Þjóðólfur


Þjóðólfur - 20.12.1943, Síða 1

Þjóðólfur - 20.12.1943, Síða 1
£ m. árgangur Mánudaginn 20. des. 1943 48.—49. tölublaS LEITARLJOSIÐ (JÓLAHUGLEIÐING) Jólin eru oft kennd vió Ijós og kölliió hátiö Ijóssins. Petta er rétt í margs konar skilningi. Jafnvel þótt sleppt sé öllum trúfrœ'ðilegum bollaleggingum, verður því ekki neitað, að jólahátíðin hefur rnikió og merkilegt táknfræðilegt innihald. sem ég er því miður hrœddur um, að of margir geri sér ekki grein fyrir. Því verður ekki neitað, að á jólunum verða menn yfirleitt betri menn en endranœr. Það birtir í sálunum af Ijósi nýs skilnings á högum og kjör- um annarra, og kemur þdð frarn sem aukin nœrgœtni og aukin samiió. — Jafnvel stjórnmála- og trúarbragða- hleypidómar, sem annars eiga einna mestan þátt í því að kljúfa þjóðirnar í marga sundurleita og illvíga hópa, leggja á flótta eins og skugg- ar fyrir rnorgunsól. Það er eins og eitt stórt sameigin- legt hjarta slái nú í hinum mörgu þróngu brjóstum mannanna barna, — eins og einhver tónsnillingur leiki þar sinn undirleik, sem yfir- gnœfir um stund hina mörgu fölsku tóna sérhyggjunnar og sundurlyndisins. — Ef þdð dðeins tœkist að við- halda þessari . sálúð jóla- hátíÖarinnar, mundi margt vandamálið leysast af sjálfu sér. — / helgisögnunum um fæð- ingu Jesú Krists ber mikið á afskiptum og íhlutun ann- ars „œðri heirns“. — Hér skal ekki rœtt nm það, að hve miklu leyti helgisagnir þessar eru sögulegur sann- leikur eða skáldlegt líkinga- mál, enda skiptir það að rnínum dómi ekki miklu máli. En þær geta verið oss vísbending um það, að ef vér viljum fegra og betra þenna heim, komumsl vér ekki ef án stöðugs nábýlis við ann- an œðri heim, — heirn hug- sjóna og eilífðarmála. — Jörðin kemst ekki af ári him- insins, þótt sumir skamm,- sýnir menn virðist stundum halda það. Jafnvel sjálf löngunin til að bæta hin vtri kjör mannanna, líknarlund- in, er himinfædd og dulræns eðlis, hversu mjög sem sum- ir þeirra manna, sem starfa á vegum hennar, afneita öllu andlegu og dulrænu. Jólin eru hátíð Ijóssins. En þau eru líka stundum nefnd hátíð barnanna. Eitt af því, sem einkennir börn- in, er það, hve þau eru á sinn hátt opin fyrir því, sem kalla mœtti undur tilver- unnar. Þau sjá ævintýri í hinum hversdagslegustu hlutum. Þessi litlu skáld hafa því oft miklu auðugra og lífrœnna sálufélag við umhverfi sitt en fullorðna fólkið, og fyrir því verður og reynsla þeirra frjórri og innihaldsríkari. — Þeim er eðlilegt að taka fagnandi við því, sern nefna mœtti ævin- týri jólanna. — Hinir full- orðnu þurfa að líkjast börn- unum að þessu leyti. Því að hið sanna jólaljós er ekki að- eins Ijós kærleika og eining- aranda, heldur er það og dularfullt leitarljós, sem varpað er inn í myrkur þess- arar jarðar frá óðrum og æðra heimi. Það leitar að draumamanninum og dul- sinnanum í oss. Finnur það hann— eða finnur það að- eins matglaða menn, er sitja við veizluborð, sem svigna undir dýrum krásum?---------- Gretar Fells. ----o---- TÍUNDI JÓLASVEINNINN. Jólasveinarnir „einn og átta“ eru — það gömul er sögn. En um hinn tíunda er talað ekki. — Um hinn tíunda ríkir þögn. Hinir konia með glens og gaman og gull í barnanna skaut, — leikföng handa þeim öldnu og ungu — og óðar hverfa á braut. En hinn tíundi tómhentur ketnur, tiginn og þögull sem gröf, en hann býður sérhverri sálu sig sjálfan sem jólagjöf. Það sjá hann fáir, þótt sindri af klœðum og sjálfs hatis göfgi og tign, því augu flestra eru hjúpi hulin og harla lítið skygn. Hann birtist fáeinum bljúgum sálum, sem bjóða honum húsaskjól. En það eru þær — og aðrar ekki — sem eiga — gleðileg jól. Kveiktu, vitiur, á kertum þínum í kvöld, þegar allt er hljótt, og tíunda sveininum taktu á móti, sem til þín kemur í nótt. —- Gretar Fells. Stjarnan — Náttúran öll er svo köld og kyr sem kirkja þögul, með auðum bekkjum. Vindarnir lœðast um Ijósgeimsins dyr og landbáran sefur í klakahlekkjum. Allt er svo hljótt. Það er heilagt í kvöld. Nú hvílast öll lífsins öfl og völd. En hugur minn glœðist af auðn þess ytra — í anda ég sé gegnum blámans tjöld, finn strengina í heiðloftsins hörpum titra. Nú bý ég í tindrandi himnahöll. Til hafsbrúna er allt í logandi spili. Nú glampa við opin gullportin óll, og grafkyrrt hvert ský eins og málverk á þili. Það glitrar á spegla um voga og völl — og vegghá sig reisa hvítmöttluð fjöll. Gédfið er íslagt og ofið með rósum, en efst uppi í hvolfi, yfir svellum og mjöll. er krónan — með milljón af kvikandi Ijósum. Hún Ijómar og skín út á yzta álm af eldum með blikandi gimsteinaliti; einn brennur þó ríkast á röðlanna hjálm, með rúbínsins loga, með smaragðsins gliti. Þar tindrar þú, stjarnan mín stolt og há — sterkasta Ijósið sem hvelfingin á! — Eg elska þig, djásnið dýrðarbjarta, demant á himinsins tignarbrá, geisli af kærleik frá guðdómsins hjarla. Hvað veldur, að þii ert ást mín ein, af öllum blétmum í stjarnarhia kransi? Svo margt skín þó eplið á glitmeiðsins grein, og gott er um sólbros í hnattanna dansi. — Mín jarðneska hugsun, þitt himneska bál, hittumst eitt kvöld eins og tinna við stál, og síðan man ég þig, svipurinn fríði. sé þig í draumi, við gleðinnar skál, finnst allt, sem er fagurt, þér einni til prýði. Um þig kveður aldan og andvarans sog, þér ómar hvert Ijóð, sem mitt hjarta á grafið, til þín horfa loftsalsins þjótandi log, til þín streymir sál mín, sem lindin í hafið. Almáttka fegurð, hrein og há, ég hneigi þér, ann þér með brennandi þrá. Stjórnudjásnið mitt dýrðarbjarta, demant á guðdómsins tignarbrá! Ljós yfir dauðdjéipið svarta! Einar Benediktsson: Hafblik.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.