík. Mætti ætla, að brátt yrði það viðurkenndur og ófrávíkjanlegur háttur um borgastjóraembættið í Rvík að skipa það hlutlausum, eið- svörnum embættismönnum. sem væru fullkomlega hæfir til að fara með trúnað allra borgaranna og hefðu óskorað traust umbjóðenda sinna. V J Þrfátíu ár Framhald af 1. síðu. halda, og var einn ai: stofnendum stúkunnar, ásamt frú sinni, Hinir voru Jón Aðife prófessor, Henri- ette Kær, yfirhjúkrunarkona við Laugarnesspítala, Georgia Bjöms- son ríkisstjórafrú, Sig. Kristófer Pétursson rithöfundur og Þorkell Þorláksson fyrrverandi stjómar- ráðsritari. Bæði þessum mönnum og ö&rum, er hér hafa bezt að verki verið, munu allir góðir Guð- spekinemar og þeir, er hlynntir eru guðspekilegum fræðum á ís- landi, senda þakkir og hlýjar hugsanir á þessum tímamótum í sögu stúkunnar og árna henni allra heilla í framtíðinni Síðastliðið þriðjudagskvöld Lyflæknisdcildin. Yfirlæknir er próf. Jón Hj. Sigurðsson. Á árinu lágu alls 550 sjúklingar á deildinni. Heim fóru 465, en 34 dóu, og er sér- stök greinagerð um þá. í skýrslunni eru sjúklingarnir flokkaðir eftir sjúkdómum í öndun- arfærum, hjarta-, æða- og efna- skiptasjúkdómum, blóðsjúkdómum og næmum sjúkdómum, kvillum i meltingarfærum, þvagfæra- og tauga sjúkdómum og sjúkdómum í beinum og líðamótum. Lyflækningsdeildin eignaðist ný tæki til efnaskiptarannsókna 'og til þess að gera rafmagnsrit af hjart. anu. * Húð- og kynsjúkdómadeildin. Alls lágu 114 sjúklingar á deildinni: 71 vegna kynsjúkdóma (21 útlending- ur), 32 vegna húðsjúkdóma, en 11 vegna annara kvilla. * Ilandlæknisdeildin. Yfirlæknir er próf. Guðm. Thoroddsen. í deildinni eru venjulega 54—60 sjúklingar. Á árinu komu 601 sjúkl., en 570 íóru og 31 dóu. — Aðgerðir á skurðstofu voru 489. Við aðgerðir deildarsjúklinga voru svæfingar notaðar 237 sinnum, en 202 sinnum voru aðgerðirnar gerðar í deyfingu, eftir mænustungu eða í staðdeyfingu. 103 sjúklingar voru lagðir inn vegna slysa, langflestir vegna bein- brota og heilahristings. 4 af þessum slysum leiddu til dauða. Á skurðstofunni var gert að 1285 slysum, auk þeirra, sem lagðir voru í spítalann vegna slysfaranna. 46 sjúkl. höfðu illkynjaðar mein- semdir, krabbamein eða sarkmein. Af þeim dóu 10 og er það um þriðj- ungur þeirra, sem dó,u í deildinni. 3 sjúklingar lágu vegna sullaveiki. * Fæðingadeildin. Yfirlæknir er próf. Guðm. Thoroddsen. Á deildina komu 525 fæðandi konur. Af þeim fæddu 220 í fyrsta sinn. Fjölgunin var 535 börn, 263 drengir, en 272 stúlkur. Tvíburar fæddust 11 sinn- um. Af mæðrunum voru 36 undir tvítugsaldri, 315 á 3. og 151 á 4. áratugnum. 23 voru yfir fertugt, 104 konum varð að vísa frá vegna rúmleysis. 3 konur dóu á árinu, allar vegna meðgöngueitrunar. — 497 konur voru svæfðar. — Keisaraskurður var gerður einu sinni, og lifði móðir og barn. * Röntgeudcildin. Yfiriæknir er dr. med. Gunnl. Claessen. Deildarinnar leituðu 5180 sjúklingar. Röntgenskoðanir voru 6361 og er sundurliðuð skrá um algengustu sjúkdóma, sem fundust, m. a. voru athugaðir 323 beinbrotnir menn. Til röntgenlækninga voru 293 sjúkl., aðallega vegna húðsjúkdóma, mein- semda og kvensjúkdóma, en 399 voru í ljósböðum. Geitur í höfðinu höfðu 8 sjúkl. Fimm þeirra voru minntist stúkan afmælis síns í húsi Guðspekifélagsins. Bárust henni heillaóskaskeyti frá Akur- eyri og Siglufirði og var afmælis- fagnaðurinn allur hinn ánægjuleg- asti. Gretar Fells. fullorðnir og höfðu aldrei leitað sér lækninga áður. Þeir voru allir lækn- aðri með röntgengeislum. * Radiumlækningar voru notaðar yið 40 sjúklinga. * Háls-, nef- og eyrnalæknir spital- : ans, Ól. Þorsteinsson, sinnti um allt á Landspitalanum viðkomandi sinni sérfræðigrein, og gerði m. a. 60 að- j gerðir. i ! Augnlæknirinn, Kristján Sveins- son, athugaði augu og sjón eftir ósk- um ýfirlæknanna, og gerði 20 augn- ; aðgerðir. * Kannsóknir banameina annaðist próf. N. Dungal á Rannsóknastofu Háskólans, sem stendur á lóð spítal- ans, og voru gerðar þar 67 krufning- ar fyrir Landspítalann. En alls voru krufin þar 115 lík, sumpart frá öðr- um sjúkrahúsum, sumpart frá lög- reglunni. * Hjúkrunarnámið. Sú mikla umbót varð á starfsliði Hjúkrunarkvenna- skólans, að ráðin var sérstök kennslu hjúkrunarkona, ungfrú Sigríður Bachmann, og annast hún m. a. um forskóla fyrir þá nema, sem sækja um inntöku í skólann. Ýmsir af lækn unum annast bóklega kennslu. í maí- mánuði útskrifuðust 11 útlærðar hjúkrunarkonur eftir 3 ára nám. * Úr Ljósmæðraskólanum útskrifuð- ust 11 ljósmæður eftir eins árs nám. * í ársskýrslunni er skrá um 6 rit og ritgerðir eftir lækna spítalans, m. a. eitt doktorsrit eftir dr. Gísla Fr. Petersen við Röngendeildina. * Um vetrarmisserið halda spítala- læknamir mánaðarlega fundi til um- ræðu á ýmsum læknisfræðilegum efnum — svonefnd læknakveld — og taka fyrrverandi aðstoðarlæknar þátt í þeim samkomum. í skýrslunni er gerð grein fyrir þeim verkefnum, sem voru á dagskrá. * í Landspítalanum er svonefnd gisti vist handa héraðslæknum, sem óska að dvelja þar um tíma til þess að kynna sér nýjungar í lækningum. Á árinu 1941 var gistivistin sótt af tveim héraðslæknum. Hvor þeirra dvaldi þar í nokkrar vikur. 'Helgafell, septemberheftið er nýlega kom- ; íj út. Hefur útgáfa þess dregizt ailverulega vegna anna í prent- I smiðjuimi og varð það því miklu siðbúnara en ætlað var. í þessu hefti er ekkert af veru- lega rismiklu efni, nema þá helzt | kvæði Arnulfs överlands, en ' margt er þar pryðilega ritað og skemmtilegt aflestrar. — Sverrir Kristjánsson ritar um vamir Ráð- stjómarríkjanna, læsilega grein, svo sem vænta mátti og þrungna i af samúð — einnig að vonum. Magnús Ásgeirsson þýðir kvæði eftir Amulf Överland, Þú mátt ekki sofa, og skilgreinir það með orðunum ,,spámannlegur vamað- aróður”. Kristmann Guðmundsson segir frá bókasöfnun sinni og bókaást, en Ihann hefur verið mikill „safnari”. Kvæði birtir rit- ið eftir Sigurjón Friðjónsson, lag- lega ort, í tilefni af sjötíu og fimm ára afmæli hans, stutta sögu eftir Jón óskar og hugleið- ingar eftir Jóhann lækni Sæ- mundsson, sem nefnist Heilsufar og hindurvitni. — í bókmennta- dálki ritsins birtist grein eftir dr. Símon Jóh. Ágústsson um bóká- útgáfu Menningarsjóðs. Er það hóflega rituð og rökstudd ádeila á bókaútgáfu Menntamálaráðs. I Jok greinarinnar er hreyft nokkr- um tillögum til umbóta á útgáfu- starfsemi ráðsins. Greinin er á- I reitnislaus með öllu og líklegt, ' að ýmislegt af þvi, sem þar er sagt, verði tekið til greina, enda virðist það byggt á ömggum rökum og fullkominni sanngimi. — Enn em í þessu hefti Helga- fells Iættara hjal og Bréf frá lesendum. Bréf Helga Hjörvar. Eru Passíusálmarnir ortir á hol- lenzku ? og bréf Gylfa Þ. Gísla- sonar, Ritfrelsið undir ráðstjórn. munu einkum vera líkleg til að vekja athygli. Þrjú síðustu hefti Helgafells, þ. e. a. s. október-, nóvember- og desemberhefti, munu koma út í einu lagi fyrir jólin. V. J. Leiðrétting. í grein Gretar Fells í síðasta blaði hafa á einum stað fallið úr nokkur orð. Setningin, sem um er að ræða, á að vera á þessa leið: „Hér er og verið að benda í áttina til þess sann- leika, að það er ekki unnt að vera verulega góður og nýtur þjóðfélags-' þegn eða borgari síns eigin lands nema vcra um leið alheiin.sborgari, alveg eins og það er heldur ekki hægt að vera góður alheimsborgari án þess að vera góður sonur sinnar eigin þjóðar." Ný sendtntf er komín af Amerfskar og enskar gertir f mðrgum litum ^ökaupíélaqid V efnaðarvörudeild. > A érAtti lik,fr ,fr ,f, Ár-é, A ,^-,4, ArA AA A Barnabækur H.f. Leíffurs: j Alfinnur álfakóngur. Æfintýri með 120 myndum. Kr. 2,50 ib. Blómálfabókin. Falleg litmyndabók handa yngstu lesendunum. Freysteinn Gunnars- son íslenzkaði textann. Kr. 6,00. Búri bragðarefur. Með 32 myndum eftir Walt Disney. Kr. 2,00. Dísin bjarta og blökkustúlkan. Æfintýri með myndum. Kr. 2,00 Dæmisögur Esóps. I. hefti, þýðing Stgr. Thorsteinss. Með myndum. Kr. 8,00 ib. II. hefti, þýðing Freysteins Gunn- arssonar. Með 65 myndum. Kr. 10 ib. Ford, drengurinn, sem varð bílakóngur, Freysteinn Gunnarsson þýddi. Kr. 3,75. Grims æfintýri i 5 heftum. Theódór Árnason þýddi. Með fjölda mynda. Kr. 3,00 hvert hefti ib. Hans og Gréta. Æfintýri með lrtmyndum. Kr. 3,50 ib. Hrói höttur. Ný þýðing eftir Freystein Gunn- arsson. Með myndum. Kr. 10,00 ib. Kóngurinn í Gullá. Æfintýri efttr John Ruskin. Þýð- ing Einars H. Kvarans. Með myndum. Kr. 6,50 ib Kötturinn, sem fór sinna eigin ferða. Æfintýri eftir Kipling. Með mynd- um. Kr. 2,50 ib. Leggur og skel. Æfintýri eftir Jónas HaLlgrímsson. Með skreytingum eftir frú Bar- böru W. Árnason. Kr. 2,50. Litla drottningin. Sænsk barnasaga með myndum. Kr. 2,50 ib. Mjallhvít. Æfintýri með mörgum myndum. Kr. 2,50. Margt býr í sjónum. Frásagnir um íbúa hafsins eftir Árna Friðriksson. Með myndum. Kr. 3,50 ib. Mikki Mús og Mína lenda í æfintýrum. Með 150 myndum. Nasreddin. Tyrkneskar kímnisögur. Þorst. Gíslason íslenzkaði. Með mynd- um. Kr. 6,50 ib. Rauðhetta. Æfintýri með mörgum litmynd- um kr. 4,00. Tarzan sterki, eftir E. R. Burrough, með 384 myndum. Hersteinn Pálsson ís- lenzkaði. Kemur fyrir jól. Tóta. Saga um litla stúlku. Hersteinn Pálsson þýddi. Kr. 10,00 ib. Tritill. Æfintýri með myndum. Kr. 2,00. Um sumarkvöld. Bamasögur eftir Ólaf Jóh. Sig- urðsson. Með myndum. Kr. 4,50 ib. Þymirós. Æfintýri með myndum. Kr. 3,00. Ösknbuska. Æfintýri með myndum. Kr. 3,00. Af eldri bókunum er lítið óselt. Notið tækifærið og kaupið ódýru bækurnar meðan þær fást. H. f. Leiftur.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.