Þjóðólfur - 21.06.1943, Page 2
2
ÞJÖÐÖLFUR
VITIÐ ÞÉR...
AÐ heimilislausir flœkingar í París
gefa út blað, sem heitir Le Clochard og
er málgagn „stéttarinnar" ?
AÐ garðyrkjufrœðingar við Cornell-
háskólann í V. S. A. hafa ræktað kálhöf-
uð, sem eru eins á bragðið og venjuleg
kálhöfuð, en hafa ólíka lykt?
AÐ þegar regnhlífar komu í notkun
á Frakklandi á 18 öld, snerust bœndur
gegn þeim með þessari forsendu: .Jlcgri-
ið er frá guði komið og hann œtlast til
að við vöknum af því“?
★
Sakborningur er tregur til að játa
nokkuð. Dómarinn hvetur röddina og
segir byrstur:
„Þetta innbrot hefur enginn einn mað-
ur framið hjálparlaust. Hver var með
þér? — — — Því svararðu ekki mað-
ur?"
,Mér fellur ákaflega þungt, herra dóm-
ari, hversu lítið álit þér hafið á mér,
þegar þér ímyndið yður að ég hafi þurft
hjálp við þetta lítilrceði".
SKÁRRl VAR ÞAÐ SKEPNAN!
-------Fœddi œr ein lamb vanskap-
að í Bakkakoti í Skorradal, svo stórt að
vexti sem þriggja vikna gamalt, með
svinshöfði og svínshári. Það vantaði efri
skoltinn upp undir augnastaðinn. Hékk
svo tungan langt fram yfir kjálkana.
Voru þeir lausir frá hausskelinni, og
sást engin mynd til augnanna nema
skinnið eins og annarstaðar. Eyrun séð
sem á dýrhundi, en fram úr hausskel-
inni hékk álíka sem ærspeni lítill, og
var gat á. Að annari sköpun sem hrút-
lamb, hitt sem svín.
Setbergsannáll 1696.
★
Unnustan: „Þú hefur verið eitthvað
annars hugar, þegar þú sendir mér bréf-
ið í gœr. Það var ekki einn einasti staf-
ur skrifaður á pappírsörkina".
Unnustinn: ,Jú, ég vissi vel, hvað ég
gerði: Ég elska þig svo heitt, að enginn
orð ná yfir það. Þess vegna varð ég að
senda þér bréfspjaldið óskrifað".
SJÓNLEYSIÐ BAGAR
Maður nokkur, sem var að taka mann-
tal, spurði ógifta pipármey, hvað hún
vœri gömul.
„Tuttugu og fimm hef ég sumrin séð",
svaraði hún.
„Rétt er nú það“, svaraði maðurinn.
„En hvað hefurðu svo verið lengi
blind?"
★
PÉTUR hefur ekki háár hugmyndir
um kvenfólkið.
,Jleyrðu, Stína“, segir hann.
,fMundir þú ekki frekar kjósa að gift-
ast mesta bjánanum í heiminum heldur
en að verða piparjómfrú?_‘
. .„Ó, Pétur!" stynur Stína upp, kaf-
rjóð og feimin. „Þelta kemur svo ó-
vœnt‘“.
★
Ástin er köttur, sem klórar, jafnvel þótt
cetlunin sé aðeins að leika með hann.
NINON DE LENCLOS.
Astin er dögg, sem fellur á hjörtu vor,
þegar guði þóknast.
ARSÉNE HOUSSAYE.
Ég skil ekki — ég elska.
TENNYSON.
Enginn hlutur er auðveldur í heimi hér,
en líklega er ástin það erfiðasta af þvi
öllu saman.
MRS. FRED REYNILDS.
Blint er ástaraugað.
ÍSL. MÁLSHÁTTUR.
Allt, sem snertir ást, er frelsað frá dauða.
ROMAIN ROLLAND.
Mýrarljósið
Pétur A. Ólafsson:
/ blaSinu „Islending“ á Ak- I
ureyri frá 28. maí, ■ birtist grein
eftir Pétur A. Ólafsson f. konsúl
á Akureyri undir fyrirsögninni
„MýrarljósiS“. Byrjar greinin á
athugasemdum gegn grein er Sig.
Eggerz bœjarfógeti hafSi ritaS í
blaSið, þar sem frumvarps „lýS-
veldisst jórnarskrárinnar“ er
minnst sem „Ijósgeisla í því
myrkri sem grúfir yfir Alþingi
— Framhald greinarinnar hljóSar
svo:
A LMENNT hygg ég að menn hafi
vænzt þess, að jafnframt því að
sambandsmálið yrði leitt til lykta
og þjóðveldi stofnað, þá kæmu
samtímis mjög svo endurbætt
stjórnskipunarlög, sem fyrst og
fremst girtu fyrir að flokksvald-
ið réði lögum og lofum í landinu,
svo grátt sem það er búið að leika
þjóðina. — Menn höfðu sett þessi '<
tvö mál í samband hvort við ann-
að af því að þeir voru vondaufir
um, með því flokksræði, sem nú
ríkir, að fá viðunandi endurbæt-
ur á stjórnskipuninni, ef þær ekki
fengjust um leið og sambandsmál-
ið yrði afgreitt. Og hætt er við
að á því velti um glæsilega af-
greiðslu þess máls.
1 álitstillögum milliþinganefnd-
ar, er ekki að sjá, að neinna breyt-
inga sé að vænta á hinni göróttu
og úreltu stjórnarskrá, aðrar en
þær, sem leiða af sjálfu sér, svo
sem um kosningu forseta. Og þó
er það ekki nema nafnið tómt, því
hann er gerður að áhrifalausri
persónu.
Ljósið sem átti að lýsa til nýrri
og betri tíma, hvarf þegar birt var
álit milliþinganefndar. Veit ég að
Gretar Fells:
I.
J ÓÐ VELDISMENN vilja
styðja og styrkja þjóð-
kirkjuna. Hví skyldu þeir ekki
vilja það? Þrátt fyrir allt gœti
hún verið vermireitur andlegs
lífs með þjóðinni og samein-
andi kraftur í þjóðlífinu. En
til þess að svo megi verða, þarf
liún þó að fullnægja ákveðn-
um skilyrðum, og langar mig
að fara nokkrum orðum tnn
hin helztu þeirra. —
II.
1 fyrsta lagi verða þjónar
kirkjunnar að haga boðskap
sínmn svp, að fullnægt geti
höfZi ekki síður en hjarta. Vér
lifum nú á öld vitsmuna og
þekkingar, og það er alveg von-
laust verk að boða kenningar,
sem meiri hluta mannkynsins
finnst ef til vill að stríði á móti
heilbrigðri skynsemi og séu í
ósamræmi við þekkingu nútím-
ans. Veit ég vel, að ýmsar kenn-
ingar trúarbragðanna eru í
raun og veru fyrir ofan svið
vitsmunanna eða skynseminn-
ar, en séu þær rétt túlkaðar og
það hefir valdið sárum vonbrigð-
um fjölmargra kjósenda. En
margir segja, tæplega var við
betru að búast, þann veg, sem
nefndin var skipuð, eintómum for-
ingjum flokkaklíkanna, sem leit-
ast í lengstu lög við dauðahald í
hið illa þokkaða flokksræði.
Mér er óskiljanleg afstaða Sig.
Eggerz, að sjá engan agnúa á þessu
áliti milliþinganefndar, svo mik-
ill hugsjónamaðttr sem hann er og
frjálslyndur. — Ég gæti ver-
ið honum sammála um, að æski-
legt væri að kalla saman þjóðfund
út af þessum málum, á Þingvöll-
um eða annarsstaðar, en ég býst
við að hann yrði fyrir voubrigð-
um, ef hann heldur að álit milli-
þinganefndar yrði tekið þar gott
og gilt.
Minnstu réttarbætur á stjórn-
skipulaginu, sem allur þorri kjós-
enda myndi sætta sig við, myndi
í stórum dráttum verða eitthvað
á þessa leið:
1) Forseti sé kjörinn með þjóð-
aratkvæðum, en ekki af Alþingi.
Honum sé gefið langtum víðtæk-
ara valdsvið en nefndin ætlast til,
þar á meðal að hann, en ekki Al-
þingi, skipi og víki frá þeim ráð-
herrum, sem nauðsyn þætti á. Þeir
mættu ekki vera þingmenn, og
bæru ábyrgð gerða sinna gagnvart
forseta. — Einnig er ég á því, að
margir myndu kunna betur við
„ríkisstjóra“-nafnið en „forseta“.
Bæði er það táknrænna fyrir lians
stöðu, og forsetar eru nú með þjóð
okkar á hverri hundaþúfu.
2) Þingmönnum sé fækkað að
mun.
3) Efri deild sé þjóðkjörin í
einni heild, með óbeinum kosn-
skildar, brjóta þær ekki í bága
við heilbrigða dómgreind. Þær
eru ultra intellectum non
contra. Sérstaklega á það við
um Islendinga, sem eru yfir-
leitt heimspekilega sinnaðir, að
ef kristin kirkja á að vinna sál-
ir þeirra, má hún ekki útiloka
alla heimspeki úr boðskap sín-
um, og andi nútímans heimtar,
ekki aðeins af kirkjunni, held-
ur og af öllum uppeldis- og
mannbótastofnuninn, að þær
hafi sem hagnýtast gildi fyrir
lífið, þ. e. a. s. hafi sem ör-
uggust tök á viðfangsefnum
þess og vandamálum. Prestarn-
ir þurfa umfram allt að vera
sálarfræðingar nú á tímum. —
Annað skilyrði, sem kirkjan
verður að mínum dómi að upp-
fylla, ef vel á að fara fyrir
henni, er fólgið í því að leggja
höfuðáherzlu á rétt hugarfar
og rétta breytni, og Jesúm
Krist, sem að sjálfsögðu er og
verður aðal leiðarljós hennar,
á hún að boða fyrst og fremst
sem hina miklu fyrirmynd. Eg
geri ráð fyrir að fara nokkru
nánar út í þetta á öðrum vett-
vangi, og mun því ekki fjölyrða
ingum, sem málsvari þjóðarheild-
arinnar og hagsmuna allra jafnt.
Kjörtímabil efri deildar-þing-
manna sé helzt helmingi lengra en
neðri deildar. Kjörgengi og kosn-
ingaréttur ekki undir 35—40 ára
aldri.
Hér er aðeins lauslega drepið
á það lágmark til réttarbóta, sem
mikill hluti landsmanna mun gera
kröfu til, og sem líklegar væru til
að að ráða einhverja bót á, og
hefta hið skef jalausa flokksræði,
sem verið liefir í algleymingi
seinni árin, nieð þeim afleiðing-
umv að atvinnuvegirnir eru á leið-
inni til kaldra kola, dýrtíð og
skattar eru ógurlegir, sem vart
nokkursstaðar eru dæmi til í frið-
arlandi, stéttarígur og sundrung sí-
vaxandi, ekki sízt milli sveita og
kauptúna og stjórn landsins mátt-
laust náðarverkfæri í liöndum
flokkavaldsins.
Enda er sú alda nú risin, sem
héðan af mun smámagnast og ekki
verður stöðvuð fyrr en óumflýjan-
legar bætur eru fengnar á þeim
fúnu stoðum, sem nú hvíla undir
stjórnskipulagi okkar. Því lengur
sem það dregst, því meiri er hætt-
an á því, að áður en varir, leggist
allt atvinnulíf í auðn, að álit okk-
ar út á við glatist og að sjálfstæði
okkar verði teflt í voða. Og það
væri sorgleg saga ef glapsýni
stjórnmálaklíkanna ætti þangað
til að fá að halda áfram sínu
skemmdarverki.
Akureyri í maí 1943.
P. A. O.
Eins og menn sjá, eru tillögur
Péturs í samrœmi við stefnuskrá
ÞjóSveldismanna. — Hefur Pétur
verið staddur hér í Rcykjavík síð-
ustu tvœr vikurnar og eru smá-
vœgar leiðréttingar gerðar hér eft-
ir hans fyrirsögn. Segir hann að
Þjóðveldisstefnan sé að vinna
fylgi nyrðra, þar sem hann hefur
spurnir af.
um það hér. Ég vil aðeins taka
það fram í þessu sambandi, til
þess að fyrirbyggja misskilning,
aÖ kirkjan hefur að vísu lagt
áherzlu á rétt hugarfar og rétta
breytni og boðað Jesúm Krist
sem hina miklu fyrirmynd, en
allt of oft virðist þetta hvort-
tveggja hafa orðið að þoka fyr-
ir öðru, sem telja verður auka-
atriði í samanburði við það, og
stundum engu líkara en að
mannbætur þær, sem kirkjan
hefur talið sig vilja vinna að,
eigi að hennar dómi að gerast
fyrir eitthvert kraftaverk, sem
einstaklingarnir, sem hlut eiga
að máli, eigi lítinn eða engan
þátt í, — og allt hefur þetta
orðið nokkuð skýjaborgakennt
stundum. — Þriðja höfuðskil-
yrðið, sem ég tel kirkjunni
mauðsynlegt að fullnægja, er
það, að hún hafi yfir að ráða
því, sem á erlendu máli er
nefnt „Mystik“, en vér höfum
naumast orð yfir á íslenzku.
Hún verður að vera annað og
meira en þurr og köld fvrir-
lestrastöð. Krafan um „Mystik-
ina“ felur meðal annars í sér,
að kirkjan sé sambandsstöö við
annan og betri heim, og að hún
hagi starfi sínu og starfshátt-
um á þann veg, að hún megi
njóta sín sem bezt í vitund
manna sem slík sambandsstöð.
— Kemur hér mjög til greina
Dr. Guðmundur
Finnbogason
landsbókavörður varð sjötugur að
aldri hinn 6. þ. m. — Mátti ráða
vinsældir hans af hinum stöðuga
straum heimsókna þennan dag og
tugum ef ekki hundruðum heilla-
óskaskeyta, sem streymdu að úr
ölluin áttum. — Blöðin minntust
hans, sem hins mikla starfsmanns
og rithöfundar, sem þjóðin hef-
ur fyrir löngu lært að meta, og þó
ekki enn til fulls, þareð sumt af
því, sem dr. Guðmundur hefur
borið á borð af þýddu máh og
frumsömdu, á enn eftir að ná full-
unv skilningi landslýðsins. —
Skal hér aðeins bent á, að dr.
Guom. var einn meðal örfárra
manna sem fyrir mörgum árum
vakti athygli á því, að stjórnfar
vort væri komið út á villigötur,
vegna rangs skipulags. — Svo -erf-
itt sem það er að fá menn til að
viðurkenna þetta nú, eftir að sönn-
unin liggur fyrir deginum ljósari,
þá þarf ekki að furða sig á því,
þótt mál dr. Guðm. mætti litlum
skilningi, þegar það var fram sett.
En hvort sem tillögur hans, sem á
margan hátt voru yel rökstuddar,
verða teknar til greina að meira
eða minna leyti, þegar endurskip-
un stjórnfarsins liefst, þá verður
dr. G. alltaf talinn til þeirra fáu
menntamanna, sem ekki sofnuðu
á verðinum, þegar hin erlend*
stjórnfarspest — liið falska demó-
kratí — hóf hér sitt örlagaríka
hernám.
Hringið í síma
2923
og gerizt áskrifendur að
ÞJÖÐÖLFI
það, sem kalla inætti andlegt
andrúmsloft og allt það, sem
í eðli sínu er samgöngubætur
milli þessa heims og annars?
— 011 bókstafskergja — og sér-
staklega öll gremja — truflar
mjög þessar samgöngubætur
milli heimanna, og ættu prest-
ar því að forðast að fara með
beinar ádeilur upp í stólinn,
ef þeir geta ekki forðazt gremj-
una. — Ég hef mér til undr-
unar tekið eftir því, að til eru
prestar, sem eru hversdagslega
allra skemmtilegustu menn, en
umhverfast í leiðinlega nöldr-
ara undir . eins og þeir eru
komnir upp í stólinn. Kirkjan
.er ekki og á ekki að vera neins
konar réttarsalur, þar sem mál-
flutningur fer fram til sókn-
ar eða varnar, heldur staður,
þar sem menn geti fengið nær-
ingu fyrir sálir sínar, andlega
lyftingu og frið. Enginn pré-
dikunarstóll má að neinu leyti
minna á kassann á Lækjartorgi,
en við liann kannast Reykvík-
ingar allt of vel.
III.
Hvert er hlutverk kirkjunn
ar í þjóðfélaginu? í raun og
veru ætti kirkjan að vera eins-
konar sál þjóðarinnar, og hún
ætti ekki sízt í augum einstakl-
inganna að geta táknað það
Kirkjan og; pjóðlífið